16.11.2014 | 21:10
Kvikmyndarumsögn
- Titill: Dumb and Dumber To
- Leikstjórar: Peter og Bobby Farrelly
- Leikarar: Jim Carrey og Jeff Daniels
- Einkunn: **1/2 (af 5)
Fyrir tuttugu árum kom á markađ bandarísk gamanmynd, Dumb and Dumber. Hún var fersk og innihélt nokkrar eftiminnilegar fyndnar senur. 2003 leit dagsins ljós myndin Dumb and Dumberer. Hún á ađ hafa gerst á undan Dumb and Dumber og sýna persónurnar yngri. Međ öđrum leikurum og öđrum leikstjóra. Dumb and Dumberer var og er misheppnuđ og ófyndin gamanmynd.
Nú er komin á hvíta tjaldiđ myndin Dumb and Dumber To. Hún skartar sömu ađalleikurum og Dumb and Dumber. Jafnframt eru leikstjórar ţeir sömu.
Söguţráđurinn skiptir litlu máli. Hann skapar engar vćntingar um framvindu né spennu (en á samt ađ framkalla spennu). Stöku brandarar, skondin tilsvör og leikur hins kanadíska Jims Carreys bera myndina uppi. Ofleikur Jims er skemmtilegur og allt ađ ţví "sannfćrandi". Ofleikur Jeffs Daniels er ósannfćrandi en venst er líđur á myndina.
Fjöldi brandara er ţokkalega fyndinn. Enn fleiri eru nćr ţví ađ vera broslegir. Međ slćđist bull, della og aulahúmor sem höfđar til barna en ekki fullorđinna. Ţađ sýndi sig af viđbrögđum áhorfenda í salnum. Börn og fullorđnir hlógu ekki undir sömu senum í myndinni.
Handritshöfundar eru sex. Áreiđanlega flestir í ţví hlutverki ađ semja brandara fremur en bćta ţunnan söguţráđ. Myndin gengur, jú, út á brandarana.
Takturinn í myndinni er ţćgilega hrađur og jafn út í gegn. Ţađ er alltaf stutt í nćstu spaugileg tilsvör og ađra brandara. Margar senur eru allt ađ ţví endurtekning á senum úr fyrstu myndinni. Einnig er nokkuđ um leiftur (flash back) úr ţeirri mynd. Upphafslagiđ er hiđ sama, Boom Shack-A-Lack međ indverskćttađa spaugfuglinum Apache Indian. Flott ragga-muffin lag međ blús-hljómagangi.
![]() |
Heimskur, heimskari á toppinn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Kvikmyndir | Breytt 17.11.2014 kl. 23:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2014 | 22:58
Plötuumsögn
- Titill: Međ söng í hjarta
- Flytjandi: Gćđablóđ
- Útgefandi: Amböguklúbburinn
- Einkunn: ****
Hljómsveitin Gćđablóđ er söngvarinn og söngvaskáldiđ Kormákur Bragason; gítarleikararnir Eđvarđ Lárusson og Magnús R. Einarsson; bassaleikarinn Tómas M. Tómasson; trommuleikarinn Jón Indriđason; og slagverksleikarinn Hallgrímur Guđsteinsson.
Upphafslag plötunnar er Zanzibar. Samnefnt afrískri eyju. Ţar fćddist söngvari Queen, Freddy Mercury. Eyjan tilheyrir Tanzaníu.
Í texta Kormáks er ljúft líf (ferđamanns) á Zanzibar mćrt af söknuđi úr fjarlćgđ. Útsetningin ber meiri keim af ljúfu brazilísku bossanova en afrískri stemmningu. Söngurinn er lágstemmdur. Í hljóđfćraleik ber mest á liprum gítarleik. Eđvarđ og Magnús fara á kostum plötuna út í gegn. Heitt (live) andrúmsloft spuna einkennir gítarleikinn.
Nćsta lag, Mér finnst verst, er úr smiđju rússneska söngvaskáldsins Vladimir Vysotskij. Ţađ er vćgur ţýskur kabarett-andi í útsetningunni; jafnvel smá Kurt Weill fremur en rússneskt kósakafjör. Texti Kormáks er ţunglyndi. Hann kallast skemmtilega á viđ fagra lýsingu á Paradísinni í Zanzibar.
Ţriđja lagiđ er lauflétt kántrý-skotin sveifla viđ kvćđi V-Íslendingsins Káinns, Ćgisdćtur. Lagiđ er eftir Kormák. JJ Cale og KK koma upp í hugann. Líka í sönglögum Kormáks Í dag er okkar dagur og Fiđrildi.
Breiđavíkurblús liggur nálćgt Road To Hell međ Chris Rea. Samt mildari blús. Ţó ţenur höfundurinn, Kormákur, sig töluvert í söng á köflum.
Ég vaknađi í veröldinni er "talking blues" kántrý ađ hćtti bandaríska Woody Guthrie.
Ég geng í myrkri er vinaleg róleg blúsuđ ballađa. Textinn er eftir Braga Sigurjónsson. Lagiđ eftir Kormák.
Stjarnan er notalegur dinner-djass. Lag og texti eftir Kormák, eins og Ógćfukonan.
Lokalagiđ, Međ sorg í hjarta, er eftir bandaríska kántrý-boltann Buck Owens. Textinn eftir Kormák. Útsetningin er meira í ćtt viđ blágresi (blue grass) en kántrý.
Án ţess ađ geta neglt ţađ nákvćmlega niđur ţá framkallar platan hughrif í átt ađ Tom Waits. Kannski hefur ţađ eitthvađ međ söngstíl Kormáks ađ gera? Samt er sitthvađ fleira Tom Waits-legt undirliggjandi.
Ţó ađ mest beri á stjörnugítarleik snillinga ţá er allur annar hljóđfćraleikur eins og best verđur á kosiđ. Platan er fjölbreytt í músíkstílum. Engu ađ síđur er heildarsvipurinn sterkur. Ţetta er skemmtileg plata, hlý og ţćgileg. Ţađ er dálítiđ eins og hljómsveitin sé lágstemmd inni í stofu hjá manni.
Til gamans má geta ađ stundum kíki ég á bítlabarinn Ob-La-Di. Ţá bregst ekki ađ margir heilsa mér međ virktum sem Kormáki. Án ţess a ég sé međ hatt.
Tónlist | Breytt 16.11.2014 kl. 13:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
15.11.2014 | 00:05
Lögreglan tređur ruslfćđi ofan í unglinga
Hamborg er nafn á ţýskri hafnarborg. Nćst fjölmennustu borg Ţýskalands. Hún er frćgust fyrir ađ hafa fóstrađ frćgustu og áhrifamestu hljómsveit heims, Bítlana, í árdaga; í upphafi sjöunda áratugarins. Ţađ var áđur en Bítlarnir slógu í gegn á heimsvísu.
Ástmar heitinn, vinur minn (bróđir Röggu Gísla), var líklega einn fárra Íslendinga til ađ heyra í Bítlunum í Hamborg. Hann var ađ vísu ekki 100% viss. Hann slćddist inn á skemmtistađ. Ţar spilađi ensk unglingahljómsveit öll uppáhalds bandarísku rokk og ról lög Ása. Söngvararnir skiptust á ađ öskursyngja lögin. Ţađ sem var ennţá skemmtilegra var ađ á milli laga grínuđust ţeir mikiđ hver viđ annan og voru rosalega fyndnir. Ţýskir áheyrendur skildu kannski ekki enskuna. En Ási skemmti sér konunglega.
Bítlarnir átu meira af dópi en hamborgurum í Hamborg. Ţýskir iđnađarmenn snćddu hinsvegar hamborgara. Ţađ er ađ segja hveitibrauđssamloku međ kjötbollu á milli. Ţannig gátu ţeir snćtt nestiđ sitt án hnífapara.
Ţegar ég fór fyrst til Fćreyja, 1993, ásamt syni mínum ţá var keyptur hamborgari. Hann var hveitibrauđssamloka međ kjötbollu á milli. Ţegar undrun var nefnd yfir ţessari útfćrslu á hamborgara var vísađ til ţess ađ svona vćri ekta hamborgari ađ hćtti iđnađarmanna í Hamborg.
Vestur í N-Ameríku ţróađist hamborgarinn yfir í ađ kjötbollan varđ flöt. Ţannig passar hún betur viđ hveitibrauđiđ.
Hveitibrauđssamloka međ flatri bollu úr kjöthakki er skilgreind sem ruslfćđi. Sósum er sullađ međ. Mörgum ţykir hamborgari vera bragđgóđur skyndibiti. Hampa ţví ađ í dag er snifsi af salatblađi međ. Jafnvel rauđlaukur, tómatsneiđ og ostur.
Í Prince Albert í Kanada stendur lögreglan nú fyrir sérkennilegri tilraun. Ţar er fylgst međ ungu fólki. Ţau ungmenni sem sýna af sér góđa hegđun eru verđlaunuđ af löggunni međ hamborgara. Til ađ mynda ef sést til unglings taka upp rusl og henda í ruslafötu. Eđa ţegar unglingur virđir rautt ljós viđ gangbraut.
Lögregluţjónn sem verđur vitni ađ slíku stekkur fram og gefur unglingnum inneignarmiđa á hamborgara. Hugmyndin er áhugaverđ. Tilgangurinn er góđur: Ţetta er hvatning til góđrar hegđunar ungmenna. Ţetta er einnig jákvćtt átak til ađ skerpa á skilningi á ţví ađ lögregluţjónar séu ţjónar fólksins og samfélagsins; einnig í ţágu góđrar hegđunar. Spurning er hinsvegar sú hvort ađ heppilegt sé ađ trođa ruslfćđi ofan í fyrirmyndarunglinga.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
25.10.2014 | 15:15
Nýr og stćrri flugvöllur
Síđustu ár hefur boriđ töluvert á heitri umrćđu um mögulegan brottflutning á Reykjavíkurflugvelli. Hvernig og hvert er jafnan óljóst. Líka kostnađur viđ flutning. Enginn veit heldur hvert sćkja á fjárfúlgur ţćr sem flutningur mun kosta. Ţađ er ekki endalaust hćgt ađ hćkka matarskattinn.
Ţorri Reykvíkinga og nánast allir ađrir landsmenn eru hlynntir hinni heppilegu stađsetningu á flugvellinum í Vatnsmýri. Ţađ eru eiginlega bara spaugararnir í borgarstjórn sem tala fyrir flutningi. Ţađ er miklu ódýrara ađ flytja ţá úr Reykjavík en flugvöllinn.
Í Fćreyjum er ađeins einn flugvöllur. Ţađ er vandamál. Oft ţarf ađ aflýsa flugi til Fćreyja vegna ţoku. Jafnframt hafa viđ flugvöllinn orđiđ flugslys međ dauđsföllum.
Fćreyingar hafa variđ háum upphćđum í leit ađ öđru flugstćđi. Án árangurs. Nú hafa menn fundiđ lausn. Hún felst í ţví ađ fjölga eyjunum úr 18 í 19. Nýja eyjan yrđi flugvöllur og höfn. Hún verđur reist á milli Austureyjar og Straumeyjar, rétt fyrir utan höfuđborgina, Ţórshöfn.
Neđansjávargöng verđa lögđ til og frá eyjunni.
Ţetta mun styrkja samkeppnishćfi Fćreyinga gríđarlega á mörgum sviđum. Til ađ mynda geta togarar ţá landađ fiski beint um borđ í flugvélar. Fiskurinn er kominn spriklandi ferskur á fiskmarkađi um alla Evrópu 2 - 3 tímum eftir ađ hann er veiddur.
Eyjan hefur ţegar fengiđ heitiđ Airport-19. Hún verđur fljót ađ borga sig upp.
![]() |
Fćreyjar samkeppnishćfari utan EES |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
23.10.2014 | 14:43
Lennon og Marley eru pöddur
Í Brasilíu er ađ finna allskonar skordýr. Ţar á međal ýmsar skemmtilegar köngulćr. Ein tegundin heitir Bumba Lennoni. Jú, rétt. Hún er nefnd í höfuđiđ á forsprakka bresku Bítlanna, Jóni Lennon.
Önnur köngulóartegund heitir Aptostichus Bonoi. Hún gengur undir gćlunafninu Joshua Tree Trapdoor köngulóin. Heitiđ hefur eitthvađ međ írska söngvarann Bono (U2) ađ gera.
Enn ein köngulóartegundin heitir Loureedia Annulipes. Hún er kennd viđ söngvaskáldiđ bandaríska Lou Reed.
Ţađ er líka til sjávarlúsartegund sem heitir Gnathia Marleyi. Nafn hennar er sótt í höfuđiđ á jamaíska reggí-gođinu Bob Marley.
Skelfiskstegund sem dó út fyrir 300 milljónum ára kallast Amaurotoma Zappa. Bćđi hún og fílapenslabakterían Vallaris Zappia eru nefnd eftir bandaríska háđfuglinum og tónlistarmanninum Frank Zappa.
Egypskt vatnasvín ţykir bera munnsvip líkan breska blúsrokksöngvaranum Mick Jagger. Ţess vegna heitir tegundin Jaggermeryx Naida.
Tónlist | Breytt 11.12.2015 kl. 14:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2014 | 15:28
Dýrt í Noregi
Á síđustu árum hafa Íslendingar í ţúsundatali flutt búferlum til Noregs. Ţeir láta vel af sér og sínum ţar. Sumir ţeirra geta ekki haldiđ aftur af sér og gaspra um ađ vera komnir á tvö- eđa ţrefaldan launataxta í samanburđi viđ ţađ sem býđst á Íslandi. En ekki er allt sem sýnist. Ţegar betur er ađ gáđ kemur í ljós ađ sumt er dýrara í Noregi en á Íslandi.
Dćmi: Ungur Norđmađur á nírćđisaldri tók einn sólríkan sumardag eftir ţví ađ rafmagnsinnstunga var laus í kjallara íbúđar hans. Fyrstu viđbrögđ voru ţau ađ festa hana sjálfur. Eftir ađ hafa tekiđ síđdegisblund komst hann ađ ţeirri niđurstöđu ađ tryggara vćri ađ fá fagmann í verkiđ.
Hann hringdi í rafvirkja. Sá mćtti međ bros á vör, festi innstunguna og ţáđi kaffi og norska hveitibollu međ sultu. Hann sagđi ađ reikningurinn kćmi í pósti.
Mađurinn var orđheldinn. Reikningurinn kom. Hann hljóđađi upp á rúma kvartmilljón (13.750 norskar krónur x 18,5). Ellilífeyrisţeginn hélt ađ núlli vćri ofaukiđ fyrir mistök en borgađi ţó upphćđina ţegar í stađ. Síđan hringdi hann í rafvirkjann og gerđi grein fyrir grun sínum.
Nei, rafmagnskallinn sagđi ađ reikningurinn vćri samkvćmt taxta. Ellilífeyrisţeginn hafđi fátt fyrir stafni. Hann tók ţess vegna upp á ţví ađ skrifa rafvirkjanum sendibréf. Ţar hótađi hann málsókn. Varđ rafvirkinn ţá hvumsa. Í fátinu bauđst hann til ađ lćkka reikninginn um 150 ţúsund kall.
Síđan leiđ og beiđ. Ţrátt fyrir eftirrekstur skilađi endurgreiđslan sér ekki. Ţá var sjónvarpsstöđin TV2 sett í máliđ. Hún gróf upp ađ frá 2011 hefđi rafvirkinn margsinnis veriđ kćrđur fyrir svipuđ atvik. Skyndilega varđ rafvirkinn gríđarlega áhugasamur um ađ endurgreiđa ellilífeyrisţeganum 150 ţúsund kallinn og koma málinu úr sögunni.
Viđskipti og fjármál | Breytt 9.12.2015 kl. 16:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
10.10.2014 | 17:46
Áfall Sveinbjargar Birnu
Í Viđskiptablađinu má lesa um andúđ Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur á styrkveitingu sem Jón Gnarr fékk úr friđarsjóđi Lennon Ono. Styrkinn, sex milljónir króna, veitti Jón Kvennaathvarfinu. Sveinbjörg Birna er borgarfulltrúi í Reykjavík (en búsett í Kópavogi). Samkvćmt Viđskiptablađinu furđar Sveinbjörg Birna sig á ađ Jón Gnarr hafi tekiđ viđ styrknum. Sjálf segist Sveinbjörg ekki hefđi gert slíkt.
![]() |
Styrkurinn til friđar á heimilum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.10.2014 kl. 16:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
26.9.2014 | 17:35
Ráđ til ađ verjast ormum í sushi
Á síđustu áratugum hafa Íslendingar frekar viljađ vera án orma í skrokknum en ekki. Á ţessu hefur upp á síđkastiđ mátt greina breytingu. Íslendingar eru farnir ađ úđa í sig viđ öll tćkifćri hráan fisk í bland viđ sođin og klesst hrísgrjón. Ţannig blanda gengur undir nafninu sushi, en mćtti kallast ormakonfekt. Hrár fiskur er iđulega iđandi í ormum. Ţađ getur veriđ erfitt ađ koma auga á bölvađan orminn. Hann lćtur sjaldan mikiđ fyrir sér fara. Ennţá minna fer fyrir ormaeggjunum. Ţau eru örsmá og klekjast út í maganum á sushi-ćtunni.
Út af fyrir sig er ađ mestu skađlítiđ ađ vera međ spriklandi orm í mallakútnum. Hringormurinn er ólíklegur til ađ gera mikinn usla. Bandormurinn er herskárri. Hann getur dreift sér um líkamann. Ţađ veldur kláđa og óţćgilegum fiđringi.
Sumar sushi-ćtur hafa ekki hugmynd um ađ ormar leynist í fiski. Ennţá síđur grunar ţćr ađ lifandi ormar leynist í hráum fiski. Til ađ forđast spriklandi orma í heimalöguđu sushi er ráđ ađ djúpfrysta fiskinn. Viđ ţađ fćr ormurinn lungnabólgu og deyr. Eftir ţađ er hann ekki upp á marga fiska.
Síđan er bara ađ muna eftir ţví ađ ţíđa fiskinn áđur hann er notađur í sushi.
Matur og drykkur | Breytt 2.12.2015 kl. 09:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2014 | 20:52
Boltabullur niđurlćgja konu
Hún stendur berfćtt ofan í vatnspolli. Vatniđ nćr henni upp ađ hnjám. Hún er hokin í baki. Aldurinn leynir sér ekki. Hún er á eftirlaunum, hálf sjötug. Ekkja dansks manns síđan 2011. Fćdd og uppalin í Víetnam en býr í leiguíbúđ í Kaupmannahöfn.
Umhverfis konuna standa boltabullur á ţurru. Ţćr skemmta sér konunglega. Hlćja dátt og henda bjórdósum í konuna. Einnig smápeningum. Til viđbótar henda ţeir flöskum af nokkru afli í pollinn til ađ láta gusur ganga yfir konuna. Sumar dósirnar eru ađeins hálftćmdar er ţćr lenda á konunni. Ţegar bjórinn sullast yfir konuna taka bullurnar bakföll af kátínu.
Konan safnar ţessu í skjóđu. Ţađ ţykir boltabullunum fyndiđ. Fyrir ţeim er ţetta gott sirkusatriđi. Fyrir konuna er ţetta neyđ. Dósirnar og flöskurnar selur hún í endurvinnslu. Hún fćr ekki háar upphćđir fyrir. En hana munar um hverja krónu til ađ vera réttu megin viđ strikiđ ţegar mánuđurinn er gerđur upp.
Konan gerir sér grein fyrir ţví ađ bullurnar skemmta sér á hennar kostnađ. Hún lćtur sig hafa ţađ. Hún er fátćk og komin af vinnumarkađi. Hún ţarf á ţessum aurum ađ halda.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
23.9.2014 | 22:09
Leikhúsumsögn

- Leikrit: Gullna hliđiđ
- Höfundur: Davíđ Stefánsson frá Fagraskógi
- Leikhús: Borgarleikhúsiđ
- Uppfćrsla: Leikfélag Akureyrar
- Leikstjóri: Egill Heiđar Anton Pálsson
- Leikarar: Hannes Óli Ágústsson, Ađalbjörg Ţóra Árnadóttir, Hilmar Jensson, María Pálsdóttir, Sandra Dögg Kristjánsdóttir o.fl.
- Tónlist: Dúettinn Eva
- Einkunn: ****

Í fyrra var leikritiđ Gullna hliđiđ eftir Davíđ Stefánsson frumsýnt af Leikfélagi Akureyrar á Akureyri. Ţađ sló rćkilega í gegn. Hefur veriđ sýnt fyrir fullu húsi um ţađ bil fjörtíu sinnum. Ţađ var ţess vegna snjallt hjá Borgarleikhúsinu ađ fá Leikfélag Akureyrar til ađ fćra leikritiđ einnig upp hér sunnan heiđa. Áhuginn lćtur ekki á sér standa. Ţađ er meira og minna uppselt á hverja sýningu nćstu vikurnar.
Leikritiđ bođar ţá hugmynd ađ til sé líf eftir dauđann. Viđ andlát fari sálin annađ hvort til djöfullegs stađar neđanjarđar eđa í sćluríki uppi í himninum. Söguţráđurinn gengur út á ţađ ađ ógćfumađurinn Jón veikist heiftarlega og geispar síđan golunni. Ekkjan getur ekki hugsađ sér ađ sál hans lendi í vonda stađnum. Á dauđastundu kallsins fangar hún sálina í skjóđu. Svo leggur hún upp í langt ferđalag upp til himins. Ćtlunarverkiđ er ađ koma sálinni hans Jóns inn í sćluríkiđ efra.
Sitthvađ verđur til ţess ađ tefja för ekkjunnar. Fortíđardraugar og fleiri gera gönguna ýmist erfiđa eđa ánćgjulega. Um leiđ magnast spennan. Ţađ er ekki margt sem bendir til ţess ađ ekkjan hafi erindi sem erfiđi. Eiginlega ţvert á móti. En áfram skröltir hún ţó.
Ég vil ekki skemma fyrir vćntalegum áhorfendum međ ţví ađ upplýsa hvernig leikritiđ endar. Endirinn kemur skemmtilega á óvart.
Leikritiđ er gott. LA hefur nútímvćtt ţađ međ ágćtum. Ţar á međal bćtt viđ ýmsum fyndnum smáatriđum. Ţau eru spaugilegri eftir ţví sem líđur á söguna og áhorfandinn áttar sig betur á "karakter" persónanna. Framan af er pínulítiđ truflandi ađ Jón virđist vera Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson. Svo rjátlast ţađ af. Sem er kannski ekki kostur út af fyrir sig. Hitt gerir Jón bara trúverđugri ef eitthvađ er.
Hannes Óli Ágústsson fer á kostum í hlutverki Jóns. Ţađ mćđir einna mest á honum af öđrum leikurum ólöstuđum. Ţeir eru allir hver öđrum betri. Í sumum tilfellum leika konur karla. Ţađ kemur vel út sem ágćtt skop.
Fagurraddađur barnakór setur sterkan og áhrifaríkan svip á sýninguna. Ţegar mest lćtur er kórinn skipađur á ţriđja tug barna. Kórinn sveipar hinar ýmsu senur fegurđ og hátíđleika; gefur sýningunni dýpt og vídd. Frábćrt mótvćgi viđ annars hráa uppstillingu fárra persóna á sviđinu hverju sinni utan ţess.
Sviđsmyndin er einföld og snjöll. Virkar glćsilega. Hún samanstendur af tréfleka sem er hífđur upp misbrattur til samrćmis viđ framvindu sögunnar. Ljósanotkun er jafnframt beitt af snilld. Oftast af hógvćrđ. En ţegar viđ á er allt sett á fullt. Og einstaka sinnum eitthvađ ţar á milli.
Kvennadúettinn Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríđur Eir Zophoníusardóttir) spilar stóra rullu sem höfundur og flytjandi tónlistar - annarrar en barnakórsins. Ţćr stöllur hafa samiđ ný lög fyrir leikverkiđ. Fín lög. Ţćr stöllur radda fallega og ljúft. Önnur spilar undir á gítar. Hin strýkur stóra fiđlu á fćti. Reyndar oftast til ađ afgreiđa leikhljóđ. Einstaka eldra lag fćr samt ađ fljóta međ.
Ég mćli međ Gullna hliđinu í Borgarleikhúsinu sem góđri skemmtun. Gullna hliđiđ er einn af gullmolum íslenskrar menningar. Eitthvađ sem allir Íslendingar eiga ađ ţekkja. Í Gullna hliđinu speglast íslenska ţjóđarsálin.
![]() |
Skemmtu sér á Gullna hliđinu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Menning og listir | Breytt 24.9.2014 kl. 12:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2014 | 00:33
Stjörnurnar sem risu upp gegn kynţáttahatri
Langt fram eftir síđustu öld voru gríđarlega miklir kynţáttafordómar, kynţáttahatur og kynţáttamisrétti ríkjandi í Bandaríkjum Norđur-Ameríku. Ástandiđ var svo svakalegt ađ nútímamanneskja, almenningur í dag, á erfitt međ ađ skilja hversu djúpstćtt ţetta var - einkum í Suđurríkjunum.
Tvćr manneskjur áttu stćrstan og róttćkastan ţátt í ađ slá hratt og rćkilega á ţennan viđbjóđslega rasisma. Annarsvegar var ţađ rokksöngvarinn Elvis Presley um miđjan sjötta áratuginn. Hinsvegar leikkonan Marilyn Monroe örlitlu síđar.
Elvis Presley var hvítur söngvari í Memphis, Tennessee. Ţví sem kallast Djúpa-suđriđ. Ţar var kynţáttahatur nomiđ. Elvis var hinsvegar ónćmur fyrir kynţáttahatri. Ţvert á móti ţá hafđi hann dálćti á svertingjablús og bar mikla virđingu fyrir annarri blökkumannatónlist. Til ađ mynda gospell.
Í upphafi ferils stóđ til ađ Elvis myndi gera út á kántrý í bland viđ blökkumannablús. Hann varđ strax fyrir hatursfullum viđbrögđum vegna blökkumannatónlistarinnar. Hann var úthrópađur "negrasleikja" og hótađ ađ vera útilokađur frá markađnum. Ţetta hafđi ţveröfug áhrif á unga uppreisnarmanninn sem sá ekkert nema óréttlćti í ţví kynţáttahatri sem hann mćtti.
Í stađ ţess ađ láta undan hótunum blés hann til sóknar. Hann tilkynnti hljómsveit sinni og umbođsmanni ađ vegna hótana og ofsókna myndi hann breyta dagskrá sinni úr kántrýi yfir í eintóma blökkumannablúsa. Sem hann stóđ viđ. Ţar međ stimplađi hann nýtilkomna rokkbylgju sjötta áratugarins inn sem blökkumannabylgju. Rokkbylgjan fór í hćstu hćđir 1955 - 1958. Presley flaug ţar efst en á hćla hans komu Jerry Lee Lewis, Chuck Berry, Little Richards og Fats Domino. Rokkbylgjan var blökkumannatónlist og engin greinarmunur gerđur á hörundslit rokkaranna. Hörundsdökki Chuck Berry samdi lögin. Hörundsdökki Little Richards sum af ţeim. Og allir sungu sömu lögin. Komu saman fram á hljómleikum og almenningur hćtti ađ greina tónlist, rokkiđ, út frá hörundslit.
Án MM hefđi heimurinn aldrei heyrt af Ellu.
![]() |
Ljósmynd af Marilyn Monroe fyrir 817.000 krónur |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
21.9.2014 | 22:18
Ungabarn í lífshćttu skríđandi á klettabrún
Myndin hér fyrir ofan hefur vakiđ undrun, hneykslun og reiđi. Á henni efst til hćgri sést ungabarn skríđa óstyrkum fjórum fótum á klettabrúninni. Fall ţarna fram af er 604 metrar. Á síđustu árum hafa margir látist viđ ađ falla fram af klettinum. Enginn sem fellur lifir ţađ af.
Fađirinn tekur ljósmynd af glannaskapnum. Hann hefur enga möguleika á ađ grípa inn í ef krakkinn veltir sér og rúllar. Móđirin krýpur nćr. Samt er hún of langt frá barninu. Skríđandi barn getur veriđ eldsnöggt ađ velta sér. Fjarlćgđ móđurinnar rćđst af ţví ađ hún er ađ leyfa bóndanum ađ ná ljósmynd af barninu aleinu ađ skríđa á klettasnösinni yfir gapandi hyldýpinu.
Mörgum ţykir sport í ţví ađ glannast á klettabrúninni. Ţađ er í góđu lagi - ţó ađ dauđaslys hafi hlotist af. En ađ glannast međ líf ungabarns, óvita, til ţess eins ađ ná glćfralegri mynd er ekki til eftirbreytni.
Kletturinn er í Noregi og kallast Predikunarstóllinn. Nokkur umrćđa hefur fariđ fram um ţađ hvort ađ ástćđa sé til ađ girđa klettabrúnina af. Sú skođun er ofan á ađ međ ţví myndi kletturinn tapa náttúrulegu ađdráttarafli sínu. Einnig hitt ađ glannar muni ekki láta einhverja girđingu eđa grindverk hindra sig í glannaskap. Ţvert á móti ţćtti ţeim svoleiđis vera ennţá meiri áskorun fyrir sig.
Löggćsla | Breytt 22.9.2014 kl. 19:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2014 | 21:44
Vond ţjónusta vínbúđanna kallar á nýjar leiđir
Íslenskar vínbúđir veita afleita ţjónustu. Fćstar eru opnađar fyrr en klukkan 11.00. Sumar ekki fyrr en klukkan 16.00 eđa 17.00. Síđan er ţeim flestum lokađ klukkan 18.00. Margar eru lokađar á laugardögum. Og allar eru ţćr eru ţćr harđlćstar á sunnudögum. Einmitt ţegar einna mest ţörf er fyrir ţví ađ ţćr séu opnar.
Ađ auki eru brögđ ađ ţví ađ sumar vínbúđir hafi ekki bjórkćli.
Einna verst er ađ vínbúđir bjóđa ekki upp á heimsendingu á neinu áfengi. Hvorki bjór, léttvíni, sterku víni né landabruggi. Fáir ţurfa ţó meira á heimsendingu ađ halda en neytendur áfengra drykkja. Margir eiga ekki heimangengt vegna ölvunar, veikinda, öldrunar, ţreytu og skilningsleysis (og óliđlegheita) maka.
Afleit ţjónusta vínbúđanna hrópar á nýjar leiđir. Mestu munar um ađ fyrirhugađ frumvarp um afnám einkaréttar ÁTVR á áfengissölu. Ţađ frumvarp er gott og tímabćrt, svo vćgt sé til orđa tekiđ. En gengur full skammt ađ mörgu leyti. En er áríđandi skref í rétta átt.
Nćsta skref er ađ bjóđa upp á heimsendingu á áfengum drykkjum. Hún er ađ vísu til stađar og nýtur mikilla vinsćlda. Gallinn er sá ađ úrvaliđ er ađeins landi og eiturlyf. Ađallega hass, amfetamín og E-pillur.
![]() |
Fólk fái áfengiđ heim ađ dyrum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
18.9.2014 | 20:29
Rokkstörnurnar styđja sjálfstćđi Skota
Fjöldi rokkstjarna utan Skotlands hefur lýst opinberlega yfir stuđningi viđ skosku Já-hreyfinguna. Hún leiđir baráttuna fyrir ţví ađ Skotland segi sig formlega úr sambandríkinu Stóra-Bretlandi. Mikiđ er í húfi. Ekki síst fyrir afganginn af Stóra-Bretlandi. Ţađ verđur heilmikiđ tjón fyrir íbúa ţess ađ missa Skotland úr sambandsríkinu. Ađ sama skapi er líklegt ađ sjálfstćđi verđi Skotum til framdráttar.
Međal rokksjarna sem opinberlega styđja Já-hreyfinguna má nefna Björk, Johnny Marr (The Smiths), Matt Bellamin (The Muse) og Billy Bragg. Í ţessum hópi eru líka skoskar stjörnur á borđ viđ Edwin Collins, Alex Kapranos (Franz Ferdinand), Stuart Braithwaite (Mogwai) og liđsmenn Deacon Blue.
Paul McCartney styđur hinsvegar Nei-hreyfinguna, eins og fleiri af eldri kynslóđinni. Til ađ mynda Mick Jagger, David Gilmour (Pink Floyd), Bryan Ferry, Sting, Cliff Richard og David Bowie.
![]() |
Skotar líta til Norđurlanda |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
17.9.2014 | 23:01
Áfengir drykkir eiga ađ vera undanţegnir virđisaukaskatti
Margt er gott í fyrirhuguđum breytingum á virđisaukaskatti. Mestu munar um ađ bođuđ hefur veriđ byltingarkennd einföldun á honum. Í stađ tveggja ţrepa verđa tekin upp tvö ţrep. Flćkjustigiđ á ţví ađ vera međ mishá ţrep kemur einna best fram í áfengum drykkjum. Í blönduđum kokkteilum er hluti blöndunnar í lćgra ţrepi en áfengi hlutinn í hćrra ţrepi. Í öđrum tilfellum borgar viđskiptavinurinn hátt verđ fyrir kaffibolla í lćgra ţrepi. Í kaupbćti fćr hann ókeypis bjór í hálfslítra glasi. Af ţví ađ hann er ekki seldur ţá ber ţađ engan virđisaukaskatt. Ţađ besta er ađ ţađ ţarf ekki einu sinni ađ drekka kaffiđ til ađ njóta ţessara kjara. Ţađ bara stendur og kólnar.
Til ađ losna viđ flćkjustigiđ er einfaldast og best ađ fella niđur virđisaukaskatt á áfenga drykki. Nćst skásti kostur er ađ setja ţađ í lćgra ţrep. Allt annađ er della. Hvort skrefiđ sem verđur stigiđ til einföldunar mun verđa til mikils stuđnings viđ rísandi ferđamannaiđnađi. Ţađ kemur öllum Íslendingum til góđa ţegar upp er stađiđ.

![]() |
Áfengi í lćgra ţrepiđ? |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
16.9.2014 | 21:26
Embćttismenn skemmta sér
Margar reglur eru skrítnar, kjánalegar og til mikillar óţurftar. Opinberir embćttismenn skemmta sér aldrei betur en ţegar ţeir fá tćkifćri til ađ beita ţessum reglum. Ţá kumra ţeir innan í sér. Sjálfsálit ţeirra fer á flug ţegar ţeir fá ađ ţreifa á valdi sínu.
Nýjasta dćmiđ er bann Samgöngustofu, stađfest af ráuneyti Hönnu Birnu og ađstođarmanna hennar - annar í fríi (ríkisvćddur frjálshyggjudrengur međ 900 ţús kall í mánađrlaun á ríkisjötunni), á innfluttum bíl frá Bretlandi. Stýriđ er hćgra megin. Margir slíkir bílar eru og hafa veriđ í umferđ á Íslandi. Án ţess ađ nokkur vandrćđi hafi hlotist af. Bílar međ stýri hćgra megin aka vandrćđalaust um Evrópu ţvers og kruss. Ég man ekki betur en ađ söngkonan Ragga Gísla hafi ekiđ međ reisn á ţannig bíl um götur Reykjavíkur. Ég hef ekiđ í breskri vinstri umferđ á bíl međ stýri vinstra megin. Ekkert mál.
Ţetta hefur lítiđ sem ekkert međ umferđaröryggi ađ gera (ţó ađ ţví sé boriđ viđ). Ţetta hefur ađallega međ ţađ ađ gera ađ farţegum sé hleypt út gangstéttarmegin í stađ ţess ađ ćđa út í umferđina.
Enda má flytja inn til landsins bíl međ stýri hćgra megin ef ađ hann er hluti af búslóđ og eigandinn hafi átt hann í sex mánuđi. Hvers vegna sex mánuđi? Ţađ er meira töff en fimm mánuđir. Búslóđ ţarf lágmark ađ samanstanda af stól og borđi. Ţađ auđveldar dćmiđ ef ađ pottur er međ.
Hinn möguleikinn er ađ hafa veriđ skráđur fyrir bílnum í 12 mánuđi. Ţá ţarf enga búslóđ međ í pakkanum.
Sá sem hefur - án fyrirhyggju - gripiđ međ sér frá Bretlandi bíl međ stýri hćgra megin hefur um tvennt ađ velja:
a) Flytja bílinn aftur út. Bíđa í sex mánuđi og flytja hann ţá inn ásamt borđi stól og potti.
b) Flytja bílinn aftur út. Bíđa í 12 mánuđi og flytja hann ţá inn án borđs, stóls og potti.
Í öllum tilfellum er ţetta sami bíllinn. Öryggi hans í umferđinni er ţađ sama. Eini munurinn er sá ađ embćttismenn fá ađ kumra. Ţađ skiptir máli.
----------------------------------------
Á áttunda áratugnum skruppu ţúsundir Íslendinga til Svíţjóđar ađ vinna í Volvo-verksmiđju og á fleiri stöđum. Á ţeim tíma kostuđu raftćki í Svíţjóđ ađeins hálfvirđi eđa minna í samanburđi viđ raftćki á Íslandi. Ţegar Íslendingarnar snéru heim var til siđs ađ kaupa gott sjónvarpstćki til ađ grípa međ sér heim. Vandamáliđ var ađ ţeir ţurftu ađ hafa átt ţađ í eitt ár úti í Svíţjóđ. Sćnskir sjónvarpssalar gáfu ţeim kvittun međ ársgamalli dagsetningu. Ekkert mál. Svíunum ţótti ţetta spaugilegt. Til ađ skerpa á trúverđugleikanum spreyjuđu Svíarnir úr úđabrúsa ryki yfir sjónvarpstćkiđ sem annars virtist vera nýtt. Allir hlógu vel og lengi ađ ţessu. Nema embćttismennirnir sem alvörugefnir skođuđu kvittanir og kíktu á rykfallin sjónvarpstćkin.
![]() |
Neitađ um skráningu međ hćgra stýri |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Spaugilegt | Breytt 17.9.2014 kl. 00:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2014 | 21:14
Skotar eru stórveldi
Ég styđ Skota. Styđ einkum og sér í lagi ţá Skota sem velja sjálfstćđi Skotlands. Skotar eiga miklu meiri samleiđ međ okkur norrćnum ţjóđum í Skandinavíu en innrćktađri og úrkynjađri elítu Englendinga. Enska elítan hefur aldrei sýnt Skotum annađ en hroka, yfirgang og fyrirlitningu. Skotabrandarnir víđfrćgu eru glöggt dćmi um ţađ. Fátćkt og ţar af leiđandi sparsemi Skota hefur löngum veriđ ađhlátursefni Englendinga. Ţegar Englendingar hleypa af fallbyssu 12 skotum til heiđurs Bretadrottningarpakkinu klukkan 12 á hádegi ţá hleypa Skotar af einu skoti klukkan 1. Ţannig spara ţeir hvern dag 11 skot.
Skosk tónlist, önnur en sekkjapípublástur, er jafnan skilgreind á alţjóđavettvangi sem bresk tónlist. Ţađ er ekki gerđur greinarmunur á ţví hvort ađ hún sé skosk eđa ensk. Ţetta er bara bresk músík.
Íbúar Skotlands eru rösklega 5 milljónir. Álíka margir og Danir og Finnar. En Skotar eru stórveldi í tónlist á alţjóđamarkađi ţegar tónlist ţeirra er skilgreind skosk - í stađ ţess ađ vera skilgreind bresk eins og oftast.
Dćmi: Um miđjan sjötta áratuginn tók skoskur söngvari, Lonnie Donegan, upp á ţví ađ endurvekja bandarískan kántrý-blússtíl frá ţriđja áratug síđustu aldar, skiffle. Lonnie olli skiffle-ćđi í Bretlandi. Allir sem vettlingi gátu valdiđ (og sokkum) fóru ađ spila skiffle ađ hćtti Skotans Lonnie Donegan Sjálfur flaug hann hćstum hćđum á vinsćldalistum međ skiffle-flutningi á söngvum bandarísku trúbadora á borđ viđ Woody Guthrie og Leadbelly. Bresk hljómsveit sem hét Bítlarnir var fyrstu árin skiffle-hljómsveit ađ hćtti Lonnies Donegans.
Frćgasti söngvahöfundur Skota er sennilega Ewan McColl. Hann tók virkan ţátt í skiffle-bylgjunni og kynnti Bretum blús ásamt Alex Korner. Ţekktasta lag Ewans er kannski Dirty Old Town. Ţađ hefur veriđ krákađ (cover song) af íslenskum hljómsveitum á borđ viđ Papana og KKP.
Annađ ţekkt lag hans náđi 1. sćti bandaríska vinsćldalistans í flutningi Robertu Flack. Líka ţekkt í flutningi Elvis Presleys.
Á sjöunda áratugnum var Skotinn Donovan allt ađ ţví svar Breta viđ bandaríska Bob Dylan. Kassagítartrúbador sem söng ljóđrćna söngva međ sterkri laglínu.
Ţungarokkiđ gekk í garđ um 1970. Ţar átti skoska hljómsveitin Nazareth stórleik. Rađađi lögum á vinsćldalista: "Broken Down Angel", "Bad Bad Boy", "Love Hurts" og allskonar. Líka blússlagara Woodys Gutries, "Vigilante Man".
Af seinni tíma poppstjörnum Skota má tiltaka Annie Lennox. Ég hef ekkert gaman af dúett hennar, Eurythmics. En sú skoska fćr plús í kladdann fyrir ađ vera gagnrýnin á landrán gyđinga í Palestínu og slátrun Ísraelhers á Palestínubörnum. Hún er líka feiministi. En músíkin ekki flott
Hroki Englendinga gagnvart Skotum birtist međal annars gagnvart enskuframburđi sumra Skota. Ég hef keyrt um hálendi Skotlands og, já, ţađ er ekki auđvelt ađ skilja suma ţar. Ţeir tala ekki Oxford-ensku. En ţeirra enska er ekkert ómerkilegri en London-enska. Bara öđruvísi. Tvíburabrćđurnir í The Proclaimers eru ekkert nema flottir.
Ţađ vćri ađeins til ađ ćra óstöđugan ađ ţylja upp alla ţá yngri skosku tónlistarmenn sem njóta vinsćlda um heim allan. Kannski er hljómsveitin Primal Scream ţeirra vinsćlust.
.
![]() |
Skotar vilja flengja elítuna |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 16.9.2014 kl. 11:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (21)
14.9.2014 | 20:52
Veitingaumsögn
Salatbarinn: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1320816/
Hótel Cabin: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1309370/
Grillmarkađurinn: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1298062
Matur og drykkur | Breytt 15.9.2014 kl. 19:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2014 | 21:43
Línur ađ skýrast í skilnađarmáli Njáls unga
Mörgum var á dögunum illa brugđiđ og eru miđur sín viđ ţau tíđindi ađ V-Íslendingurinn Njáll ungi hefđi sótt um skilnađ á borđi og sćng frá eiginkonu sinni, Pegi. Ţau gengu í eina sćng fyrir nćstum ţví fjórum áratugum. Njáll dettur inn á áttrćđisaldur eftir tvö ár. Gráa fiđringnum verđur varla kennt um. Hann er bundinn viđ árin sem nćst 45 ára aldrinum.
Hjónaband Njáls og Pegi var ástríkt og ţau samstíga í einu og öllu. Međal annars rekstri sumarbúđa fyrir ungmenni í hjólastól.
Nýjustu fregnir herma ađ ástćđa skilnađarins sé leikkonan og Sea Shepherd-liđinn Daryl Hannah. Papparassar hafa náđ ljósmyndum af Daryl og Njáli sem benda til náins sambands. Daryl var í gamla daga gift tónlistarmanninum Jackson Browne. Hún hafđi rćnu á ađ yfirgefa hann ţegar hann tók upp á ţví ađ lemja hana.
Njáll ungi og Pegi.
Njáll ungi og Daryl Hannah.
Daryl Hannah og konulemjarinn Jackson Browne.
Annar frćgur kćrasti Daryl var John F. Kennedy, yngri. Hann er fallinn frá eins og John F. Kennedy, eldri.
Tónlist | Breytt 14.9.2014 kl. 20:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2014 | 00:34
Kvikmyndarumsögn
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)