Skúbb! Nýr stjórnmálaflokkur

  haukur_haraldsson

  Síðar í vikunni verður send út fréttatilkynning frá aðstandendum nýs íslensks stjórnmálaflokks,  Framfaraflokksins.  Helsta baráttumál Framfaraflokksins verður að koma á persónubundnum kosningum til alþingis.  Sá sem fer fyrir hópnum er stendur að Framfaraflokknum heitir Haukur Haraldsson. 

  Haukur varð fyrst þjóðþekktur er hann gerði út Pan-hópinn á níunda áratugnum.  Pan-hópurinn fór eins og stormsveipur um landið, sýndi hjálpartæki ástarlífsins ásamt efnislitlum undirfatnaði og bauð upp á leðjuslag.  Pan-hópurinn var sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis.  Hann vakti gífurlega athygli og umtal.  Fyrir Hauki lá einungis að benda pörum á ýmsa möguleika til að krydda ástarlífið aðra en leita í framhjáhald.  Þetta var aðferð Hauks til að sporna gegn útbreiðslu HIV veirunnar.

  Haukur leitaði jafnframt aðstoðar guðs við þetta baráttumál sitt.  Til að ná betra sambandi við drottinn fór Haukur í biblíuskóla í Noregi.  Síðan hefur samband Hauks og drottins verið mun skilvirkara.  Útskrifaður úr biblíuskólanum settist Haukur að á Tælandi um nokkurra ára skeið til að kynna sér málefni þriðja heimsins. 

  Næst komst Haukur í fréttir er hann undirbjó forsetaframboð sitt á tíunda áratugnum.  Framboð hans til forseta var komið vel á skrið þegar Ástþór Magnússon kom til sögunnar.  Fylgismenn Hauks mátu stöðuna þá þannig að með framboði Ástþórs væri skrípaleik hleypt í kosningabaráttuna.  Vegna þess hætti Haukur við forsetaframboð sitt.  Það dæmi hefur samt ekki verið slegið endanlega út af borðinu.  Haukur er rétt um fimmtugt og stutt í að Ólafur Ragnar láti af embætti.

  Fyrir tveimur árum bauð Haukur sig fram gegn sitjandi formanni Framsóknarflokksins,  Jóni Sigurðssyni.  Baráttumál Hauks var að uppræta spillinguna í Framsóknarflokknum.  Framsóknarmenn vildu viðhalda spillingunni og Jón hélt velli.  - Í stuttan tíma vel að merkja.

  Framfaraflokkurinn er að setja upp heimasíðuna www.fff.is.  Hún er langt í frá fullkláruð.   Þar verður hægt að fylgjast með gangi mála.

  Til að fyrirbyggja misskilning skal tekið fram að ég er á engan hátt tengdur Framfaraflokknum og er ekkert á leið úr Frjálslynda flokknum.  Ég er bara að "skúbba".   


mbl.is Alþingi niðurlægt af ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsældir = gæði?

  aabba

  Fólk með vondan músíksmekk vísar stundum til þess að uppáhaldsplata þess eða flytjandi sé vinsælt fyrirbæri.  Það eru rökin fyrir því að um hágæða dæmi sé að ræða.  Þessi rök halda ekki vatni.  Vinsældir eru enginn mælikvarði á gæði.  Það er ekki einu sinni samhengi þar á milli.

  Ef samasemmerki er á milli vinsælda og gæða er Séð og heyrt besta selda tímarit landsins og Rauðar ástarsögur bestu bókmenntirnar.

  Söluhæsta plata heims er "Thriller" með Michael Jackson.  Heimildum ber ekki saman.  Sumar segja hana hafa selst í 60 milljónum eintaka.  Aðrar um 100 millj.   "Greatest Hits 1971 - 1975" með Eagles er sennilega næst söluhæst.  Hún hefur selst í um 40 milljónum eintaka. 

  Eru þetta bestu plötur sögunnar?  Þær komast aldrei í toppsæti yfir bestu plötur sögunnar þegar slíkir listar eru teknir saman.

  Bítlarnir hafa selt rösklega 1000 milljónir platna.  ABBA er næst söluhæsta hljómsveit heims með 370 milljónir seldra platna.

  Förum aðeins yfir hvað ræður plötusölu.  Þar ræður markaðssetning öllu.  Ekki gæði.  Plötufyrirtæki veðja á tilteknar plötur.  Ekki út frá gæðum heldur hversu auðvelt er að fjárfesta í þeim.  Plötufyrirtæki hafa sömuleiðis missterka möguleika á að búa til góða sölu. 

  Tökum "Thriller" sem dæmi.  Útgefandinn var CBS,  einn af risunum á alþjóðamarkaði.  Bandarískt fyrirtæki í eigu japanska hljómtækjaframleiðandans Sony.  Einn af hæst settu lykilmönnum fyrirtækisins var Íslendingurinn Ólafur Jóhann Ólafsson,  rithöfundur.  Með góða yfirsýn yfir evrópska markaðinn.

  Michael Jackson var blökkumaður en búinn að láta breyta sér í hvíta konu.  Öflugasti auglýsingamiðill Bandaríkjanna í músík var sjónvarpsstöðin MTV.  Þar á bæ var á þeim tíma vinnuregla að sýna ekki myndbönd blökkumanna.  CBS fór í verkfall gegn þessari stefnu.  Hótaði að loka fyrir sýningar á myndböndum með sínum skemmtikröftum ef myndband með Michael Jackson væri ekki í spilun á MTV.  CBS var með vinsælustu myndbönd með Bruce Springsteen og fleirum og gaf eftir.  Eftir hart stríð tók MTV myndbönd með Michael Jackson til sýningar.  Og þau slógu í gegn.  Við áhorf á MTV bættust 15% blökkumanna í Bandaríkjunum. 

  Við bættist að Sony opnaði upp á gátt fyrir Michael Jackson í Asíu og Evrópumarkaðurinn var líka virkjaður.

  Þetta þýðir ekki að "Thriller" sé besta plata allra tíma.  Reyndar þræti ég ekki fyrir að platan sé nokkuð vel heppnuð fyrir sinn hatt.  En djöfull leiðinleg fyrir minn smekk.

  Skoðum annað dæmi.  Lagið "Strawberry Fields Forever" með Bítlunum var fyrsta lag Bítlanna til margra ára til að "floppa".  Það náði ekki toppsæti breska vinsældalistans né ýmissa annarra evrópskra vinsældalista.  Síðar er þetta lag iðulega í toppsæti yfir bestu lög Bítlanna og jafnvel bestu lög rokksögunnar.

  Enn annað dæmi:  Plötunni "London Calling" með The Clash var slátrað af gagnrýnendum og náði hæst í 11.  sæti breska vinsældalistans.  Hún náði hæst í 27.  sæti bandaríska vinsældalistans.  Síðar var þessi plata valin besta plata níunda áratugarins af vinsælasta poppblaði heims,  bandaríska blaðinu Rolling Stone og er jafnan í efstu sætum yfir bestu plötur rokksögunnar.   

  Umræða um ABBA er hér aðeins fyrir neðan á blogginu mínu.  Þau gerðu allt fyrir frægðina nema koma nakin fram.  En samt næstum því.


Þannig lítur heimur konunnar út

  Mér er sagt að heimur kvenna þar sem karlar koma hvergi við sögu sé um margt frábrugðinn þeim heimi sem karlmenn koma við sögu.  Ég hef enga ástæðu til að rengja þessa fullyrðingu.  Enda hef ég komist yfir ljósmyndir sem virðast staðfesta þetta:

konur10konur9konur8konur6konur1konur2konur3konur4  konur7

 


Auðmaður staðinn að verki

límir mynd á bílskúrshurð

  Íslenskir auðmenn eru óðum að taka upp nýjan lífsstíl,  hver á fætur öðrum.  Þeir eru hættir að fljúga í þyrlu í Bauluna eftir pylsu með öllu nema hráum lauk.  Einkaþoturnar hafa þagnað á Reykjavíkurflugvelli.  Elton John og 50 Cent sjást ekki lengur í íslenskum afmælisveislum.  Kókaín sést varla á borðum lengur.  Þess í stað pukrast menn með amfetamín bak við luktar dyr og tíma ekki að bjóða með sér.  Gamla íslenska gestrisnin hefur horfið eins og dögg fyrir sólu.

  Íslenski auðmaðurinn á myndinni hér að ofan átti sérhannaðan silfraðan BMW sportbíl með aukavasa.  Í síðustu viku seldi hann bílinn og þurfti að borga 800 þúsund kall með honum.  Erlenda myntkörfulánið sem hvílir á bílnum var að sliga kappann.  Kauði leynir nágrönnum sínum hvernig komið er með því að líma ljósmynd af bílnum framan á bílskúrshurðina hjá sér.

  Konan á myndinni hér fyrir neðan var einn umsvifamesti svínabóndi landsins fyrir nokkrum dögum.  Núna hafa nokkrir bankar - aðallega Nýi Landsbankinn,  Nýi Glitnir og Nýja Kaupþing - hirt af henni öll svínin upp í skuldir.  Konan leynir nágranna sína þessu.  Ef vel er að gáð má sjá að svínin á túninu hjá henni í dag eru plat.  Þetta eru máluð spýtusvín.  Dáldið svínslegt.  En nágrannarnir fatta ekki neitt.  Það skiptir máli.

  svínabóndi


Frábær hönnun - hagkvæm og snjöll

uppfinning 1uppfinning 7uppfinning 19

Einn góður

  fingur í gegnum auga
  Þeir voru aðeins tveir gestirnir á Hafnarbarnum,  ungi sjómaðurinn og gamall sjóræningi.   Þeir tóku spjall saman og ungi sjómaðurinn spurði hvers vegna sjóræninginn væri með tréfót.  Sjóræninginn svaraði:
  - Ég féll eitt sinn útbyrðis í átökum er við réðumst til uppgöngu í farmflutningaskip.  Þegar félagarnir drógu mig um borð aftur náði hákarl að bíta neðan af öðrum fætinum á mér.
  - Vá!  En hvers vegna ertu með krók í stað framhandleggs? 
  -  Það gerðist þegar við réðumst á annað skip löngu síðar og okkur var veitt hörð mótspyrna.  Einn af óvinunum náði að höggva framan af hendinni á mér með sveðju.
  -  Svakalegt.  En af hverju ertu með lepp fyrir öðru auganu.
  -  Ég missti augað þegar mávur skeit á það.
  -  Hvernig gastu misst augað við að fá mávaskít í það?
  -  Ja,  sko,  þetta gerðist sama dag og ég var í fyrsta skipti með krók á hendinni. 

Ennþá fleiri spennandi föndurhugmyndir

aaaaabbbbbaaaabbbaaaabbbbaaaaabbbbbbaaaabb

  Fyrir nokkru sýndi ég myndir af skemmtilegu en einföldu föndri unnu úr algengum ávöxtum,  grænmeti og fersku hænueggi.  Þetta var þarft innlegg í umræðuna á krepputímum þegar sköpunargleðin þarf útrás en flest hráefni til föndurs dýrt.  Ég bæti nú nokkrum hugmyndum við.  En aldrei fleirum.  Eldri færslurnar eru hér:  

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/679124/

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/681647/

 


Sparnaðarráð fyrir eldri borgara í kreppunni

 

   Ógift par um sjötugt fór til læknis.  Læknirinn spurði hvað hann gæti gert fyrir parið.  Maðurinn svaraði:  "Ég þarf að biðja þig um að fylgjast með okkur hafa kynmök og segja hvað þarf að lagfæra."

Lækninum brá í brún en samykkti. Þegar parið hafði lokið sér af sagði læknirinn:  "Það er ekkert að kynlífinu hjá ykkur,  en ég verð að rukka ykkur um 4000 krónur fyrir skoðunina."

Þetta endurtók sig margar vikur í röð. Parið pantaði tíma, stundaði kynlíf , borgaði lækninum og fór.  Lækninum var nokkuð sama um þetta sérkennilega athæfi því parið borgaði honum skilvíslega 4000 krónur í hvert skipti.  Að lokum náði forvitnin þó yfirhöndinni og læknirinn spurð:  "Hverju eruð þið eiginlega að reyna að komast að?": 

  Gamli maðurinn svaraði:  "Konan er gift og við getum ekki farið heim til hennar.  Ég er kvæntur og við getum ekki farið heim til mín.  Það kostar 8000 kall að taka hótelherbergi á leigu.  Hér þurfum við á hinn bóginn aðeins að borga 4000 krónur og fáum 3500 króna endurgreiðslu frá Tryggingastofnun."


mbl.is Áfram rætt við Rússa um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegt útsöluverð

zara

  Meðfylgjandi ljósmynd sýnir verðmiða úr tískufataversluninni Zöru í einni af verslunarmiðstöðvum höfuðborgarsvæðisins.   Verðmiðinn var á útsöluvöru.  Eins og sjá má er útsöluverðið 700 krónum hærra en fullt verð.

  Verslunin fær nýjar vörur tvisvar í viku.  Verð breytist hratt og stöðugt vegna fallandi gengis íslensku krónunnar.  Svo hratt að útsöluverð er 27% hærra en fullt verð gærdagsins. 

http://hagar.is/Forsida/Fyrirtaekin-okkar/Zara


mbl.is Geir skorar á íslenska auðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færeyskt fjör alla helgina

 birgirenni1 eyðun ásasonneiljoensendagfinnoduskelfæreyskifáninn

  Færeyskir dagar í Fjörukránni í Hafnarfirði hefjast í dag,  föstudag,  og standa fram á sunnudagskvöld.  Þeir samanstanda af færeyskum mat,  myndasýningu,  færeyskri tónlist fyrir matargesti og dansleikjum.  Færeyski listakokkurinn  Birgir Enni  mætir ásamt fríðu föruneyti og framreiðir fjölbreyttan veislumat. 

  Birgir er í hópi bestu kokka heims,  margverðlaunaður og var útnefndur Færeyingur ársins 2007.  Fjöldamörg af helstu sælkerablöðum heims hafa lofsungið matreiðslu Birgis.  Birgir kafar sjálfur eftir sjávarfangi og einna þekktastur er hann fyrir sérgrein sína,  matreiðslu á risaöðuskel.

  Matseðil Birgis og félaga í Fjörukránni um helgina má sjá á http://www.fjorukrain.is/fjorukrain/upload/files/pdf/matsedill_fram.pdf

  Í kvöld,  á milli klukkan 19.00 og 19.30,  verður Birgir með myndasýningu í Hellinum á Hótel Víking við hlið Fjörukrárinnar.  Þar gefst gestum kærkomið færi á að sötra fordrykki fyrir matinn.  Birgir er bróðir poppsöngvarans Brands Enni.

  Færeyski dúettinn  Neil Joensen og Eyðun Ásason  leika og syngja fyrir matargesti notalega kassagítarmúsík.  Ég hef nokkrum sinnum hlustað á þá spila í Færeyjum.  Þar ber jafnan hæst er þeir flytja lagið "Talað við gluggann" eftir Bubba Morthens.

  Á heimasíðunni www.fjorukrain.is segir að  hljómsveit Rúnars Þórs  leiki fyrir dansi í Fjörukránni í kvöld og annað kvöld.  Samkvæmt mínum færeyskum heimildum er það hinsvegar  færeyska stuðhljómsveitin 005 - með  Dagfinn Olsen  í broddi fylkingar - sem leikur fyrir dansi á Færeysku dögunum. 

Um Færeysku dagana:  http://www.fjorukrain.is/is/fjaran/faereyskir%5Fdagar/

Um Neil Joensen og Eyðun Ásason:  www.myspace.com/eydunasason  www.myspace.com/neiljoensen

Um Dagfinn Olsen: 

 


Íslenski Nostradamus fór nærri um sannleikann - eða þannig

  hannes

  Það er gagn og gaman að rifja upp spámannsleg ummæli þeirra sem hafa höndlað hinn óskeikula sannleika.  Eftirfarandi sagði hinn íslenski Nostradamus 2004:

 "Frjálshyggjubyltingin á Íslandi er sú best heppnaða í veröldinni!"

... og gáfumennið útskýrði í fyrirlestri um mikilvægi auðkýfinga að betra sé "fyrir almenning að ríkið gefi auðmönnum sameignir þjóðarinnar endurgjaldslaust en að ríkið sýsli með þær “.

  Hinn mikli spekingur sem þessu hélt fram situr í bankaráði Seðlabanka Íslands og er helsti ráðgjafi Davíðs Oddssonar.  Hann hefur sömuleiðis verið ötull við að telja alþjóð trú um að íslenska kvótakerfið hafi tryggt dreifðum byggðum landsins lífsafkomu.  Besta fiskveiðistjórnunarkerfi heims (eða það sem sumir aðrir telja vera stærsta rán Íslandssögunnar).  Sínum augum lítur hver á silfrið - eftir því hvaða gleraugu menn nota og hvað rímar við trúarbrögðin.

  Davíð Oddsson varpaði hinsvegar á dögunum sprengju er skilgreindi Íslendinga umsvifalaust sem hryðjuverkamenn í Bretlandi þegar hann sagði:  "Við munum ekki borga erlendar skuldir óreiðumanna.  Við munum ekki borga skuldir bankanna."


mbl.is Stjórn IMF ræðir um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný stjórn kjördæmafélags Reykjavíkur norður

  Í kvöld voru aðalfundir kjördæmafélaga Frjálslynda flokksins í Reykjavík.  Fundirnir voru vel sóttir og umræður hinar fjörlegustu.  Hjá okkur í kjördæmafélagi Reykjavíkur norður var Tryggvi Agnarsson lögmaður endurkjörinn formaður.  Í hörðum kosningaslag enduðu eftirtalin í 8 manna stjórn ásamt mér:

Árni Gunnarsson (www.reykur.blog.is),  Sigurður Þórðarson (www.siggith.blog.is),  Alvar Óskarsson,  Sævar Þór Jónsson,  Gunnar Hólm Hjálmarsson,  Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir og Gunnar Lúðvíksson. 

  Þau fjögur síðasttöldu eru ný í stjórn kjördæmafélagsins.  Við hinir voru endurkosnir með glæsibrag. 

  Ég hef ekki fréttir af því hvernig kosning fór í kjördæmafélagi Reykjavíkur suður. 

 


Hættulegustu óvinir Bretlands

óvinir
mbl.is Bresk nefnd aftur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri föndurhugmyndir

  Fyrir nokkrum dögum setti ég inn nokkrar góðar hugmyndir um það hvernig nýfátækir áður moldríkir Íslendingar geta grátið ofan í koddann og þess á milli stytt sér stundir í skammdeginu við að föndra úr fátæklegu hráefni ávaxta,  grænmetis og brauðs.   Þessu var tekið fagnandi og hér eru fleiri hugmyndir.  Kíkið á hinar hugmyndirnar í færslu hér rétt fyrir neðan:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/679124/

abcddabcabbbabbaabbbaabab

 


mbl.is Landsbanki í slæmum félagsskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræðan um "Stál og hníf"

  bubbimorthens

  Nýverið var haft eftir mér í Lesbók Morgunblaðsins að textinn "Stál og hnífur" sé illa ortur.  Þetta voru af minni hálfu sakleysisleg ummæli.  Ég var spurður að því hvaða íslenskar plötur væru ofmetnar af þeim sem jafnan tróna efst á listum yfir bestu plötur íslensku rokksögunnar. 

  Margir hrukku illa við ummæli mín og hafa sent mér kaldar kveðjur á blogginu.  Telja mig hafa ráðist að ósekju á höfundinn,  Bubba.  Jafnframt hafa sumir reynt að færa rök fyrir því að lagið sé gott.  Með ágætum árangri. 

  Gæði eða vankantar textans hafa lítið með ágæti lagsins að gera.  Lagið er vissulega magnað.  Auðlært til söngs og undirleiks.  Vinsæll rútubílasöngur og hvar sem brestur á með fjöldasöng.  Allir aldurshópar virðast kunna lagið og textann.  Samt efast ég um að margir skilji textann. 

  Þegar "Stál og hnífur" kom út á plötu 1980 var það hluti af íslensku pönkbyltingunni sem ýmist var og hefur verið kennd við Bubba eða "Rokk í Reykjavík".  Hugmyndafræðin var að kýla á hlutina.  Það var ekki verið að leggja upp með listræn fullkomin verk gerð af meistara höndum.  Pönkið var að hluta uppreisn gegn flóknu og þunglamalegu framsæknu (progressive) rokki,  fingrafimum hljófæraleikurum,  yfirlegu og "heavy pælingum".  Einnig gegn metnaðarlausu krákuðu poppi með bulltextum.  Í samanburði við "Diggy Liggy Ló" hljómaði "Stál og hnífur" jarðbundinn texti um raunveruleika íslensks farandverkafólks.   Hrár texti af þessu tagi 1980 og næstu ár féll vel að stemmningunni.  Pönkið og nýbylgjan hljómuðu að stóru leyti sem "demó" í flesta staði.  Það var bara flott.

  Engu að síður er "Stál og hnífur" ruglingslegur texti og hefur elst illa.  Öfugt við lagið sem er og verður sígilt.  Það á ekki að þurfa að kryfja textann línu fyrir línu til að sýna fram á það.  Nægilegt er að benda á rímið í síðasta erindinu þar sem orðið manna rímar á móti manna.

  Skoðun mín á textanum "Stál og hnífur" lýsir engri andúð á Bubba eða hans músík.  Eftir hann liggja 500 textar - eða svo - á plötum.  499 þeirra eru betri en "Stál og hnífur".  Ég hef alltaf verið jákvæður í skrifum út í Bubba og hans músík.  Ég á tugi platna með honum og hlusta oft á þær mér til skemmtunar.  Ólíklegt er að margir poppskríbentar hafi hlaðið Bubba jafn miklu lofi og ég þegar allt er saman tekið.  Þetta dreg ég fram til að það sé á hreinu að skoðun mín á textanum "Stál og hnífur" ræðst ekki af neikvæðri afstöðu til Bubba.  Alls ekki.  Ég hef jákvæða afstöðu til Bubba.  Kannski þess vegna tel ég mig vera í þeirri aðstöðu að viðra skoðun um það sem miður vel hefur tekist hjá hjá honum.  Líka vegna þess að ég veit að Bubbi þolir það án þess að taka því illa.   

  Á einu bloggi sá ég spurt hæðnislega hvort ég hafi ort texta.  Það kemur málinu ekkert við.  "Stál og hnífur" verður hvorki betri né verri texti hvort sem ég hef ort texta eða ekki.  Né heldur hvort ég hef ort lélegan eða góðan texta.  Þó það komi málinu ekki við þá hef ég ort marga texta.  Alla lélega.    

Stál og hnífur

AmollÞegar ég vaknaði um Dmollmorguninn
er þú Ekomst inn til Amollmín.
Hörund þitt eins og Dmollsilki
andlitiðE eins og Amollpostulín.

Við bryggjuna bátur vaggar Dmollhljótt,
í nóttE mun ég Amolldeyja.
Mig dreymdi dauðinn segði Dmollkomdu fljótt
það er svo Emargt sem ég ætla þérAmollsegja.

FEf ég drukkna, Cdrukkna í nótt,
Eef þeir mig Amollfinna.
Þú Fgetur komið Cog mig sótt
þá Evil ég á það Amollminna.

Stál og hnífur er Dmollmerki mitt
merki EfarandverkaAmollmanna.
Þitt var mitt og Dmollmitt var þitt
meðan ég Ebjó á meðal Amollmanna.


Veitingahús - umsögn

Londonlamb_vef 

Veitingahús:  IKEA

Réttur:  Helgarsteik

Verð:  595 krónur

Einkunn: *** af 5

  Sænska húsgagnaverslunin IKEA í Garðabæ býður þessa dagana upp á svokallaða helgarsteik.  Það er Londonlamb með grænum baunum,  rauðkáli,  sósu og kartöflum.  Í auglýsingum er gefið upp að kartöflurnar séu brúnaðar (sykraðar).  Í dag voru kartöflurnar þó aðeins vatnssoðnar.

  Vegna óvildar breskra stjórnvalda í garð Íslendinga síðustu daga er ótækt að kenna léttreykt lambið við London.  Við skulum frekar kalla það Frelsislamb (freedom lamb) eða Nýja lambið (sbr.  Nýi Glitnir,  Nýi Landsbankinn,  Nýja Kaupþing,  Nýja fjósið á Hvanneyri...). 

  Verðið á þessum helgarmat er til fyrirmyndar.  Skammturinn er líka vel útilátinn:  3 sneiðar og meðlætið ekki skorið við nögl. 

  Á unglingsárum snemma á áttunda áratugnum vann ég í álverinu í Straumsvík.  Vatnsbragð einkenndi svo gott sem hverja máltíð þar.  Ágætur matur út af fyrir sig en einkenndist af vatnsbragði stórs vinnustaðamötuneytis.  Skorti á alúð við matreiðsluna. 

  Helgarsteikin í IKEA ber sömu einkenni.  Það hefði munað um auglýstu brúnuðu kartöflurnar í stað hinna vatnskenndu soðnu kartaflna.  Rabbbarasulta hefði sömuleiðis hjálpað til að skerpa aðeins á bragðinu.  Kjötið var hinsvegar alveg ljómandi gott.  Temmilega reykt,  blessunarlega lítið salt og vel þétt.

  Umhverfið skiptir mig ekki máli.  Ódúkuð borð,  opið rými og vinnustaðalegur hráleiki. 

  Gaman var að heyra á næsta borði þegar hjón/foreldrar stóðu upp frá borði ásamt á að giska 12 ára dóttir og sú stutta sagði:  "Takk fyrir mig."

  Verra þótti mér að heyra til manns sem kom þarna með tvær stelpur á aldrinum 5 - 6 ára.  Ég heyrði ekki hvað stelpurnar sögðu en maðurinn sagði:  "Nei,  þið eruð ekkert svangar.  Þið fenguð pylsur í bílnum í morgun.  Munið þið ekki?  Farið og leikið ykkur í bangsahorninu á meðan ég fæ mér að borða."  Ég hef grun um að stelpurnar hafi viljað fá sér eitthvað í svanginn en kallinn ekki tímt að splæsa á þær.

Aðrar umsagnir um veitingahús:

- Langbest

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/648245

- Icelandic Fish & Chips 
- American Style
- Pítan
- Hrói höttur

Frábærar föndurhugmyndir

  Nú þegar dagskrárstjórar íslensku sjónvarpsstöðvanna eru í óða önn að raða rússneskum framhaldsþáttum inn í vetrardagskrána getur verið gott að kunna að föndra.  Hér fyrir neðan eru eru nokkrar bráðskemmtilegar hugmyndir.  Það besta er að fátækir Íslendingar geta borðað föndrið þegar hungrið sverfur að.

aaaaaabaaaaaabbaaaaaabbbbb aaaaabaaaaabbaaaaabbbbaaab


mbl.is Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blót í Laugardal á morgun (laugardag)

  erpurHilmar Örn

  Í ljósi óvinveittrar og niðurlægjandi framkomu breskra stjórnvalda í garð Íslendinga síðustu daga blása ásatrúarmenn til blóts við tjörnina (þvottalaugina) í Laugardal klukkan 17.00 á morgun (laugardag).  Allsherjargoðinn,  Hilmar Örn Hilmarsson,  mun senda Gordon Brown og félögum rammar kveðjur og fara með áhrínisorð ásamt því sem Erpur Eyvindarson (Blazroca) og Steindór Andersen rappa og kveða Bretana í kútinn.  Klárlega verður þetta góð skemmtun og þarft innlegg í umræðuna.  

  Guðirnir og allar góðar vættir blessi Íslendinga.  Já,  og Færeyinga í leiðinni.


mbl.is Bretar vorkenna Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blindir keppa í skotfimi

  Stevie_Wonder

  Blint fólk er mörgum hæfileikum búið sem fáfróður almenningur áttar sig ekki á.  Blindir Bandaríkjamenn hafa til að mynda bundist samtökum um að sniðganga nýja kvikmynd sem dregur upp neikvæða mynd af blindu fólki.  Fáir sækja bandarísk kvikmyndahús stífar en sumir blindir.  Blindi bandaríski söngvarinn Stevie Wonder á meira að segja einkakvikmyndahús.  Honum þykir svo gaman í bíó.  Stevie Wonder er einnig með flugpróf.  Hann flýgur svokallað blindflug.

  Í fyrradag kepptu blindir Færeyingar við sjáandi í skotfimi.  Ég veit ekki hver úrslut urðu önnur en þau að sá blindi er stóð sig best hitti 48 sinnum í mark af 50.  Hann þakkar góðri heyrn hittni sína.


Allir voru þátttakendur í veislunni

afléttari íslands

  Ó,  þeir gömlu góðu dagar þegar Íslendingar voru aðal töffararnir.  Það var sama hvað hlutirnir kostuðu.  Upphæðin skipti ekki máli.  Það eina sem skipti máli var að gera hlutina með nógu miklum stæl.  Toppa allt og alla og hvergi gefið eftir.  Hér er topp 13 listinn yfir flottheitin:

*   Hannes Smárason og Jón Ásgeir í Gumball kappakstrinum.

*   Tom Jones að syngja fyrir veislu útrásarvíkinga um áramót í London.

*   Elton John í afmæli Ólafs Ólafssonar.

*   Existabræður á þyrlunni að kaupa pylsu.

*   Þegar Fréttablaðið kaus Hannes Smárason sem markaðsmann ársins.

*   50cent í partíi Björgólfs yngri í Karíbahafinu.

*   Tónleikar Stuðmanna í Albert Hall.

*   Galaveisla Glitnis í Laugardalshöll.

*    Þegar forseti Íslands veitti Baugi útflutningsverðlaun forsetans.  Jafnvel þótt Baugur flytji ekkert út, nema fjármagn.

*   Kynningarfundurinn í London þegar næstum því var búið að selja
orkulindirnar í hendurnar á Hannesi, Jóni Ásgeiri og Bjarna Ármannssyni.

*   Partíin  á Thee Vikings snekkjunni.

*   Uppboðið þar sem selt var ómálað verk eftir Hallgrím Helgason fyrir 20
milljónir.

*   Laugardagarnir í stúkum íslensku bankanna og fjármálafyrirtækjanna á
enskum knattspyrnuvöllum.

Þú varst ekki viðstödd/staddur en færð samt að vera þátttakandi í leiknum með því að borga fyrir hann..


mbl.is Allir eru sekir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.