20.7.2009 | 21:44
Til hamingju međ afmćliđ, Sćunn!
Kjarnakonan knáa, Sćja pćja, á afmćli í dag. Sćunn er húsfreyja á Uppsölum í Svarfađardal og formađur Aflsins, systursamtaka Stígamóta á Akureyri. Nćsta víst er ađ mikiđ er um vegleg veisluhöld í dag og nćstu daga á Uppsölum og nágrannabćjum í tilefni dagsins. Hvađ Sćunn er nákvćmlega gömul veit enginn. Ţađ breytist ár frá ári og er allt í rugli. En eitthvađ er hún ađ skríđa upp fimmtugsaldurinn. Á myndinni hér fyrir ofan er Sćunn lengst til vinstri međ vinkonum sínum hjá Aflinu, www.aflidak.is.
Til hamingju međ afmćliđ, Sćunn systir!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
20.7.2009 | 11:37
Aulaklúbburinn
Ég er ekki höfundur ţessa nafns. Ég er ekki heldur ađ skrifa um alţingismenn heldur ţann hóp poppstjarna sem hefur falliđ frá 27 ára. Hér er listi yfir tvo tugi slíkra. Flestar eiga sameiginlegt ađ hafa neytt vímuefna og áfengis í óhófi um langa tíđ. Athygli var beint rćkilega ađ 27 ára aldursári fráfallandi poppstjarna ţegar nokkrar af skćrustu poppstjörnum heims gáfu upp öndina á tímabilinu 3. júlí 1969 til 3. júlí 1971. Allar voru ţćr 27 ára. Einkum ţótti ţetta hrópandi ţegar Jimi Hendrix og Janis Joplin létust međ 16 daga millibili og Jim Morrison 9 mánuđum síđar. Eftir ţađ var fariđ ađ tala um ađ poppstjörnur vćru komnar yfir dauđaţröskuldinn ţegar ţćr náđu 28. aldursári.
Í kjölfar fráfalls Jims Morrisons fóru í gang miklar vangaveltur um ađ Robert Johnson, Brian Jones, Jimi Hendrix, Janis Joplin og Jim báru öll upphafsstafinn J í nafni sínu. Alan Wilson var ekki talinn međ af ţví ađ ţau hin voru miklu frćgari súperstjörnur. Allkskonar talnarugludallar, stjörnuglópar og álíka kjaftćđispakk velti sér upp úr ţessu međ sameiginlega upphafsstafinn. En svo hélt ţeim áfram ađ fjölga poppstjörnunum sem dóu 27 ára en ekkert bólađi á fleiri nöfnum međ upphafsstafnum J. Síđan hefur dregiđ úr kenningum er leggja út af honum.
Til ađ öllu sé til haga haldiđ skal ţess getiđ ađ sumir á listanum hér fyrir neđan voru búnir ađ drekka eđa dópa sig út úr hljómsveitinunum er ţeir létust..
Erlend rokkblöđ hafa međvitađ unniđ gegn ţví ađ upphefja ţennan hóp poppstjarna, sem slíkan, og kallađ hann aulaklúbbinn (the stupid club). Bubbi og Rúnar sungu um aulaklúbbinn í samnefndu lagi á plötu međ GCD. En listinn er merkilegur:
- Robert Johnson, einn áhrifamesti gítarleikari blússögunnar, dó 16. ágúst 1938. Ţessi bandaríski meistari hafđi áđur selt djöflinum sálu sína. En ţađ var unnusta hans sem byrlađi honum eitur. Ţađ var ólund í henni vegna framhjáhald hans.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
19.7.2009 | 02:57
Falleg smásaga af ćttleiđingu
Ţiđ munuđ öll, ţiđ munuđ öll,
Bćkur | Breytt 7.9.2009 kl. 10:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (23)
11.7.2009 | 20:20
Skúbb! Fyrrverandi ţingmađur sigurvegari á Landsmóti UMFÍ
Gífurlegur fjöldi er nú á Akureyri vegna Landsmóts UMFÍ. Ég fylgist ekki međ íţróttaviđburđum (ef hnefaleikar eru undanskildir ásamt strandblaki kvenna). En meistarinn Magnús Geir Guđmundsson (www.meistarinn.blog.is) var svo elskulegur ađ senda mér skýrslu um hápunkta mótsins. Fyrst hann slćr ţví ekki upp á sínu bloggi bregđ ég viđ skjótt og skúbba hér:
Keppt var í sjósundi yfir Eyjafjörđ. Af hátt í fjörtíu keppendum sigrađi međ glćsibrag Sigurjón Ţórđarson formađur Ungmennafélags Skagafjarđar, Hegranesgođi og fyrrverandi alţingismađur Frjálslynda flokksins. Ég sló á ţráđinn til Sigurjóns. Hann var ađ vonum ánćgđur međ árangurinn. Sigurinn kom honum á óvart. Ţetta er í fyrsta skipti sem hann prófar sjósund.
Sigurjón var 29 mínútur ađ synda yfir fjörđinn en flestir ađrir um ţrjú korter. Vegalengdin var vel á annan kílómetra. Sennilega tćpur hálfur annar.
Íţróttir | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
11.7.2009 | 16:03
Skúbb! Fćreysk stórhátíđ á Stokkseyri
Dagana 31. júlí, 1. ágúst og 2. ágúst nćstkomandi verđur haldin fćreysk stórhátíđ í Draugasetrinu á Stokkseyri. Ţar verđur bođiđ upp á feitan pakka af fjölbreyttri fćreyskri tónlist og fćreyskum dönsum. Fjöriđ hefst međ dansleik klukkan 22.00 föstudaginn 31. júlí. Jens Marni og félagar leika fyrir dansi. Dansleikurinn verđur brotinn upp međ fćreyskum dansi, harmónikuspili og innslagi frá Simme og hljómsveit.
Ţetta er í annađ sinn á hálfri öld sem Simme skemmtir á Íslandi. Í fyrra skiptiđ kom hann hingađ 1959. Ţá naut hann gífurlegra vinsćlda hérlendis međ lögum sem margir muna vel eftir, svo sem Kenna tit Rasmus og Sunnukvöld í plantasjuni.
Laugardaginn 1. ágúst hefst dagskrá međ fótboltakeppni Fćreyjar-Ísland klukkan 15.00. Klukkan 19.00 flytja fiđlusnillingurinn gullfallega Agelika Nielsen, píanóleikarinn Kristian Blak og hljómsveit dagskrána Heygar og dreygar. Klukkan 20.00 tekur Simme viđ. 21.00 flytja Hilmar Joesen, Angelika og Kristian Blak dagskrána Álvastakkur. Hálftíma síđar hefst fćreyskur dans ţar sem kyrjađur verđur söngurinn um Ólaf Riddararós. Klukkan 23.00 blása Eyđun & Terji til dansleiks. Ég sá ţá spila í Fćreyjum fyrir nokkrum vikum. Ţá spilađi James Olsen međ ţeim á trommur og söng. Međal laga á dagskrá ţeirra var Talađ viđ gluggann eftir Bubba Morthens.
Dansleikur Eyđuns & Terjis verđur brotinn upp međ innslagi frá Simme, harmónikuspili og fćreyskum dönsum.
Dagskrá sunnudagsins 2. ágúst hefst međ helgistund í umsjón Matine klukkan 11.30. Um tónlist sjá Angelika & Kristian Blak ásamt hljómsveit. Klukkan 15.00 er söngdagskrá í höndum - eđa raddböndum öllu heldur - Jens Marni, Kims Hansen, Terjis & Eyđuns og Simme. Klukkan 16.00 er ţađ fćreyski dansinn Dvörgamöy. Viđ tekur klukkan 22.00 dansleikur međ Kim Hansen og hljómsveit. Eins og fyrri kvöld verđur hann brotinn upp međ innslögum frá Simme, harmónikuspili og fćreyskum dansi.
Ţetta er spennandi og vönduđ dagskrá. Ég hvet alla sem geta valdiđ vettlingi ađ láta ţessa glćsilegu stórhátíđ ekki framhjá sér fara.
Ljósmyndin efst til vinstri er af Kristian Blak (www.kristianblak.com). Honum til hćgri handar er fiđlusnillingurinn Angelika Nielsen (http://www.facebook.com/people/Angelika-Nielsen/590996554). Ţriđja myndin er af Jens Marni (http://www.myspace.com/jensmarni).
Kíkiđ líka á: http://www.simme-musikkhus.fo/main.html
Mynd númer 4 er af Eyđunni & Terji. Mynd númer 6 er af plötuumslagi hljómsveitar Angeliku, Kvönn. Mynd númer 7 er af plötuumslagi Kristian Blak og Eivarar, Yggdrasil.
Tónlist | Breytt 12.7.2009 kl. 21:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2009 | 22:19
Mikilvćgt ađ leiđrétta
Dr. Gunni er bráđskemmtilegur penni, flottur tónlistarmađur og vel vakandi öflugur neytendafrömuđur. En enginn er alltaf fullkominn. Bakţankar Fréttablađsins í dag eru skrifađir af Dr. Gunna. Ţar veltir hann ýmsu fyrir sér og spyr margs. Ţar á međal hvers vegna engin fiskbúđ sé á Akureyri.
Ţetta er villandi spurning. Á Akureyri er ađ finna eina bestu fiskbúđ landsins. Hún heitir Heimur hafsins og er stađsett á Tryggvagötu 22, viđ hliđina á Axels bakaríi. Síminn er 578 6400. Orđstír Heims hafsins nćr langt út fyrir Eyjafjörđ. Matgćđingar úr Skagafirđi og Ţingeyjasýslu sćkja stíft í ţessa frábćru fiskbúđ.
Nú standa sumarfrí og hringferđir Íslendinga sem hćst. Ţađ er hiđ versta mál ef ferđamenn úr öđrum landshlutum keyra í gegnum Akureyri standandi í ţeirri trú ađ ţar sé engin fiskbúđ.
Heimur hafsins er í eigu Hallgríms Guđmundssonar, fyrrum ađstođarmanns Sigurjóns Ţórđarsonar fyrrverandi alţingismanns, og Huldar S. Ringsted snyrtifrćđings. Ţau heiđurshjón eru bćđi harđlínu andstćđingar kvótakerfisins.
9.7.2009 | 00:22
Kvikmyndaumsögn
- Titill: Brüno
- Handrit/leikstjórn/ađalhlutverk: Sacha Baron Cohen
- Einkunn: ***1/2 (af 5)
Enski leikarinn Sacha Baron Cohen varđ fyrst ţekktur í hlutverki rapparans Ali G í samnefndum sjónvarpsţáttum. Bráđfyndnum sjónvarpsţáttum. Í ţeim tróđ Cohen einnig upp sem sjónvarpsstjarna frá Kazakstan, Borat, og samkynhneigđ tískulögga, Brüno, frá Austurríki.
Cohen gerđi kvikmynd um Ali G. Ekki alveg nógu góđa. Hann gerđi ađra kvikmynd um Borat. Sú var og er virkilega fyndin. Og nú er ţađ kvikmynd um Brüno. Hún gefur Borat-myndinni ekkert eftir.
Eins og í fyrri myndum er gert út á svipađa framsetningu og í myndum og sjónvarpsţáttum sem skilgreina má afbrigđi af "Falinni myndavél". Brüno er tilbúinn "karakter". Hann á samskiptum viđ fólk sem veit ekki ađ ţar er grínari á ferđ ađ rugla í ţeim.
Ég hef séđ mörg skemmtileg myndbönd međ Brüno á youtube.com. Ţau eru fćst í kvikmyndinni. Sum eru "out takes", ţađ er ađ segja urđu útundan viđ endanlega vinnslu á myndinni. Sum eru kannski úr Ali G sjónvarpsţáttunum.
Ţađ myndi skemma fyrir ţeim er eiga eftir ađ sjá myndina ađ segja frá fyndnu senunum sem ţar koma fyrir. Brandararnir byggja á ţví ađ koma á óvart. Vegna kynningarmyndbandsins sem fylgir ţessari bloggfćrslu er ţó óhćtt ađ nefna ţegar Brüno kemur fram í bandarískum sjónvarpsţćtti međ áhorfendum af afrískum uppruna. Ţar er komiđ inn á ađ Brüno hefur ćttleitt blökkubarn. Hann virđist leggja sig fram um ađ vera međ "pólitíska rétthugsun" en gengur fram af áhorfendum međ ţví ađ hafa ađra hugmynd um "pólitíska rétthugsun" en ţeir.
Brüno er ekkert heilagt. Hann reynir ađ stilla til friđar í Miđ-Austurlöndum en ţekkir ekki mun á "hummus" (kjúklingabaunamauk) og Hamash-samtökum Palestínumanna. Sjálfur er Cohen gyđingur en hlífir gyđingum ekki í gríninu.
Frćga fólkiđ er dregiđ sundur og saman í háđi. Líka tískubransinn, bandaríski herinn og svo framvegis.
Kvikmyndin Hangover hefur veriđ auglýst sem fyndnasta mynd sumarsins. Ég mćli međ henni sem góđri skemmtun. Kvikmyndin um Brüno er ennţá fyndnari. Kíkiđ á báđar myndirnar.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2009 | 00:39
Sérkennileg ţýđing hjá sjónvarpinu
Um helgina var bandarísk kvikmynd sýnd í sjónvarpinu. Myndin hét Blue Collar Comedy Tour eđa eitthvađ álíka. Í henni sást og heyrđist til hóps grínara, svokallađra uppistandara. Eins og slíkum er gjarnt í Bandaríkjum Norđur-Ameríku voru margir brandarar á kostnađ rauđhálsa (rednecks). Ţađ eru Hafnarfjarđarbrandarar Kanans.
Í íslenska skjátextanum voru rauđhálsarnir aldrei kallađir annađ en ruddar. Ég er hugsi yfir ţeirri ţýđingu. Hún er kannski ekki alveg út í hött ađ öllu leyti. Kannski ţarf mađur bara ađ venjast henni. Ég hef aldrei áđur séđ eđa heyrt orđiđ "redneck" ţýtt á ţennan hátt. Ef viđ ţýđum íslenska orđiđ ruddi yfir á ensku er "redneck" ekki nćrtćkasta orđiđ. Međal annars vegna ţess ađ uppvöđslusamir hópar unglingsdrengja sem sćkja í slagsmál viđ ađra unglingadrengjahópa eru iđulega kallađir "rude boys".
Rauđhálsar eru tiltekinn ţjóđfélagshópur í suđurríkjum Bandaríkjanna. Í stuttu máli vísar nafngiftin til ţess ađ um er ađ rćđa fátćka landbúnađarverkamenn og bćndur. Í smekkbuxum og berir ađ ofan bogra ţeir viđ störf sín. Hatturinn eđa derhúfan á höfđinu skýlir andlitinu en aftanverđur háls og herđar rođna ubdan sólinni.
Dćmigerđur rauđháls, ţađ er ađ segja týpan sem brandararnir fjalla um, er lítt menntađur, jafnvel ólćs og jafnan fáfróđur um ţađ sem gerist utan túnfótsins. Rauđhálsinn er vel sjálfbjarga reddari. Hann grípur til ţeirra verkfćra og ţess hráefnis sem hendi er nćst. Útisundlaug hans er kannski pallur á pallbíl eđa drullupollur; frisbí-diskurinn er hjólkoppur eđa klósettseta; kertastjakinn er bjórdós og svo framvegis.
Rauđhálsinn bruggar sitt viský (moonshine) sjálfur af mikilli list en ađkeyptur bjór er ađal drykkurinn. Tannréttingar eru pjatt sem ná ekki til rauđhálsa og skemmd tönn er bara rifin međ naglbít úr gómnum. Jesú, byssur og bílar á stórum dekkjum eru í hávegum ásamt Suđurríkjafánanum (The South will rise Again) og andúđ á hörundsdökku fólki.
Ég er ekki hrifinn af rasisma rauđhálsanna. En hef lúmskt gaman ađ ţeim ađ öđru leyti. Ţetta eru töffarar á sinn hátt og margir skemmtilegar týpur. Utan Bandaríkja Norđur-Ameríku er rauđhálsum oft ruglađ saman viđ hillbillý-liđiđ. Ţessir tveir ţjóđfélagshópar eiga margt sameiginlegt. En eru ekki alveg sama fyrirbćriđ. Báđir hóparnir eiga ţó uppruna í skoskum og írskum innflytjendum til Bandaríkjanna.
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (31)
3.7.2009 | 21:56
Fróđlegt og hjálplegt húđflúr
1972 ákvađ ég ađ fá mér húđflúr. Ţađ var ekki eftir neinu ađ bíđa. Ég brá viđ skjótt og skellti mér í Tattú & skart í dag og fékk mér húđflúr. Ég hef oft heyrt talađ um ađ ţađ sér rosalega sársaukafullt ţegar húđflúriđ er skrapađ ofan í húđina. Mér er lítiđ um sársauka gefiđ og hugleiddi ađ laumast til ađ bera á mig stađdeyfandi krem áđur en mćtti yrđi á svćđiđ. En gleymdi ţví. Var eitthvađ annars hugar. Sem betur fer. Svanur húđflúrari tjáđi mér ađ stađdeyfiefni eyđileggi ćskilegt viđnám húđarinnar ţegar veriđ er ađ húđflúra. Ţar fyrir utan var ađgerđin alls ekki sársaukafull. Ţvert á móti var hún notaleg. Ţetta var eins og nett og gott krafs eđa klór.
Ég er stađráđinn í ađ fá mér fleiri húđflúr. Ţađ er svo assgoti gott. Ađ ţessu sinni lét ég húđflúra yfir allan hćgri framhandlegginn landakort af Fćreyjum. Ţađ smellpassađi hćđ og lengd og mun auđvelda ferđalög mín um Fćreyjar í framtíđinni. Ţá ţarf ég ekki annađ en bretta upp ermi til ađ sjá hvar ég er staddur og hvert skal nćst halda.
Svo heppilega vildi til ađ Svanur húđflúrari bjó í Fćreyjum á áttunda áratugnum og var ţví á heimaslóđum ţegar hann skellti á mig landakortinu.
Nćsta húđflúr verđur á vinstri handlegg. Ţađ verđur mynd af rennilás. Hjálpiđ mér ađ finna einfalda grafíska mynd af rennilás.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
3.7.2009 | 13:02
Verđsamanburđur á grillum
Á sólríkum degi sem ţessum er nćstum nauđsynlegt ađ laumast ađeins út fyrir bćinn. Í farteskinu er gaman ađ hafa kassa af ísköldum bjór og einnota grill. Á grilliđ getur veriđ gott ađ setja papriku og banana. Eđa Herragarđs grísalćrissneiđar. Eđa lax. Verđ á einnota grillum er mismunandi á milli verslana og frekar lítiđ um verđsamráđ. Ţetta hef ég veriđ ađ borga fyrir einnota grill síđustu daga:
Bónus 259 kr.
Rúmfatalagerinn 269 kr.
Byko 299 kr.
Hagkaup 329 kr.
Europrice 399 kr.
Krónan 399 kr.
Nóatún 499 kr. (en 599 kr. í Nóatúni viđ Nóatún)
Neinn 875 kr.
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
1.7.2009 | 14:39
Spennandi framhaldssaga
Fátt lesefni er skemmtilegra en smáauglýsingarnar í Fréttablađinu. Ţar er jafnvel hćgt ađ rekast á framhaldssögur sem taka fram skáldsögum Arnaldar Indriđasonar hvađ spennandi framvindu varđar. Ein slík hefur veriđ í gangi undanfarna mánuđi undir liđnum "Húsnćđi í bođi". Sagan hófst á ţví ađ nýuppgerđ stúdíóíbúđ međ ţvottavél, ţurrkara og interneti var auglýst til leigu á 59 ţúsund kall. Síđan hefur verđiđ trappast niđur hćgt og bítandi. Lengi var ţađ 54 ţúsund. Síđustu daga hefur íbúđin veriđ auglýst á 49 ţúsund. Fólk út um allt land og nokkrir Íslendingar búsettir erlendis fylgjast spenntir međ framhaldinu. Ég spái ţví ađ endirinn komi á óvart.
Bćkur | Breytt 16.9.2009 kl. 12:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2009 | 20:49
Hlegiđ ađ hundum
Sumu fólki ţykir viđ hćfi ađ búa sér til ađhlátursefni á kostnađ hunda. Ţađ er ljótt. Hundar eru mjög spéhrćddir. Ţeir skammast sín rosalega mikiđ ef ţeir halda ađ ţeir líti kjánalega út og veriđ sé ađ hlćja ađ ţeim. Ţegar fólk er búiđ ađ "dubba" hundana sína upp í fígúrur tekur ţađ ljósmyndir af ţeim og setur á netiđ. Síđan berast myndirnar til mín. Ţá sýni ég ykkur ţćr svo ţiđ sjáiđ hvađ fólk er leiđinlegt viđ hundana sína.
30.6.2009 | 01:48
Ég festist í lyftu
Í gćr rétt slapp ég viđ ađ festast í lyftu. Ég var ekki jafn heppinn kvöldiđ áđur. En í gćr tókst ungri systurdóttur minni međ snarrćđi ađ forđa mér frá ţví ađ lenda í sömu vandrćđum. Hún fylgdi mér snöfurlega niđur á jarđhćđ í lyftunni og passađi af samviskusemi upp á ađ allt gengi fyrir sig á besta veg. Forsagan er sú ađ kvöldiđ áđur heimsótti ég systir mína og hennar fjölskyldu í orlofsíbúđ bćnda í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Ţau eru utan af landi. Ţegar ég yfirgaf partýiđ hjá ţeim í fyrrakvöld festist ég í lyftunni. Ég fór í lyftuna og beiđ eftir ađ lyftan skilađi mér á jarđhćđ. Ég beiđ og beiđ í lyftunni. Stóđ ţar aleinn og lyftan skilađi mér ekki á jarđhćđ. Ég tók upp á ţví ađ raula íslensk dćgurlög til ađ stytta mér stundir. Ţegar mínútur liđu og ekkert gerđist fór ég ađ ókyrrast. Eftir 10 mínútur lokađur inni í lyftunni sljákkađi í söng mínum og ég fór ađ velta fyrir mér vandamálinu. Enda kominn međ leiđ á íslensku dćgurlögunum sem ég raulađi. Ţá áttađi ég mig loks á ađ ég hafđi aldrei ýtt á hnappinn í lyftunni sem átti ađ bera mig niđur á jarđhćđ. Ég brá viđ skjótt og ýtti á ţann hnapp. Ţađ var eins og viđ manninn mćlt: Ég var á augabragđi kominn á jarđhćđina.
Daginn eftir tók systurdóttir mín ađ sér ađ halda utan um dćmiđ. Hún fylgdi mér í lyftuna, ýtti á hnappinn fyrir jarđhćđ og fylgdi mér alveg út ađ útidyrum blokkarinnar. Ţetta gekk hratt og vel fyrir sig. Ég festist ekki í lyftunni.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
28.6.2009 | 20:15
Furđulegt sumarfrí
Nú ţegar Íslendingar streyma í sumarfrí og umferđ ýmist ţyngist til eđa frá höfuđborgarsvćđinu rifjast upp bráđfyndin saga sem vinafólk mitt frá Víetnam sagđi mér á dögunum. Atburđurinn átti sér stađ fyrir einhverjum áratugum ţegar sumarfrí var sjaldgćfur lúxus í víetnamska ţorpinu sem kunningjarnir eru frá.
Gamall mađur (á víetnamskan mćlikvarđa. Um sextugt) tók sitt fyrsta alvöru sumarfrí. 2ja vikna frí. Hann undirbjó fríiđ vel og vandlega mánuđum saman. Ţetta var stórmál. Ţví fylgdi gífurlegur ćvintýraljómi. Ţetta var fyrir daga tölvupósts, faxtćkja og almenns símasambands. Samskipti viđ fólk utan ţorpsins fóru fram í gegnum gamaldags hćgfara bréfapósts (snail mail). Eldra fólk var flest háđ yngra fólki međ ađ lesa fyrir sig bréf og skrifa. Kallinn bókađi gistingu á hóteli í fjarlćgju ţorpi og dundađi sér dag eftir dag viđ ađ skipuleggja fríiđ ţar međ ađstođ yngra fólks sem kunni ađ lesa og skrifa. Kallinn hafđi komist yfir bćkling eđa rit um ţorpiđ. Ţađ auđveldađi skipulagiđ. Allir í ţorpinu fylgdust spenntir međ framvindunni viđ skipulag frísins. Síđustu vikur fyrir fríiđ rćddu ţorpsbúar varla um annađ en frí kallsins. Enda bar yfirleitt aldrei neitt til tíđinda í ţorpinu. En ţetta var alvöru ćvintýri.
Ţegar frí kallsins gekk í garđ fylgdu ćttingjar, vinir og vinnufélagar honum á rútustöđina. Ţađ var svo mikill ćvintýraljómi yfir fríinu ađ allir samglöddust kalli og vildu kveđja hann á rútuplaninu. Í Víetnam skiptir aldur miklu máli. Fólk nýtur vaxandi virđingar til samrćmis viđ hćkkandi aldur. Međ ţví ađ fylgja kallinum ađ rútunni vildu ţorpsbúar sýna öldrun mannsins tilhlýđanlega virđingu.
Rútan kom reglulega viđp í ţorpinu tvisvar í mánuđi. Hún var ćtíđ trođin af fólki frá öđrum ţorpum en fátítt var ađ fólk úr ţessu ţorpi tćki sér far međ henni. Fylgdarfólk kallsins fyllti rútuplaniđ. Ungur vinnufélagi kallsins naut ţess heiđurs ađ fá ađ bera ferđatöskur hans. Sá ungi átti í vandrćđum međ ađ trođa ferđatöskunum aftast í rútuna. Ţetta var ekki rúta eins og viđ ţekkjum ţar sem töskurými er undir rútunni heldur höfđu farţegar pinkla sína - og jafnvel húsdýr - međferđis inni í rútunni. Ungi vinnufélaginn tróđst međ töskur kallsins innan um farangur ferđafélaga í stappfullri rútunni. Ţá ók rútan skyndilega af stađ. Međ vinnufélagann innanborđs en kallinn úti á rútuplani umkringdan ćttingjunum og öđrum ţorpsbúum. Hópurinn á rútuplaninu horfđi á eftir rútunni bruna burt.
Vinnufélaginn kom engum skilabođum til bílstjórans. Rútan var svo stöppuđ af fólki og allir kallandi hver ofan í annan til ađ yfirgnćfa hávađann frá rútunni sjálfri. Vinnufélaginn endađi á ţeim stađ sem kallinn hafđi bókađ frí sitt. Vinnufélaginn var međ alla pappíra í lagi, kvittun fyrir gistingu, uppskrift ađ ţví hvernig fríinu yrđi best variđ og ţađ allt. Nćsta rúta til baka fór ekki fyrr en eftir hálfan mánuđ. Vinnufélaginn gat í raun fátt gert í stöđunni annađ en fara í fríiđ sem kallinn hafđi ćtlađ í. Hann var vel settur, međ nóg af hreinum fötum af kallinum, peningana hans og svo framvegis.
Kallinn og ungi vinnufélaginn voru ţeir einu sem kunnu almennilega á rafstöđina er ţeir unnu viđ. Kallinn gat ţví ekki gert annađ en mćta í vinnuna á hverjum degi á međan vinnufélaginn hafđi ţađ gott í fríinu. Eftir ađ ungi vinnufélaginn kom úr fríinu var stirt á milli ţeirra. Kallinn tók algjörlega fyrir ađ heyra ferđasögu ţess unga og tók aldrei annađ frí.
![]() |
Mikil umferđ til Reykjavíkur |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ferđalög | Breytt 29.6.2009 kl. 00:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
25.6.2009 | 22:53
Örleikrit - Bannađ börnum og viđkvćmum!
Persónur og leikendur:
Strákur á fermingaraldri, snyrtilega klćddur í jakkaföt og međ hálsbindi
Mamma, spariklćdd í pels og međ áberandi gullhringa á flestum fingrum
Ljótur hundur
Sviđiđ er myrkvađ af reyk. Taktföst sögunarhljóđ heyrast og fara hćkkandi. Ţau hljóma eins og grófri handsög sé beitt á undinn planka í sögunarverksmiđju í Brasilíu. Smám saman ţynnist reykurinn. Ţá sést strákurinn sitja viđ eldhúsborđ. Hann hefur brett upp fyrir vinstri olnboga jakka og skyrtu og er í rólegheitum ađ saga af sér framhandlegginn. Blóđ gusast úr sárinu og spýtist út um allt.
Mamman kemur inn úr dyrunum. Hún er međ stóran úttrođinn innkaupapoka úr matvöruverslun.
Mamman (glađleg): Hć, ég keypti jógúrt í matinn handa okkur.
Strákurinn (kátur): Frábćrt. Ég var ađ byrja ađ fá leiđ á ađ borđa alltaf rúgbrauđ međ spćgipylsu í matinn.
Mamman (ennţá glađleg): Af hverju ertu ađ saga af ţér höndina?
Strákurinn: Mig klćjađi í handlegginn.
Mamman: Ţađ er út af bómullarskyrtunni. Bómullin er erfđabreytt. Ţess vegna veldur hún ofnćmi og kláđa. Ţú hefđir getađ fariđ úr skyrtunni. Ţá hefđi ţig hćtt ađ klćja. Ţađ getur líka veriđ ađ ţú verđir ófrjór af ađ vera í skyrtunni. Fuglar í nágrenni erfđabreyttra akra verđa ófrjóir.
Strákurinn: Ţetta skiptir svo sem engu máli. Ég er of ungur til ađ fara ađ hrúga niđur börnum. Svo er ég viss um ađ Óli einhenti í blokkinni hér fyrir neđan fer ađ hrökkva upp af. Hann er orđinn svo gamall og hrörlegur. Ţá get ég fengiđ gervihöndina hans fyrir slikk.
Mamman (flissandi): Ţú ert nú meiri kjáninn, elskan mín. Óla einhenta vantar hćgri höndina. Ţú ert ađ saga af ţér vinstri höndina.
Strákurinn (nćr ađ saga af sér höndina. Hún fellur međ ţungum slink í gólfiđ. Pirrađur): Ţú hefđir mátt segja mér ţetta fyrr.
Mamman: Já, ég ćtlađi ađ segja ţér ţetta í morgun. Ég reyndi ađ hringja í ţig en ţađ var slökkt á símanum ţínum. En ţađ gerđi ekkert til. Ég hringdi í vinkonu mína í stađinn og sagđi henni ţetta. Hún ćtlar ađ láta ţetta berast. Ţađ er áreiđanlega komiđ út um allt núna.
Mamman (hellir úr innkaupapokanum. Í honum voru tvćr jógúrtdollur vafđar innan í sitthvora stóru kúluna úr loftblöđruplasti): Mikiđ er ég fegin ađ jógúrtdósirnar eru heilar. Ég hef alltaf áhyggjur af ţví ađ ţćr springi á heimleiđinni síđan ég datt á mjólkurkćlinn í Nóatúni og sprengdi allar jógúrtdollurnar ţar. Jeminn eini. Ţađ var neyđarlegt. Á leiđinni út úr Nóatúni mćtti ég, öll útbíuđ í jógúrt, konu sem horfđi svo skringilega á mig ađ hún hélt greinilega ađ ég hefđi lent í kynsvalli međ starfsmönnum Nóatúns. Láttu mig ţekkja augnráđiđ. Komdu nú ađ borđa, vinurinn. Settu höndina fyrst í matarskálina hjá Ljóti. Hann borđar hvort sem er ekki jógúrt. (Bíđlega) Óskaplega verđur hann glađur, blessađur kallinn. Ţađ er langt síđan hann hefur fengiđ svona mikiđ kjöt og góđ bein til ađ naga.
Tjaldiđ fellur. Mamman heyrist kalla vinalega á Ljót. Hundurinn geltir. Hávćr höggsmellur heyrist og hundurinn ýlfrar hátt. Mamman heyrist segja: Já, var ţađ ekki? Ţú ofleikur, helvítis kvikindiđ ţitt. Ég ćtti ađ sparka í ţig aftur og miklu fastar. Ennţá hćrri höggsmellur heyrist og hundurinn ýlfrar miklu hćrra. Mamman hlćr tryllingslega. 3 skothvellir heyrast og allt verđur hljótt.
------------------------------------------------
Bćkur | Breytt 17.8.2009 kl. 14:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (21)
25.6.2009 | 14:20
Spennandi myndband
Mér var sent ţetta skemmtilega myndband. Međ fylgdu upplýsingar um ađ ţađ sýni kofa í eigu forgöngumanns verđsamráđs olíufélaganna og konu hans, sem ţekktust er fyrir ađ hafa látiđ innrétta einkagullklósett undir sig í húsakynnum dómsmálaráđuneytisins. Nćsti nágranni turtildúfanna er mađur sem gegnir nafninu Tiger Woods og ţykir ekki síđur liđtćkur í golfi en 12 ára strákurinn á Selfossi.
22.6.2009 | 23:24
Afliđ fćr styrk
Fréttinni hér fyrir neđan er hnuplađ af heimasíđu Vikudags á Akureyri. Heimasíđa Aflsins, systursamtaka Stígamóta á Norđurlandi, er www.aflidak.is. Mín kćra systir, Sćunn, er formađur samtakanna. Slóđin á fréttina í Vikudegi er http://vikudagur.is/?m=news&f=viewItem&id=3817
Afliđ nýtir peningastyrk til útgáfu kynningarbćklings
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
22.6.2009 | 00:15
Sjálfsfróun og Sjálfstćđisflokkurinn
Á dögunum var sýnd í sjónvarpinu (RÚV) stuttmynd ţar sem minn góđi vinur, Bjarni heitinn Móhíkani (Bjarni Ţórir Ţórisson), las á áhrifamikinn hátt kvćđi eftir Halldór Laxness og fór međ ađalhlutverk. Bjarna kynntist ég ţegar hann var 14 - 15 ára og áriđ 2000 fór hann međ mér í eftirminnalega hljómleikaferđ til Grćnlands í kjölfar ţess ađ lag mitt Ţorraţrćllinn fór í 6. sćti grćnlenska vinsćldalistans. Lagiđ er í tónspilarunum hér til vinstri.
Bjarni sló í gegn í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík sem söngvari og bassaleikari pönksveitarinnar Sjálfsfróun. Međ okkur Bjarna til Grćnlands fór dauđapönksveitin Gyllinćđ (einnig í tónspilaranum) og ţar var enginn bassaleikari.
Í kjölfar ţess ađ horfa á stuttmyndina međ Bjarna í sjónvarpinu fór ég inn á youtube til ađ vita hvort ţar vćri eitthvađ međ Bjarna. Ţegar ég sló inn nafni frćgustu hljómsveitar hans, Sjálfsfróunar, birtist mér listi yfir 40 myndbönd. Ţar af 38 um Sjálfstćđisflokkinn.
Tónlist | Breytt 23.6.2009 kl. 12:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (44)
20.6.2009 | 23:03
Mikilvćgt ađ leiđrétta
Í helgarblađi Fréttablađsins er sagt frá nýafstađinni leit ađ bestu íslensku plötunum. Ţar segir:
"Dr. Gunni birtir á vinsćlli síđu sinni á Netinu athyglisverđan samanburđ: Nýjan lista yfir bestu plötur Íslandssögunnar sem kjörnar voru á Tónlist.is og svo sambćrilegan lista sinn yfir bestu plötur aldarinnar eins og hann var í bók Dr. Gunna "Eru ekki allir í stuđi?" áriđ 2001. Ţetta eru merkilega líkir listar nema ađ mestallt pönkiđ sem hinn afkastamikli tónlistargagnrýnandi úr Kópavoginum og einn áhrifamesti umfjallandi um íslenska rokktónlist hefur haldiđ svo mjög á lofti í gegnum tíđina; Frćbbblar, Ham, Rokk í Reykjavík og Geislavirkir Utangarđsmenn eru nú horfnir af lista. Hvađ sem ţađ svo segir manni nema ţá kannski ađ sögufrćg pönkgigg í Kópavogsbíó í denn eru á leiđ inn í gleymskunnar dá?"
Ţarna er vísađ til hinnar skemmtilegu bloggsíđu www.this.is/drgunni. Verra er ađ ţarna gćtir ónákvćmni. Frćbbblar, Ham, Rokk í Reykjavík og Geislavirkir Utangarđsmanna eru fráleitt horfnir af lista. Ađ vísu eru ţessar hljómsveitir og platan Rokk í Reykjavík ekki í neinu af 20 efstu sćtum. Ţannig ađ texti Jakobs Bjarnar Grétarssonar er ekki beinlínis rangur - ef miđađ er viđ 20 efstu sćtin. Hinsvegar er platan Geislavirkir međ Utangarđsmönnum í 21. sćti, Rokk í Reykjavík í 32. sćti og Lengi lifi međ Ham í 39. sćti. Sjá: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/898725/.
Til ađ gera sér grein fyrir stöđunni ţarf ađ hafa í huga ađ frá ţví rokkbók Dr. Gunna kom út hafa rutt sér leiđ í efri sćti nýrri plötur međ Sigur Rós, Emilíönu Torríni og Mugison. Ţađ er ţess vegna rökrétt - en kannski ekki sanngjarnt - ađ pönkiđ sígi örlítiđ á listanum.
Á myndbandinu hér fyrir ofan flytja Frćbbblarnir frábćru eitt af lögum sínum í Rokki í Reykjavík. Athugiđ ađ ţađ er heppilegra ađ smella bara einu sinni á myndbandiđ. Ef tvísmellt er á ţađ kemur upp "error". Svo er bara ađ stilla hátalara á hćsta styrk. Hér er annađ myndband međ Frćbbblunum úr Rokki í Reykjavík:
Og hér eru Frćbbblarnir 27 árum síđar ađ kráka lag frá bandarísku pönksveitinni The Ramones, KKK took my Baby Away:
Tónlist | Breytt 21.6.2009 kl. 01:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
20.6.2009 | 01:21
Saga bresku pönkbyltingarinnar XI
Síđsumars 1977 var sala á pönkplötum orđin ţađ mikil ađ í umferđ voru settar ólöglegar (bútlegg) plötur međ Sex Pistols og The Clash í breskum plötubúđum. Ţćr mokseldust ţrátt fyrir ađ löglegir plötuútgefendur ţessara hljómsveita reyndu allt sem í valdi ţeirra stóđ til ađ stöđva eđa hindra ólöglegu plöturnar. Ţađ var ekki viđ neitt ráđiđ. Spurn eftir pönkplötum var slík. Jafnframt streymdu inn á markađ plötur frá nýjum pönksveitum.
Fyrsta breska pönklagiđ: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999
Nćst - II: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/744949
III: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746033/
IV: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/747161
V: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/750862/
VI: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/753972/
VII: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/791397
VIII: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/820922
Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)