15.12.2019 | 23:07
Sýnishorn úr bráđfyndinni bók
Bókin heitir "Hann hefur engu gleymt ... nema textunum!" Gamansögur úr íslenska tónlistarheiminum. Guđjón Ingi Eiríksson safnađi sögunum saman úr ýmsum áttum og skráđi. Ţćr eru eins fjölbreyttar og ţćr eru margar. Í formála segir međal annars: "Fariđ er yfir holt og hćđir og beygjur teknar - sumar ansi krappar - međ óteljandi hliđarsporum yfir drullupytti og ađrar vegleysur."
Hér eru dćmi:
Eftir ađ hljómsveitin Upplyfting hafđi veriđ ađ spila á dansleik í Miđgarđi fór Kristján Björn Snorrason, harmóníkuleikari hennar, út baka til og sá ţar ungan sveitapilt, sem greinilega hafđi skemmt sér fullvel ţá um nóttina, liggja á grúfu úti undir vegg.
"Hvern andskotann ertu ađ gera ţarna?" spurđi Kristján Björn.
Eitthvađ lífsmark var greinilega međ pilti sem svarađi ţvoglumćltur:
"Ég er ađ rannsaka íslenskan jarđveg."
*
Skúli Ágústsson, bóndi í Auđholti og Birtingaholti, en lengst af verslunarstjóri hjá Sláturfélagi Suđurlands í Reykjavík, var góđur bassi og söng lengi međ Karlakór Reykjavíkur.
Á efri árum Skúla fékk hann eitt sinn bođ á árshátíđ kórsins. Hann var ţá hćttur í kórnum og svarađi bođinu međ eftirfarandi vísu:
Ég held ég láti hófiđ bíđa,
mér hentar ekki ţvílíkt rall.
Hćttur ađ drekka, dansa og ríđa.
Hvern djöfulinn á ég ađ gera á ball?
*
Magnús Ţór Sigmundsson söng:
"Eru álfar kannski menn?"
Eitthvađ var um ađ ţetta tćki breytingum og yrđi:
"Eru álfar danskir menn?"
*
Óskar Pétursson var gestur á hljómleikum Ţuríđar Sigurđardóttur og fór ađ vanda á kostum. Ţau spjölluđu og grínuđust heilmikiđ á milli laga og međal annars kom Jesú Kristur til tals. Ţá sagđi Óskar:
"Ég skil ekkert í mönnum ađ kalla ţađ kraftaverk ţegar hann breytti vatni í vín, hérna á sínum tíma. Heima í Skagafirđi kallast ţetta nú bara ađ brugga landa!"
Tónlist | Breytt 16.12.2019 kl. 16:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
6.12.2019 | 07:37
Elífđarunglingar
Flestir fagna ţví ađ eldast; ađ vaxa upp úr galgopalegu útliti ungrar manneskju. Öđlast ţess í stađ útlit virđulegs eldri borgara.
Gríđarlega gaman er ađ fylgjast međ jafnöldrum eldast og ţroskast. Fyrir mig - fćddan um miđjan sjötta áratuginn - hefur veriđ góđ skemmtun ađ fylgjast međ guttunum í The Rolling Stones komast til manns. Ţeir voru vart af unglingsaldri er ţeir fylgdu í fótspor Bítlanna viđ ađ leggja undir sig heiminn. Ég var 8 ára eđa svo.
Rollingarnir ţóttu ljótir, klćmnir og ruddalegir. Bítlarnir voru krútt. Paul ţeirra sćtastur. George heillandi dulrćnn. Ringo fyndiđ ofurkrútt. Lennon bráđgáfađur og leiftrandi fyndinn.
Núna, 55 árum eftir ađ Bítlarnir og The Rolling Stones rúlluđu upp vinsćldalistum heims, er forvitnilegt ađ skođa hvernig strákarnir hafa elst.
The Rolling Stones og Bítlarnir fylgdust ađ í gríđarlega mikilli eiturlyfjaneyslu og áfengisdrykkju. Liđsmenn The Rolling Stones náđu ásjónu virđulegra eldri manna á undan Bítlunum. Samt eru ţeir yngri en Bítlarnir. Ţar af er Ronnie Wood (sjá mynd efst til vinstri) 5 árum yngri en elstu Bítlar og 7 árum yngri en Harrison.
Myndin hér fyrir neđan af Harrison er gölluđ. Hún er 18 ára gömul (hann dó 2001).
Ringo og Paul er ótrúlega unglegir. Myndin af Lennon er keyrđ í gegnum forrit sem uppfćrir hana til samrćmis viđ aldur (hann var myrtur 1980).
Tónlist | Breytt 7.12.2019 kl. 18:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
29.11.2019 | 23:45
Íslenskt rapp í Fćreyjum
Á morgun, annađ kvöld (laugardaginn 30. nóvember), verđur heldur betur fjör í Ţórshöfn, höfuđborg Fćreyja. Ţá verđur blásiđ til stórhátíđar á skemmtistađnum Sirkusi. Hún hefst klukkan átta. Um er ađ rćđa matar og menningar pop-up (pop-up event). Ţar fer fremstur í flokki Erpur Eyvindarson. Hann rappar á íslensku undir listamannsnafninu Blaz Roca (sló fyrst í gegn er hann sigrađi Músíktilraunir sem Rottweilerhundur). Jafnframt verđur bođiđ upp á spennandi kóreskan götumat (street food).
Einnig bregđa á leik plötusnúđurinn DJ Moonshine, svo og fćreysku skemmtikraftarnir Marius DC og Yo Mamas.
Um síđustu helgi bauđ Erpur upp á hliđstćđan pakka í Nuuk, höfuđborg Grćnlands. Honum verđa gerđ góđ skil í sjónvarpsţćttinum Landanum á RÚV núna á sunnudaginn. Vonandi verđur hátíđin í Fćreyjum í Landanum um ţar nćstu helgi. Sirkus er nefnilega flottur skemmtistađur (er alveg eins og Sirkus sem var á Klapparstíg í Reykjavík sćllar minningar). Ţar er alltaf einstaklega góđ stemmning sem Erpur á klárlega eftir ađ trompa.
Ţetta er ekki í fyrsta skipti sem hann á samskipti viđ nágranna okkar. Á fyrri hluta aldarinnar gerđi hann út rappsveitina Hćstu hendina međ dönskum tónlistarmönnum (já, ég veit ađ hendin er röng fallbeyging, "slangur" úr pókerspili). Á dúndurgóđri plötu hljómsveitarinnar frá 2004 eru m.a. gestarapparar frá Fćreyjum og Grćnlandi.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2019 | 02:13
Hvers lenskir voru / eru Bítilarnir?
Einhverra hluta vegna er lífseig slúđursaga um ađ breski Bítillinn Ringo Starr sé af fćreysku bergi brotinn. Ţetta hefur aldrei veriđ stađfest. Ţó hafa veriđ fćrđ ágćt rök fyrir ţessu. Samt án bitastćđrar innistćđu. Bestu rökin eru ađ margir Fćreyingar líkjast Ringo (samt enginn eins og smíđakennari á Eiđum). Ég bćti viđ ţeim rökum ađ margir Fćreyingar spila á trommur og syngja.
Hérlendis er oftar talađ um bresku Bítlana en ensku Bítlana. Sem er réttmćtt. Bítlarnir voru / eru nefnilega meiri Bretar en Englendingar. Vissulega allir fćddir og uppaldir í ensku iđnađar- og hafnaborginni Liverpool.
Oft hefur veriđ bent á hvađ Bítlarnir voru samstíga á flestum sviđum. Ţeir voru um margt eins og eineggja fjórburar. Ţeir höfđu sama smekki fyrir flestu. Ekki ađeins í tónlist sem ţeir framţróuđu gróflega. Líka varđandi smekk á kvikmyndum, mat, stjórnmálum og áhugaleysi á fótbolta (sem er stóra máliđ í Liverpool). Fyrst greiddu ţeir hár niđur enni. Svo síkkađi háriđ og var skipt í miđju. Um svipađ leyti hćttu ţeir ađ raka sig.
Allir Bítlarnir voru / eru af írskum ćttum. Ţar af voru Paul og John meiri Írar en Englendingar. Eftirnafn Pauls, McCartney, ber ţađ međ sér. Paul og John skiptu sér af ískum stjórnmálum í lögunum "Give Ireland Back to the Irish", "Sunday Bloody Sunday" og "Luck of the Irish". Á Írlandi og Englandi eru málefni Írlands og Englands verukega stórt dćmi. Paul og John fóru inn á meiriháttar sprengjusvćđi mneđ ţví ađ skipta sér af írska vandamálinu.
Um aldamótin spilađi ég á hljómleikum í Skotlandi. Hitti ţar danskan náunga sem sćkir allskonar ráđstefnur víđa um heim. Hann sagđi mér ađ Íslendingar og Írar eigi ţađ sameiginlegt ađ segja sögur. Spjall viđ ađra snúist um spurningu og stutt svar. Írar og Íslendingar skiptast á sögum. Einkenni seinni ferils Bítla er írska söguhefđin.
Allir Bítlanrir nema Ringo áttu ćttir ađ rekja til Weils. Allir Bítlarnir nema John voru af skoskum ćttum. Paul hefur sterkar taugar til Skotlands. Hann hefur búiđ ţar í hálfa öld og aliđ sín mörgu börn ţar upp. Jafnframt hefur hann vitnađ til skoskrar tónlistar, svo sem í laginu "Mull of Kintyre".
Tónlist | Breytt 27.11.2019 kl. 15:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
21.11.2019 | 00:01
Skammir
Ég var staddur í matvöruverslun. Ţar var kona ađ skamma ungan dreng, á ađ giska fimm eđa sex ára. Ég hlustađi ekki á skammirnar og veit ekki út á hvađ ţćr gengu. Ţó heyrđi ég ađ konan lauk skömmunum međ ţví ađ hreyta í drenginn: "Ţú hlustar aldrei á mig!"
Hún gat ekki varist hlátri - fremur en viđstaddir - ţegar strákurinn svarađi hátt, snjallt og reiđilega: "Stundum finnst mér nú eins og ég hlusti of mikiđ á ţig!"
18.11.2019 | 00:01
Gangbraut, strćtóskýli, kyrrstćđir bílar, sektir...
Margt er brogađ hér í borg;
ég bévítans delana ţekki.
Hagatorg er hringlaga torg
en hringtorg er ţađ samt ekki!
Fyrir ţá sem ţekkja ekki til: Hagatorg er hringlaga torg fyrir framan Hótel Sögu. Bílar mega ekki stöđva ţegar ekiđ er í kringum torgiđ. Sá sem stöđvar er umsvifalaust sektađur. Viđ torgiđ stendur veglegt strćtóskýli. Vandamáliđ er ađ strćtó má ekki stöđva viđ skýliđ - ađ viđlagđri sekt. Sama á viđ um bíla sem ţurfa ađ stöđva fyrir aftan ef strćtó stoppar. Sjaldnast stoppar hann viđ skýliđ. Ţar híma viđskiptavinir bláir af kulda dögum saman og horfa upp á hvern strćtóinn á fćtur öđrum aka hjá án ţess ađ stoppa.
Ţvert yfir torgiđ liggur gangbraut. Bílstjórar mega ekki stöđva til ađ hleypa gangandi yfir. Stöđvun kostar fjársekt. Hinsvegar er refsilaust ađ keyra gangandi niđur. Einhverjir embćttismenn halda ţví ţó fram ađ gangbrautin eigi réttinn. Hringtorgiđ sé nefnilega ekki hringtorg.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2019 | 00:33
Ólíkt hafast ţeir ađ
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
7.11.2019 | 00:02
Danir óttast áhrif Pútins í Fćreyjum
Danski forsćtisráđherrann, Mette Frederiksen, er nú í Fćreyjum. Erindiđ er ađ vara Fćreyinga viđ nánari kynnum af Pútin. Ástćđan er sú ađ danskir fjölmiđlar hafa sagt frá ţreifingum um fríverslunarsamning á milli Fćreyinga og Rússa. Rússar kaupa mikiđ af fćreyskum sjávarafurđum.
Ótti danskra stjórnmálamanna viđ fríverslunarsamninginn snýr ađ ţví ađ ţar međ verđi Pútin komninn inn í danska sambandsríkiđ. Hann sé lúmskur, slćgur og kćnn. Hćtta sé á ađ Fćreyingar verđi háđir vaxandi útflutningi til Rússlands. Rússar gćtu misnotađ ţá stöđu. Heppilegra vćri ađ dönsku sambandsríkin ţjappi sér betur saman og hafi nánara samráđ um svona viđkvćm mál.
Ţetta er snúiđ ţar sem Danir eru í Evrópusambandinu en Fćreyingar og Grćnlendingar ekki.
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
30.10.2019 | 07:27
Bráđskemmtileg bók
Út var ađ koma bókin "Hann hefur engu gleymt... nema textunum!" Undirtitillinn er "Gamansögur úr íslenska tónlistarheiminum". Höfundur er Guđjón Ingi Eiríksson. Undirtitillinn lýsir bókinni. Gamansögunum fylgja áhugaverđir fróđleiksmolar um tónlistarmenn og heilmikil sagnfrćđi.
Sögurnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Spanna marga áratugi og ná til margra músíkstíla. Örfá dćmi:
"Hljómsveitin Upplyfting á sér langa sögu og merka og hafa margir velt ţví fyrir sér hvernig best vćri ađ ţýđa nafn hennar, ef hún ákvćđi nú ađ herja á útlönd. Hinir sömu hafa vćntanlega allir komist ađ sömu niđurstöđunni, nefnilega... Viagra!
Karlakórinn Fóstbrćđur fór í söngferđ til Algeirsborgar í Alsír fyrir margt löngu síđan. Ţegar kórinn kom aftur heim varđ Bjarna Benediktssyni, ţáverandi forsćtisráđherra, ađ orđi: "Ţá er Tyrkjaránsins hefnt!"
Nokkrum árum eftir ađ Megas hafđi búiđ á Siglufirđi, eins og fyrr greinir, hélt hann tónleika ţar. Opnunarorđ hans voru: "Mér er sagt ađ ég hafi einhvern tímann búiđ hérna."
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2019 | 07:32
Dularfullt í Ikea
Ég átti erindi í Ikea. Eđa réttara sagt gerđi ég mér upp erindi ţangađ. Ég átti leiđ um Hafnarfjörđ og fékk ţá snilldar hugmynd í kollinn ađ koma viđ í Ikea og kíkja á veitingastađinn á annarri hćđ. Ég tek fram og undirstrika ađ ég hef engin tengsl viđ Ikea. Kann hinsvegar vel viđ verđ og vöruúrval fyrirtćkisins.
Eftir ađ hafa keypt veitingar settist ég sćll og glađur niđur viđ borđ. Á nćsta borđi var diskur međ ósnertum hangiskanka, međlćti og óopnađri Sprite-flösku. Enginn sat viđ borđiđ.
Fyrst datt mér í hug ađ eigandi máltíđarinnar vćri ađ sćkja sér bréfaţurrku eđa eitthvađ annađ. En ekkert bólađi á honum. Ekki ţćr 20 mínútur sem ég dvaldi á stađnum. Ţetta er skrýtiđ. Ég velti fyrir mér möguleikum: Hvort ađ viđkomandi hafi veriđ geimvera sem var geisluđ upp áđur en máltíđin var snćdd. Eđa hvort ađ minnisglöp (Alzheimer) hafi komiđ viđ sögu. Ţriđji möguleikinn er ađ útlendur ferđamađur hafi keypt matinn. Tilgangurinn hafi ekki veriđ ađ borđa hann heldur taka ljósmynd af honum til ađ pósta á Fésbók; sýna vinum og vandamönnum hvernig séríslensk máltíđ lítur út. Hlutverk gosdrykksins hafi ţá veriđ ţađ eitt ađ sýna stćrđarhlutföll. Eđa hvađ?
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
20.10.2019 | 05:42
Sökudólgurinn gripinn glóđvolgur
Í árdaga tölvunnar var sett upp tölvustofa í Háskóla Íslands. Tölvurnar voru frumstćđar og kostuđu skildinginn. Fljótlega kom upp sú stađa ađ lyklaborđin biluđu. Ţetta var eins og smitandi sýki. Takkar hćttu ađ virka eđa skiluđu annarri niđurstöđu en ţeim var ćtlađ. Ţetta var ekki eđlilegt. Grunur kviknađi um ađ skipulögđ skemmdarverk vćru unnin á tölvunum. Eftirlitsmyndavélum var komiđ fyrir í stofunni svo lítiđ bar á. Ţćr fundu sökudólginn. Hann reyndist vera rćstingakona; afskaplega samviskusöm og vandvirk međ langan og farsćlan feril.
Á hverju kvöldi skóladags ţreif hún tölvustofuna hátt og lágt. Međal annars úđađi hún yfir tölvurnar sótthreinsandi sápuúđa sem hún ţurrkađi jafnharđan af. Hún úđađi einnig vökvanum yfir lyklaborđin. Vandamáliđ er ađ enn í dag - nálćgt 4 áratugum síđar - eru lyklaborđ afskaplega viđkvćm fyrir vökva. Ég votta ţađ.
Tölvur og tćkni | Breytt s.d. kl. 05:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2019 | 19:47
Bráđskemmtilegt "Laugardagskvöld međ Matta".
Ég var ađ hlusta á skemmtilegan útvarpsţátt, "Laugardagskvöld međ Matta", á Rás 2. Gestur ţáttarins var Logi Einarsson, formađur Samfylkingarinnar og Skriđjökull. Hann kynnti fyrir hlustendum uppáhaldslögi sín. Ţar ratađi hver gullmolinn á fćtur öđrum. Gaman var á ađ hlýđa. Líka vegna ţess ađ fróđleiksmolar flutu međ.
Snemma í ţćttinum upplýsti Logi undanbragđalaust ađ hans uppáhald sé bítillinn Paul McCartney. "Minn mađur," sagđi hann. Ekki vissi hann af hverju. Hinsvegar ţykir honum vćnt um ađ dóttir hans hefur erft ađdáun á Paul. Svo spilađi Logi uppáhaldslag sitt međ Paul. Ţađ var "Come Together", opnulag plötunnar "Abbey Road".
Er lagi lauk gerđi Matti athugasemd. Hann sagđi: "Ţetta er Lennon-legt lag en Paul á ţađ, eđa hvađ?" Logi svarađi: "Ég veit ţađ ekki. Ég hef aldrei kafađ ţađ djúpt í ţetta."
Hiđ rétta er ađ lagiđ er samiđ og sungiđ af John. Höfundareinkenni Johns eru sterk. Bćđi í söng og blúsađri laglinu.
Í frekara spjalli um "Abbey Road" upplýsti Logi ađ John og Paul hafi átt óvenju fá lög á plötunni. Hún vćri eiginlega plata George Harrisons. Hann eigi ţessi fínu lög eins og "Here Comes the Sun" og "Strawberry Fields".
Hiđ rétta er ađ Lennon-McCartney eiga 14 af 17 lögum plötunnar. Ringo á 1 og George 2. Vissulega eru lög George virkilega góđ og ađ mati mínu og Lennons bestu lög plötunnar. Logi nefndi réttilega "Here Comes the Sun" en hitt lag George á plötunni er "Something". Ekki "Strawberry Fields". Ţađ er Lennon-lag sem kom einungis út á smáskífu en löngu síđar á geisladiski međ "Sgt. Peppers...".
Tekiđ skal fram ađ međ ţessum pósti er ég ekki ađ reyna ađ gera lítiđ úr stjórnmálamanninum Loga Einarssyni. Stjórnmálamenn ţurfa ekki ađ vera međ sögu Bítlanna á hreinu. Sú hljómsveit starfađi stutt. Plötuupptökur hennar spönnuđu ađeins 6 ár, 1963-1969. Ţeim mun merkilegra og skemmtilegra er ađ fólk sé ađ hlusta á Bítlana 2019. Hvađ varđ um allar hinar hljómsveitirnar sem tröllriđu markađnum á sama tíma og Bítlarnir: Love, Iron Butterfly, Crazy World of Arthur Brown, Soft Machine, Them, Strawbs...?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
10.10.2019 | 00:03
Hótel Jórvík
Á tíunda áratug síđustu aldar átti ég erindi til Ţórshafnar á Langanesi. Var međ skrautskriftarnámskeiđ ţar. Gisti á Hótel Jórvík. Hótelstýran var hölt öldruđ kona. Hún var hálf heyrnarlaus. Lá ţví hátt rómur. Auk mín dvöldu á hótelinu flugmađur og dúettinn Súkkat.
Ég kom mér fyrir í hótelinu síđdegis á föstudegi; hafđi herbergisdyrnar opnar. Ég heyrđi ađ hótelsíminn hringdi. Kerla svarađi. Viđmćlandinn var auđheyranlega ađ bjóđast til ađ hjálpa til. Hótelstýran hrópađi í tóliđ: "Ég slepp létt frá kvöldmatnum. Ég er bara međ nýja kalla sem komu í dag. Hinir fóru í morgun. Ég get ţess vegna hitađ upp afganginn af karríkjötinu frá ţví á mánudaginn og nýju kallarnir fatta ekki neitt!"
Um kvöldiđ var karríkjötsréttur í matinn.
Hótelstýran lét okkur vita ađ hún hefđi bjór og vín til sölu. Viđ gestirnir pöntuđum eitthvađ af veigum. Enginn var barinn. Konan sótti drykkina inn í hliđarherbergi. Hún bar ţá ekki fram í umbúđum heldur í vatnsglösum.
Nokkrum árum síđar var forsíđufrétt í DV um ađ viđ húsleit í Hótel Jórvík hefđi fundist töluvert magn af heimabrugguđum bjór og víni ásamt bruggtólum. Hótelstýran sagđist ekki selja áfengi. Hún vćri ađ geyma ţetta fyrir sjómann sem hún vissi ekki hvađ hét.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
4.10.2019 | 23:29
Stórtíđindi af breskri plötusölu
Ţćr eru óvćntar sviptingarnar í plötusölu í Bretlsndi ţessa dagana. Og ţó. Einhverjir voru búnir ađ spá ţví ađ mögulega gćti ţessi stađa komiđ upp. Formlegt heiti breska plötusölulistans er Official Album Chart Top 100. Hann mćlir plötusölu í öllu formi, hvort heldur sem er vinyl, geisladiskar, niđurhal eđa streymi.
Ţetta eru söluhćstu plöturnar í dag:
1. Abbey Road međ Bítlunum
2. Wy Me Why Not međ Liam Gallagher
3. Divinlely Uninspired To A Hellish Extent međ Levis Capaldi
Aldrei áđur hefur hálfrar aldar gömul plata snúiđ aftur á vinsćldalistann og endurheimt 1. sćtiđ. Ţetta er met. Á sínum tíma var platan í 13 vikur á listanum.
Í 28. sćti er Bítlaplatan 1. Hún hefur veriđ á listanum í 230 vikur. Ţar af hćst í 1. sćti.
Í 69. sćti er Bítlaplatan Sgt Peppers Lonely Hearts Club Band. Hún hefur veriđ á listanum í 274 vikur. Ţar af hćst í 1. sćti.
Í 72. sćti er Bítlasafnplatan 1967-1970. Hún hefur veriđ í 41 viku á listanum. Ţar af hćst í 4. sćti.
Í 94. sćti er Bítlaplatan Hvíta albúmiđ. Hún hefur veriđ í 37 vikur á listanum. Ţar af hćst í 1. sćti.
Menning og listir | Breytt 5.10.2019 kl. 02:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
30.9.2019 | 23:42
Bítlalögin sem unga fólkiđ hlustar á
Síđasta platan sem Bítlarnir hljóđrituđu var "Abbey Road". Hún kom út undir lok september 1969. Ţess vegna er hún hálfrar aldar gömul. Meiriháttar plata. Hún hefur elst vel. Hún gćti hafa komiđ út í ár án ţess ađ hljóma gamaldags.
Svo merkilegt sem ţađ er ţá hlustar ungt fólk í dag á Bítlana. Bćđi börn og unglingar. Í minni fjölskyldu og í mínum vinahópi eru Bítlarnir í hávegum hjá fjölda barna og unglinga. Lokaritgerđ frćnku minnar í útskrift úr framhaldsskóla var um Bítlana. Mjög góđ ritgerđ. Fyrir nokkrum árum hitti ég 14 ára dóttur vinafólks mín. Hún var svo fróđ um Bítlana ađ ég hafđi ekki rođ viđ henni um smáatriđi tengd Bítlatónlist. Tel ég mig ţó vera nokkuđ fróđan um Bítlana.
Spilanir á músíkveitunni Spotify stađfesta ađ ţetta sama má segja um börn og unglinga út um allan heim.
Ţessi Bítlalög eru mest spiluđ af börnum og unglingum upp ađ 18 ára aldri.
1. Here Comes The Sun
2. Let It Be
3. Hey Jude
4. Come together
5. Twist And Shout
Ţessi lög eru mest spiluđ af aldurshópnum 18 - 24 ára:
1. I Want To Hold Your Hand
2. Here Comes The Sun
3. Come Together
4. Penny Lane
5. You Never Give Me Your Money
Tónlist | Breytt 5.10.2019 kl. 01:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
25.9.2019 | 23:59
Ný James Bond mynd tekin í Fćreyjum
2. apríl 2020 verđur sýnd ný kvikmynd um breska leyniţjónustumanninn James Bond, 007. Hún hefur fengiđ heitiđ No Time to Die. Hún verđur 25. myndin um njósnarann. Jafnframt er ţetta 5. myndin međ Daniel Craig í hlutverki 007.
Tökur eru hafnar. Tökuliđiđ er mćtt til Fćreyja ásamt áhćttuleikurum. Líklega á ađ gera út á fagurt en sumstađar hrikalegt landslag eyjanna. Enn ein stađfestingin á ţví ađ Fćreyjar og Fćreyingar hafa stimplađ sig inn á heimskortiđ.
22.9.2019 | 23:05
Plötuumsögn
- Titill: Punch
- Flytjandi: GG blús
- Einkunn: ****1/2 (af 5)
GG blús er dúett skipađur Guđmundunum Jónssyni og Gunnlaugssyni. Sá fyrrnefndi spilar á gítar og er einn lunknasti smellasmiđur landsins; ţekktastur fyrir störf sín međ Sálinni, Pelican, Vestanáttinni, Nykri og Kikki. Hinn síđarnefndi er best kunnur fyrir trommuleik međ Kentári, X-izt og Sixties. Báđir voru í Jötunuxum. Báđir eru ágćtir söngvarar og raddir ţeirra liggja vel saman.
Töluverđa fćrni og útsjónasemi ţarf til ađ gítar/trommur dúó hljómi sannfćrandi; ađ hlustandinn sakni ekki drynjandi bassalínu. Hljómsveitum eins og White Stripes, Black Keys og dauđapönksveitinni Gyllinćđ hefur tekist ţetta. Líka GG blús - og ţađ međ glćsibrag!
GG blús spilar kraftmikinn og harđan rokk-blús. Platan er bćrilega fjölbreytt. Sum laganna eru mýkt međ rólegum kafla. Hluti af söng í sumum lögum er keyrđur í gegnum "effekt" sem lćtur hann hljóma í humátt ađ gjallarhorni. Sjö af tíu lögum plötunnar eru frumsamin. Öll af Guđmundi Jónssyni. Ţar af ţrjú samin međ nafna hans. Í hinu KK-lega "Lost and Found" er Mike Pollock međhöfundur nafnanna og gestasöngvari. Ađkomulögin eru "Money" eftir Roger Waters, "Cradle" eftir Rory Gallagher og "Spoonful" eftir Willie Dixon, best ţekkt í flutningi Howlin´ Wolf.
Flutningur GG blús á "Money" er ólíkur frumútgáfunni međ Pink Floyd. Framan af er ekki auđheyrt hvađa lag um rćđir. Sigurđur Sigurđsson - iđulega kenndur viđ Kentár - skreytir lagiđ listavel međ munnhörpublćstri. Hiđ sama gerir Jens Hansson međ saxófónspili í "Spoonful". Blessunarlega er platan laus viđ hefđbundin rokk- og blúsgítarsóló, ef frá er taliđ progađ titillag. Í ţví er sitthvađ sem kallar Audioslave upp í hugann. Rétt eins og í "Touching the Void".
Yrkisefniđ er töluvert blúsađ. Sungiđ er um allskonar krísur og deilt á misskiptingu auđs og fégrćđgi. Allt á ensku. Sýna má ţví umburđarlyndi vegna útlendu laganna.
Hljómur á plötunni er sérdeilis hreinn og góđur. Eiginlega er allt viđ plötuna afskaplega vel heppnađ. Ţađ á einnig viđ um umslagshönnun Ólafar Erlu Einarsdóttur.
Skemmtileg og flott plata!
Tónlist | Breytt 23.9.2019 kl. 21:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2019 | 06:09
Glćsileg ljóđabók
Fyrir helgi gaf bókaútgáfan Skrudda út ljóđabókina Ástkćra landiđ. Höfundur er söngvarinn og söngvaskáldiđ Ólafur F. Magnússon. Einnig ţekktur sem farsćll og frábćr lćknir, baráttumađur fyrir umhverfisvernd og verndun gamalla húsa, borgarfulltrúi og besti borgarstjóri Reykjavíkur.
Útgáfuhófiđ var í Eymundsson á Skólavörđustíg. Ég man ekki eftir jafn fjölmennu útgáfuhófi. Ţađ var trođiđ út úr dyrum. Bókin seldist eins og heitar lummur.
Ađ ţví kom ađ Ólafur gerđi hlé á áritun. Ţá fékk hann Ómar Ragnarsson og Guđna Ágústsson til ađ ávarpa gesti. Allir fóru ţeir á kostum. Reittu af sér brandara á fćribandi. Gestir lágu í krampa af hlátri. Svo sungu Ólafur og Guđlaug Dröfn Ólafsdóttir fallegt lag viđ undirleik gítarsnillingsins Vilhjálms Guđjónssonar.
Ólafur yrkir á kjarnyrtri íslensku í hefđbundnu formi stuđla, höfuđstafa og endaríms. Hann tjáir ást sína á fósturjörđinni og náttúrunni. Einnig yrkir hann um forfeđurna, fegurđ og tign kvenna, kćrleikann og bjartsýni. En líka um dimma dali sem hann hefur ratađ í. Ţá deilir hann á efnishyggju og rétttrúnađ. Hér er sýnihorn:
Ástkćra landiđ
Ástkćra landiđ, elskađa ţjóđ,
ást mín til ţín er hjartanu kćr.
Ég einlćgt vil fagna feđranna slóđ
og fćra til nútíđar söguna nćr.
Áarnir traustir, sem tryggđu vorn hag,
viđ tignum ţá, heiđrum og fullveldiđ dýrt.
Viđ mćrum ţá alla hvern einasta dag.
Enn ber ađ ţakka, viđ kveđum ţađ skýrt.
_____________________________________________________________
Uppfćrt 18.9.2019: Áskćra landiđ er í 1. sćti á sölulista Eymundsson.
Ljóđ | Breytt 18.9.2019 kl. 18:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (27)
10.9.2019 | 07:22
Bítlalögin sem John Lennon hatađi
". .
Bítillinn John Lennon var óvenju opinskár og hreinskiptinn. Hann sagđi undanbragđalaust skođun sína á öllu og öllum. Hann var gagnrýninn á sjálfan sig ekki síđur en ađra. Ekki síst lög sín. Hann hafđi óbeit á mörgum lögum Bítlanna - ţó hann hafi sćtt sig viđ ađ ţau vćru gefin út á sínum tíma vegna ţrýstings frá útgefandanum, EMI. Bítlarnir voru samningsbundnir honum til ađ senda frá sér tvćr plötur á ári og einhverjar smáskífur. Til ađ uppfylla samninginn leyfđu Bítlarnir lögum ađ fljóta međ sem voru uppfyllingarefni - ađ ţeirra mati.
Ađ sögn gítarleikarans George Harrison litu ţeir Ringo og Paul alltaf á John sem leiđtoga hljómsveitarinnar - ţrátt fyrir ađ stjórnsami og ofvirki bassaleikari Paul McCartney hafi ađ mörgu leyti stýrt Bítlunum síđustu árin eftir ađ umbođsmađurinn Brian Epstein dó.
Paul sýndi George og trommuleikaranum Ringo ofríki ţegar ţar var komiđ sögu. En bar lotningarfulla virđingu fyrir John. Stofnađi ekki til ágreings viđ hann. Ţeir skiptust á tillögum og ábendingum um sitthvađ sem mátti betur fara. Báđir tóku ţví vel og fagnandi. Ţeir voru fóstbrćđur.
Ţó komu upp nokkur dćmi ţar sem Paul mótmćlti John. Fyrst var ţađ ţegar John dúkkađi upp međ lagiđ "She said, she said" á plötunni Revolver. Paul ţótti ţađ vera óbođleg djöflasýra. John fagnađi ţví viđhorfi vegna ţess ađ hann ćtlađi laginu einmitt ađ túlka sýrutripp. Í stađ ţess ađ rífast um lagiđ stormađi Paul úr hljóverinu og lét ekki ná á sér viđ hljóđritun ţess. Lagiđ var hljóđritađ án hans. George spilađi bassalínuna í hans stađ. Síđar tók Paul lagiđ í sátt og sagđi ţađ vera flott.
Í annađ sinn lagđist Paul - ásamt George og Ringo - gegn furđulagi Johns "Revolution #9". En John fékk sínu fram. Lagiđ kom út á "Hvíta albúminu". Hann var sá sem réđi. Samt ţannig ađ hann umbar öll ţau lög Pauls sem honum ţóttu léleg.
Eftirtalin Bítlalög hafđi John óbeit á. Fyrir aftan eru rökin fyrir ţví og tilvitnanir í hann.
1 It´s Only Love (á plötunni Help) - "Einn af söngvum mínum sem ég hata. Glatađur texti."
2 Yes it Is (smáskífa 1965) - "Ţarna reyndi ég ađ endurtaka leikinn međ lagiđ This Boy. En mistókst.
3 Run For Your Life (á Rubber Soul). - "Uppfyllingarlag. Enn eitt sem mér líkađi aldrei. George hefur hinsvegar alltaf haldiđ upp á ţetta lag."
4 And Your Bird Can Sing (á Revolver). - "Enn ein hörmung. Enn eitt uppfyllingarlagiđ."
5 When I m Sixty-Four (á Sgt. Peppers...) - "Afalag Pauls. Ég gćti aldrei hugsađ mér ađ semja svona lag."
6 Glass Onion (á Hvíta albúminu) - "Ţetta er ég ađ semja uppfyllingarlag"
7 Lovely Rita (á Sgt. Peppers...) - "Ég kćri mig ekki um ađ semja lag um fólk á ţennan hátt."
8 I ll Get You (á 4ra laga smáskífu 1963) - "Viđ Paul sömdum ţetta saman en lagiđ var ekki ađ gera sig."
9 Hey Bulldog (á smáskífu 1967) - "Góđ hljómgćđi á merkingarlausu lagi."
10 Good Morning, Good Morning (á Sgt. Peppers...) - "Einskonar bull en samt falleg orđ. Uppfyllingarlag."
11 Hello, Goodbye - John var mjög ósáttur ţegar EMI gaf ţetta lag út á smáskífu. Honum ţótti ţađ ekki ţess virđi.
12 Lady Madonna (á smáskífu 1968) - "Gott píanóspil sem nćr ţó aldrei flugi."
13 Ob-La-Di Ob-La-Da (á Hvíta albúminu) - Paul vildi ólmur ađ ţetta lag yrđi gefiđ út á smáskífu. John tók ţađ ekki í mál.
14 Maxwells Silver Hammer (á Abbey Road) - John leiddist ţetta lag svo mikiđ ađ hann harđneitađi ađ taka ţátt í hljóđritn ţess. Engu ađ síđur sagđi hann ţađ vera ágćtt fyrir hljómsveitina ađ hafa svona léttmeti međ í bland. Ţannig nćđu plöturnar til fleiri.
15 Martha My Dear (á Hvíta albúminu) - John leiddist ţetta lag. Samt ekki meira en svo ađ hann spilar á bassa í ţví.
16 Rocky Racoon (á Hvíta albúminu) - "Vandrćđalegt!"
17 Birtday (á Hvíta albúminu) - "Drasl!"
18 Cry Baby Cry (á Hvíta albúminu) - "Rusl!"
19 Sun King (á Abbey Road) - "Sorp!"
20 Mean Mr. Mustard (á Abbey Road) - "Óţverri sem ég samdi í Indlandsdvölinni."
21 Dig a Pony (á Let it be) - "Enn ein vitleysan. Ég var í orđaleik og ţetta er bókstaflega rugl."
22 Let It Be (á Let it be) - "Ţetta lag hefur ekkert međ Bítlana ađ gera. Ég skil ekki hvađ Paul var ađ pćla međ ţessu lagi."
Rétt er ađ taka fram ađ John skipti oft um skođun á flestum hlutum. Líka á Bítlalögum. Til ađ mynda er til upptaka ţar sem hann hrósar Let It Be sem glćsilegu lagi. Ţetta fór dálítiđ eftir dagsforminu; hvernig lá á honum hverju sinni.
Tónlist | Breytt 11.9.2019 kl. 20:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
5.9.2019 | 01:12
Kvikmyndaumsögn
- Titill: Hérađiđ
- Helstu leikarar: Sigurđur Sigurjónsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir...
- Handrit og leikstjórn: Grímur Hákonarson
- Einkunn: **** (af 5)
Ţessi áhugaverđa kvikmynd átti upphaflega ađ vera heimildamynd um Kaupfélag Skagfirđinga. Vegna hrćđslu Skagfirđinga viđ ađ tjá sig um hiđ alltumlykjandi skagfirska efnahagssvćđi reyndist ógjörningur ađ fá viđmćlendur til ađ tjá sig fyrir framan myndavél. Ţar fyrir utan eru margir Kaupfélagssinnar af hugsjón. Telja ađ ofríki Kaupfélagsins veiti mörgum vinnu og standi gegn ţví ađ peningar samfélagsins fari suđur. Kaupfélag Skagfirđinga stendur svo sterkt ađ lágvöruverslanir á borđ viđ Bónus, Krónuna og Nettó eiga ekki möguleika á ađ keppa viđ KS í Skagafirđi Skagfirđingar vilja fremur versla í dýrustu búđ landsins, Skagfirđingabúđ Kaupfélagsins, en ađ peningur fyrir greiddar vörur fari úr hérađinu.
Ég er fćddur og uppalinn Skagfirđingur. Ég votta ađ margar senur myndarinnar eiga sér fyrirmynd í raunveruleikanum. Jafnvel flestar. Sumar samt í hliđstćđu. Í myndinni er stofnađ mjólkursamlag til höfuđs Kaupfélaginu. Í raunveruleika stofnađ pabbi minn og fleiri bćndur sláturhús til höfuđs KS.
Kvikmyndin fer rólega af stađ. Eftir fćđingu kálfs og dauđsfall vörubílstjóra gerist myndin dramaatísk. Hún er spennandi, áhrifarík og vekur til umhugsunar. Flott í flesta stađi.
Arndís Hrönn er sannfćrandi í hlutverki reiđu ekkjunnar. Ég man ekki eftir ađ hafa séđ ţessa leikkonu áđur. Ađrir leikarar standa sig einnig međ prýđi. Ekki síst Sigurđur Sigurjónsson. Hann túlkar Ţórólf, nei ég meina Eyjólf kaupfélagsstjóra, af snilld.
Gaman er ađ sjá hvađ fjós eru orđin vélvćdd og sjálfvirk.
Ég mćli međ ţví ađ fólk skreppi í bíó og kynnist skagfirska efnahagssvćđinu.
Kvikmyndir | Breytt 6.9.2019 kl. 11:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)