9.3.2017 | 11:25
Hvernig getum viđ blóđmjólkađ ferđamenn?
Fyrir örfáum árum aflađi sjávarútvegurinn lungann af gjaldeyristekjum Íslands. Erlendir ferđamenn voru sjaldgćf sjón. Nema yfir hásumariđ. Ţá brá nokkrum bakpokaferđalöngum fyrir sjónir. Ţeir tjölduđu uppi á örćfum og létu lítiđ fyrir sér fara.
Nú er öldin önnur. Á ţessu ári koma 2,3 milljónir ferđamanna til Íslands. 7 sinnum fleiri en íbúar landsins. Ţeir koma međ alla vasa fulla af gjaldeyri. Dreifa honum út um allt land, eins og ţegar frćjum er sáđ í mold. Til samans skilja ţeir eftir í landinu 560 ţúsund milljónir (nćstum 7 milljónir á hverja 4ra manna fjölskyldu). Ţetta er nćstum ţví helmingur af öllum gjaldeyristekjum ţjóđarbúsins. Til samanburđar er sjávarútvegurinn lítilfjörleg tómstundariđja.
Einhverjum gćti dottiđ í hug ađ ţessar gríđarmiklu nýju gjaldeyristekjur af túrisma - hreinar og klárar viđbótartekjur - gćfu svigrúm til ađ lćkka allskonar skatta, álögur, tolla og gjöld á íslenska ţegna. Nýja gjaldeyrisgullnáman gćti niđurgreitt allt svoleiđis um helming. Allir Íslendingar fengju ókeypis gleraugu og heyrnartćki. Nei, slíkt hvarflar ekki ađ neinum. Ţess í stađ keppast landsmenn jafnt sem stjórnmálamenn viđ ađ stinga upp á nýjum álögum, sköttum, tollum og gjöldum: Komugjöldum, vegatollum, gistináttagjöldum, reisupössum, klósettsköttum, útsýnisgjöldum, tryggingagjöldum, flugmiđasköttum, náttúrupössum og allskonar.
Keppnin gengur út á ađ finna sem flestar leiđir til ađ blóđmjólka ferđamenn - og Íslendinga í leiđinni. Hugmyndin er sú ađ ferđamađurinn muni glađur í bragđi borga sömu krónuna aftur og aftur viđ hvert fótmál. Eftir ţví sem hann borgar fleiri gjöld ţeim mun dýpra fer hann í vasa sinn og dregur upp sömu krónuna í hvert sinn.
Annar ávinningur verđur sá ađ í atvinnuleysiskorti landsins hefjist stórfelldur innflutningur á útlendingum til ađ rukka fyrir okkur alla sem nálćgt landinu koma. Allt umhverfis höfuđborgarsvćđiđ verđi reistar margar risastórar og gulli slegnar tollheimtustöđvar. Líka viđ alla helstu ferđamannastađi landsins. Prentsmiđjur framleiđi dag og nótt glćsilega passa og skírteini af öllu tagi. Út um allar grundir hlaupi eftirlitsmenn og gćti ađ ţví ađ ferđamenn laumist ekki til ađ horfa ókeypis á landiđ.
![]() |
Ferđast 334 km til ađ ţrífa kamra |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 10.3.2017 kl. 17:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
7.3.2017 | 16:32
Hrikalegar ofsóknir
Tölvunarfrćđingur vann um tíma viđ skjalavörslu. Ţar varđ hann fyrir einelti. Hann heldur úti heimasíđu og gerir grein fyrir ţeim raunum og öđrum. Ţađ er svakaleg lesning. Ég vil ekki gefa upp nafn eđa slóđ síđunnar. Ástćđan er sú ađ ţar er margt nafngreint fólk boriđ ţungum sökum.
Í kćru til landlćknis segir frá einkennilegum vinnubrögđum tannlćknis. Sá borađi fjórar holur í tennur mannsins án ţess ađ fylla upp í ţćr. Mađurinn varđ sjálfur ađ kaupa kröftugt lím og trođa í holurnar. Ein holan varđ eftir. Hún er í endajaxli og örđugt ađ komast ađ henni. Eđlilega telur mađurinn fullvíst ađ tannlćknirinn sé á mála hjá dönsku krúnunni.
Í framhjáhlaupi upplýsir hann landlćkni um eineltiđ á vinnustađnum. Kynntir eru til sögunnar gerendur. Ţeir eru: Fulltrúi dönsku krúnunnar á Íslandi; frímúrari; fyrrum skátahöfđingi; svo og mađur sem myrđir íslenska ţegna fyrir dönsku krúnuna.
Ţetta fólk sakađi manninn um sitthvađ misjafnt sem hann er saklaus af. Svo sem ađ vera gyđing. Einnig hefur ţađ haft í hótunum. Ţar á međal ađ hann:
- verđi laminn í klessu međ kúbeini. Ekki ađeins risastóru heldur einnig ryđguđu.
- verđi skotinn ítrekađ í afturendann međ skammbyssu
- fái óvart tölvuskjá ofan á hausinn
- verđi stunginn í hálsinn og ţađ framanfrá
- verđi grafinn ofan í holu án ţess ađ mokađ verđi yfir
- verđi lokađur inni á geđveikrahćli ásamt köngulóm
- verđi étinn af ísbjörnum á Svalbarđa
- verđi skilinn eftir fáklćddur uppi á hálendi
Reynsla af lögreglunni hefur veriđ slćm. Í skýrslum skráir hún hann ónákvćmt hitt og ţetta og ţar á međal kvíđasjúkling. Hiđ rétta er ađ hann hefur ađeins einu sinni fengiđ kvíđakast. Ţá var hann ađ keyra međ pizzu.
Mannréttindi | Breytt 8.3.2017 kl. 06:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
6.3.2017 | 09:59
Níđst á varnarlausum
Hóflega drukkiđ vín gleđur mannsins hjarta hóflega. Gróflega drukkiđ vín gleđur mannsins hjarta gróflega. Ofurgróflega drukkiđ vín getur valdiđ ţví ađ vínsmakkarinn lognist út af; sofni ölvunarsvefni. Í ţví ástandi er hann eins og rotađur. Getur hvorki hreyft legg né liđ. Veit ekki af sér.
Ţađ er upplagt í einrúmi eđa innan um traust og hrekklaust fólk. Verra er ţegar drykkjufélagarnir eru ósvífin hrekkjusvín. Ţá er tćkifćriđ nýtt: Búinn til hrekkur og fórnarlambiđ ljósmyndađ.
Á myndinni fyrir ofan hefur ölvađur drengur veriđ hengdur upp til ţerris. Efsta myndin fyrir neđan er ósköp saklaus. Ónotuđum túrtappa er stungiđ upp í drenginn. Ósmekklegra hefđi veriđ ađ rauđmála tappann.
Á nćstu mynd hafa kanínueyru veriđ sett á höfuđ, raksápuhnođri settur fyrir munn og klámblađi stillt upp. Gćti veriđ ágćt auglýsing fyrir Playboy.
Ţriđja myndin sýnir heilsufćđisútfćrslu. Grćnmeti og ávextir leika ađal hlutverk.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2017 | 11:10
Kona stal í búđ
Sá fáheyrđi atburđur átti sér stađ í Ţórshöfn, höfuđborg Fćreyja, í fyrradag ađ kona stal í búđ. Ţetta gerđist í sjoppu í miđbćnum. Afgreiđslumađur í búđinni sá út undan sér hvar konan tróđ einhverju ofan í buxur sínar. Síđan hvarf hún á braut eins og ekkert hefđi í skorist. Kvaddi ekki einu sinni.
Afgreiđslumanninum var eđlilega illa brugđiđ. Hann hringdi umsvifalaust í lögregluna og sagđi tíđindin. Í ţessu 19 ţúsund manna sveitarfélagi ţekkja allflestir alla. Kannski ekki endilega persónulega alla. En vita deili á nánast öllum. Líka lögregluţjónar. Ţeir eru meira ađ segja međ símanúmer fingralöngu konunnar.
Nćsta skref er ađ öđru hvoru megin viđ helgina ćtla ţeir ađ hringja í konuna. Ćtla ađ freista ţess ađ semja viđ hana um ađ skila ţýfinu. Ef hún fellst á ţađ fćst góđ lending í máliđ. Ţangađ til harđneitar lögreglan ađ upplýsa fjölmiđla um ţađ hverju konan stal.
Elstu Fćreyingar muna ekki til ţess ađ ţarlend kona hafi áđur stoliđ úr búđ. Hinsvegar eru dćmi ţess ađ Íslendingar hafi stoliđ úr búđum og bílum í Fćreyjum.
Međfylgjandi myndband er ekki frá Fćreyjum.
Löggćsla | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
2.3.2017 | 12:09
Manneskjan er vanţroskuđ fram ađ ţrítugu
Lengi hefur veriđ skrafađ um ađ unglingur taki ekki út fullan ţroska fyrr en átján ára. Reyndar má hann aka eins og ljón ári fyrr. Engu ađ síđur fćr hann ekki sjálfrćđi fyrr en átján ára. Ţrátt fyrir ţađ er honum forbođiđ ađ kaupa áfengi.
Samkvćmt tímaritinu Neuron hafa nýjar rannsóknir í Harvard háskóla leitt í ljós ađ heilinn er ekki fullţroskađur fyrr en í 30 ára afmćlinu. Ţetta getur veriđ skýring á ţví hvers vegna margir ţráast viđ ađ flytja úr foreldrahúsi fyrr en ţetta. Vanţroskinn lýtur ađ ţáttum eins og einbeitingu, athyglisgáfu, ákvarđanatöku, varkárni. Ţetta er ástćđan fyrir ţví ađ fyrir ţrítugt er mađurinn glanni; tekur lífshćttulegar áhćttur. Finnst hann vera ódauđlegur. Komist upp međ nćstum ţví allt.
Ţetta er líka ástćđan fyrir ţví ađ vandrćđagemsar vaxa upp úr glćpahneigđ međ aldrinum. Hlutfallslega miklu fćrri yfir ţrítugt stunda innbrot, bílaţjófnađ og ţess háttar. Ábyrgđarlausustu einstaklingar breytast í ráđvanda og yfirvegađa manneskju á fertugsaldri.
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
1.3.2017 | 08:10
Af hverju allur ţessi saltaustur?
Í gćr var sprengjudagur. Ţá var sprengt sem aldrei fyrr í Vađlaheiđargöngum. Landsmenn fögnuđu međ ţví ađ sötra hnausţykka baunasúpu ásamt ţví ađ japla á saltkjöti, kartöflum og rófum eđa gulrótum. Í útvarpsauglýsingum hljómađi: "Saltskert saltkjöt, sama bragđ!" og "Helmingi minna salt, óbreytt bragđ!"
Getur ţetta stađist? Eru ađrir kjötsalar - ađrir en ţeir sem auglýstu - ađ bruđla međ salt algjörlega ađ óţörfu? Ţarf ađeins helming af ţví saltmagni sem áđur var notađ til ađ ná fram nákvćmlega sama bragđi? Er ţađ af ţví ađ margir eru hćttir ađ nota götusalt (iđnađarsalt) í matinn?
Hver sem skýringin er ţá grunar mig ađ margir geti tekiđ undir óvćntan fróđleiksmola nćringarfrćđings Landlćknisembćttisins: "Saltkjöt er í eđli sínu mjög saltrík vara."
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
27.2.2017 | 20:29
Einkennileg ţjónustulund hjá N1
Kunningjahjón mín áttu erindi í bensínsjoppuna Neinn í Lćkjargötu 46 í Hafnarfirđi. Ţađ var í gćr. Ţau ćtluđu ađ steikja sér egg, beikon og bandarískar pönnukökur međ sýrópi, smjöri og bláberjum. Ţá kom í ljós ađ gaskútur eldavélarinnar var ekki á vetur setjandi.
Hjónin renndu í Neinn. Konan skottađist inn. Kom út ađ vörmu spori og sagđi afgreiđslumanninn neita ađ selja sér gas. Ţađ vćri snjór úti. Líka ţar sem gasiđ er geymt.
Húsbóndinn tók tíđindunum illa. Hann snarađist inn í bensínsjoppuna og endurtók erindiđ. Hann fékk sama svar. Ţá spurđi hann hvort ađ máliđ vćri ekki ađ moka snjóinn frá gaskútageymslunni. "Nei, ţetta er töluverđur snjór," var svariđ. Hann spurđi: "Er ekki nein skófla á bćnum?" "Jú, í nćstu dyrum," viđurkenndi starfsmađur á plani fúslega.
Viđskiptavinurinn gerđi sér lítiđ fyrir: Sótti skóflu og mokađi frá geymslunni. Ţađ tók 3 mínútur. Snjórinn var mjúkur og léttur eins og fiđur. Ţađ hefđi veriđ auđveldara ađ sópa honum í burt.
Undir lok snjómokstursins kom starfsmađurinn út. Hann sagđi: "Ţađ ţarf ekki ađ moka meira. Ég nć gaskútnum." Sem reyndist rétt.
Útnefnir Neinn ekki fyrirmyndarstafsmann mánađarins?
Hvernig er ţađ: Var Neinn ekki ađ fá einhverja milljarđa afskrifađa vegna tapreksturs eđa eitthvađ svoleiđis? Kannski vegna vafnings međ aflandskrónur í Dubai. Eđa hvort ađ ţađ var bótasjóđur Sjóvá. Eđa hvort ađ ţetta blandađist saman í vafning.
Annađ tengt snjómokstri: Bíllinn minn var í morgun innilokađur í 4ra metra snjóskafli sem náđi upp ađ gluggum. Ég mokađi og mokađi í hálftíma. Lengst af létt verk vegna ţess hvađ snjórinn var mjúkur og léttur. Síđasta spölinn syrti í álinn. Ţar var hár ruđningur frá snjóbíl. Samanfrosinn pakki. Bar ţá ađ ungan mann á snjóbíl. Hann gerđi sér lítiđ fyrir; tók krók inn á innkeyrsluna hjá mér og ruddi öllum snjó burt. Sparađi mér ađ minnsta kosti hálftíma snjómoksturspuđ. Hafi hann bestu ţökk fyrir.
![]() |
Hún ćtlar ađ moka alla götuna |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt 28.2.2017 kl. 08:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
26.2.2017 | 19:02
Einföld og auđveld ađferđ til ađ laga rjómabollur
Á morgun, mánudag, er bolludagurinn haldinn hátíđlegur um land allt. Líka í útlöndum. Einkenni hátíđarhaldanna eru rjómabollur. Allar bragđvondar sykurklessur nema svokallađar vatnsdeigsbollur. Ţćr sleppa. Annađ vandamál rjómabollunnar er hvađ hún er asnaleg í laginu: Eins og hálfur bolti. Skelfilegt á ađ horfa.
Góđu fréttirnar eru ađ auđvelt er ađ laga útlit hennar snöfurlega. Ţađ eina sem ţarf til er straujárn og álpappír. Straujárniđ er stillt á hćsta styrk. Álpappír er lagđur yfir bolluna (vel ađ merkja áđur en trođiđ er í hana sultu og rjóma og ofan á hana glassúri). Síđan er straujárninu haldiđ ţéttingsfast ofan á álpappírinn/bolluna í 83 sek.
Árangurinn er sá ađ rjómabollan verđur skemmtilega lík samloku.
Matur og drykkur | Breytt 27.2.2017 kl. 13:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
25.2.2017 | 13:17
Ekki er allt sem sýnist
Fyrirtćkiđ Mmr (Market and media research) stóđ fyrir skemmtilegri skođanakönnun. Ţátttakendum var stillt upp viđ vegg og spurđir: "Hversu hlynnt/ur eđa andvíg/ur ertu ađ leyft verđi ađ selja eftirfarandi flokka áfengis í matvöruverslunum á Íslandi?" Flokkarnir sem spurt var um voru: a) sterkt áfengi b) létt vín og bjór.
Niđurstađan er sú ađ ţriđjungur landsmanna er áhugasamur um ađ fá létt vín og bjór í matvöruverslanir. 15,4% ţyrstir í sterkt áfengi í matvöruverslanir.
Ýmsir túlka útkomuna á ţann veg ađ hún sýni stuđning um og yfir helmings landsmanna viđ óbreytt ástand í áfengissölu. Ţađ er óvarleg túlkun. Ég kannađi máliđ. Ţá kom vissulega í ljós ađ meirihlutinn vill ekki áfengi í matvöruverslanir heldur í fataverslanir, skóbúđir og bensínsjoppur. Einn nefndi ísbúđ.
Matur og drykkur | Breytt 29.11.2017 kl. 17:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2017 | 11:32
Hnuplađ međ húđ og hári
1965 sungu Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason - viđ fjörlegan undirleik hljómsveitar Svavars Gests - fjölmörg lög í hljóđveri Ríkisútvarpsins á Skúlagötu. Ţau komu út á ţremur fjögurra laga plötum, svokölluđum Ep. Öll nutu mikilla vinsćlda í óskalagaţáttum útvarpsins til margra ára.
Eitt ţessara laga heitir "Sveitin milli sanda". Höfundur er Magnús Blöndal Jóhannsson. Testinn er nettur og auđlćrđur. Hann er nokkur "Aaaaaa".
Nćst bar til tíđinda ađ ég hlustađi á ţýska listamenn syngja og leika. Hraut ţar um lag sem kallast "Die Liebe ist ein Raubtier" međ Nik Page. Ţađ hljómar kunnuglegt viđ fyrstu hlustun. Gott ef ţarna hefur ekki veriđ hnuplađ í heilu lagi "Sveitinni milli sanda". Ćtli STEF viti af ţessu?
Tónlist | Breytt 29.11.2017 kl. 17:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
21.2.2017 | 10:26
Fann mannabein í fötu
Danskri konu ađ nafni Dorte Maria Krćmmer Möller mćtti undarleg sjón um helgina. Eins og oft áđur átti hún erindi í Assistens kirkjugarđinn í Kaupmannahöfn. Ţangađ hefur hún fariđ reglulega til fjölda ára. Í ţetta skipti kom hún auga á stóra og ljóta málningarfötu í einu horni garđsins. Hana hafđi hún aldrei áđur séđ í garđinum. Forvitni rak hana í ađ kanna máliđ betur. Er hún leit ofan í fötuna blöstu viđ nýleg mannabein og mannakjöt. Ekki fylgir sögunni hvernig hún ţekkti hvađ ţetta var.
Hún tók ljósmynd af fötu og innhaldi. Fjölmiđlar höfđu samband viđ ţann sem hefur yfirumsjón međ garđinum. Viđbrögđ voru kćruleysisleg. Skýringin vćri sennilega sú ađ starfsmađur hafi grafiđ ţetta upp fyrir rćlni og gleymt fötunni. Vandamáliđ sé ekki stćrra en svo ađ innihaldiđ verđi grafiđ á ný. Máliđ úr sögunni.
Lögreglan er ekki á sama máli. Hún hefur lagt hald á fötu og innihald. Máliđ er í rannsókn.
Löggćsla | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2017 | 17:47
Tvífarar af sitthvorum kynţćtti
Hver kannast ekki viđ ađ vera staddur í erlendri borg - eđa ţorpi - og rekast á kunnuglegt andlit? Ganga ađ viđkomandi og heilsa međ tilţrifum. Viđ undrunarsvipinn á manneskjunni - og allt ađ ţví óttasvip - uppgötvast ađ ţetta er ekki sá eđa sú sem ţú hélst. Viđ nánari skođun er viđkomandi ekki einu sinni af sama kynţćtti.
Frćga fólkiđ á líka svona tvífara. Hér eru nokkur skemmtileg dćmi af George Clooney, Hussein Obama, Nicolas Cage, Schwarzenegger og Rihanna.
Spaugilegt | Breytt 26.11.2017 kl. 13:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
17.2.2017 | 18:06
Stórmerkilegur fróđleiksmoli um áfengisfrumvarpiđ
"Einu sinni, einu sinni enn," segir í dćgurlaginu. Ţar er vísađ til ţess ađ einu sinni, einu sinni enn er á Alţingi lagt fram frumvarp til laga um ađ svalandi heilsudrykki megi selja í fleiri búđum en vínbúđ íslenska ríkisins. Sauđsvartur almúginn er ekkert ađ ćsa sig yfir Borgun eđa 44% launahćkkun ţingmanna og sveitastjórnarmanna á međan hann er upptekinn viđ ađ ţrefa um bjór.
Víkur ţá sögu ađ manni. Sá heitir Ólafur Grétar Gunnarsson. Hann er frćđimađur og veit hvađa áhrif sala á áfengi í matvörubúđ hefur á konur. Í ađsendri grein á www.kvennabladid.is upplýsir hann stöđuna: Aukiđ ađgengi ađ áfengi veldur ţví ađ konur eru yngri ţegar ţćr verđa mćđur.
Ég get stađfest ađ opnun vínbúđar í Ólafsvík (í barnafataverslun) í lok síđustu aldar olli ţví ađ kona í Ólafsvík varđ yngri ţegar hún varđ móđir.
Matur og drykkur | Breytt 18.2.2017 kl. 17:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
15.2.2017 | 19:27
Af hverju?
Leiđtogi Norđur-Kóreu heitir Kim Jong-Un. Hann er klikkađur. Á ekki langt ađ sćkja ţađ. Ţetta einkenndi pabba hans og afa. Úr fjarlćgđ er greining á klikkun hans ekki auđveldlega skilgreind af nákvćmni. Hún einkennist af ofsóknarkennd, vćnisýki og einhverju svoleiđis. Vegna ţessa nćr hann ekki góđum svefni. Eins og gengur. Liggur andvaka flestar nćtur. Ţjáist líka af ţvagsýrugigt. Er leiđandi frumkvöđull í hárgreiđslu sem kallast kústur. Er í fjölmiđlum heimalands skilgreindur kynţokkafyllsti karlmađur heims og vitnađ í útlenda "Baggalúts"-síđu ţví til sönnunnar.
Kim Jong-Un er sakađur um ađ hafa látiđ myrđa bróđir sinn. Ţađ vćri ekki frétt nema vegna ţess hvernig ađ ţví var stađiđ. Tvćr konur - önnur víetnamísk, hin frá Indónesíu - drápu hann međ eitruđum nálum og eiturúđa á flugvelli í Malasíu.
Af hverju var hann ekki drepinn í kyrrţey svo lítiđ bar á? Af hverju ađ drepa hann í Malasíu? Af hverju ađ fá til verksins útlendar konur? Af hverju á flugvelli undir vökulum augum eftirlitsmyndavéla? Ţessum spurningum verđur seint svarađ. Vegir Kim Jong-Uns eru órannsakanlegir.
Ţađ ku lengi hafa setiđ í Kim Jong-Un ađ bróđir hans fékk í afmćlisgjöf á 16. ári ferđ í tívolí í Japan. Dagur hefndar hlaut ađ renna upp. Ţar ađ auki hafđi brósi hvatt til ţess ađ í N-Kóreu yrđi tekiđ upp kínverskt markađskerfi.
Ein tilgátan er sú ađ morđiđ eigi ađ vera skilabođ til allra í Kóreu og allra í heiminum: Enginn sé óhultur og hvergi. Ekki einu sinni nánustu ćttingjar Kim Jong-Uns. Hann hefur líka látiđ drepa háttsettan föđurbróđur. Einnig frćga kćrustu sem var vinsćl leik- og söngkona. Sú hefur ekki látiđ ţađ hafa áhrif á feril sinn nema ađ óverulegu leyti.
![]() |
Myrtur af útsendurum bróđur síns |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 24.11.2017 kl. 17:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2017 | 19:05
Hleypt í brýnnar - kjánalegar augabrúnir
Augabrúnir eru til gagns og gaman. Ţćr vernda augun. Koma í veg fyrir ađ sviti leki frá enni ofan í augu. Skerpa á andlitsdráttum. Hýsa orma sem bora sig ofan í húđina á augabrúnasvćđinu. Ţeir halda varnarkerfi líkamans í ćfingu. Engir sleppa viđ ţessa orma. Ţađ er kostur.
Margt fólk - ađallega konur - litar augabrúnir svartar. Eins og međ fleiri fegrunarađgerđir verđur ţetta fíkn hjá sumum. Fólk hefur tilhneigingu til ađ ganga lengra og lengra í áranna rás. Ţá er oft gripiđ til ţess ráđs ađ láta húđflúra augabrúnir á sig. Varanleg lausn og góđ út af fyrir sig. Verra er ađ ekki er öllum gefiđ ađ hafa hemil á sér ţegar út í ţađ er fariđ. Margir sćkja í alltof langar augabrúnir eđa alltof sverar. Hérlendis eru blessunarlega húđflúrstofur mannađar fagfólki. Í útlöndum er ţađ ekki alltaf tilfelliđ. Í Suđurríkjum Bandaríkja Norđur-Ameríku er kallinn sem reddar hlutunum stórtćkur í húđflúri. Hann er sjaldan smámunasamur ţegar kemur ađ ţví ađ hafa augabrúnirnar nákvćmlega samhverfar.
Kannski segir eitthvađ ađ hlutfallslega margir sem skarta bjánalegum húđflúruđum augabrúnum hafa setiđ í fangelsi.
Algeng útfćrsla er ađ augabrúnir séu húđflúrađar fyrir ofan augabrúnasvćđiđ. Ţađ á ađ túlka glađvćran persónuleika. Oftar er raunveruleikinn sá ađ ţetta túlkar kjánalegan persónuleika. Sumt sem virkar tímabundiđ töff á "flippuđu" ungmenni verđur hrćđilega aulalegt á miđaldra eđa eldri manneskju.
Lífstíll | Breytt 14.2.2017 kl. 17:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
11.2.2017 | 18:06
Óvenjulegur fata- og fataleysissmekkur forsetahjóna
Forseti Bandaríkja Norđur-Ameríku, Dóni Trump, er vel giftur. Ekki í fyrsta sinn. Ekki í annađ sinn. Hann er ţaulvanur - ţrátt fyrir ađ Biblían fordćmi skilnađ hjóna. Nýjasta eiginkona Trumps, Melanía, er slóvenskur innflytjandi, nýbúi í Bandaríkjunum. Fyrsta útlenda "the First Escort Lady" í Hvíta húsinu.
Trump-hjónin hafa íhaldssaman og einfaldan fatasmekk - ţrátt fyrir ađ fjárráđ leyfi "flipp". Herrann er fastheldinn á dökk jakkaföt, hvíta skyrtu og rautt bindi. Gott val. Konan er ekki fyrir föt. Til ađ gćta fyllsta siđgćđis sleppi ég öllum ţekktustu ljósmyndum af henni. Hér eru tvćr af annars hlutfallslega fáum siđsömum. Ótal ađrar fatalausar myndir af henni eiga ekki heima hér "dannađri" bloggsíđu.
![]() |
Ćtlar ađ lćkka kostnađinn viđ múrinn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
10.2.2017 | 13:38
Rekinn og bannađur til lífstíđar
Um tíma leit út fyrir ađ heimurinn vćri ađ skreppa saman. Ađ landamćri vćru ađ opnast eđa jafnvel hverfa. Ađ jarđarbúar vćru ađ fćrast í átt ađ ţví ađ verđa ein stór fjölskylda. Járntjaldiđ hvarf. Berlínarmúrinn hvarf. Landamćrastöđvar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Tollmúrar hurfu. Líka vörugjöld. Talađ var um frjálst flćđi fólks. Frjálst flćđi vinnuafls. Frjálst fćđi. Frjálsan markađ.
Ţetta gat ekki gengiđ svona til lengdar. Allt ađ fara í rugl. Tvö skref áfram og eitt afturábak. Fasískir taktar njóta nú vinsćlda víđa um heim. Til ađ mynda í Tyrklandi. Ţökk sé ljúfmenninu Erdogan.
Fćreyskur prestur hefur búiđ og starfađ í Tyrklandi í fjögur ár. Kirkjan hans hefur vinsamleg samskipti viđ Kúrda og og sýrlenska flóttamenn. Hugsanlega er ţađ ástćđan fyrir ţví ađ tyrkneska lögreglan sótti hann til yfirheyrslu. Hann var yfirheyrđur í marga klukkutíma. Forvitnir lögreglumenn vildu vita nöfn ţeirra sem hann hefur hitt í Tyrklandi, hverja hann ţekkir og umgengst. Eins og gengur. Í spjallinu kom reyndar fram ađ ţeir vissu ţetta allt saman. Ţá langađi ađeins ađ heyra hann sjálfan segja frá ţví.
Ađ spjalli loknu var honum gerđ grein fyrir ţví ađ hann vćri rekinn. Rekinn frá Tyrklandi. Ekki nóg međ ţađ. Hann er gerđur brottrćkur til lífstíđar. Hann má aldrei aftur koma ţangađ. Honum var umsvifalaust varpađ upp í nćstu flugvél. Hún flaug međ hann til Danmerkur. Ţađ var hálf kjánalegt. Hann á ekki heima í Danmörku. Hann ţurfti sjálfur ađ koma sér á heimaslóđir í Fćreyjum. Nánar tiltekiđ í Hvannasund.
![]() |
Vísađ úr landi eftir 22 ár |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Löggćsla | Breytt 11.11.2017 kl. 17:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2017 | 10:38
Breyttar kröfur í lögreglunni
Ekki veit ég hvađa hćfniskröfur eru gerđar til okkar ágćtu íslenskra lögregluţjóna. Ég ćtla ađ óreyndu ađ ţćr séu töluverđar. Gott ef flestir ţeirra ţurfi ekki ađ hafa fariđ í gegnum strangt nám í Lögregluskólanum; ásamt ţví ađ vera í góđu líkamlegu formi. Kannski líka góđu andlegu formi.
Í Bretlandi hefur lengst af veriđ gerđ sú krafa til lögregluţjóna ađ ţeir kunni ađ lesa og skrifa. Nú hefur ţessari kröfu veriđ aflétt ađ hluta í London. Í dag dugir ađ ţeir ţekki einhvern sem kann ađ lesa og skrifa.
Löggćsla | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
7.2.2017 | 20:35
Alţjóđlegi Clash-dagurinn
Pönkiđ varđ til í Bandaríkjum Norđur-Ameríku um miđjan áttunda áratuginn. Ekki sem tónlistarstíll heldur afstađa og uppreisn gegn svokölluđu prog-rokki. 1976 bćtti breska hljómsveitin Sex Pistols um betur og formađi pönkiđ sem tónlistarstíl; pönkrokk. Eldsnöggt skutust upp undir hliđ Sex Pistols lćrisveinar í bresku hljómsveitinni The Clash.
The Clash dvaldi ekki lengi viđ pönkrokkiđ heldur fór út um víđan völl. Ţróađi pönkiđ yfir í fjölbreytta nýbylgju. Forsprakkarnir, Sex Pistols, sendu ađeins frá sér eina alvöru plötu. The Clash dćldu plötum inn á markađinn. Fengu snemma viđurnefniđ "Eina bandiđ sem skiptir máli." (The only band that matter).
The Clash náđi ofurvinsćldum í Bandaríkjum Norđur-Ameríku. Ţađ varđ banabiti. Annar tveggja framvarđa, söngvarinn Joe Strummer, átti erfitt međ ađ höndla ţađ dćmi. Ţađ var ekki hans bjórdós. Hinn forsprakkinn, gítarleikarinn og lagahöfundurinn Mick Jones, var hinsvegar áhugasamur um ađ gera enn frekar út á vinsćldalista. Ţar međ sprakk hljómsveitin í loft upp.
Í Bandaríkjunum - og um heim allan - er árlegur Clash-dagur haldinn hátíđlegur 7. febrúar. Ţá spila útvarpsstöđvar einungis Clash-lög frá morgni til klukkan 18.00. Fjöldi bandarískra borga hefur gert 7. febrúar, Clash-daginn, ađ formlegum hátíđardegi. Ţćr eru: Austin í Texas, Seattle, San Francisco, Kent, Van Couver, Washington DC, Tucson, Ithaca, svo og og enska borgin Bridgwater. Kannski slćst Reykjavík í hópinn á nćsta ári. Eđa Garđabćr.
Tónlist | Breytt 8.2.2017 kl. 05:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
6.2.2017 | 20:12
Íslensk gćlunöfn útlendra heimilisvina
Íslendingar hafa löngum íslenskađ nöfn útlendinga. Ekki allra útlendinga. Alls ekki. Eiginlega bara ţeirra útlendinga sem okkur líkar virkilega vel viđ. Ţeirra sem viđ lítum á sem einskonar heimilisvini. Dćmi um ţađ eru Prince Charles sem viđ köllum Kalla Bretaprins. Annađ dćmi er Juan Carlos sem var lengst af kallađur Jóhann Karl Spánarkonungur.
Bandaríski rokkarinn Bruce Springsteen er iđulega kallađur Brúsi frćndi. Í Bandaríkjunum er hann kallađur the Boss. Kántrý-boltinn Johnny Cash er Jón Reiđufé. Breska hljómsveitin the Beatles er Bítlarnir. The Rolling Stones eru Rollingarnir. John Lennon er Hinn eini sanni Jón. Kántrý-söngonan Emmylou Harris er Emma frćnka.
Bandaríski kvikmyndleikarinn John Wayne var ýmist kallađur Jón Vćni eđa Jón Vein. Leikkonan Catherine Zeta Jones er kölluđ Kata Sćta-Jóns.
Nú höfum viđ eignast nýjan heimilisvin. Hann er sá ljúfi og litríki forseti Bandaríkja Norđur-Ameríku, Donald Trump. Beinast liggur viđ ađ kalla gleđigjafann - á vinarlegum nótum - Dóna Trump. Ekki Dóna Prump.
![]() |
Einangrađur og finnst ađ sér ţrengt |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Spaugilegt | Breytt 26.10.2017 kl. 09:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)