Stórskemmtileg íslensk kvikmynd - umsögn

Undir trénu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 - Titill:  Undir trénu

 - Handrit:  Huldar Breiđfjörđ og Hafsteinn Gunnar Sigurđsson

 - Leikstjóri:  Hafsteinn Gunnar Sigurđsson

 - Leikarar:  Edda Björgvinsdóttir,  Sigurđur Sigurjónsson,  Steindi Jr.,  Ţorsteinn Bachman, Selma Björnsdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir

 - Tegund:  Drama/harmleikur/grín

 - Einkunn: **** (af 5) 

  Sumar kvikmyndir eru ţannig ađ eftir ţví sem áhorfandinn veit meira um ţćr fyrirfram ţeim mun ánćgjulegra er áhorf.  Ađrar kvikmyndir eru ţannig ađ áhorfandinn má ekki vita fyrirfram neitt um framvindu né tilteknar senur.  Hámarks upplifun nćst međ ţví ađ myndin komi stöđugt á óvart.

  Undir trénu fellur undir síđarnefndu lýsinguna.  Ég hvet eindregiđ ţá sem sjá myndina ađ ţegja um hana - ef frá er taliđ ađ mćla međ henni.

  Óhćtt er ađ upplýsa örfáa punkta.  Myndin segir tvćr sögur.  Önnur er af ungu pari sem stendur í skilnađarbasli.  Hin er af foreldrum unga mannsins.  Ţeir eiga í nágrannadeilum vegna trés í garđinum.  Ţađ er orđiđ of stórt.  Varnar sólargeislum leiđ ađ garđi nágranna.

  Sögurnar tvćr fléttast lipurlega saman.  Framvinda beggja styrkir hina.  Pakkinn er 2 fyrir 1; ađ fylgjast međ tveimur spennandi og viđburđaríkum sögum á sama tíma.  

  Tilfinngaróf áhorfandans sveiflast hratt til og frá.  Allar lykilpersónur vekja samúđ.  Ţađ er sjaldgćft í kvikmynd sem byggir á harđvítugum átökum.  Svo ekki sé minnst á átökum á tveimur vígstöđvum.  Hefđbundna uppskriftin er átök á milli góđs og ills.  Hér er dramatíkin af og til óvćnt brotin upp međ vel heppnuđu skopi.

  Miklu skiptir úrval margra bestu leikara landsins.  Túlkun ţeirra er frábćr og hefur mikiđ ađ segja um útkomuna.  Edda Björgvins toppar sig.  Hefur hún ţó allan leikferil veriđ í hćstu hćđum.  

  Steindi Jr. er í burđarhlutverki;  gaurinn ađ skilja og sonur hjóna í nágrannaerjum.  Hann - amatör/leikmađur - er settur í rosalega bratta stöđu/áskorun ađ leika á móti bestu leikurum Íslands.  Hann veldur hlutverkinu.  Ţađ hjálpar ađ hans "karakter" er ţekktur sem galgopi í göslaragangi.    

  Tónlist Daníels Bjarnasonar er áhrifarík.  Iđulega dimm og drungaleg.  Bođar eitthvađ ógnvćnlegt.  Karlakór setur svip á tónlistina.  Gegnir einnig ţví hlutverki ađ túlka tilfinningasveiflur persónunnar sem Siggi Sigurjóns leikur.  Virkilega vel heppnađ. Tónlistin á stóran ţátt í ţví hvađ ţetta er góđ kvikmynd.  

  Eins og algengt er međ íslenskar myndir ţá er nafniđ ekki lokkandi.  Ţađ gefur ekkert forvitnilegt til kynna.   

  Ég mćli eindregiđ međ Undir trénu sem virkilega góđri kvöldskemmtun í kvikmyndarhúsi.  Ţó ekki fyrir viđkvćma.

 

        


Heilinn ţroskast hćgar en áđur var taliđ

  Margt ungmenniđ telur sig vita allt betur en ađrir.  Eđa ţá ađ ţađ telur sig vera kjána.  Bjána sem aldrei rćtist neitt úr.  Vonlaust eintak.  Tilfelliđ er ađ ungt fólk er óţroskađ.  Óttalega óţroskađ.  Ţess vegna fćr ţađ ekki ađ taka bílpróf fyrr en 17 ára í stađ 13 - 14 ára (um leiđ og ţađ nćr niđur á kúplingu og bremsu).  Af sömu ástćđu fćr ţađ ekki ađ ganga í hjónaband og kjósa til Alţingis fyrr en 18 ára (auđveldara ađ keyra bíl en vera í hjónabandi og kjósa).    

  Lengi var kenningin sú ađ heilinn vćri ekki fullţroskađur fyrr en á 18 ára.  Nýgiftu fólki međ kosningarétt er ţó ekki treyst til ţess ađ kaupa áfengi fyrr en tveimur árum síđar.  

  Nú ţarf ađ endurskođa ţetta allt saman.  Međ nýjustu tćkni til ađ skođa virkni heilans hefur komiđ í ljós ađ heilinn er ekki fullţroskađur fyrr en á fertugs aldri.  Um eđa upp úr ţrítugs afmćlinu.  

  Ţetta birtist á ýmsan hátt.  Til ađ mynda snarfellur glćpahneigđ upp úr 25 ára aldri.  Ţađ vekur upp spurnar um hvort ástćđa sé til ađ hafa ţađ til hliđsjónar í sakamálum.  Nú ţegar eru börn ósakhćf ađ mestu.  

  Annađ sem breytist á ţessum aldri er ađ athyglisgáfa eflist sem og rökhugsun og skammtímaminni.  Jafnframt dregur úr kćruleysi, áhćttusćkni og hvatvísi.  Fólk hćttir ađ taka hluti eins oft og mikiđ inn á sig og komast í uppnám.   

 


Gott ađ vita

   Tímareimin í bílnum mínum var komin á tíma.  Ég hringdi í nokkur bifreiđaverkstćđi.  Spurđi hvađ skipti á tímareim kosti.  Heildarverđ međ öllu.  Verđin reyndust mismunandi.  En öll eitthvađ á annađ hundrađ ţúsund.  Af einhverri rćlni álpađist ég til ađ leita á náđir "gúgglsins".  Fann ţar nokkrar jákvćđar umsagnir um Bifreiđaverkstćđi Jóhanns í Hveragerđi.  Ţar á međal ađ verđlagning sé hófleg.

  Nćsta skref var ađ hringja ţangađ.  "Vinnan kostar 35 ţúsund," var svariđ sem ég fékk.  "Ţú getur sjálfur komiđ međ varahlutina sem til ţarf ef ţú ert međ afslátt einhversstađar."

  Ég var ekki svo vel settur.  Spurđi hvort ađ ég gćti ekki keypt ţá hjá honum.  Jú, ekkert mál.  "Ţá verđur heildarpakkinn um 70 ţúsund."

  Ég var alsćll.  Brunađi austur fyrir fjall.  Ţegar til kom reyndist vélin miklu stćrri en venja er í bíl af mínu tagi.  Fyrir bragđiđ tók vinnan klukkutíma lengri tíma en tilbođiđ hljóđađi upp á.  

  Er ég borgađi reikninginn var ţó slegiđ til og tilbođiđ látiđ standa.  Endanlegur heildarreikningur var 68 ţúsund kall.  

  Tekiđ skal fram ađ ég hef engin tengsl viđ Bifreiđaverkstćđi Jóhanns.  Vissi ekki af tilvist ţess fyrr en "gúggliđ" kynnti ţađ fyrir mér.

  Af ţessu má lćra:  Nota tćknina og "gúggla".  Fyrir mismuninn á fyrstu tilbođum og ţví síđasta er hćgt ađ kaupa hátt í 200 pylsur međ öllu í Ikea.  Samt langar mig ekkert í pylsu.

 

 


Fćreyingar stórgrćđa á vopnasölubanni Íslendinga til Rússa

  Ţađ tók Íslendinga heilt ár ađ ögra og mana Rússa til ađ sýna viđbrögđ viđ vopnasölubanni sem Gunnar Bragi Sveinsson, ţáverandi utanríkisráđherra,  setti á Rússa.  Seinbúin viđbrögđ Rússa fólust í ţví ađ hćtta innflutningi á íslenskum vörum.  Fram til ţess voru Rússar í hópi stćrstu kaupenda á íslenskum sjávarafurđum og lambakjöti.

  Um leiđ og Rússar hćttu ađ kaupa makríl af Íslendingum hćkkađi verđ á fćreyskum makríl um 20%.  Allar götur síđar hafa Fćreyingar malađ gull á mjög bratt vaxandi sölu á sjávarafurđum til Rússa.

  Í ár borga Rússar Fćreyingum 37,4 milljarđa ísl. kr. í beinhörđum gjaldeyri.  Ţetta er 11,3 milljarđa aukning frá síđasta ári.  Munar heldur betur um ţennan gjaldeyri fyrir 50 ţúsund manna samfélag.

  Kaup Rússa nema 27% af útflutningi Fćreyinga.  Ţeir eru lang stćrsti viđskiptavinurinn.  Í humátt á eftir eru Bretar og Kanar.  Ţeir kaupa hvorir fyrir tćpa 15 milljarđa.  Ţar á eftir koma Danir, Ţjóđverjar og Kínverjar. 

  Salan til Rússa er á laxi, makríl og síld.  Hinar ţjóđirnar kaupa fyrst og fremst lax.  Nema Bretar.  Ţeir kaupa nánast einungis ţorsk og ýsu.  

makríllmakríll grillađurmakríll pönnusteiktur


Allir verđa ađ hjálpast ađ

  Lambakjötiđ hrannast upp óselt.  Ţökk sé međal annars vopnasölubanni sem Gunnar Bragi Sveinsson,  ţáverandi utanríkisráđherra,  setti á Rússa.  Út af fyrir sig var gott ađ draga úr vopnasölu.  Brögđ eru ađ ţví ađ vopn séu notuđ til illra verka.  Rússar eru seinţreyttir til reiđi.  Gunnar Bragi ţurfti ađ ögra ţeim ítrekađ međ digurbarkalegum yfirlýsingum á alţjóđavettvangi til ađ knýja fram viđbrögđ.  Seint og síđarmeira tókst ţađ.  Rússar hćttu ađ kaupa íslenskt lambakjöt og makríl.  

  Íslendingar verđa sjálfir ađ hlaupa í skarđiđ sem Rússar skilja eftir.  Hrun blasir viđ sauđfjárbćndum.  Ţetta eru hamfarir.  Allir verđa ađ hjálpast ađ.  Öflugt átak ţarf til ađ auka tímabandiđ lambakjötsneyslu á međan markađurinn leitar jafnvćgis. 

  Góđu fréttirnar koma úr Garđahreppi.  Í sumarbyrjun var opnađ ţar Kaupfélag.  Ţađ selur lambahakk.  Slíkt hafđi ekki sést í íslenskum matvöruverslunum til áratuga - ţrátt fyrir mikla eftirspurn.  Kaupfélag Garđahrepps hefur jafnframt sannađ ađ hćgt er ađ verka lambaskrokk ţannig ađ kótelettur séu beinlausar.  

  Nýveriđ hóf Bónus ađ selja í lítersfötu fulleldađa kjötsúpu.  Ţađ er til fyrirmyndar.  Almenningur veit ekki af ţessu.  Ef hann fćr vitneskju um ţetta er líklegt ađ kjötsúpan verđi einnig seld í 3ja lítra fötu.

  Einhver er byrjađur ađ kynna til sögunnar lambabeikon.  Man ekki hver. 

  Ţetta dugir ekki til ađ vinda afgerandi ofan af kjötfjallinu.  Almenningur verđur ađ leggjast á árar;  leggja hausinn í bleyti og koma međ hugmyndir og ábendingar um hvađ megi betur fara til ađ efla lambakjötsneyslu.  

  Hér eru punktar í púkkiđ:

  -  Frosiđ lambakjöt í kćliklefum matvöruverslana er óađlađandi; grátt og guggiđ.  Lystugra vćri ađ umbúđirnar sýndu ljósmynd af fulleldađri máltíđ:  Steiktu eđa grilluđu kjöti ásamt girnilegu međlćti.

  - Hafa einfaldar og spennandi uppskriftir á öllum pakkningum á frosnu lambakjöti.  Skipta ţeim út fyrir nýjar međ reglulegu millibili.  

  -  Margir búa einir.  Heilt lćri eđa heill lambahryggur er of stór skammtur fyrir ţá.  Minni einingar ţurfa einnig ađ vera í bođi.  Kannski eins og ţriđjungur af hrygg eđa kvart lćri.

  -  Ţađ ţarf stöđugt ađ glenna lambakjöt framan í neytendur.  Til ađ mynda međ ţví ađ vera međ smakk í öllum helstu stórmörkuđum daginn út og inn.  Smakk er einhver virkasta söluađferđ sem til er.  Mun betri leiđ til ađ minnka kjötfjalliđ en urđa kjötiđ.  

  -  Margir kvarta undan og undrast ađ kubbasteik hafi hvergi sést til áratuga - ţrátt fyrir mikla eftirspurn.

  -  Lambagúllas hefur ekki fengist í árarađir - ţrátt fyrir mikla eftirspurn.

  -  Ţađ ţarf ađ fá lambakjötiđ vottađ sem ţjóđarrétt Íslendinga.  Hampa ţví framan í milljónir erlendra ferđamanna.  Bjóđa hvarvetna upp á lamborgara (lambaborgara).  Engin vegasjoppa má vera svo aum ađ hún bjóđi ekki upp á lamborgara.

  -  Vöntun er á úrvali lambakjötsáleggs.  Hangikjöt og rúllupylsa eru ekki nóg.  Ţađ ţarf kjötsneiđar sem keppa viđ roastbeaf og skinku.  

  -  Sumir vinsćlustu veitingastađir landsins selja enga lambakjötsrétti.  Munar ţar mestu um Ikea.  Ţessu ţarf ađ kippa í liđ. 

  -  Liđur í ađlögunarferli innflytjenda ćtti ađ vera námskeiđ í fjölbreyttri matreiđslu á lambakjöti.  Námskeiđiđ getur stađiđ öllum opiđ fyrir vćgt hráefnisgjald.

  -  Fjölga ţarf fullelduđum lambakjötsréttum án međlćtis.  Helst einhverjum sem ţarf ekki ađ hita.  Til ađ mynda gćtu lambanaggar veriđ ágćtt snakk (međ pítusósu).    

lambasneiđar

lambakjöt   


mbl.is Taka allt kjötiđ heim og selja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svindlađ á tollinum

  Fyrir hátt í fjórum áratugum flutti Íslendingur aftur heim til Íslands eftir langdvöl í Svíţjóđ.  Hann hafđi keypt ýmis heimilistćki, fatnađ,  sćngurföt og fleira í Svíţjóđ.  Hann var međ kvittanir fyrir öllu.  Ţćr stađfestu ađ um gamlar notađar vörur var ađ rćđa.  Búslóđ sem mađurinn sankađi ađ sér í áranna rás.  Ţar međ ţurfti hvorki ađ greiđa vörugjald né söluskatt af henni.

  Reyndar keypti hann sjónvarp rétt fyrir heimförina.  Bađ búđarmanninn um ađ dagsetja kvittunina nokkur ár aftur í tímann.  Sá tók ţví vel og sótti brúsa undir afgreiđsluborđiđ.  Opnađi svo pappakassann međ sjónvarpinu, úđađi ryki yfir sjónvarpiđ og sagđi: "Ţú segir tollinum ađ sjónvarpiđ hafi rykfalliđ uppi á háalofti hjá ţér eftir stutta notkun.  Ég er alltaf ađ gera svona fyrir Íslendinga á heimleiđ."

  Mađurinn vandi sig á sánaböđ í Svíţjóđardvölinni.  Sánaklefar á Íslandi kostuđu meira en tvöfalt á viđ samskonar klefa í Svíţjóđ.  Mađurinn fjárfesti í glćsilegasta sánaklefa sem hann fann í Svíţjóđ.  Skrúfađi bekkina lausa og notađi ţá fyrir vörubretti undir búslóđina sína.  Búslóđin smekkfyllti sánaklefann.  Ţar međ var hann orđinn gámur en ekki sánaklefi sem fengi á sig hátt vörugjald, söluskatt og allskonar.  Á núvirđi erum viđ ađ tala um gjöld upp á meira en hálfa milljón kr.  

  Ţegar gámurinn var tollafgreiddur ţurfti mađurinn ađ opna hann og sýna innihaldiđ.  Hann framvísađi kvittunum.  Tollverđir rótuđu dálítiđ í búslóđinni og sannreyndu ađ allt var eins og ţađ átti ađ vera.  Er ţeir gengu á braut bankađi einn utan í gáminn og sagđi:  "Assgoti eru sćnsku trégámarnir orđnir vandađir."  

  Eigandinn svarađi:  "Já,  ég er mjög ánćgđur međ hann.  Mér var sagt ađ búslóđ sé miklu betur varin í trégámi en járngámi ţegar siglt er um ólgusjó..  Ţar ađ auki get ég smíđađ sólpall eđa eitthvađ úr timbrinu.

------------------------------------------------------------------------

  Til gamans má geta ađ sánaklefi kallast bađstofa á fćreysku.

    


mbl.is Ein flottasta sánan í eigu Íslendings
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stranglega bannađ

  Ţađ verđur ađ vera agi í íslenskri hrossarćkt.  Annars er hćtta á losarabrag.  Mörgum er treystandi til ađ taka réttar ákvarđanir.  En ekki öllum.  Brögđ hafa veriđ ađ ţví ađ innan um ábyrga og rétthugsandi hrossaeigendur leynist óreiđupésar.  Ţeim verđur ađ setja stól fyrir dyr áđur en allt fer úr böndum.  Ill nauđsyn kallar á lög.

1.  Bannađ er ađ gefa hesti nafn međ ákveđnum greini.

2.  Bannađ er ađ gefa hesti nafn sem fallbeygist ekki.  Mikilvćgt er ađ nafniđ taki eignarfallsendingu.

3.  Bannađ er ađ gefa hesti erlent heiti.  Ţađ skal vera rammíslenskt.

4.  Bannađ er ađ gefa hesti ćttarnafn.

5.  Bannađ er ađ gefa hesti nafn sem gefur til kynna ađ hann sé önnur dýrategund.  Ţannig má ekki gefa hesti nafn á borđ viđ Asna, Kisa, Hrút eđa Snata.

6.  Bannađ er ađ gefa hesti nafn sem vísar til rangs litar.  Einlitur hestur má ekki heita Skjóni eđa Sokki.  Grár hestur má ekki heita Jarpur.

7.  Bannađ er ađ gefa hesti dónalegt nafn, svo sem Gamli građur.

8.  Bannađ er ađ gefa hesti nafn sem veldur honum vanliđan og angist.

9.  Bannađ er ađ gefa hesti nafn međ óvenjulegum rithćtti.  Blesi skal ţađ vera en ekki Blezy.

10. Bannađ er ađ kalla hest léttúđlegu gćlunafni.  Um hann skal í öllum tilfellum rćtt og skrifađ međ réttu nafni.  Hest sem heitir Sörli má ekki kalla Sölla.

  Brot á hestanafnalögum getur varđađ sektum ađ upphćđ 50 ţúsund kr.  Ítrekuđ brot geta kostađ brottrekstur međ skömm úr Alţjóđahreyfingu íslenskra hesta.  

 


Áríđandi upplýsingar fyrir sólarlandafara!

á ströndinnisöluborđkássurfluga í súpunni

 

 

  Margur sólarlandafarinn er varla fyrr mćttur á svćđiđ en magakveisa herjar á hann.  Ástćđan er matareitrun.  Löngum hefur ferđalöngum veriđ kennt ađ forđast hrátt salat, grćnmeti og annađ ćti sem er skolađ upp úr kranavatni.  Vatniđ er löđrandi í bakteríum sem íslenska magaflóran rćđur ekki viđ.  

  Ástćđa er til ađ hefja dvölina á ţví ađ slafra í sig jógúrt.  Hún inniheldur varnir gegn vondum bakteríum.

  Nú hefur spćnska blađiđ El Pais bćtt inn í umrćđuna fróđleik.  Ţađ greinir frá rannsókn á mat og drykk hjá svokölluđum götusölum.  Bćđi á götum úti og á strönd er krökkt af söluborđum og söluvögnum.  Í Barcelóna eru 7000 veitingagötusalar.  Rannsóknin leiđir í ljós ađ ţarna er pottur mélbrotinn.  Sóđaskapurinn er yfirgengilegur.  Matur og drykkur fljóta í E-coli bakteríum.  Magniđ er svo svakalegt ađ ţađ er bein ávísun á matareitrun.  Meira ađ segja frambornir áfengir kokteilar eru 7200% yfir skađlausum mörkum.  

  Götusalarnir starfa á svörtum markađi.  Ţeir lúta ekki heilbrigđiseftirliti né öđrum kröfum sem gerđar eru til fastra veitingastađa innanhúss.  Ţeir halda ekki bókhald og borga lítil sem engin gjöld.  Ţađ er önnur saga.  Hitt skiptir öllu:  Til ađ lágmarka hćttu á matareitrun á ströndinni og göngugötunni:  Ekki kaupa neitt matarkyns af götusölunum.

 

      


Örstutt smásaga um vísitölufjölskylduna

  Ţađ er sunnudagskvöld.  Fjölskyldan situr inni í stofu.  Hver međ sinn snjallsíma:  Mamma, pabbi, 12 ára sonur og 14 ára dóttir.  Enginn hefur sagt orđ allan daginn.  Skyndilega rýfur mamman ţögnina og segir:  "Mér finnst eins og ég sé ađ gleyma einhverju.  Ég veit ekki hverju."   Hún fćr engin viđbrögđ. Tveimur klukkutímum síđar endurtekur hún ţetta.  Dóttirin svarar:  "Viđ höfum ekkert borđađ í dag."  

  Mamman:  "Er ţađ?"  Sonurinn bćtir viđ:  "Viđ borđuđum ekkert í gćr heldur."

  Mamman:  "Er ţađ rétt?  Borđuđum viđ kannski ekki á föstudaginn?  Ţiđ fenguđ ţó áreiđanlega ađ borđa í skólanum á föstudaginn."  

  Sonurinn:  "Já, ég fékk mat í skólanum á föstudaginn.  Síđan hef ég ekkert borđađ."

  Mamman:  "Viđ höfum gleymt ađ borđa ţessa helgi.  Viđ verđum ađ gera eitthvađ í ţví."

  Pabbinn:  "Ţetta er ekkert mál.  Ţiđ krakkarnir fáiđ mat í skólanum á morgun.  Viđ mamma ykkar fáum okkur heita pylsu međ öllu í Costco á morgun.  Hún kostar bara 299 krónur ţar."

  Mamman:  "Ţetta er í fjórđa sinn í ţessum mánuđi sem viđ gleymum ađ borđa yfir heila helgi.  Viđ gleymum okkur alltof mikiđ í snjallsímanum.  Viđ verđum ađ endurskođa ţetta.  Ţetta gengur ekki svona."

  Pabbinn:  "Ertu eitthvađ verri kona?  Viđ spörum hellings matarkostnađ ţessar helgar.  Nćr vćri ađ nota peninginn sem sparast til ađ kaupa ennţá betri snjallsíma.  Viđ erum hvort sem er ömurlegir kokkar og uppvaskiđ fer alltaf í eitthvađ rugl. Manstu ţegar ég skrúbbađi í ógáti međ uppţvottasápu óniđursneitt hálft heilkornabrauđ?  Eđa ţegar mér skrikađi fótur og ég datt ofan í vaskinn og braut allt leirtauiđ?  Svo var ég allt í einu farinn ađ ţerra diskana međ skyrtuhorninu mínu."

  Mamman:  "Já, ţú meinar ţađ.  Ég er alveg til í ađ fá nýjan snjallsíma."  

  Börnin í kór:  "Ég líka!

snjallsímar

.

  


Stórmerkilegt fćreyskt myndband spilađ 7,6 milljón sinnum

  Fćreysk myndbönd eiga ţess ekki ađ venjast ađ vera spilađ yfir 7 milljón sinnum.  Eitt myndband hefur ţó veriđ spilađ yfir 20 milljón sinnum.  Nú hefur annađ myndband slegiđ í gegn.  Ţađ heitir "Hvat ger Rúni viđ hondini".  Ţar sýnir Rúni Johansen svo liđuga hönd ađ nánast er um sjónhverfingu ađ rćđa.  

  Myndbandiđ hefur veriđ spilađ 4 ţúsund sinnum á ţútúpunni og 7,6 milljón sinnum á LADbible síđunni.  Ţađ hefur fengiđ yfir 100 ţúsund "like",  81 ţúsund "komment" og veriđ deilt 50,450 sinnum.

  Mest spilađa fćreyska myndbandiđ sýnir hval springa er Bjarni Mikkelsen stingur í hann.

 


Skattabreyting hefur ţveröfug áhrif

  Fyrir tveimur árum var virđisaukaskattur á bćkur hćkkađur;  úr snautlegum 7% upp í virđuleg 11%.  Bók sem áđur kostađi 4999 kr. kostar nú 5199 kr.  Skattahćkkunin var liđur í átaki til ađ efla bóklestur.  Ekki síst bóklestur ungs fólks.  Ţetta átti ađ vera kröftug vítamínssprauta inn í íslenskar bókmenntir.  Bóksala myndi glćđast sem aldrei fyrr.  

  Taliđ var fullvíst ađ fólki ţćtti óţćgilegt ađ borga rćfilslegt verđ fyrir veglega bók.  Fólk hafi metnađ til ađ greiđa međ reisn ríflega fyrir hana.  Einkum vegna ţess ađ bókin hefur veriđ ein vinsćlasta gjafavara á Íslandi til áratuga.  Gefandi vill láta spyrjast út ađ hann borgi smáaura fyrir bókagjöf.  

  Einhver skekkja er í dćminu.  Í fyrra hrundi bóksala um 11%.  Í ár er samdrátturinn ađ nálgast 8%.  Áköfustu talsmenn skattahćkkunarinnar kenna komu Costco um.  Ţeim er bent á ađ einungis röskir 2 mánuđir séu síđan ţađ ágćta kaupfélag var opnađ í Garđahreppi.  Ţví er svarađ međ ţjósti ađ vćntanleg koma Costco hafi fariđ ađ spyrjast út í fyrra.  Einmitt um svipađ leyti og bóksalan tók ţessa rokna dýfu sem hvergi sér fyrir enda á.  Ađ minnsta kosti ekki á međan Costco varir.

  Er ţetta ekki svipađur samdráttur og hjá íslenskum tómatrćktendum, jarđaberjasölum og klósettpappírsframleiđendum? spyrja ţeir drjúgir og bćta viđ:  Ţetta er allt á sömu bókina lćrt.  Helst allt í hendur.

  Ég ţekki manneskju sem var vön ađ kaupa árlega um 10 bćkur til jólagjafa.  Ađrar 10 til afmćlisgjafa.  Líka 5 handa sjálfri sér.  Pakkinn kostađi um 125 ţúsund kall.  Eftir skattahćkkunina kostar sami pakki 130 ţúsund.  Eldri borgara munar um 5000 kr.  Ríkissjóđi munar einnig um skattpeninginn sem hann tapar á lestrarátakinu.  Samdrátturinn er mun meiri en skattahćkkunin.  Tap ríkissjóđs á ţví er nćstum fimmfalt.  Í stađ ţess ađ skila stórauknum tekjum - eins og ćtlađ var, vel ađ merkja.

  Ráđamenn - gapandi af undrun - hafa tilkynnt ađ sett verđi saman (hálauna elítu)nefnd.  Hennar hlutverk verđur ađ komast ađ ţví hvers vegna lestrarátakiđ mistókst svona hrapalega.  Ţađ ţarf marga fundi, mikiđ kaffi og gott međlćti til ađ finna orsökina.   

         


mbl.is Algert hrun í bóksölu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lögreglan ringluđ

  Í Fćreyjum lćsa fćstir húsum sínum.  Skiptir ekki máli hvort ađ íbúar eru heima eđa ađ heiman.  Jafnvel ekki ţó ađ ţeir séu langdvölum erlendis.  Til dćmis í sumarfríi á Spáni eđa í Portúgal.  

  Engar dyrabjöllur eđa hurđabankara er ađ finna viđ útidyr í Fćreyjum.  Gestir ganga óhikađ inn í hús án ţess ađ banka.  Ţeir leita uppi heimafólk.  Ef enginn er heima ţykir sjálfsagt ađ gestur kominn langt ađ kíki í ísskápinn og fái sér hressingu.  Ţađ á ekki viđ um nćstu nágranna.  

  Fyrst ţegar viđ Íslendingar látum reyna á ţetta í Fćreyjum ţá finnst okkur ţađ óţćgilega ruddalegt.  Svo venst ţađ ljómandi fljótt og vel.

  Eitt sinn hitti ég úti í Fćreyjum íslenskan myndlistamann.  Ţetta var hans fyrsta ferđ til eyjanna.  Ég vildi sýna honum flotta fćreyska myndlistasýningu.  Ţetta var um helgi og utan opnunartíma sýningarinnar.  Ekkert mál.  Ég fór međ kauđa heim til mannsins sem rak galleríiđ.  Gekk ađ venju inn án ţess ađ banka.  Landa mínum var brugđiđ og neitađi ađ vađa óbođinn inn í hús.  Ég fann húsráđanda uppi á efri hćđ.  Sagđi honum frá gestinum sem stóđ úti fyrir.  Hann spurđi:  "Og hvađ?  Á ég ađ rölta niđur og leiđa hann hingađ upp?"  

  Hann hló góđlátlega,  hristi hausinn og bćtti viđ:  "Ţessir Íslendingar og ţeirra siđir.  Ţeir kunna ađ gera einföldustu hluti flókna!"  Svo rölti hann eftir gestinum og ţóttist verđa lafmóđur eftir röltiđ.  

  Víkur ţá sögunni til fćreysku lögreglunnar í gćr.  Venjulega hefur löggan ekkert ađ gera.  Ađ ţessu sinni var hún kölluđ út ađ morgni.  Allt var í rugli í heimahúsi.  Húsráđendur voru ađ heiman.  Um nóttina mćtti hópur fólks heim til ţeirra.  Ţađ var vinafólk sem kippti sér ekkert upp viđ fjarveru húsráđenda.  Fékk sér bara bjór og beiđ eftir ađ ţeir skiluđu sér heim.

  Undir morgun mćtti annar hópur fólks.  Ţá var fariđ ađ ganga á bjórinn.  Hópunum varđ sundurorđa.  Nágrannar hringdu á lögregluna og tilkynnti ađ fólk vćri fariđ ađ hćkka róminn í íbúđinni.  Lögreglan mćtti á svćđiđ.  Var svo sem ekkert ađ flýta sér.  Hávćr orđrćđa ađ morgni kallar ekki á bráđaviđbrögđ.  

  Er löggan mćtti á svćđiđ var síđar komni hópurinn horfinn á braut.  Lögreglan rannsakar máliđ.  Enn sem komiđ er hefur hún ekki komist ađ ţví um hvađ ţađ snýst.  Engin lög hafa veriđ brotin.  Enginn hefur kćrt neinn.  Enginn kann skýringu á ţví hvers vegna hópunum varđ sundurorđa.  Síst af öllu gestirnir sjálfir.  Eins og stađan er ţá er lögreglan ađ reyna ađ átta sig á ţví hvađ var í gangi svo hćgt verđi ađ ljúka ţessu dularfulla máli.  Helst dettur henni í hug ađ ágreiningur hafi risiđ um bjór eđa pening.  

fćreyskur löggubíllfćreyingar 

      


Poppmúsík ţessarar aldar verri en áđur

  Allt var betra í gamla daga.  Eđa ţannig.  Ađ minnsta kosti er poppmúsík ţessarar aldar ekki svipur hjá sjón (ef svo má segja um músík) í samanburđi viđ eldri poppmúsík.  Einhver gćti sagt ađ fullyrđinguna megi rekja til fortíđarţráar og fordóma í bland.  Ţađ má vera.  Ég hef reyndar alltaf haft bullandi fordóma gagnvart poppmúsík.  Ţađ er ađ segja eftir ađ ćskuárum sleppti.  Er ţó á síđustu árum orđinn víđsýnni og umburđarlyndari.  

  Hitt er annađ mál ađ kalt mat,  beinn samanburđur á vinsćlustu dćgurlögum sjöunda áratugarins annarsvegar og hinsvegar vinsćlustu lögum ţessarar aldar leiđir í ljós mikinn mun.  Nýju popplögin eru snöggtum einsleitari og flatari.  Munur á hćstu og lćgstu hljóđum er lítill.  Hljóđfćraleikur er fábrotinn tölvuhljómborđsheimur og trommuheili.  Autotune geldir sönginn.  Laglínur einhćfar.  Orđaforđi í textum er naumur;  bćđi í hverju lagi út af fyrir sig sem og í öllum lögunum til samans.  Rámir söngvarar á borđ viđ Janis Joplin og Joe Cocker eiga ekki séns.  Ţví síđur nett falskir söngvarar á borđ viđ Ian Dury eđa Vilhjálm Vilhjálmsson.  Hvađ ţá sérstćđir söngvarar eins og Bob Dylan og Megas.  Nýju söngvararnir á vinsćldalistunum hljóma allir eins.   

  Ein skýringin er sú ađ ţađ eru sömu mennirnir sem semja og framleiđa lungann af vinsćlustu dćgurlögunum í dag.  Sá stórtćkasti er sćnskur.  Hann heitir Max Martin.  Á ţriđja tug laga hans hafa veriđ ţaulsetin í 1. sćti bandaríska vinsćldalistans (og vinsćldalista um allan heim).  Einungis Paul McCartney og John Lennon eiga fleiri 1. sćtis lög.  Alls hafa um 200 lög eftir Max veriđ á vinsćldalistunum.  Hann á um 1000 lög á plötum stórstjarna.  Flytjendur eru allt frá Britney Spears og Justin Bieber til Adelu og Pink ásamt tugum annarra.

  Hlýđum á lag af vinsćlustu plötu heims fyrir sléttri hálfri öld.  Ţetta er gjörólíkt verksmiđjupoppi ţessarar aldar.  Ţarna er fjölbreytni í texta, lagi, söng, hljóđfćraleik og líflegri útsetningu.  Blástur og strengjastrok spilađ af alvöru fólki en ekki plasthljómborđi.  Lennon hefur ekki einu sinni fyrir ţví ađ rćskja sig áđur en söngurinn er hljóđritađur.

   


Sea Shepherd-liđar gripnir í Fćreyjum

  Fćreyska lögreglan brá viđ skjótt er á vegi hennar urđu Sea Shepherd-liđar.  Ţađ gerđist ţannig ađ aftan á stórum jeppabíl sást í límmiđa međ merki bandarísku hryđjuverkasamtakanna.  Lögreglan skellti blikkljósum og sírenu á bílinn og bjóst til ađ handtaka liđiđ.  Í bílnum reyndust vera öldruđ hjón.  Reyndar var ekki sannreynt ađ ţau vćru hjón.  Enda aukaatriđi.  Ţeim var nokkuđ brugđiđ.

  Lögreglan upplýsti gamla fólkiđ um nýleg og ströng fćreysk lög.  Ţau voru sett til ađ ţrengja ađ möguleikum hryđjuverkasamtakanna á ađ hafa sig í frammi í Fćreyjum.  Ţar á međal er ákvćđi um ađ til ađ vera međ einhverja starfsemi í Fćreyjum ţurfi ađ framvísa fćreysku atvinnuleyfi.  Ţetta nćr yfir mótmćlastöđur,  blađamannafundi,  afskipti af hvalveiđum og allskonar.

  Jafnframt hefur lögreglan heimild til ađ neita um heimsókn til Fćreyja öllum sem hafa brotiđ af sér í Fćreyjum.  Hvergi í heiminum hafa hryđjuverkasamtökin veriđ tćkluđ jafn röggsamlega og í Fćreyjum.  

  Gamla fólkiđ svarađi ţví til ađ ţađ vćri algjörlega óvirkir félagar í SS.  Ţađ kćmi ekki til greina af ţess hálfu ađ skipta sér af neinu í Fćreyjum.  Ferđinni vćri heitiđ til Íslands.  Ţađ vćri einungis í smá útsýnisrúnti um Fćreyjarnar á međan beđiđ vćri eftir ţví ađ Norrćna héldi til Íslands.

ss jeppinn    


Dónaskapur

  Ef fuglar kynnu sig og vćru "dannađir" ţá myndu ţeir grjóthalda goggi til klukkan sjö eđa átta ađ morgni.  Ţví er ekki ađ heilsa.  Ţessir skrattakollar byrja ađ góla og kvaka af ákafa um - eđa jafnvel fyrir - klukkan sex.  Engin tillitssemi gagnvart vinnandi fólki.  Sveittan!

 


Ný og spennandi plata frá Mosa frćnda

  Á fögrum vordögum 2009 ýtti ég úr vör merkilegri skođanakönnun - á ţessum vettvangi - um bestu íslensku smáskífuna.  Vel, gegnsćtt og lýđrćđislega var ađ verki stađiđ.  Minn smekkur réđi engu.  Lesendur fengu - undir nafni - alfariđ ađ nefna til sögunnar sínar uppáhalds smáskífur.  Síđan var kosiđ á milli ţeirra sem flestar tilnefningar fengu.

  Strax í forkönnuninni blasti viđ ađ "Katla kalda" međ Mosa frćnda var sigurstrangleg.  Svo fór ađ af nálćgt 700 atkvćđum fékk hún tćpan ţriđjung og sigrađi međ yfirburđum.  

  Fátt er betra á ferilsskrá hljómsveitar en eiga bestu íslensku smáskífuna.  Sú kom út á níunda áratugnum.  Seldist vel og fékk grimma spilun í útvarpi og á diskótekum.  Klassík alla tíđ síđan.  

  Hljómsveitin Mosi frćndi hefur aldrei (alveg) hćtt fremur en Sham 69 og the Stranglers.  Ekki nóg međ ţađ:  Vćntanleg er á markađ ný plata.  Ţar kemur ŢÚ til sögunnar.  Útgáfan er fjármögnuđ í gegnum Karolina Fund.  Ţađ má auđveldlega sannreyna međ ţví ađ smella HÉR.

  Wikipedia

        


Splunkunýr hressandi rokkslagari

  Rokktríóiđ Nýríki Nonni er mćtt til leiks međ ţrumuskćđan slagara,  "Svíkja undan skatti".  Ţađ hefur veriđ starfandi frá 2016 og vakiđ athygli fyrir sterk frumsamin lög, beitta texta og ţéttan kröftugan flutning.  Svo skemmtilega vill til ađ enginn Nonni er í tríóinu.  Ţví síđur Nýríkur Nonni.  Ţess í stađ eru liđsmenn:  Guđlaugur Hjaltason (söngur, gítar),  Logi Már Einarsson (bassagítar) og Óskar Torfi Ţorvaldsson (trommur).  

  12. ágúst á ţessu ári heldur Nýríki Nonni útgáfuhljómleika á Íslenska barnum í Hafnarfirđi.  Ókeypis.


Versta tónlistarfólkiđ

  Á netsíđunni Ranker er ađ finna lista yfir eitt og annađ.  Lesendur kjósa og rađa ţannig listunum upp.  Einn listinn heitir "Worst Band Ever".  Útkoman kemur ekki á óvart út af fyrir sig.  Hinsvegar er alltaf gaman af svona samkvćmisleik.  Ţessir ţykja verstir:

1  Justin Bieber (píkupopp)

2  Insane Clown Posse (rapp)

3  Jonas Brothers (kúlutyggjópopp)

4  Nickelback (létt ţungarokk)

5  Nicki Minaj (hipp-hopp) 

6  Paris Hilton (popp)

7  Soulja Boy (rapp)

8  Lil Wayne (hipp-hopp)

9  Kevin Federline (hipp-hopp)

10 LMFAO (hipp-hopp)

11 One Direction (píkupopp)

12 Limp Bizkit (nu-metal)

13 BrokeNCYDE (grunk-core)

14 Chris Brown (hipp-hopp)

15 Kesha (hipp-hopp)

16 Miley Cyrus (kúlutyggjópopp)

17 Blood on the Dancefloor (tölvupopp)

18 Creed (gruggađ ţungarokk)

19 Hannah Montana (léttpopp)

20 Kanye West (hipp-hopp)

21 Minni Vanilli (hipp-hopp R&B)

22 Pitbull (latin hipp-hopp)

23 Brooke Hogan (hipp-hopp)

24 Billy Ray Cyrus (kántrý)

25 Pauly D (dans-popp)

 


Bítillinn Paul McCartney tekur snúning á trúfélagi

  Í Bandaríkjum Norđur-Ameríku eru starfandi mörg trúfélög.  Eitt ţeirra heitir Westboro Baptist Church.  Ţađ er sannkristin hvítasunnukirkja sem innvígir safnađarmenn međ niđurdýfingarskírn.  Söfnuđurinn er kallađur WBC-fjölskyldan.

  Af ýmsum tilefnum safnast fjölskyldan saman á almannafćri međ stór spjöld á lofti.  Bođskapurinn einkennist af hatri á samkynhneigđum, múslimum,  kaţólikkum, gyđingum, hermönnum og ýmsu fleiru.

  Alltof margir veitast ađ fjölskyldunni ţegar hún stendur međ spjöldin sín.  Garga ađ henni ókvćđisorđ.  Ţađ herđir hana í trúnni.  Stađfestir í hennar huga ađ ţetta sé barátta viđ djöfulinn.  Eigi skal hopa fyrir ţeim skratta heldur bíta fastar í skjaldarendur og tvíeflast.

  Breski Bítillinn Paul McCartney var ađ spila í Kansas.  WBC-fjölskyldan tók á móti honum.  Hann tók ljósmynd af henni.  Síđan skipti hann út hatursfullum texta á spjöldunum fyrir titla á ţekktum Bítlalögum.  Afraksturinn birti hann á Instagram og Twitter.  Undir myndina skrifađi hann:  "Ţakka Westboro Baptist Church fyrir hlýjar móttökur!" 

  Ţetta hefur vakiđ mikla kátínu; slegiđ öll vopn úr höndum WBC-fjölskyldunnar.  Sýnt hana í spaugilegu ljósi - á góđlátlegan máta.  Hún á ekki svar viđ kćrleiksríkri kveđju frá Bítlinum.

WBC aWBC bpaul kastar kveđju á haturshóp


Broslegar hliđar Costco

  23. maí verđur í framtíđinni haldinn hátíđlegur sem íslenski samkeppnisdagurinn.  Ţann dag á ţessu ári hélt alvöru samkeppni í verslun innreiđ sína í formi Kaupfélags Garđahrepps.  Snilldar verslun sem býđur upp á verulega miklu lćgra verđ á mörgum vörum en áđur hefur sést hérlendis.

  Búđin hefur ekki ţurft ađ eyđa peningum í auglýsingar.  Fagnandi viđskiptavinir sjá um ókeypis auglýsingar á samfélagsmiđlum.  Vinsćlasta ađdáendasíđan á Fésbók telur 88 ţúsund félagsmenn.  Á ţeirri síđu og fleiri álíka má rekast á sitthvađ til gamans og gagns.

  Sumir kaupa köttinn í sekknum.  Eins og gengur.  Til ađ mynda hafa margir auglýst eftir tilteknum skóm fyrir hćgri fót.  Ástćđan er sú ađ eitthvađ er um ţađ ađ í nýkeyptum skókassa leynist skópar fyrir vinstri fót.  Allt sama tegund af skóm sem eru bara seldir fyrir vinstri fót. Ţađ er ástćđa til ađ kíkja ofan í skókassann áđur en hann er keyptur.  Samt engir fordómar gagnvart vinstri skóm.  Bara dálítiđ kjánalegt ađ ţramma um allt í einungis skóm fyrir visntri fót.

skópar á vinstri fótskópar á vinstri fót askópar á vinstri fót b  Vandamáliđ er ekki stćrra en svo ađ hćgt er ađ skila öllum keyptum vörum (gegn kassakvittun).  Verra er ađ iđulega uppgötvast svona ekki fyrr en heim er komiđ - í tilfellum ţar sem kaupandinn hefur gert sér bćjarferđ frá Bolungarvík eđa Vopnafirđi og á ekki aftur erindi suđur á ţessu ári.

  Önnur dćmi eru um fólk sem hugđist kaupa lítinn garđskúr undir sláttuvélina.  Ţegar hann er settur saman kemur í ljós ađ um er ađ rćđa stćđilegan bílskúr sem breiđir sig yfir allan garđinn.  Góđu fréttirnar eru ađ ţá er enginn grasblettur eftir til ađ slá.

   Kunningi minn keypti forláta ósamsettan skrifstofustól.  Ţegar á reyndi er bakiđ ekki stillanlegt.  Ţađ er í lćstri stöđu sem vísar fram.  Vinurinn situr í keng fyrir framan borđtölvuna.  

  Dálítiđ er um ađ fólk haldi ađ öll matvara í búđinni sé framleidd erlendis.  Hinu og ţessu er hćlt á hvert reipi sem miklu betra en íslensk framleiđsla.  Svo kemur í ljós ađ um íslenska framleiđslu er ađ rćđa.  Nákvćmlega sömu vöru og hefur veriđ seld í árarađir í íslenskum búđum.  Nema ađ núna er hún töluvert ódýrari.

    

 

       

       


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband