22.4.2018 | 02:13
Bestu og verstu bílstjórarnir
Breskt tryggingafélag, 1st Central, hefur tekiđ saman lista yfir bestu og verstu bílstjórana, reiknađ út eftir starfi ţeirra. Niđurstađan kemur á óvart, svo ekki sé meira sagt. Og ţó. Sem menntađur grafískur hönnuđur og skrautskriftarkennari hefđi ég ađ óreyndu getađ giskađ á ađ myndlistamenn og hverskonar skreytingafólk vćru öruggustu bílstjórarnir. Sömuleiđis mátti gefa sér ađ kóksniffandi verđbréfaguttar vćru stórhćttulegir í umferđinni, rétt eins og í vinnunni.
Bestu bílstjórarnir
1. Myndlistamenn/skreytingafólk
2. Landbúnađarfólk
3. Fólk í byggingariđnađi
4. Vélvirkjar
5. Vörubílstjórar
Verstu bílstjórarnir
1. Verđbréfasalar/fjármálaráđgjafar
2. Lćknar
3. Lyfsalar
4. Tannlćknar
5. Lögfrćđingar
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
19.4.2018 | 04:23
Enn eitt fćreyska lagiđ slćr í gegn
Frá 2002 hefur fjöldi fćreyskra tónlistarmanna notiđ vinsćlda á Íslandi. Ţar af hafa margir komiđ lögum sínum hátt á vinsćldalista Rásar 2. Í fljótu bragđi man ég eftir ţessum:
Hljómsveitin TÝR
Eivör
Brandur Enni
Hljómsveitin MAKREL
Högni Lisberg
Jógvan
Boys in a Band
Eflaust er ég ađ gleyma einhverjum. Núna hefur enn eitt fćreyska lagiđ stokkiđ upp á vinsćldalista Rásar 2. Ţađ heitir "Silvurlín". Flytjandi er Marius Ziska. Hann er Íslendingum ađ góđu kunnur. Hefur margoft spilađ hérlendis. Jafnframt flutti hann ásamt Svavari Knúti lagiđ "Ţokan" 2013. Ţađ fór ofarlega á vinsćldalista Rásar 2. Rétt eins og lagiđ "You and I" sem Kristina Bćrendsen söng međ Páli Rózinkrans í fyrra.
"Silfurlín" er í 12. sćti vinsćldalistans ţessa vikuna. Sjá HÉR
Uppfćrt 22.4.2018: "Silfurlín" stökk úr 12. sćti upp í 4. í gćr.
Tónlist | Breytt 22.4.2018 kl. 15:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2018 | 00:04
Drekkur ţú of mikiđ vatn?
Vatn er gott og hollt. Einhver besti drykkur sem til er. Viđ Íslendingar erum svo lánssamir ađ eiga nóg af góđu drykkjarvatni úr krana. Fćstir jarđarbúa eru svo heppnir. Ţeim mun einkennilegra er ađ Íslendingar skuli ţamba daglega litađ sykurleđjuvatn í sama mćli og Bandaríkjamenn.
Samkvćmt prófessor í Árhúsum í Danmörku (www.samvirke.dk) er of mikil vatnsdrykkja jafn varasöm og of lítil vatnsdrykkja. Of mikil vatnsdrykkja getur sett svo mikiđ álag á nýrun ađ hún valdi vatnseitrun. Ţig svimar, fćrđ krampa, verđur máttlaus og í versta tilfelli deyrđ. Sjaldgćft en gerist ţó árlega.
Ţumalputtareglan er sú ađ drekka ekki meira vatn en sem nemur 1/30 af líkamsţyngd. 60 kílóa manneskju hentar ađ drekka 2 lítra af vökva á dag. 90 kg manneskju hentar ađ drekka 3 lítra. Viđ útreikninginn er brýnt ađ taka međ í reikninginn allan vökva. Ekki ađeins vatn. Líka vökvarík fyrirbćri á borđ viđ súpur, te, agúrkur, tómata og jarđarber.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
13.4.2018 | 02:11
Reykvískur skemmtistađur flytur til Benidorm
Um árabil var Ob-la-di Ob-la-da einn áhugaverđasti skemmtistađur landsins. Hann var stađsettur á Frakkastíg. Alltaf trođfullt út úr dyrum. Iđulega komust fćrri inn en vildu. Sérstađa stađarins var ađ ţar spiluđu ţekktir tónlistarmenn lög úr smiđju Bítlanna. Einungis Bítlalög. Ekkert nema Bítlalög. Sjaldnast í upprunalegum útsetningum. Samt stundum í bland.
Bassaleikarinn Tómas heitinn Tómasson hélt utan um dagskrána. Hann var jafnframt fasti punkturinn í hljómsveitunum sem komu fram, hvort sem ţćr kölluđust Bítladrengirnir blíđu eđa eitthvađ annađ. Međal annarra sem skipuđu húshljómsveitina ýmist fast eđa lauslega voru gítarleikararnir Magnús R. Einarsson, Eđvarđ Lárusson, Gunnar Ţórđarson; trommuleikarinn Ásgeir Óskarsson; söngvararnir Andrea Gylfadóttir, Egill Ólafsson og Kormákur.
Ađ degi til um helgar spilađi Andrea Jónsdóttir vel valin Bítlalög af hljómplötum. Alltaf var rosalega gaman ađ kíkja á Ob-la-di. Útlendir Bítlaađdáendur sóttu stađinn. Ţar á međal Mike Mills úr bandarísku hljómsveitinni R.E.M. Hann tróđ upp međ húshljómsveitinni. Mig rámar í ađ Yoko Ono hafi kíkt inn. Líka gítarleikari Pauls McCartneys.
Svo kom reiđarslagiđ. Lóđareigendur reiknuđu út ađ arđvćnlegt yrđi ađ farga húsinu og reisa í stađinn stórt hótel. Ob-la-di var hent út. Um nokkra hríđ stóđ til ađ Ob-la-di myndi flytja upp í Ármúla 5 í húsnćđi sem ţá hýsti frábćran skemmtistađ, Classic Rock.
Leikar fóru ţannig ađ kínverskt veitingahús keypti Classic Rock. Ţá var ekki um annađ ađ rćđa en kanna möguleika á Spáni. Í morgun skrifađi eigandi Ob-la-di, Davíđ Steingrímsson, undir húsaleigusamning í Benidorm. Innan nokkurra vikna opnar Ob-la-di á ný. Ađ ţessu sinni í Benidorm.
Ob-la-di er ekki fyrsti íslenski skemmtistađurinn sem flytur búferlum til útlanda. Fyrir nokkrum árum flutti heimsfrćgur skemmtistađur, Sirkus, frá Klapparstíg til Ţórshafnar í Fćreyjum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2018 | 02:34
Gjaldfrjáls tónlistarkennsla í Fćreyjum
Um síđustu aldamót urđu meiriháttar umskipti í fćreyskri tónlist. Svo afgerandi ađ viđ getum talađ um byltingu. Í stađ ţess ađ herma eftir frćgum útlendum hljómsveitum komu fram á sjónarsviđ hljómsveitir á borđ viđ Ivory, Clickhaze og Yggdrasil, sóló-söngkonan Eivör og Teitur. Ţau spiluđu frumsamda músík á eigin forsendum án eftirhermu. Já, Eivör var reyndar söngkona Ivory, Clickhaze og Yggdrasil. Međ Ivory söng hún djass. Međ Clickhaze söng hún trip-hopp. Međ Yggdrasil söng hún spunadjasskennt heimspopp (world music). Sem sóló söng hún vísnatónlist međ djasskeim og ţjóđlegum fćreyskum kvćđasöng. Fram til ţessa ţótti ungum Fćreyingum gamli kvćđasöngurinn hallćrislegur. En Eivör var svo töff ađ hún gerđi hann töff. Varđ međal annars ţungarokkshljómsveitinni Tý innblástur til ađ dusta rykiđ af hringdanskvćđinu "Orminum langa" og ţungarokksvćđa ţađ. Međ ţeim árangri ađ ţađ varđ vinsćlasta lagiđ í Fćreyjum og á Íslandi 2002.
Fram ađ tónlistarbyltingunni um aldamótin var Fćreyingum fjarlćg hugsun ađ hćgt vćri ađ lifa á tónlist. Ennţá fjarlćgara ađ hćgt vćri ađ spila utan Fćreyja. Kúvending varđ á. Fjöldi fćreyskra hljómsveita og tónlistarmanna er atvinnumenn í faginu í dag. Ţeir selja mun fleiri plötur í útlöndum en í Fćreyjum. Ruđningsáhrif eru töluverđ á ađrar atvinnugreinar. Ekki síst ferđamannaiđnađ. Heimsfrćgđ fćreyskra tónlistarmanna dregur allt upp ađ 7500 á árlega rokkhátíđ, G!Festival, í Götu á Austurey. Einnig á Ólavsvökukonsertinn á Ólavsvöku og fleiri tónlistarhátíđir. Eivör hefur náđ toppsćti á vinsćldalistum í Noregi, Danmörku og Íslandi auk Fćreyjum. Týr náđi 1. sćti norđur-ameríska vinsćldalistans CMJ (mćlir spilun í framahldsskólaútvarpsstöđvum í Bandaríkjunum og Kanada).
Fćreyskir ráđamenn hafa áttađ sig á mikilvćgi fćreyskrar tónlistar. Nú hefur fćreyska ríkiđ gert 3ja ára samning viđ franska nettónlistarskólann Meludia. Allir Fćreyingar fá ókeypis ađgang ađ honum. Ţar lćra ţeir ađ lesa tónlist, skrifa tónlist og skilja tónlist. Jafnt leikmenn sem fagmenn. Allt kennsluefniđ verđur á fćreysku. Sjá: https://www.meludia.com/
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
9.4.2018 | 00:42
Íslendingur rćndur
Ţađ er ekki vel faliđ leyndarmál ađ norskur ţrjótur stal rammíslensku lagi í aldarbyrjun. Sá ósvífni heitir Rolf Lövland. Höfundur lagsins heitir Jóhann Helgason. Á íslensku heitir lagiđ "Söknuđur". Ţađ kom fyrst út á hljómplötu međ Villa Vill 1977. Norski ţjófurinn kallar ţađ "You Raise Me Up".
Stuldurinn nćr yfir rösklega 97% af laginu. Aukaatriđi er ađ ţjófurinn eignađist snemma kassettu međ laginu og dvaldi á Íslandi um hríđ.
Margir hafa sungiđ lagiđ inn á plötu međ enska texta ţjófsnauts ţjófsins. Ţeir hafa í grandaleysi skráđ lagiđ á ţjófinn. Hann hefur rakađ inn risaupphćđum í höfundarlaun.
Höfundurinn, Jóhann Helgason, hefur til áratuga stađiđ í stappi viđ ađ fá höfundarrétt sinn á laginu viđurkenndan. Enda lag hans harla gott. Vandamáliđ er ađ ţjófurinn ţráast viđ ađ viđurkenna sök. Er ađ auki studdur af útgefanda sínum, Universal stórveldinu.
Í ţessari stöđu kosta málaferli til ađ fá leiđréttan höfundarrétt 150 milljónir eđa svo. Farsćll íslenskur lagahöfundur á ekki ţá upphćđ í vasanum. Leitađ hefur veriđ til margra ára ađ fjárfestum. Án árangurs. Sú leiđ er eiginlega fullreynd.
Eigum viđ, íslenska ţjóđ, sem fámennt samfélag ađ leyfa útlendum ţjófi ađ stela einni bestu lagaperlu okkar? Njóta heiđurs fyrir gott lag og raka inn milljónum króna í höfundargreiđslum?
Vegna ţess ađ einstaklingsframtakiđ hefur brugđist í málinu verđur ađ skođa ađra möguleika. Viđ ţurfum ađ leggja höfuđ í bleyti og finna ţá möguleika. Einn möguleikinn er ađ lífeyrissjóđir fjárfesti í málaferlunum. Áhćttan er lítil og minni en margar ađrar fjárfestingaleiđir sem ţeir hafa valiđ.
Annar möguleiki en krítískari er ađ íslenska ríkiđ - eitthvađ ráđuneytiđ - blandi sér snöfurlega í máliđ. Bregđist af hörku viđ ađ vernda íslenska hagsmuni. Yfirgnćfandi líkur eru á ađ máliđ vinnist. Útlagđur kostnađur verđur ţá greiddur af Universal ţegar upp er stađiđ. Risaháar höfundargreiđslur munu ađ auki koma á vćngjum inn í íslenska hagkerfiđ.
Fleiri uppástungur óskast.
Sem öfgamađur í músíksmekk kvitta ég undir ađ kammerútsetning Villa Vill á laginu sé til fyrirmyndar. Útlendu útfćrslurnar eru viđbjóđur.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2018 | 02:19
Íslenskst fönk á vinsćlustu netsíđunni
Stćrsta og vinsćlasta vinylplötunetsíđa heims er breska The Vinyl Factory Limited. Hún er miđpunktur heimsins í umrćđu um vinylplötur. Á dögunum brá svo viđ ađ ţar birtist yfirgripsmikil umfjöllun/samantekt um sjaldgćfar íslenskar fönk-vinylplötur. Fyrirsögnin er "Frozen soul picnic: The hunt for Iceland´s forgotten funk records".
Heimildarmađur umfjöllunarinnar er fćddur á Íslandi en starfandi plötusnúđur og útvarpsmađur í Bandaríkjunum. Hann gegnir nafninu DJ Platurn. Á síđunni er hćgt ađ spila rösklega 43ja mínútna samantekt hans á íslensku fönki. Skemmtilegt dćmi. Jafnframt eru 8 íslenskar plötur kynntar međ ítarlegum texta.
Skilgreining DJ Platurn á fönki er víđari en mín. Samt. Gaman ađ ţessu. Sjá HÉR
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
3.4.2018 | 03:53
Músíktilraunir blómstra sem aldrei fyrr
Músíktilraunir eru eitt besta fyrirbćri í íslenskri tónlist. Ţćr eru útungunarvél frjósamrar tónlistarflóru nýliđa. Ađ vísu hafa vinningshljómsveitir ekki alltaf veriđ upp á marga fiska. Allt í lagi međ ţađ. Ađrar hljómsveitir í Músíktilraunum hafa ţá veriđ ţeim mun áhugaverđari.
Fyrstu Músíktilraunir voru 1982. Ţá sigrađi hljómsveitin Dron. Ţunnur ţrettándi. Skemmti mér samt vel viđ ađ fylgjast međ keppninni.. Sem og nćstu ár. Ég sótti öll kvöld Músíktilrauna árum saman. Svo fćrđist aldurinn yfir. Undanfarin ár hef ég látiđ nćgja ađ fylgjast međ úrslitakvöldi í útvarpi og sjónvarpi. Mjög gaman. Síđustu Músíktilraunir sem ég fylgdist međ frá upphafi til enda var 2002. Ég fćrđi mig svo yfir til fćreyska systurfyrirbćrisins Sements.
Lengst af voru Músíktilraunir karllćgar. Mjög karllćgar. Af tugum hljómsveita sem öttu kappi var sjaldnast ađ finna fleiri en eina eđa tvćr stelpur. Ađ vísu komu, sáu og sigruđu kvennasveitir 1983 (Dúkkulísur) og 1992 (dúndurflott Kolrassa krókríđandi). 2004 var röđin komin ađ hinni frábćru hljómsveit Mammút. Helmingur liđsmanna var og er kvenkyns. Nú fór ađ fćrast fjör í leikinn:
- Sigurvegari Músíktilrauna 2010 var hljómsveit Nönnu Bryndísar, Of Monsters and Men. Framhald á sólódćmi hennar, Songbird.
- Sigurvegari Músíktilrauna 2011 var tríóiđ Samaris, skipađ tveimur stelpum og einum gutta.
- Sigurvegari Músíktilrauna 2013 var hljómsveitin Vök; međ í fararbroddi hljómborđsleikarann, gítarleikarann og söngkonuna Margréti Rán.
- Sigurvegari Músíktilrauna 2016 var Garđabćjar-pönkbandiđ Hórmónar. Meirihluti liđsmanna stelpur.
- Sigurvegari Músíktilraun 2017 var vestfirski stelpnadúettinn Between Mountains.
- Sigurvegari Músíktilrauna í ár er kvennasveitin Ateria.
Mér segir svo hugur ađ námskeiđin "Stelpur rokka" eigi stóran ţátt í stórtćkri og árangursríkri ţátttöku kvenna í Músíktilraunum á síđustu árum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2018 | 04:42
Nauđsynlegt ađ vita
Íslendingar sćkja í vaxandi mćli sólarstrendur út um allan heim. Ađallega sunnar á hnettinum. Vandamáliđ er ađ mannćtuhákarlar sćkja líka sumar af ţessum ströndum. Mörg góđ manneskjan hefur tapađ fćti eđa hendi í samskiptum viđ ţá.
Hlálegt en satt; ađ hákarlinn er lítiđ sem ekkert fyrir mannakjöt. Hann sér allt óskýrt. Ţegar hann kemur sínu sjódapra auga á manneskju ţá heldur hann ađ ţar sé selur. Hann elskar selspik. Eins og ég.
Hákarl er lélegur í feluleik. Hann fattar ekki ađ ţegar hann syndir nćrri yfirborđi sjávar ţá stendur uggi upp úr. Ţetta skiptir ekki máli gagnvart selum sem synda neđansjávar. Manneskja sem kemur auga á hákarlsugga tekur hinsvegar eftir ógninni. Verstu viđbrögđ eru ađ taka hrćđslukast og sprikla í átt ađ landi. Ţađ vekur ađeins athygli hákarlsins og espar hann upp. Hann heldur ađ ţar sé selur ađ reyna undankomu. Stekkur á bráđina og fćr sér bita.
Í ţessum kringumstćđum hefur manneskjan tvo betri kosti en flótta. Önnur er ađ grípa um sporđ ókindarinnar og hlaupa međ hana snaröfuga upp í strönd. Hún kemur engum vörnum viđ. Sveigjanleiki skrokksins er svo takmarkađur.
Hin ađferđin er ađ ríghalda kvikindinu kjurru. Hákarl drukknar umsvifalaust ef hann er ekki á stöđugri hreyfingu.
Vísindi og frćđi | Breytt 2.4.2018 kl. 18:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2018 | 05:30
Óhlýđinn Fćreyingur
Fćreyingar eru löghlýđnasta ţjóđ í heiminum. Engu ađ síđur eru til undantekningar. Rétt eins og í öllu og allsstađar. Svo bar til í síđustu viku ađ 22ja ára Fćreyingur var handtekinn í Nuuk, höfuđborg Grćnlands, og fćrđur á lögreglustöđina. Hann er grunađur um íkveikju. Ekki gott. Lögreglan sagđi honum ađ hann yrđi í varđhaldi á međan máliđ vćri rannsakađ. Ţess vegna mćtti hann ekki yfirgefa fangelsiđ. Nokkru síđar var kallađ á hann í kaffi. Engin viđbrögđ. Viđ athugun kom í ljós ađ hann hafđi óhlýđnast fyrirmćlum. Hafđi yfirgefiđ lögreglustöđina.
Í fyrradag var hann handtekinn á ný og fćrđur aftur í varđhald. Til ađ fyrirbyggja ađ tungumálaörđugleikar eđa óskýr fyrirmćli spili inn í var hann núna spurđur ađ ţví hvort ađ honum sé ljóst ađ hann megi ekki yfirgefa stöđina. Hann játađi ţví og er ţarna enn í dag.
Löggćsla | Breytt 29.3.2018 kl. 13:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
24.3.2018 | 00:08
Enn stendur slagur á milli Bítla og Stóns
Á sjöunda áratugnum sló breska hljómsveitin Bítlarnir (The Beatles) í gegn á heimsmarkađi. Rćkilega. Svo rćkilega ađ hvert met var slegiđ af öđru. Met sem mörg standa enn hálfri öld síđar. Met sem aldrei verđa jöfnuđ.
Dćmi: Ef undan er skilin fyrsta smáskífa Bítlanna, "Love me do", fóru allar ađrar smáskífur ţeirra og stórar plötur í 1. sćti breska vinsćldalistans og síđar ţess bandaríska.
Voriđ 1964 áttu Bítlarnir 5 söluhćstu lög á bandaríska vinsćldalistanum. Í árslok reyndust 6 af hverjum 10 seldum plötum ţađ ár í Bandaríkjunum vera Bítlaplötur.
Ţegar Bítlarnir héldu í hljómleikaferđ til Bandaríkjanna urđu uppţot fastur liđur. Hljómleikasalurinn tók kannski 5000 eđa 7000 manns. En allt upp í 50 ţúsund reyndu ađ kaupa miđa. Ţeir sem ekki náđu miđum gengu berserksgang. Grenjuđu eins og kornabörn, brutu rúđur og unnu önnur eignaspjöll. Allt upp ađ 240 manns á dag voru fluttir stórslasađir á slysavarđstofu. Í ţađ minnsta tífalt fleiri voru lemstrađir án ţess ađ leita á náđir sjúkrahúsa.
Lögreglan réđi ekki viđ ástandiđ. Ţetta var neyđarástand. Lausn fólst í ţví ađ fćra hljómleika Bítlanna úr hljómleikahöllum yfir í íţróttaleikvangi. Ţeir rúma marga tugi ţúsunda gesti. Jafnvel uppfyrir 50 ţúsund. Allsstađar uppselt.
Ţetta var nýtt: Ađ hljómleikar vćru haldnir á íţróttaleikvangi. Hljóđkerfi íţróttaleikvanganna var ömurlegt og ekki hannađ fyrir tónlist. Skipti engu. Áheyrendur voru mćttir til ađ sjá Bítlana og öskra.
Hvar sem Bítlana bar niđur mćttu ţúsundir á flugvöllinn til ađ berja ţá augum. Í Ástralíu spannađi hópurinn 15 kílómetra svćđi. Kvartmilljón manns!
Ein hljómsveit komst međ tćr ţar sem Bítlarnir höfđu hćla. Ţađ var the Rolling Stones. Fjölmiđlar stilltu almenningi upp viđ vegg og spurđu: "Hvort ertu Bítill eđa Stónsari?" Í uppstillingunni voru Bítlarnir snotrir, snyrtilegir og settlegir sćtabrauđspopparar en Stónsarar ófríđir, ruddalegir og hćttulegir blús-rokkarar.
Almenningur vissi ekki ađ um snjalla sviđssetningu var ađ rćđa. Í raunveruleika voru ţađ Bítlarnir sem uppgötvuđu the Rolling Stones; komu ţeim á plötusamning, sömdu fyrir ţá fyrsta smellinn og kenndu ţeim ađ semja lög. Togstreita á milli hljómsveitanna var tilbúningur. Ţćr störfuđu náiđ saman. Sendu aldrei frá sér lög eđa plötur á sama tíma. Ţess var gćtt ađ ţćr felldu ekki lag eđa plötu hvorrar annarrar úr 1. sćti.
Bítlahljómsveitin leystist upp 1969. Stóns er hinsvegar enn í fullu fjöri. Ein lífseigasta hljómsveit sögunnar. Í fyrra var hún söluhćsta hljómleikahljómsveit heims - eins og svo oft áđur. Númer 2 var bítillinn Paul McCartney. Samanburđurinn er ekki alveg sanngjarn. Einn sólóbítill á móti rótgróinni hljómsveit. Langt ţar á eftir var í 3ja sćti nýstirniđ drepleiđinlega Ed Sheeran.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (27)
22.3.2018 | 07:46
Ţađ er svo undarlegt međ augabrúnir
Augabrúnir eru til prýđis. Ţćr hjálpa til viđ ađ ramma andlitiđ inn. Jafnframt gegna ţćr ţví göfuga hlutverki ađ hindra ađ sviti bogi niđur enni og ofan í augu.
Konur hafa löngum skerpt á lit augabrúnna. Á síđustu árum er algengt ađ ţćr láti húđflúra augabrúnastćđiđ. Ţađ er flott. Í sunnanverđum Bandaríkjunum eru konur kćrulausari međ ţetta. Ţćr eru ekkert ađ eltast viđ augabrúnastćđin af nákvćmni. Iđulega raka ţćr af sér augabrúnirnar og láta húđflúra augabrúnir uppi á miđju enni. Eđa stílisera lögun augabrúnna á annan hátt. Fögnum fjölbreytni!
19.3.2018 | 01:59
Hvenćr er sumarfrí SUMARfrí?
Á eđa í Smáratorgi eru tveir ljómandi góđir matsölustađir. Annar er asískur. Ţar er hćgt ađ blanda saman allt ađ ţremur réttum. Einhverra hluta vegna er ţađ 100 krónum dýrara en ađ blanda saman tveimur réttum. Ódýrast er ađ kaupa ađeins einn rétt. Engu ađ síđur er eins réttar skammturinn alveg jafn stór og ţriggja rétta máltíđin. Verđiđ ćtti ţess vegna ađ vera hiđ sama.
Hinn veitingastađurinn heitir Food Station. Margir rugla honum saman viđ Matstöđina vestast í Kópavogi. Nöfnin eru vissulega lík. Annađ ţó ţjóđlegra. Ţessa dagana er Food Station lokuđ. Á auglýsingatrönu fyrirtćkisins stendur: "Lokađ vegna sumarleyfa frá 15. mars til 4. apríl". Í mínum huga er ekkert sumarlegt viđ mars. Sumardagurinn fyrsti er ekki fyrr en 19. apríl. Hann er meira ađ segja of snemma. Myndi heita vordagurinn fyrsti ef ekki vćri nokkru áđur frjósemishátíđ vorsins, kennd viđ frjósemisgyđjuna Easter (páskar).
17.3.2018 | 06:25
Samgleđjumst og fögnum!
Aldrei er hćgt ađ gera Íslendingum til hćfis. Stöđugt er kvartađ undan lágum launum, lélegri sjónvarpsdagskrá og öđru sem skiptir máli. Nú beinist ólund ađ Neinum fyrir ţađ eitt ađ forstjórinn náđi ađ hćkka laun sín um 20,6% á milli ára.
Ađ óreyndu mátti ćtla ađ landsmenn samfögnuđu forstjóranum. Ţađ vćri gleđifrétt ađ eigendur Neins - lífeyrissjóđirnir og lífeyrissjóđsfélagar - hefđu efni á ađ borga honum nćstum 6 milljónir á mánuđi (ţrátt fyrir hratt minnkandi hagnađ olífélagsins undir stjórn ódýra forstjórans). En ónei. Í samfélagsmiđlum og heitum pottum sundlauga hvetja menn hvern annan til ađ sniđgöngu. Međ ţeim árangri ađ um ţessar mundir sjást fáir á ferli viđ bensínstöđvar fyrirtćkisins. Eiginlega bara hálaunamenn, svo sem stjórnarmenn lífeyrissjóđanna.
Svo verđur ţetta gleymt eftir helgi.
![]() |
Allir fái sömu hćkkun og forstjórinn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt 18.3.2018 kl. 11:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
15.3.2018 | 03:42
Hvađa áhrif hefur tónlist?
Nútímatćkni heilaskanna og allskonar grćja hafa stađfest ađ tónlist hefur gríđarmikil áhrif á okkur. Ţađ var svo sem vitađ fyrir. Bara ekki mćlt međ myndum af starfsemi heilans.
Gamlar rannsóknir leiddu í ljós ađ sérútfćrđ músík spiluđ í stórmörkuđum getur aukiđ sölu um fjórđung. Ţađ er rosalega mikiđ.
Hver og einn einstaklingur ţekkir ađ músík hefur áhrif. Sum lög koma okkur í gott stuđ. Önnur framkalla angurvćrđ. Enn önnur framkalla minningar.
Ţegar hlustađ er á músík verđur virkni heilans mikil. Ţar á međal heilastöđvar sem hafa ađ gera međ athyglisgáfu, námsgetu, minni og framtíđaráform.
Tónlist kemur umsvifalaust af stađ öflugri framleiđslu á vellíđunarbođefninu dópamín. Ţađ og fleiri bođefni heilans eru á viđ öflug verkjalyf og kvíđastillandi. Eru ađ auki örvandi gleđigjafar og efla varnarkerfi líkamans svo um munar. Til viđbótar bćtist viđ framleiđsla á hormónum sem einnig efla varnarkerfi líkamans.
Sjúklingar sem hlusta á sína uppáhaldsmúsík áđur en ţeir gangast undir uppskurđ framleiđa hormóniđ cortisol. Ţađ eyđir áhyggjum og streitu.
Ţegar hlustađ er á uppáhaldstónlist ţá verđa viđhorf gagnvart öđrum jákvćđari. Fólk verđur félagslyndara. Finnur jafnvel fyrir sterkri löngun til ađ bjóđa upp í dans.
Börn sem lćra á hljóđfćri stćkka ţann hluta heilans sem hefur ađ gera međ sköpunargáfu í víđtćkustu merkingu. Sú er ástćđan fyrir ţví ađ flestir tónlistarmenn eru jafnframt áhugasamir um ađrar listgreinar. Bítlarnir eru gott dćmi. John Lennon var myndlistamađur og rithöfundur. Paul McCartney var áhugateiknari og sendi frá sér teiknimyndabók. George Harrison var međ leiklistadellu og gaf út kvikmyndir Monthy Pyton. Ringo Starr var einnig međ leiklistadellu. Hann lék í fleiri kvikmyndum en Bítlamyndum. John Lennon sagđi ađ ef liđsmenn Bítlanna hefđu ekki náđ saman á réttu augnabliki og á réttum forsendum ţá hefđi ađeins Ringo náđ ađ spjara sig. Hann vćri ţađ hćfileikaríkur leikari.
Hćgur taktur tónlistar lćkkar blóđţrýsting. Hún er einnig besta međal gegn mígreni og höfuđverk. Meira en ţađ: Hlustun á uppáhaldstónlist dregur mjög svo verulega úr flogaköstum veikra. Músíkástríđa mín sem barns kvađ niđur flogaveikiköst (ţau voru af gerđ sem kallast drómasýki).
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
12.3.2018 | 06:56
Vikublađ kvatt
Bretar eiga allra ţjóđa mestri velsćld ađ fagna í tónlist. Miđađ viđ höfđatölu selja breskir tónlistarmenn mest allra á heimsmarkađi. Ţessi litla 60 milljón manna ţjóđ telur langt innan viđ 1% af jarđarbúum en á stóran hluta af söluhćstu tónlistarmönnum heims og söluhćstu plötum heims. Ţar af er skammlífa hljómsveitin Bítlarnir söluhćst allra flytjenda heims. Hafa selt á annan milljarđ eintaka platna. Neđar á lista en í sćti 5, 6 og 7 eru í ţessari röđ Bretarnir Elton John, Led Zeppelin og Pink Floyd.
Um síđustu aldamót útnefndu helstu fjölmiđlar heims Bretann John Lennon sem merkasta tónlistarmann síđustu aldar. Munađi ţar mestu um ađ hljómsveit hans, Bítlarnir, stal senunni á fyrri hluta sjöunda áratugnum og stýrđi tónlistarheimi alţjóđar fram yfir virkan feril sem lauk haustiđ 1969. Fjöldi breskra hljómsveita flćddi í kjölfar Bítlanna yfir heimsbyggđina. Flóđiđ gekk undir nafninu "Breska innrásin".
Heimsvinsćldir breskrar tónlistar urđu til ţess ađ bresk tónlistartímarit fóru á flug. Ţau höfđu ekki undan ađ svala ţorsta tónlistarunnenda í umfjöllun, fréttir og viđtöl viđ breskar poppstjörnur. Lengi voru gefin út fjögur hnausţykk tónlistarvikublöđ í dagblađabroti: Melody Maker, New Musical Express, Sound og Record Mirror - ásamt fjölda hálfsmánađar- og mánađarritum á glanspappír.
Ţegar pönkiđ og nýbylgjan tóku yfir á seinni hluta áttunda áratugarins og frameftir ţeim níunda gekk blöđunum misvel ađ fóta sig í breyttum heimi. Sérstađa Record Mirror lá í léttpoppslagsíđu. Sérstađa Sound lá í ţungarokkslagsíđu. Hvorugt skorađi hátt hjá pönkkynslóđinni. Ţessi blöđ náđu ţó ađ tóra löskuđ fram á tíunda áratug. Melody Maker var íhaldsamt. Var upphaflega djasstímarit en náđi ađ skipta um gír ţegar Bítlaćđiđ skall á. Ţorđi ekki ađ skipta jafn afgerandi um gír í pönkbyltingunni. Tók skrefiđ til hálfs. Náđi ađ halda haus fram til ársins 2000. NME var hinsvegar í essinu sínu. Blađiđ var fyrst til ađ gera rćkilega úttekt á pönkinu. Á meira ađ segja heiđurinn af ţví ađ gefa - haustiđ 1976 - nýju bresku rokkhreyfingunni nafniđ pönk. Fram ađ ţví voru nýju hljómsveitirnar (Sex Pistols, The Clash, The Damned, The Buzzcocks...) međ vandrćđagangi ýmist skilgreindar sem "einhverskonar" pöbbarokkarar eđa glamrokkarar. Sem ţćr voru hvorugt.
Fyrir pönkbyltinguna var NME opnast allra poppblađa fyrir nýjum hljómsveitum og nýjum straumum. Naut sín í botn í umróti nýbylgjunnar. Varđ söluhćsta breska tónlistartímaritiđ. Náđi ađ selja á fjórđa hundrađ ţúsund eintaka af hverju tölublađi.
Nú hafa útgefendur NME tilkynnt ađ prentútgáfunni verđi hćtt. Ástćđan er "of hár" prentkostnađur, samdráttur í auglýsingum í prentmiđlum og ađ framtíđin liggi í netmiđlum. Já, NME blómstrar sem netmiđillinn www.nme.com. En ţađ er eftirsjá af prentmiđlinum. Ég var áskrifandi til kannski 20 ára eđa svo. Utan áskriftar keypti ég blađiđ oft í lausasölu. Ţó ađ fátt sé um ferskar nýjungar í tónlist á ţessari öld ţá er nýtt ađ fylgjast međ NME ađeins á netinu. Ţađ var spes stemmning ađ lesa pappírinn.
Tónlist | Breytt 13.3.2018 kl. 18:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
8.3.2018 | 02:31
Einkennilegt mál skekur Fćreyjar
Glćpir eru fátíđir í Fćreyjum. Helst ađ Íslendingar og ađrir útlendingar séu til vandrćđa ţar. Sömuleiđis eru Fćreyingar óspilltasta ţjóđ Evrópu. Ađ auki fer lítiđ fyrir eiturlyfjaneyslu. Í einhverjum tilfellum laumast ungir Fćreyingar til ađ heimsćkja Kristjaníu í Kaupmannahafnarferđ og fikta viđ kannabis. Einstaka mađur.
Í ljósi ţessa er stórundarlegt mál komiđ upp í Fćreyjum. Ţađ snýr ađ virtum ţingmanni, sveitarstjórnarmanni í Tvöreyri og lögregluţjóni. Sá heitir Bjarni Hammer. Hann hefur nú sagt af sér embćttum. Ástćđan er sú ađ hann reyndi ađ selja ungum stúlkum hass.
Bjarni var lögţingsmađur Jafnađarmannaflokksins. Önnur stúlkan er formađur ungliđahreyfingar Ţjóđveldisflokksins. Hin i Framsóknarflokknum. Ţćr geymdu upptöku af samskiptunum.
Í Fćreyjum er gefiđ út eitt dagblađ. Ţađ heitir Sósialurin. Ritstjóri er hin ofurfagra Barbara Hólm. Hún er gift forsprakka pönksveitarinnar 200, sem á fjölmarga ađdáendur á Íslandi og hefur margoft spilađ hér. Barbara er fyrrverandi formađur ungliđahreyfingar Ţjóđveldisflokksins. Hún frétti af málinu frá fyrstu hendi. Stormađi umsvifalaust međ upptökuna til lögreglunnar og upplýsti máliđ í Sósíalnum.
Almenningur fékk áfall. Viđbrögđ flokkssystkina Bjarna eru ţau ađ fullyrđa ađ máliđ sé pólitískt. Ósvífnir pólitískir andstćđingar Jafnađarmanna hafi međ slóttugheitum gómađ hrekklaust góđmenni í gildru. Misnotađ rómađan velvilja manns sem leggur sig fram um ađ hjálpa og greiđa götu allra.
Vinur Bjarna hefur stigiđ fram og lýst ţví yfir ađ hann hafi komiđ í heimsókn til sín 2014. Ţar var fleira fólk. Vinurinn kallar á konu sína til vitnis um ađ í ţađ skiptiđ hafi Bjarni hvorki gefiđ né selt vímuefni.
Annađ ţessu skylt; um vćntanlega útgáfu ríkisins á vest-norrćnni söngbók. Smella HÉR
Löggćsla | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
3.3.2018 | 07:13
Fólk er fíklar
Allir eru ađ fá sér. Allir eru fíklar. Munurinn liggur í ţví hver fíknin er. Sumir eru nikótínfíklar. Ađrir eru matarfíklar, spilafíklar, alkar, athyglissjúkir, ástarfíklar, dansfífl eđa eitthvađ allt annađ.
Séra Óli sleikur er kattţrifinn sleikifíkill. Hann má ekki sjá ósleikta konukinn án ţess ađ stökkva á hana og sleikja. Vegna jafnađarhugsjónar er honum óstćtt á ađ sleikja ađeins ađra kinn. Hann finnur sig knúinn til ađ sleikja báđar kinnar. Líka eyru og háls ef tími gefst til.
Samkvćmt úrskurđarhópi og úrskurđarnefnd fagađila og amatöra ríkiskirkjunnar er sleikiţörf embćttismannsins eđlilegt embćttisverk. Óhreinar kinnar skulu sleiktar uns ţćr verđa hreinar. Ţetta er eins og ađ skírast upp úr heilögu kranavatni.
Fundiđ hefur veriđ ađ ţví ađ séra Óli sleikur ríghaldi konum föstum á međan hann sleikir á ţeim báđar kinnar, eyru og háls. Ţessu ber ađ sýna skilning. Ef konurnar vćru ađ hlaupa út um allt á međan séra Óli sleikur sleikir á ţeim kinnar ţá er nćsta víst ađ sleikur myndi misfarast ađ hluta. Jafnvel lenda aftan á hálsi eđa baki. Ekki vill ríkiskirkjan ţađ. Ţví síđur mćlir hún međ ţví af sama krafti og umskurđi.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
1.3.2018 | 07:13
Danir fjárfesta í Íslendingi
Í fyrrakvöld horfđi ég á dönsku sjónvarpsstöđina DR1. Á dagskrá var ţáttur sem heitir Lövens Hule. Í ţćttinum eru ný fyrirtćki sett undir smásjá. Forsvarsmenn ţeirra eru yfirheyrđir og fariđ yfir áćtlanir. Fjárfestum gefst fćri á ađ kaupa fyrir lítinn pening smáan hlut í vćnlegum hugmyndum. Ég man eftir íslenskri útgáfu af ţessum ţćtti í - ađ mig minnir - Rúv.
Í ţćttinum í DR1 kynnti Íslendingur, Guđmundur Örn Ísfeld, vinylplötufyrirtćki sitt RPM Records. Hann flutti til Danmerkur fyrir nokkrum árum. Fyrir jól bloggađi ég um ţetta fyrirtćki. Sjá HÉR
RPM Records hefur ekki ennţá hafiđ starfsemi. Ţađ er veriđ ađ setja upp flókinn tćkjabúnađinn og innrétta ađstöđuna. Engu ađ síđur sló uppskriftin í gegn í sjónvarpsţćttinum. Tveir fjárfestar keyptu sitthvorn hlutinn á 8.350.000 ísl kr. (500.000 danskar krónur). Samtals 16,7 milljónir.
Í sögu Lövens Hule hafa viđbrögđ ekki veriđ jafn jákvćđ og skilađ ţetta hárri upphćđ. Íslendingurinn Guđmundur Örn Ísfeld er ađ gera verulega gott mót í Danaveldi.
Tónlist | Breytt 2.3.2018 kl. 11:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2018 | 02:15
Kántrý-skotnir vísnasöngvar
Ljóđin í sálinni er fjórđa plata Góla - Guđmundar Óla Scheving. Hún inniheldur 21 lag. Spilunartíminn er klukkustund. Ţađ er ţriđjungi lengri spilunartími en venja er. Öll lögin eru frumsamin. Á fyrri plötum hafa textar veriđ eftir Góla í bland viđ eftir helstu ljóđskáld síđustu aldar, svo sem Stein Steinarr, Örn Arnarson og fleiri, ásamt snjöllum hagyrđingum ţessarar aldar á borđ viđ hinn margverđlaunađa Guđmund djákna Brynjólfsson. Ađ ţessu sinni eru öll kvćđin eftir Davíđ Stefánsson frá Fagraskógi. Ţau eru bragđsterkir og fjölbreyttir konfektmolar. Samúđ liggur međ vinnandi stéttum og málleysingjum. Hćđst er ađ borgarastéttinni.
Lögin klćđa ljóđin prýđisvel. Gćđa ţau lífi. Galsafengin ljóđ fá fjörleg lög; tregafull ljóđ fá angurvćr lög og svo framvegis. Öll eru ţau grípandi, söngrćn og einföld; flćđa lipurlega. Hćgt er ađ syngja međ ţeim strax viđ fyrstu hlustun. Mörg eru seyđandi fögur. Sterkust í ţeim stíl eru Fasteignasalinn, Léttúđin og Sporin ţín. Mörg önnur gefa ţeim lítiđ eftir. Ţeirra á međal Auđnin ţegir.
Ljóđin bjóđa ekki upp á afgerandi viđlög. Ţađ er snyrtilega leyst í útsetningum sem jafnframt gefa lögunum sérkenni. Gott dćmi er skemmtilega einföld en áleitin gítarlína í glađlega kántrý-laginu Dönsku skónum. Annađ dćmi er lagiđ Ţú. Ţađ hefst á söng viđ mildar kassagítarstrokur (strömm), rís síđan upp viđ fullan hljómsveitarflutning međ rafgítar og bakraddasöng. Í kántrý-laginu Einn kemur, ţá annar fer er einskonar viđlagsbútur trallađur.
Ofar er nefnt lagiđ magnađa Sporin ţín. Framan af einkennir ţađ sérlega skemmtilegur trommuleikur. Er á líđur verđur orgelspil áberandi. Útsetningin stađsetur lagiđ bćđi í flokkinn heimspopp (world music) og framsćkna jađarmúsík (alternative). Ađrir músíkstílar á plötunni falla undir víđa skilgreiningu á ţjóđlagakenndum vísnasöng (folk music) ásamt kántrý-sveiflu. Hljóđfćraleikur er sparlegur. Víđa ađeins kassagítar.
Góli er ágćtur og blćbrigđaríkur söngvari. Stundum syngur hann lágstemmt og blítt. Stundum ţenur hann sig. Allt eftir yrkisefni ljóđsins. Auđheyranlega kann hann kvćđin utanađ og túlkar innihald ţeirra af innlifun og einlćgni.
Ljóđin í sálinni er góđ og eiguleg plata. Og skemmtileg. Hljóđheimurinn (sánd) er tćr og hreinn. Ţökk sé www.studionorn.is.
Tónlist | Breytt 1.3.2018 kl. 09:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)