31.8.2008 | 17:09
Ótrúlegt en satt
Flestir glćpir komast upp. Ein kenningin er sú ađ flestir fremji afbrot vegna siđblindu og ţađ sé vegna ţessarar sömu blindu sem upp um ţá kemst. Önnur kenning er sú ađ flestir glćpamenn séu einfaldlega heimskir. Hver sem ástćđan er ţá er ómögulegt annađ en undrast og brosa yfir sumum.
- Fyrir mörgum árum var reiđhjóli stoliđ á Sauđárkróki. Nokkrum dögum síđar var bein sjónvarpsútsending frá Sauđárkróki vegna sveitastjórnakosninga. Helgi Helgason fréttamađur stóđ fyrir utan félagsheimiliđ Bifröst og sagđi tíđindi. Ungling bar ţar ađ á reiđhjóli og löngun til ađ sjást í sjónvarpi helltist yfir hann. Hann hjólađi ţess vegna fram og til baka fyrir aftan Helga.
Eigandi stolna hjólsins ţekkti ţarna hjóliđ sitt. Hann hringdi í lögregluna. Lögreglustöđin er í nćsta húsi viđ Bifröst. Ţjófurinn var handtekinn í beinni útsendingu.
-Í kvikmyndinni um Lalla Johns segir félagi hans af Litla-Hrauni frá innbroti ţeirra félaga í bifreiđaverkstćđi á Eyrarbakka. Félaginn endar frásögnina fyrir framan myndavélina međ orđunum: "Ţetta er eitt af ţeim innbrotum sem aldrei mun komast upp hverjir frömdu."
- Bandaríski söngvarinn Bobby Brown var gripinn viđ ölvunarakstur. Hann var skikkađur til ađ yfirgefa ekki Georgíu-ríki fyrr en dómur félli í málinu. Brot á ţessum fyrirmćlum kosta 8 daga fangelsun. Nokkrum dögum síđar fylgdist dómarinn í málinu međ beinni útsendingu frá afhendingu bandarísku músíkverđlaunanna Grammy í Los Angeles. Ţar steig Bobby Brown á sviđ. Dómarinn hringdi í "kollega" sína í LA og söngvarinn var svo gott sem handtekinn á sviđinu og ţurfti ađ dúsa í fangelsi nćstu 8 daga. Síđar sagđist Bobby Brown ekki hafa áttađ sig á ađ beina sjónvarpsútsendingin í LA nćđi til Georgíu.
-Ungur bandarískur kannabisrćktandi montađi sig af árangrinum á myspace-síđu sinni. Hann setti daglega ţangađ inn nýjar myndir til ađ leyfa lesendum ađ fylgjast međ. Á myspace-síđu drengsins voru allar upplýsingar um hann sem lögreglan ţurfti til ađ banka upp heima hjá honum. Fyrir dómi sagđist strákurinn hafa haldiđ ađ löggan hefđi eitthvađ ţarfara ađ gera en hanga á netinu.
- Byssumađur braust inn til prests í Bandaríkjunum og heimtađi peninga. Presturinn var ekki međ reiđufé á sér. Hann notađi einungis ávísanahefti. Byssumađurinn krafđist ţess ţá ađ presturinn léti sig fá 5.000 dollara ávísun. Presturinn benti byssumanninum á ađ ávísunin yrđi ađ vera stíluđ á nafn viđkomandi ţví bankar skipta ekki 5.000 dollara ávísun nema hún sé stíluđ á nafn. Byssumađurinn rétti prestinum nafnskírteiniđ sitt svo hann myndi örugglega stafsetja ţađ rétt. Byssumađurinn var handtekinn heima hjá sér áđur en hann framvísađi ávísuninni.
- Í Illinois tók byssumađur náunga á mótorhjóli í gíslingu og neyddi til ađ keyra međ sig á milli hrađbanka. Byssumađurinn var fljótt handtekinn ţví hann tók einungis út peninga af sínum eigin reikningi.
- Í Modesto í Kaliforníu er Steven Richard King frćgur. Hann ruddist inn í Bank of America og tilkynnti vopnađ rán. Hann notađi ţumalinn og vísifingur til ađ líkja eftir byssu í vasanum. Í taugaveiklun varđ honum á ađ taka "byssuna" upp úr vasanum og ógna viđstöddum.
- Í S-Karólínu gekk mađur inn á lögreglustöđ, skellti kílói af kókaíni á afgreiđsluborđiđ og óskađi eftir ţví ađ fá ađ leggja fram kćru á hendur sölumanninum. Kókaíniđ vćri illilega útţynnt.
Gaman vćri ef ţiđ muniđ eftir fleiri sögur af heimskum glćpamönnum.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2008 | 23:23
Auga slegiđ úr manni
Á mínum unglingsárum var vinsćll skemmtistađur viđ Suđurlandsbraut sem hét Sigtún. Ţangađ brá kunningjahópurinn sér stundum ţegar vel lá á honum. Á áttunda áratugnum var til siđs ađ ungir menn tuskuđust fyrir utan húsiđ eftir dansleiki. Ţađ var undir ţannig kringumstćđum sem einn í kunningjahópnum, tröllslegur náungi sem viđ getum kallađ Gretti, lenti í nokkuđ snörpum átökum viđ ókunnugan mann međ uppvöđslu. Eftir nokkra gagnkvćma pústra náđi gaurinn dúndurhöggi á gagnauga Grettis. Viđ höggiđ spýttist augađ úr augntóftinni á Gretti og ţeyttist eitthvađ út í loftiđ.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
30.8.2008 | 20:41
Ótrúlega flottar götuteikningar
Ljósmyndirnar hér fyrir neđan sýna krítarteikningar sama mannsins á göngugötur og torg. Ţeim er rađađ eftir aldri. Ţannig sést hvernig listamađurinn nćr betri og betri tökum á viđfangsefninu. Litaskil verđa skarpari, dýpt myndefnisins (perspektíviđ) eykst, smáatriđum fjölgar og teikningin verđur flóknari.
Ţađ tekur marga daga, jafnvel vikur, ađ hrista eina svona mynd fram úr erminni. Ţađ sorglega er ađ myndirnar varđveitast ekki til frambúđar. Ţćr eyđast örfáum vikum vegna ágangs fólks og veđurs. Ţá getur komiđ sér vel fyrir listamanninn og vegfarendur ađ varđveita listaverkiđ á ljósmynd.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
30.8.2008 | 14:19
Fleiri leyndarmál á íslenskum plötum
Fréttablađiđ "skúbbađi" í gćr. Ţar var upplýst ađ Ásgeir Jónsson, best ţekktur sem söngvari Bara-flokksins, hafi sungiđ 12 raddir í handboltalaginu Gerum okkar besta eftir Valgeir Guđjónsson. Ástćđan var sú ađ upptaka á söng landsliđsins hafđi misheppnast og liđsmenn ţess komnir til útlanda. Ásgeir gerđi sér ţá lítiđ fyrir og hermdi eftir söng landsliđsmanna.
Ţetta er fjarri ţví í eina skiptiđ sem Ásgeir reddar málum á ţennan hátt. Í fyrravor upplýsti ég ađ Ásgeir söng hluta lagsins Seinasta augnablikiđ á plötu Bubba, Konu. Eftir ađ Bubbi söng lögin á plötunni fór hann í međferđ. Fyrir mistök ţurrkađist hluti af söng hans í Seinasta augnablikiđ út rétt áđur en platan var send til Englands í "masteringu". Ásgeir söng ţá ţennan kafla inn. Hann gerir ţađ svo vel ađ afar erfitt er ađ greina annađ en Bubbi syngi allt lagiđ.
Ásgeir er rosalega góđ eftirherma í söng. Hann fer létt međ ađ syngja alveg eins og David Bowie, Freddy Mercury, Bubbi og fleiri.
Takiđ eftir hvađ letriđ er flott á plötuumslagi Konu. Ástćđa ţess ađ ţađ er svona flott er ađ ég skrifađi ţađ.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
28.8.2008 | 23:37
Neytendastofa leggur blessun yfir gróf vörusvik
Fyrir nokkru hóf heildverslunin Eggert Kristjánsson hf. sölu á hvítu ginsengi úr rótarendum, svokölluđum úrgangsendum. Vörunni lét heildverslunin pakka inn í samskonar pakkningar og međ samskonar útlitshönnun og Rautt eđal ginseng, sem fyrir var á markađnum. Ekki nóg međ ţađ. Hvíta ginsengiđ var kallađ Rautt eđal ginseng á umbúđunum.
Nafniđ Rautt eđal ginseng er lögverndađ vörumerki. Uppátćkiđ var kćrt og Eggerti Kristjánssyni hf. gert ađ kalla vöruna öđru nafni og breyta útliti umbúđanna. Nafninu var ţá breytt í Rautt kóreskt ginseng og umbúđunum lítillega breytt. Varan var ţó áfram seld ólöglega í verslanir utan höfuđborgarinnar og í póstverslun femin.is.
Neytendasamtökin létu efnagreina ginsengiđ til ađ sannreyna ađ um hvítt ginseng vćri ađ rćđa. Reyndar ţurfti ţess ekki ţví liturinn er auđséđur. Rautt ginseng er međ ljósum rauđbrúnum blć. Hvítt ginseng er ţađ ekki. Neytendasamtökin fengu stađfest í efnagreiningu erlendis ađ ţetta sem kallađ er Rautt kóreskt ginseng er ađeins hvítt ginseng.
Ţađ er mikill gćđamunur og stór verđmunur á rauđu ginsengi og hvítu. Ţarna er ţví um gróf vörusvik ađ rćđa. Neytendasamtökin kćrđu vörusvikin til Neytendastofu. Ţađ vekur undrun ađ Neytendastofa skuli nú hafa tekiđ ţá ákvörđun ađ ađhafast ekki í málinu og leggja ţannig blessun sína yfir ţví ađ svikin vara sé á markađi.
Neytendastofa vísar til ţess ađ ekki sé til evrópskur stađall yfir ţađ hvenćr ginseng telst vera hvítt eđa rautt. Ţannig stađall er hinsvegar í Kóreu og framfylgt af nákvćmni.
Myndin sýnir umbúđir ósvikna rauđa ginsengsins.
![]() |
Ekki ástćđa til ađgerđa vegna ginsengs |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Vísindi og frćđi | Breytt 29.8.2008 kl. 00:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (27)
28.8.2008 | 17:26
Bráđfyndiđ
Hér fyrir neđan eru brosleg orđatiltćki sem hrokkiđ hafa upp úr viđmćlendum í ljósvakamiđlum. Flest ađ öllum líkindum óvart sem mismćli en hugsanlega eru einhver ţeirra úthugsađur útúrsnúningur. Leggiđ endilega í púkkiđ ef ţiđ muniđ eftir orđatiltćkjum í ţessum stíl. - Róm var ekki reist á hverjum degi! (sagt af ţekktum Selfyssingi) - Byrjiđ á ţví ađ beinhreinsa vínberin (í uppskrift á desert) - Svo handflettir mađur rjúpurnar (í annarri uppskrift) - Ég var alveg steinvöknuđ (í frásögn ţar sem viđkomandi sagđist áđur hafa steinsofnađ). - Lćrin lengjast sem lifa (átti sennilega ađ vera "Mađur lćrir svo lengi sem lifir"). - Allt fór afsíđis sem gat fariđ afsíđis. - Ţessi peysa er mjög lauslát. - Ţau eiga ţvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi. - Hann sló ţarna tvćr flugur í sama höfuđ. - Ég hefđi sko gefiđ mikiđ fyrir ađ fá ađ vera ţarna dauđ fluga á vegg. - Ég sá svo sćta stelpu ađ ég fór alveg framhjá mér. - Ég var svo ţreyttur ađ ég henti mér beint undir rúm. - Hann sat bara eftir međ súrt epliđ. - Og nú, góđir farţegar, er einmitt fengitími melóna. - Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ćtti ađ setjast. - Hún átti nú eftir ađ naga sig í handakrikann fyrir ađ hafna ţessu. - Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiđskíru lofti. - Ţar stóđ hundurinn í kúnni. - Ć, mađur fer bara í bćinn til ađ sjá sig og sýna ađra. - Íslendingar eru orđnir svo lođnir á milli lappanna. - Ţetta er ekki upp í kött á Nesi. - Betur sjá augu en eyru. - Ţađ er ég sem ríđ rćkjum hér! - Ég er búinn ađ liggja andvana í alla nótt. - Ţeir urđu ađ setja í minni pokann fyrir heimamönnum. |
Spaugilegt | Breytt 29.8.2008 kl. 14:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (36)
28.8.2008 | 14:15
Tékkiđ á Ruddanum
Ţađ er fullt af músík ţarna úti sem ástćđa er til ađ vekja athygli á og ástćđa til ađ tékka á. Tölvupoppari sem heitir Bertel Ólafsson - en gegnir listamannsnafninu Ruddinn - hefur veriđ ađ dunda sér viđ ađ gera músík. Hann er kominn á samning hjá bresku útgáfufyrirtćki sem heitir Lakeland Records, www. lakelandrecords.com. Ţegar kíkt er á heimasíđuna hljómar lag međ kappanum. Tékkiđ endilega á öđru sem hann hefur veriđ ađ gera http://www.soundclick.com/store/digital/01_Shop_Album.cfm?bandID=722405&albumID=25203
www.tonlist.is/Music/Artist/10246/ruddinn
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2008 | 23:41
Afi glímir viđ draug
http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/164351
- Afi mćtir í afmćli aldarinnar
http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/165716
- Afi bjargar nćrbuxunum sínum
Vinir og fjölskylda | Breytt 28.8.2008 kl. 01:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
27.8.2008 | 14:13
Skođanakönnun lokiđ - úrslit
Ađ undanförnu hefur veriđ í gangi á bloggsíđu minni skođanakönnun ţar sem spurt er:
Á morgun bjóđa ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg til fagnađarfundar íslensku ţjóđarinnar. Ókeypis verđur í strćtó eftir klukkan 15:02. Einnig verđur ókeypis í bílastćđishús á milli klukkan 17:00 og 19:00. Ákveđin hefur veriđ ný akstursleiđ frá Skólavörđuholti en ţađan mun hópur skógrćktaráhugamanna leggja af stađ í opnum vagni kl. 18:00 í fylgd lúđrasveitar, fánabera og lögreglu. Ekiđ verđur niđur Bankastrćti ađ Arnarhóli. Ţar verđur haldinn fagnađarfundur og Töfratréđ heiđrađ af íslensku ţjóđinni og karlakórnum Fjallabrćđrum frá Flateyri.
Töfratréđ stendur ađ öllu jafna vaktina á lóđinni viđ leikskólann Steinahlíđ í Vogahverfi í Reykjavík. Ţađ sigrađi međ glćsibrag í keppninni um tré ágústmánađar eftir harđvítuga samkeppni frá öllum helstu trjám landsins. Töfratréđ er afbrigđi körfuvíđis sem kallast ţingvíđir.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
26.8.2008 | 14:32
Platfiskur til sölu
Í Tvídćgri (24 stundum) í dag er ađ finna auglýsingu međ yfirskriftinni "Ekta fiskur". Í undirtexta er upptalning á ýmsum spennandi sjávarafurđum, svo sem rćkjum, gellum, kinnfiski, ýsu og ţorski. Einnig er í bođi bćđi útvatnađur saltfiskur og sérútvatnađur saltfiskur. Hver er munurinn á útvötnuđum og sérútvötnuđum saltfiski?
En ţađ er yfirskrift auglýsingarinnar sem skilur eftir stćrsta spurningamerkiđ. Fyrst tekiđ er fram ađ í bođi sé ekta fiskur ţá hljóta einhverjir ađ vera međ gervifisk á bođstólum. Ţađ vćri gustuk ađ vita hverjir ţađ eru. Reyndar hef ég mínar grunsemdir. Ég fór á sjávarréttahlađborđ um daginn. Ţar litu sumir fiskarnir út alveg eins og sviđakjammar og brögđuđust eins og sviđakjammar, hvort sem um var ađ rćđa eyru eđa tungu. Ţađ sem gerđi ţetta ennţá dularfyllra var ađ ég fékk mér rófustöppu međ ţeim fiski.
24.8.2008 | 23:27
Fćreyingar fylgjast áhugasamir međ söngkonunni sem borgarstjórinn bauđ á Menningarnótt
Íslendingar spentir uppá Sřlvu Ford 23. aug 2008, 15:50 |

Mynd: Ólafur F. Magnusson og Sřlva Ford
Í Reykjavík eru mentanardagar - Cultural Night - byrjađir. og nú seinnapartin framfřrir Sřlva Ford í Reykjavík, eftir at hon varđ bođin til býin av sjálvum borgarstjóranum
Fyrr í ár beyđ Ólafur F. Magnusson, nú fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, Sřlvu Ford at syngja í Reykjavík til mentanar dagarnar. Hann var tá á vitjan í Fřroyum.
Í dag syngur Sřlva í Reykjavík og íslendingar eru spentir, tí teir hava hoyrt nógv um henda sangfuglin, men kenna ikki so nógv til tađ, iđ Sřlva hevur at bjóđa.
Hon syngur í dag á gallarí Kjarvalsstađir, sigur heimmildarmađur okkara, Jens Guđ, og leggur afturat, at nýggi borgarstjórin í Reykjavík eitur Hanna Birna.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (46)
23.8.2008 | 14:03
Handbolti er hallćrislegasti boltaleikur í heimi
Fáir jarđarbúa sýna handbolta áhuga. Ennţá fćrri stunda hann, eđa innan viđ 0,0003% jarđarbúa. Hjá flestum ţjóđum gengur afskaplega illa ađ manna handboltaliđ. Fullorđiđ fólk međ fullu viti lćtur ekki draga sig út í svona aulalegan boltaleik.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (160)
22.8.2008 | 22:44
Ţegar Anna á Hesteyri slóst viđ mömmu
Móđir mín var 18 ára ţegar fađir hennar lést. Hann var jarđađur í fjölskyldugrafreitnum á Hesteyri í Mjóafirđi. Heimasćtan á Hesteyri, Anna Marta Guđmundsdóttir, var komin á ţrítugsaldur. Ţćr mamma eru brćđradćtur. Mamma var flutt suđur til Reykjavíkur. Ţarna á fimmta áratugnum var ferđalag frá Reykjavík til Mjóafjarđar heilmikiđ mál.
Mamma keypti sér fínan og - eiginlega um efni fram - rándýran kjól fyrir jarđarförina. Hann var víđur og svartur. Sniđiđ byggđi á gulllituđu belti sem reyrđi kjólinn saman í mittiđ. Yfir brjóstinu vinstra megin var gulllituđ rós í stíl viđ beltiđ. Mamma var rígmontin af sér í ţessum fína kjóli ţegar hún mćtti í jarđarförina. Fyrsta manneskjan sem mamma hitti var Anna. Ţćr höfđu varla heilsast ţegar Anna réđist á mömmu og tók hana glímutökum. Mömmu var verulega brugđiđ en varđist fimlega framan af. Hún ćfđi stíft fimleika og var í góđri ţjálfun. Leikar fóru ţó ţannig ađ Anna ţeytti mömmu í loft upp, sleit utan af henni beltiđ og skellti henni flatri í drullusvađ.
Mamma var í miklu uppnámi. Kjóllinn hékk eins og skítugur hveitipoki utan á henni ţegar beltsins naut ekki lengur viđ. Hólkvíđur og druslulegur. Mamma fór ađ gráta og spurđi Önnu hvers vegna í ósköpunum hún hefđi ráđist á sig. Anna svarađi međ vorkunnartóni:
- Ég veit ađ ţessi sorgardagur er ţér erfiđur. Ég var búin ađ velta mikiđ fyrir mér hvernig ég gćti auđveldađ ţér ađ takast á viđ fráfall pabba ţíns. Ţá datt mér í hug ađ ég gćti fengiđ ţig til ađ dreifa huganum ef ég kćmi ţér á óvart međ glímubrögđum.
-------------------------
Fleiri sögur af Önnu á Hesteyri:
- Hringt á lögguna
www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/463661
Spil og leikir | Breytt 27.8.2008 kl. 02:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
20.8.2008 | 23:27
Eigingirni eđa...?
Íri nokkur ađ nafni Murphy fór til lćknis eftir langvarandi veikindi. Lćknirinn skođađi hann vel og vandlega. Ţegar skođun var lokiđ dćsti lćknirinn og sagđi: "Ég hef slćmar fréttir ađ segja ţér. Ţú ert međ krabbamein sem verđur ekki lćknađ. Ţú átt ekki nema tvćr vikur eftir ólifađar, mánuđ í mesta lagi." Murphy var ađ vonum brugđiđ. En ţar sem ađ hann var jarđbundinn mađur var hann fljótur ađ jafna sig. Hann fór fram ţar sem ađ sonur hans beiđ eftir honum. Murphy sagđi viđ hann: "Sonur sćll, viđ Írar höldum upp á hlutina hvort sem gengur vel eđa illa. Í ţetta skipti ganga ţeir mjög illa. Ég er međ krabbamein og á skammt eftir ólifađ. Förum nú á pöbbinn og fáum okkur nokkra bjóra." Eftir fjóra bjóra voru feđgarnir orđnir kátir. Ţeir hlógu og drukku meiri bjór og skemmtu sér mjög vel. Nokkrir vinir Murphys gamla komu ađ borđinu hjá ţeim og spurđu hvađ ţeir vćru ađ halda upp á. Murphy sagđi ađ ţeir Írar héldu bćđi upp á ţađ góđa og slćma og í ţetta skiptiđ vćri ţađ slćmt ţar sem hann ćtti stutt eftir. Vinirnir urđu furđulostnir og spurđu hvađ hrjáđi hann. Murphy sagđist vera nýkominn frá lćkninum sem hefđi greint hann međ alnćmi og hann ćtti bara tvćr vikur eftir. Félagarnir fengu sér nokkra bjóra međ Murphy til ađ samhryggjast honum og tíndust svo burtu ţegar leiđ á kvöldiđ. Ţegar vinirnir voru allir farnir hallađi sonurinn sér ađ Murphy og sagđi: "Pabbi, ég hélt ađ ţú vćrir međ krabbamein en ţú sagđir vinum ţínum ađ ţú vćrir ađ deyja úr alnćmi." Murphy svarađi: "Ég er međ krabba, sonur sćll. Ég vil bara ekki ađ neinn af ţessum andskotum skríđi upp í til mömmu ţinnar ţegar ég er farinn." | |||
Spaugilegt | Breytt 21.8.2008 kl. 13:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
20.8.2008 | 14:23
Hvađ er ađ ţví ađ borgarstjóri djammi?
![]() |
Sakar Hönnu Birnu um ósannindi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt 21.8.2008 kl. 12:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (26)
19.8.2008 | 23:21
Frábćr forréttur - einfaldur og hollur
Eftir hressandi umrćđu um ţađ hvađ Madonna er hrikalega ljót - og músík hennar nćstum ţví jafn leiđinleg og plötur Stjórnarinnar (róleg, róleg, ég sagđi nćstum ţví. Ekki jafn) - er upplagt ađ laga einfaldan og bráđhollan forrétt. Forrétturinn er fyrir 4 (eđa ţrjá mjög svanga og gráđuga). Ţađ eina sem ţarf í réttinn er:
Matur og drykkur | Breytt 20.8.2008 kl. 00:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
Í lok síđustu viku kom út safnplatan "Songs for Tibet". Undirtitillinn er "The Art of Peace - Wisdom. Action. Freedom". Platan er gefin út í tilefni Olympíuleikanna í Kína. Henni er ćtlađ ađ fylgja eftir kröfu um mannréttindi, tjáningarfrelsi og trúfrelsi í Tíbet. Allur ágóđi af sölu plötunnar rennur óskiptur til félagsskapar sem heitir Art of Peace Foundation. Mér skilst ađ hann sé nátengdur Dalai Lama, útlćgum trúarleiđtoga frá Tíbet.
Flytjendur laga á plötunni eru margar skćrustu poppstjörnur heims. Ţćr gefa allar eftir höfundarlaun sín af lögunum. Međal flytjenda á plötunni eru Sting, Jackson Brown, Alanis Morissette, Moby, Suzanna Vega, Rush, Joan Armatrading, Garbage, Dave Matthews, Damian Rice, John Mayer, Ben Harper, Underworld og fćreyska söngvaskáldiđ Teitur.
Í huga okkar Íslendinga er álfadrottningin Eivör hin eina sanna fćreyska poppstjarna. Vissulega er hún súperstjarna á Íslandi, í Fćreyjum og vel ţekkt í Danmörku, Noregi, Svíţjóđ og víđar. Og alltaf flott og frábćr. Á heimsmarkađi er hinsvegar Teitur töluvert stćrra nafn. Ţađ er eins og sú stađreynd hafi ekki skilađ sér til Íslands.
Teitur er ţokkalega vel kynntur í Ameríku. Einkum í Bandaríkjunum, Kanada og Grćnlandi. Lög hans eru í bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsţáttum. Myndbönd hans eru sýnd í bandaríska MTV og líka í MTV í Evrópu. Ţađ segir sitthvađ um stöđu Teits á heimsmarkađi ađ hann skuli vera í slagtogi međ öllum ţessu heimsfrćgu poppstjörnum á plötunni. Ţađ er sömuleiđis mikill heiđur fyrir Teit ađ lögin á plötunni voru valin af Sting.
Plötur Teits eru 4ra og 5 stjörnu plötur. Ég mćli sérstaklega međ "Káta horninu", plötu sem fćst í versluninni Pier í turninum viđ Smáratorg. Afskaplega notaleg plata. Teitur er gott söngvaskáld og góđur flytjandi. Hann er áhugasamur um mannréttindi og međ rétta afstöđu til tónlistar. Ţađ segir honum enginn fyrir verkum. Hann gerir hlutina á sínum forsendum.
Ţó "Káta horniđ" sé einskonar vísnapoppsplata vísar umslagiđ til "London Calling" međ The Clash og plötu sem ég man ekki hvađ heitir međ Elvis Presley.
Tónlist | Breytt 21.8.2008 kl. 02:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2008 | 04:19
Forđiđ börnum frá saxófóni
Tónlist | Breytt s.d. kl. 04:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (27)