Leyndarmálin afhjúpuđ

  Hver hefur ekki velt ţví fyrir sér hvernig sólin liti út ef hún vćri blá?  Eđa hvernig útsýniđ vćri ef Júpíter vćri jafn nálćgt jörđinni og tungliđ?  Mér er ljúft og skylt ađ svipta hulunni af leyndarmálunum.  Ekki ađeins međ orđum heldur öllu heldur međ ljósmyndum.

  Sólin er á vinstri myndinni.

blá sóljúpíter 


Dularfull bilun

  Ég ók í rólegheitum á mínum ţrettán ára gamla bíl.  Eđlilega er hann orđinn dálítiđ lúinn,  blessađur.  Ég kem ađ rauđu ljósi.  Í útvarpinu - Rás 1 - hljómađi ljúfur og djassađur píanóleikur.  Skyndilega er eins og bensíngjöfin sé stigin í botn.  Ţađ hvín í vélinni.  Ég var ekki međ fót á bensíngjöfinni.  Ég leit á hana.  Hún var uppi.  Ţetta hafđi ţví ekkert međ hana ađ gera.

  Ég ákvađ ađ bruna ađ verkstćđi sem er ţaulvant ađ gera viđ bílinn.  Í sama mund breytist hljóđiđ.  Ţá átta ég mig á ţví ađ hljóđiđ kom úr útvarpinu.  Kontrabassi hafđi bćst viđ píanóleikinn.  Hófst međ langdregnum tóni sem hljómađi glettilega líkt vélarhljóđi bílsins. 

  Ţegar lagiđ var afkynnt kom í ljós ađ ţarna var á ferđ bassasnillingurinn, Íslands- og Fćreyjavinurinn Niels-Henning heitinn Örsted Pedersen.

  Ég finn ekki lagiđ á youtube.  Sem gerir ekkert til.  Det var en lördag aften er skemmtilegra.

 

 

           


Fullur ţingmađur

  Eitt sinn er ég brá mér á Ólafsvökuna í Fćreyjum ţá var íslenskur alţingismađur í sömu flugvél.  Bćđi á leiđinni út og á heimleiđinni.  Hann var blindfullur.  Hann átti ađ ávarpa fćreyska lögţingiđ.  Hvernig ţađ gekk fyrir sig hef ég ekki hugmynd um.  Ég sá hann ekki aftur fyrr en á heimleiđinni.  Ţá var hann blindfullur.  Hann stillti sér upp framarlega í vélinni og hóf ađ rađa farţegum í sćti:  "Sest ţú hérna, góđi minn" og "Sest ţú ţarna, góđa mín."  Fólkiđ hlýddi.  Flugfreyjan stökk ađ honum og öskrađi:  "Hvern djöfulinn heldurđu ađ ţú sért ađ gera?  Allir eru međ sćtanúmeriđ sitt prentađ á flugmiđann!"

  Ţingmađurinn svarađi hinn rólegasti:  "Ég var nú bara ađ reyna ađ hjálpa til."


Af hverju reyndi Paul ađ koma John og Yoko saman á ný?

  John Lennon og Yoko Ono urđu samloka nánast frá fyrsta degi sem ţau hittust.  Ţau voru yfirgengilega upptekin af og háđ hvort öđru.  Ţau límdust saman.  Endalok Bítlanna 1969 má ađ mörgu leyti rekja til ţess - ţó ađ fleira hafi komiđ til.

  Nokkrum árum síđar dofnađi sambandiđ.  John var erfiđur í sambúđ.  Hann tók skapofsaköst og neytti eiturlyfja í óhófi.  (Er hćgt ađ dópa í hófi?).  Ađ auki urđu ţau ósamstíga í kynlífi er á leiđ.  Kynhvöt Yokoar dalađi bratt.  En ekki Johns.  Sennilega spilađi aldur inn í dćmiđ.  Hún var 7 árum eldri.

  Spennan og pirringurinn á heimilinu leiddi til uppgjörs.  Yoko rak John ađ heiman.  Sendi hann til Los Angelis ásamt 22ja ára stúlku,  May Pang, sem var í vinnu hjá ţeim hjónum.  John hafđi aldrei ferđast einn.  Hann var alltaf ringlađur á flugstöđvum.  Sjóndepurđ átti ţátt í ţví. Hann var háđur ferđafélaga.

  Yoko gaf May ekki fyrirmćli um ađ verđa ástkona Johns.  Hún hefur ţó viđurkennt fúslega ađ dćmiđ hafi veriđ reiknađ ţannig.  Sem varđ raunin.

  Verra var ađ John missti sig algjörlega.  Hann datt í ţađ.  Svo rćkilega ađ hann var blindfullur í 18 mánuđi samfleytt.  Hann ákvađ meira ađ segja ađ drekka sig til dauđa.  Fór í keppni viđ Ringo,  Keith Moon (trommara The Who) og Harry Nilson um ţađ hver yrđi fyrstur til ađ drekka sig til dauđa.  Keith og Harry unnu keppnina.  Ýmsu var bćtt inn í uppskriftina til ađ auka sigurlíkur.  Međal annars ađ henda sér út úr bíl á ferđ.

  Ađ ţví kom ađ fjölmiđlar birtu ljósmynd af John langdrukknum og blindfullum til vandrćđa á skemmtistađ.  Hann var međ dömubindi límt á enniđ.

  Er Paul McCartney sá myndina fékk hann sting í hjartađ.  Ţekkjandi sinn nánasta fósturbróđur sá hann óhamingjusaman, örvinglađan,  ringlađan og týndan mann.  Fram til ţessa höfđu ţeir átt í harđvítugum málaferlum vegna uppgjörs Bítlanna.  Ađ auki hafđi John sent frá sér níđsöng um Paul,  How do you sleep?, og sent honum hatursfulla pósta.    

  Ţađ nćsta sem gerđist hefur fariđ hljótt.  Ástćđan:  Enginn spurđi Paul, John og Yoko um ţađ.  Engum datt ţessi óvćnta atburđarrás í hug.  Paul heimsótti í snatri Yoko.  Vinskapur ţeirra hafđi aldrei veriđ mikill.  Eiginlega ekki vinskapur.  En ţarna rćddust ţau viđ í marga klukkutíma.  Spjalliđ varđi langt fram á nótt.  Paul bar undir hana alla hugsanlega möguleika á ađ hún sćttist viđ John og tćki viđ honum aftur.  Yoko var erfiđ og setti fram ýmis skilyrđi sem John yrđi ađ fallast á.

  Ţví nćst heimsótti Paul blindfullan og dópađan John og fór međ honum yfir kröfur Yokoar. John ţurfti umhugsun en féllst ađ endingu međ semingi á kröfur hennar.  Betur er ţekkt ađ Elton John hélt í framhaldi af ţessari atburđarrás hljómleika í Bandaríkjunum og bauđ Yoko ađ hitta sig baksviđs.  Ţar var ţá John.  Ţau féllust í fađma og tóku saman á ný.  Eignuđust soninn Sean Lennon.  John lagđi tónlist á hilluna í nokkur ár.  Kom svo aftur til leiks sem léttpoppari 1980 - ađ ţví er virtist hamingjusamur.  Ţá var hann myrtur.  

  Eftir stendur spurningin:  Hvers vegna var Paul mikiđ í mun ađ sćtta John og Yoko?  Svar:  Í fyrsta lagi saknađi hann fóstbróđur síns sárlega.  Í öđru lagi ţráđi hann ađ ţeir nćđu ađ endurnýja vinskapinn.  Ekki endilega ađ endurreisa Bítlana heldur ađ ná sáttum.  Sem tókst.  Ţeir skildu í góđum vinskap áđur en yfir lauk.  Paul hefur sagt ađ ţađ hafi hjálpađ sér mikiđ í sorginni sem fylgdi morđinu.

  Til gamans má geta ađ fyrir nokkrum árum hittust Yoko og May Pang óvćnt á Hilton Hóteli í Reykjavík.  Ţćr ţóttust ekki vita af hvor annarri.  Heilsuđust ekki einu sinni.  Einhver ólund í gangi.  Eins og gengur.

bítlabrćđur og frúrMay Pang

 lennon


Viđbjóđslegir veitingastađir

  Til margra ára hef ég stundum horft á sjónvarpsţćtti enska matreiđslumannsins  Gordons Ramseys.  Hann heimsćkir bandaríska veitingastađi.  Smakkar mat ţeirra.  Aldrei bregst ađ hann lýsir mat ţeirra sem mesta viđbjóđi er hann hefur séđ og smakkađ.  Ţađ hlýtur ađ ţýđa ađ bandarísk matreiđsla hrörni stöđugt dag frá degi.  Annars gćtu ţessir matsölustađir ekki toppađ alla fyrri ógeđslegu matsölustađi ár eftir ár.

  Áhugavert er ađ hann afhjúpar ćtíđ í leiđinni rosalegan sóđaskap á matsölustöđunum.  Bandrtíska Heilbrigđiseftirlitiđ er ekki ađ standa sig. 

  Svo hundskammar hann alltaf óhćfan eiganda stađarins og kokkinn.  Er mjög ruddalegur og árásagjarn í orđum.  Keyrir ţá upp ađ vegg.  Oftast er tekist hart á í orđum.  Svo gefur hann ţeim góđ ráđ.  Viđkomandi knúsar hann í lok ţáttar og allt verđur gott. Ţetta er ljómandi skemmtilegt sjónvarpsefni.  Eitt ţađ besta er ađ nćgilegt er ađ horfa á tíunda hvern ţátt.  Hinir eru allir eins.


Hvađa Bítill var gáfađastur?

 

  Augljósa svariđ er John Lennon.  Eđa hvađ?  Svo skemmtilega vill til ađ allir Bítlarnir tóku greindarpróf (IQ) á unglingsárum í skólanum sínum.  Einhverra hluta vegna ber heimildum ekki saman um skor Lennons.  Flestar herma ađ hans IQ hafi mćlst 165.  Ađrar heimilidir gefa upp 140.  Enn ađrar 150.  Ég hallast ađ hćrri tölunum.  Í skóla velti John fyrir sér hvort ađ hann vćri ofviti eđa klikkađur.  Hann undrađist hvađ hann átti létt međ ađ máta kennara í tilsvörum.  Á sama tíma upplifđi hann ýmislegt sérkennilegt.  Til ađ mynda sá hann nöfn og orđ í lit.  Engir ađrir sem hann ţekkti gerđu ţađ.  Ađ auki samdi hann smásögur sem voru svo "sýrđar" ađ hann varđ ringlađur.

  Paul McCartney mćldist međ 137 IQ.  George Harrison 117 IQ.  Ringo er sagđur hafa veriđ skammt undan Harrison.  Međagreind er 100 IQ.  Allir Bítlarnir voru ţví yfir međalgreind.  Ţađ ţarf ekki ađ koma á óvart.  Yfirburđir Bítlanna á tónlistarsviđi stađfesta ţađ ásamt mörgu öđru. Kannski gáfađasta rokkhljómsveit sögunnar.  Ofurgreind er skilgreind sem !Q 140 og ţar yfir. 

  Engum blöđum er um ađ fletta ađ John Lennon var bráđgáfađur.  Leiftrandi góđur húmoristi í tilsvörum,  bráđskemmtilegur og fyndinn smásagnahöfundur og einn af bestu ljóđskáldum rokksins.  

  Gáfur eru eitt.  Annađ ađ nýta ţćr á besta hátt.  John Lennon stríddi viđ ótal vandamál sem hann kunni ekki ađ vinna úr.  Ţau fylgdu honum alla ćvi.  Hann ólst ekki upp hjá foreldrum sínum.  Hann kynntist ţeim ekki fyrr en á fullorđinsárum.  Hann ólst upp hjá frćnku sinni.  Hann kallađi hana aldrei mömmu.  Hann kallađi hana Mimi frćnku.  Hún var ströng,  kuldaleg, stíf og afar snobbuđ millistéttarfrú.  Hann var henni erfiđur; reif kjaft og var óhlýđinn.  Hún skammađi hann fyrir ađ umgangast lágstéttarguttana Paul og George.  Til gamans má geta ađ pabbi Pauls varađi hann viđ ađ umgangast John.  Ţađ myndi ađeins leiđa til vandrćđa.  John var alrćmdur í Liverpool fyrir ađ vera kjaftfor og árásargjarn uppvöđsluseggur.  Paul segir ađ allir unglingar í Liverpool hafi vitađ af honum.  Hann var svo fyrirferđamikill.  Paul fannst John vera ađaltöffari Liverpool. 

  John drakk áfengi og reykti frá barnsaldri.  Hann var alki en hellti sér út í gríđarmikla eiturlyfjaneyslu sem leysti drykkjuna af hólmi um nokkurra ára skeiđ.

  Samskipti hans viđ Mimi frćnku á uppvaxtarárum voru án hlýju og fađmlaga.  Hann reyndist henni vel á fullorđinsárum.  Gaf henni risastórt hús - ađ hennar sögn alltof stóra höll - í Liverpool og hringdi í hana aldrei sjaldnar en vikulega.  Oft tvisvar eđa ţrisvar í viku.

  Samskipti Johns viđ eiginmann Mimi frćnku voru betri.  Sá var léttur og hress.  Hann gaf John munnhörpu.  Hann náđi góđum tökum á henni.  Ţegar upptökustjórinn George Martin tók ákvörđun um ađ gera plötusamning viđ Bítlana ţá var ţađ munnhörpuleikurinn sem heillađi hann umfram annađ.  Fóstrinn dó er John var 12 ára.  Ţar međ missti hann sinn besta vin fram til ţessa. 

  John Lennon sríddi viđ skapofsaköst.  Hann fór á bari til ađ slást.  Hann lamdi skólafélaga sína,  hann lamdi spilafélaga sína í hljómsveitinni sem varđ Bítlarnir.  Hann lamdi Paul.  Hann lamdi Cyntheu fyrri konu sína.  Í viđtali viđ tímaritiđ Playboy sagđist hann sjá eftir ţví ađ hafa ekki lamiđ George Harrison ţegar sá tók ólundarkast eftir ađ Yoko át súkkulađikex hans.   

  John burđađist međ áfallastreituröskun.  Á fyrstu sólóplötu hans er upphafslagiđ,  "Mother",  sársaukafullur reiđisöngur í garđ foreldra sinna fyrir ađ hafa yfirgefiđ hann.  Reyndar kynntist hann mömmu sínni óvćnt um fermingaraldur.  Hún hafđi allan tímann búiđ í nćstu götu án ţess ađ hann hefđi hugmynd um ţađ.  Gáfurnar og tónlistarhćfileika erfđi hann frá henni.  Hún spilađi á banjó og píanó.  Hún gaf honum gítar og kenndi honum ađ spila banjó-hljóma.  En hún var geggjađur bóhem.  Svo ók fullur lögregluţjónn yfir hana og drap hana.  Einmitt ţegar John var nýbyrjađur ađ njóta ţess ađ kynnast mömmu sinni.  Pabba sinn hitti hann ađeins einu sinni.  Ţađ var eftir ađ Bítlarnir slógu í gegn.  Ţá bankađi kallinn upp hjá honum og sníkti pening.  John gaf honum pening en bađ starfsfólk Bítlanna um ađ hleypa honum aldrei aftur aftur til síns.

  Sólóferill Johns hófst glćsilega.  En svo datt hann í ţađ.  Var fullur og dómgreindarlaus í nokkur ár á fyrri hluta áttunda atatugarins.  Hann kallađi tímabiliđ "týndu helgina".  Allt var í rugli hjá honum.  Eiginkonan,  Yoko,  henti honum út.  Seint og síđar meir sćttust ţau og John dró sig út úr tónlistarheimi og sviđsljósi.

  1980 mćtti hann aftur til leiks.  Samdi ennţá góđ lög og texta.  En var orđinn léttpoppari.  Sagđist hafa í fríinu hćtt ađ hlusta á framsćkna músík.  Ţess í stađ hlustađi hann á léttpopp í útvarpinu.  Svo var hann myrtur.

  Félagsfćrni Johns var broguđ.  Hann hafđi áráttu fyrir ţví ađ ganga fram af fólki og móđga ţađ.  Var iđulega ruddi. Í fyrsta sinn sem Eric Clapton kynnti Lennon fyrir kćrustu sinn ţá gekk hann svo fram af henni međ klámfengnum ruddaskap ađ eftir ţađ var Clapton stöđugt á varđbergi í samskiptum viđ Lennon.

  Ađ sumu leyti hefur Paul unniđ betur úr sínum gáfum.  Hann er "diplómat".  Ađ vísu pirrađi sjórnsemi hans George og Ringo undir lok Bítlaferils.  Er umbođsmađur Bítlanna,  Brian Epstein,  dó gerđist Paul eiginlegur hljómsveitarstjóri ţeirra.  Hann og George og Ringo litu ţó alltaf á Bítlana sem hljómsveit Johns.  En hann var meira og minna hálfur eđa allur út úr heimi í eiturlyfjaneyslu.  Paul er ofvirkur; hefur skipulagshćfileika ţó ađ hann hafi ekki gćtt nćrgćtni viđ Ringo og George er hér var komiđ sögu. 

  Meistaraverkiđ "Sgt. Peppers.." var hugmynd Pauls.  Líka "Hvíta albúmiđ" og "Abbey Road". 

  Einkalíf Pauls hefur veriđ farsćlt.  Undan er skiliđ ađ hann lét gullgrafarann Heather Mills plata sig.  Gegn mótmćlum barna hans. 

   Paul er 77 ára og er ennţá ađ afgreiđa öskursöngsrokk eins og enginn sé morgundagurinn.  Hljómleikar hans eru rómađir sem meiriháttar.  Hann spilađi betur úr sínum spilum en John.     

 


Skemmtilegt verđlag í Munchen

  Ég er enn međ hugann viđ Munchen í Ţýskalandi eftir ađ hafa dvaliđ ţar um páskana.  Ísland er dýrasta borg í heimi.  Munchen hefur til margra ára dansađ í kringum 100. sćti.  Verđlag ţar er nálćgt ţriđjungi lćgra en í Reykjavík ađ međaltali.  Auđveldlega má finna dćmi ţar sem munurinn er meiri.

  Ég fer aldrei inn í verslanir í útlöndum.  Nema stórmarkađi.  Já, og plötubúđir.  Helstu útgjöld snúa ađ mat og drykk.  Í stórmarkađskeđju sem heitir Rewe fann ég Beck´s bjór á 94 kr. (0,69 evrur).  Hálfur lítri. 4,9%.   

  Á Íslandi er Beck´s örlítiđ dýrari,  389 kall í ÁTVR.  Taka má tillit til ţess ađ hérna er hann 5%.  Ţađ telur. 

  1,5 lítra vatnsflaska kostar 41 kr. (0,30 evrur).

  Glćsilegt morgunverđarhlađborđ kostar 667 kr (4,9 evrur).

  Á gistiheimilinu sem hýsti mig kostar hálfur lítri af bjór úr krana á 340 kr. (2,5 evrur) fram á kvöld.  Síđar um kvöldiđ hćkkar verđiđ í 476 kr. (3,5 evrur).

  Ég hef engan áhuga á fínum veitingastöđum.  Nenni ekki ađ sitja og bíđa eftir ađ matur sé eldađur.  Kýs frekar mat sem ţegar er eldađur.  Ég gerđi ţó undantekningu er ég sá ađ á asískum veitingastađ var bođiđ upp á stökka önd (crispy) međ grćnmeti og núđlum.  Sá veislumatur kostar 803 kr. (5,9 evrur).  Enginn málsverđur kostađi mig 1000 kall.  Sá dýrasti var á 952 kr.  Ţađ var lambakjöt í karrý. 

morgunverđur í munchenţýskur morgunverđur 

stökk öndbarinnlamb í karrý


Tilviljun?

  Listafrćđikennarinn minn í Myndlista- og handíđaskóla Íslands á áttunda áratugnum var Björn Th. Björnsson.  Hann var afskaplega skemmtilegur.  Hann hafđi sérstćđar kenningar um hitt og ţetta og fylgdi ţeim eftir af rökfestu.  Ein var sú ađ ekki vćri til neitt sem heiti tilviljun.  Einhverjir mölduđu í móinn og tefldu fram sögur af meintum tilviljunum.  Björn fór yfir dćmiđ liđ fyrir liđ.  Ćtíđ tókst honum ađ greina fyrirbćriđ ţannig ađ í raun hefđi frekar veriđ tilviljun ađ ţetta hefđi ekki gerst.

  Mér varđ hugsađ til Björns er ég var í Munchen um páskana.  Ţá sat ég á gistiheimilinu á spjalli viđ tvo ađra gesti; unga dömu frá Indlandi og ungan mann frá Afganistan.  Hann er búsettur í Eistlandi.  Ţau höfđu aldrei áđur hitts.

  Fljótlega kom í ljós ađ bćđi voru á leiđ til Írlands međ haustinu.  Norđur-Írlands eđa lýđveldisins?  Dublin.  Hvers vegna Dublin?  Til ađ fara í skóla ţar.  Hvađa skóla?  Ţau reyndust vera á leiđ í sama skóla.  Bćđi göptu af undrun áđur en ţau ákváđu ađ verđa Fésbókarvinir og halda hópinn.  Til ađ byrja međ myndu ţau ekki ţekkja neina ađra samnemendur skólans. 

   Tilviljun?  Björn Th.  hefđi fariđ létt međ ađ hrekja ţá kenningu.  Samt.  Af 7,5 milljörđum jarđarbúa eru tveir unglingar - sem ekki ţekktust - frá sitthvoru landinu á leiđ til Dublin í haust.  Ţeir voru samtímis á litlu gistiheimili í Munchen í Ţýskalandi í örfáa daga.  Ţeir tóku tal saman.  Ég giska á ađ hvorugur hafi lent á spjalli viđ fleiri en kannski 10 ađra gesti gistiheimilisins.

        


Furđuleg lög

  Ég fagnađi frjósemishátíđinni - kenndri viđ frjósemisgyđjuna Easter (Oester) - úti í Munchen í Ţýskalandi.  Nćstum aldarfjórđungur er síđan ég kom ţangađ síđast.  Margt hefur breyst.  Á ţeim tíma var fátítt ađ hitta einhvern enskumćlandi.  Allt sjónvarpsefni var á ţýsku.  Hvergi var hćgt ađ kaupa tímarit, dagblöđ eđa annađ lesefni á ensku.  Í dag tala allir ensku.  Í fjölvarpinu nást enskar sjónvarpsstöđvar.  Í blađabúđum fást ensk og bandarísk tímarit og dagblöđ. 

  Á međan rigndi í Reykjavík var steikjandi sólskin í Munchen alla daga.  Ţađ var notalegt.  Ég var vel stađsettur mitt í miđbćnum,  viđ hliđina á umferđamiđstöđinni (central station).  Ţar inni sem og fyrir utan er ekki ţverfótađ fyrir veitingastöđum og allrahanda verslunum.  Ég átti ekki erindi inn í eina einustu verslun,  ef frá eru taldir stórmarkađir og blađsölustađir.  

  Fyrsta daginn rölti ég um nágrenniđ;  reyndi ađ átta mig á ţví og kortleggja ţađ.  Ađ ţví kom ađ ég ţreyttist á röltinu og hitanum.  Hvergi var sćti ađ sjá nema viđ veitingastađi.  Ég tyllti mér á tröppur fyrir utan DHL póstţjónustu.  Lét sólina skína á andlit og handleggi.  Hún býr til D-vítamín á húđinni.  Ţađ kemur af stađ kalkupptöku sem ţéttir bein og styrkir hár, húđ og tennur.  

  Ég var varla fyrr sestur en ađ mér snarađist lögreglumađur.  Hann tilkynnti mér ađ stranglega vćri bannađ ađ sitja á gangstéttum.  Ég benti honum á ađ ég sćti á tröppum en ekki gangstétt.  Hann hélt ţví fram ađ tröppurnar vćru skilgreindar sem hluti af gangstétt.  Ég stóđ upp og spurđi hver vćri ástćđan fyrir svona banni.  "Af ţví ađ ţetta eru lög," útskýrđi laganna vörđur ábúđafullur á svip.

  Ţetta olli mér vangaveltum.  Helst dettur mér í hug ađ lögunum sé beint gegn betlurum,  útigangsmönnum og rónum.  Ađ minnsta kosti sáust engir slíkir ţarna.  Ţađ er sérstakt í miđbć stórborgar (hálf önnur milljón íbúa).  Reyndar varđ einn betlari á vegi mínum.  Hann var fótalaus en á stöđugu vappi.  Rölti um á höndunum.   

  


Gleđilega frjósemishátíđ!

Gleđilega páska


Stríđiđ harđnar

  Sumariđ 2014 og 2015 stóđu hryđjuverkasamtökin Sea Sheperd fyrir stórtćkri herferđ gegn marsvínaveiđum Fćreyinga.  500 SS-liđar dvöldu sumarlangt í Fćreyjum.  Vöktuđu alla firđi eyjanna og héldu blađamannafundi međ heimsfrćgu fólki.  Ţar af vakti blađamannafundur kanadísku leikkonunnar Pamelu Anderson mesta athygli. 

  Herferđ SS varđ samtökunum til mikillar háđungar.  Ţau náđu engum árangri í ađ trufla hvalveiđarnar.  Ţess í stađ gerđu Fćreyingar ýmsar eigur ţeirra upptćkar,   svo sem spíttbáta, tölvur, myndavélar og myndbandsupptökugrćjur.  Til viđbótar var fjöldi SS-liđa sektađur sem einstaklingar og gerđir brottrćkir úr Fćreyjum til margra ára.  Hćstu sektir voru um hálf milljón kr.  Flestar voru ţó um 100 ţúsund kall. 

  Athyglin sem herferđin fékk í heimspressunni gerđi ekki annađ en framkalla bylgju ferđamanna til Fćreyja.  Póstar SS-liđa á samfélagsmiđlum lögđu sitt af mörkum.  Ţeir rómuđu náttúrfegurđ eyjanna,  vinalega framkomu heimamanna og sitthvađ fleira sem kom ţeim ánćgjulega á óvart.  M.a. gott úrval af grćnmeti og ávöxtum í versunum.

  Í fyrra reyndu SS ađ hefna harma.  Fćreyska hljómsveitin Týr fór í hljómleikaferđ um Bandaríkin.  SS blésu í lúđra.  Hvatti til sniđgöngu.  Forsprakki samtakanna,  Paul Watson,  hvatti til mótmćlastöđu fyrir utan hljómleikastađina.  Sjálfur mćtti hann samviskusamlega í mótmćlastöđuna.  Aldrei náđu ađrir mótmćlendur 2ja stafa tölu.  Andófiđ gerđi ekki annađ en auglýsa hljómsveitina og hljómleikana.  Hvarvetna spilađi hljómsveitin fyrir fullu húsi.

  Núna er Týr á hljómleikaferđ um Evrópu.  Međ í för er hollenska hljómsveitin Heidevolk og ungverska hljómsveitin Dalriada.  SS hafa beitt sér af fílefldun krafti gegn hljómleikunum.  Hótađ hljómleikahöldurum öllu illu.  Af 22 hljómleikastöđum hafa ţrír lúffađ.  Tveir í Frakklandi og einn í Hannover í Ţýskalandi.  Ţeir hafa ekki aflýst hljómleikunum heldur tekiđ Tý af ţeim.   

  Í gćr brá hljómsveitin á leik.  Laumađist inn í hljómleikahöllina í Hannover og upp á sviđ.  Ţar stilltu ţeir sér upp í skyrtubolum međ áletruninni "Týr ritskođuđ".  Ađ hálfri annarri mínutu liđinni yfirgáfu Týsarar stađinn. 

týr


Fćreyskar kjötbollur

  Allir ţekkja sćnskar kjötbollur.  Flestir sem sćkja veitingastađ Ikea hafa fengiđ sér kjötbollurnar ţar.  Sumir oft.  Einkum sćkja börn og unglingar í ţćr.  Reyndar eru ţćr upphaflega komnar frá Grikklandi.  Sú stađreynd er faliđ leyndarmál.

  Margir ţekkja líka danskar kjötbollur.  Einkum eftir ađ Kjarnafćđi hóf framleiđslu á ţeim.

  Frá ţví ađ íslenskir kjötsalar komust upp á lag međ ađ selja kjötfars hefur nafn íslensku kjötbollunnar fćrst yfir í ađ heita hakkbollur.  Mig grunar ađ kjötfars sé séríslensk uppfinning.  Fyrir hálfri öld eđa svo rak kunningi minn hverfisbúđ međ kjötborđi.  Besti bisnessinn var ađ selja kjötfars.  Uppistöđuhráefniđ var hveiti en hann gat selt ţetta á verđi kj0thakks.  Stundum sat hann uppi međ kjötfars sem súrnađi.  Ţá skellti hann slurki af salti í ţađ og kallađi farsiđ saltkjötsfars.

  Uppistöđuhráefni dönsku kjötbollunnar er svínakjöt.  Svíarnir blanda saman svínakjötinu og nautakjöti.  Á síđustu árum eru Íslendingar farnir ađ fćra sig frá nautakjötshakki yfir í svínakjötshakk ţegar kemur ađ hakkbollu.

  Fćreyingar halda sig alfariđ viđ nautakjötshakkiđ.  Ţeir kalla sínar kjötbollur frikadellur eins og Danir.  Fćreysku frikadellurnar eru betri og frísklegri.

  Hráefni fyrir fjögurra manna máltíđ:

505 grömm nautahakk

2 laukar

2 hvítlauksrif

1 egg

1,7 dl mjólk

78 grömm hveiti (mćli frekar međ hafragrjónum)

1,5 teskeiđ salt

  Einfalt og gott.  Laukurinn og hvítlauksrifin eru söxuđ í smátt.  Öllu er hrćrt saman.  Kokkurinn setur á sig einnota plasthanska og mótar međ ađstođ matskeiđar litlar bollur.  Ţćr smjörsteikir hann uns ţćr eru orđnar fallega brúnar.  Galdurinn er ađ bollurnar séu ekki stórar.  Séu á stćrđ viđ ţćr sćnsku.  Kannski samt pínulítiđ stćrri.

  Heppilegt međlćti er ofnsteikt rótargrćnmeti og kartöflur.  Líka heimalöguđ tómatsósa (ekki ketchup).  

4 smassađir tómatar

1 svissađur laukur

2 svissuđ hvítlauksrif

2 kjötteningar

3 saxađar basilikur

  Ţetta er látiđ malla í 16 mínútur

fćreyskar frikadellur   

 

 

 


Var Ringo hćfileikaminnsti bítillinn?

  Bítlarnir eru merkasta hljómsveit tónlistarsögunnar.  Framverđir hennar,  John Lennon og Paul McCartney, voru frábćrir söngvahöfundar.  Báđir í fremstu röđ lagahöfunda og Lennon nćsti bćr viđ Bob Dylan í hópi bestu textahöfunda rokksins.  Báđir frábćrir söngvarar.  Ţeir afgreiddu léttilega hömlulausan öskursöngstíl,  fyrstir bleiknefja á eftir Elvis Presley.  Ţeir afgreiddu líka léttilega allskonar ađra söngstíla.  Rödduđu ađ auki glćsilega ásamt Geroge Harrison.  Hann varđ - ţegar á leiđ - afburđagóđur lagahöfundur.  

  John, Paul og George hófu snemma kapphlaup í ađ framţróa tónlist hljómsveitarinnar.  Róttćk og djörf nýsköpun Bítlanna gekk langt og trompađi flest sem var í gangi á ţeim tíma.  

  Í tilraunastarfsemi Bítlanna reyndi einna minnst á trommuleik.  Ringo fór ađ upplifa sig sem utanveltu.  Í hljóđveri var hann meira og minna verkefnalaus.  Spilađi meira á spil viđ starfsmenn hljóđversins en á trommur. 

  Chuck Simms í Nýfundnalandi er Bítlafrćđingur, söngvari, söngvaskáld og jafnvígur á hin ólíkustu hljóđfćri;  allt frá munnhörpu til banjós;  og allt frá orgeli til gítars.  Hann hefur sent frá sér fjölda platna og tekiđ ţátt í árlegri vikulangri hátíđ International Beatle Week í Liverpool.  Bćđi ţar og á hljómleikaferđum um heiminn hefur hann spilađ fjölda Bítlalaga.  Á kanadíska netmiđlinum Quora skrifar hann áhugaverđa grein um ţetta allt saman.  Í styttu máli segir hann eitthvađ á ţessa leiđ:

  Ringo er ekki söngvaskáld.  Hann er lélegur söngvari.  Takmarkađur,  sérstaklega í samanburđi viđ hina bítlana.  En á upphafsárum Bítlanna var hann eini góđi hljóđfćraleikari hljómsveitarinnar.  Trommuleikur hans var öruggari, afgerandi og gerđi meira fyrir tónlistina en flestir trommuleikarar ţess tíma.     

  Gítarsóló George voru iđulega klaufaleg.  Paul spilađi tilţrifalausan hefđbundinn bassaleik.  Ringo bauđ upp á miklu meira og hljómsveitin ţurfti á ţví ađ halda.  Eins frábćrir og miklir áhrifavaldar Bítlarnir voru ţá var ţađ ekki fyrr en 1965, frá og međ plötunum Help og Rubber Soul sem hinir bítlarnir náđu Ringo sem góđir hljóđfćraleikarar.  Ţeir hefđu ţó aldrei orđiđ merkasta hljómsveit heims međ lélegum trommara.

  Ég er ađ mestu sammála Chuck.  Kvitta samt ekki undir ađ gítarsóló George hafi veriđ klaufsk.  Frekar ađ ţau hafi veriđ einföld og stundum smá stirđleg.  Ţađ er töff.  Eins og heyra má glöggt í međfylgjandi lagi - spilađ "life" í beinni útsendingu í breska útvarpinu 1963 - er ţađ trommuleikur Ringos sem keyrir upp kraftinn í laginu.  "Gerir ţađ", eins og sagt er um einstakt hljóđfćri sem skiptir öllu máli í ađ fullkomna lag. 

    


Plötuumsögn

 - Titill:  Sacred Blues

 - Flytjandi:  Tholly´s Sacred Blues Band

 - Einkunn: *****

  Hljómsveitin er betur ţekkt sem Blússveit Ţollýjar.  Á komandi hausti hefur hún starfađ í sextán ár.  Ţollý Rósmundsdóttir syngur af innlifun, ásamt ţví ađ semja lög og texta.  Hún hefur sterka, dökka en blćbrigđaríka söngrödd.  Hún sveiflast frá blíđum tónum upp í kröftugan öskurstíl.  Virkilega góđ söngkona.  

  Ađrir í hljómsveitinni eru gítarleikarinn Friđrik Karlsson (Mezzoforte), trymbillinn Fúsi Óttars (Bara-flokkurinn), bassaleikarinn Jonni Ricter (Árblik); og Sigurđur Ingimarsson spilar á ryţmagítar og syngur.  Allir fantagóđir í sínum hlutverkum.  Mest mćđir á Friđriki.  Hann fer á kostum.  Meiriháttar!  Međ sömu orđum má lýsa Sigurđi í ţví eina lagi sem hann syngur á plötunni.

  Hjörtur Howser skreytir eitt lag međ snyrtilegu Hammondorgelspili.  Blásaratríó skreytir tvö lög.  Ţađ er skipađ Jens Hanssyni, Ívari Guđmundssyni og Jóni Arnari Einarssyni.

  Gestahljóđfćraleikararnir skerpa á fjölbreytni plötunnar sem er ríkuleg.  Sjö af tólf lögum hennar eru frumsamin.  Fimm eftir Ţollý og sitthvort lagiđ eftir Friđrik og Sigurđ.  

  Erlendu lögin eru m.a. sótt í smiđju Howlin Wolf, Mahaliu Jackson og Peters Green.  Öll vel kunnar perlur.  Lag Peters er "Albatross",  best ţekkt í flutningi Fleetwood Mac.  Hérlendis kannast margir viđ ţađ af sólóplötu Tryggva Hubner,  "Betri ferđ".  Frumsömdu lögin gefa ađkomulögunum ekkert eftir.

  Textarnir eru trúarlegir.  Ţessi flotta plata fellur ţví undir flokkinn gospelblús.  Ég hef ekki áđur á ţessari öld gefiđ plötu einkunnina 5 stjörnur.

Ţolly' s Sacret Blues Band   

     


Einstakur starfsandi

  Í hálfan annan áratug vann ég á auglýsingastofu.  Ţá átti ég erindi inn í fjölda fyrirtćkja.  Víđast hvar var starfsandi međ ágćtum.  Hvergi ţó eins og hjá flugfélaginu Wow, sem ég hef reyndar bara kynnst sem farţegi.  Ég hef ađ öllum líkindum flogiđ ađ minnsta kosti tíu sinnum međ Wow.  Um borđ ríkir einstakur starfsandi.  Hann einkennist af glađvćrum galsa og grallaraskap.  Áhöfnin skemmtir sér hiđ besta og farţegum í leiđinni.  Áhöfnin virđist vera skipuđ góđum húmoristum upp til hópa.

  Eflaust er samasemmerki á milli ţessa og ţví ađ Skúli Mogensen er brosandi á svo gott sem öllum ljósmyndum.  Jafnframt brosir hann stöđugt í sjónvarpsviđtölum.  Bros er smitandi,  rétt eins og grín.

  Um ţetta má lesa nánar međ ţví ađ smella HÉR og HÉR


mbl.is Mikil seinkun til Kaupmannahafnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gettu betur

  Ég var afskaplega sáttur međ sigur Kvennaskóla Reykjavíkur í spurningakeppninni Gettu betur.  Tek samt fram ađ ég hef ekkert á móti Menntaskóla Reykjavíkur sem Kvennaskólinn lagđi ađ velli.  Lengst af var Gettu betur leikvöllur drengja.  Nú brá svo viđ ađ sigurliđ Kvennaskólans var skipađ tveimur klárum stelpum og einum dreng. 

  Eitt olli mér undrun í keppninni:  Stuđningsmenn Kvennóliđsins,  samnemendur,  sungu gamlan bandarískan sveitaslagara um sveitavegi og bandaríska ferđamannastađi.  Ég átta mig ekki á tengingunni.  Ég hef ekkert á móti laginu né höfundi ţess,  John heitnum Denver.  En flutningur skólasystkinanna á ţví kom eins og skratti úr sauđalegg.

 

                                                                                                                                                                                                                  


Merkustu plötur sjöunda áratugarins

  Hvergi í heiminum eru gefin út eins mörg rokkmúsíktímarit og í Bretlandi.  Bandarísku rokkmúsíktímaritin Rolling Stone og Spin seljast ađ vísu í hćrra upplagi.  En ţau bresku fylgja ţéttingsfast í kjölfariđ.  

  Ég var ađ glugga í eitt af ţessum bresku,  Classic Rock.  Sá ţar lista yfir merkustu plötur sjöunda áratugarins.  Ekki endilega bestu plötur heldur ţćr sem breyttu landslaginu.  Ađeins ein plata á hvern flytjanda.  

  Merkilegt en samt auđvelt ađ samţykkja ađ ţćr komu allar út 1967 - 1969. Umhugsunarverđara er hvar í röđinni á listanum ţćr eru.  Hann er svona:

1.  The Jimi Hendrix Experience:  Axis: Bold as Love

2.  Bítlarnir:  Hvíta albúmiđ

3.  The Rolling Stones:  Let it Bleed 

4.  Led Zeppelin:  Led Zeppelin II

5.  Free:  Tons of Sobs

6.  Jeff Beck:  Truth

7. Fleetwood Mac:  Then Play On

8.  David Bowie:  David Bowie

9.  Pink Floyd:  Ummagumma

10.  The Doors:  The Doors


Furđulegur matur

  Ég hef nokkrum sinnum sótt Svíţjóđ heim.  Reyndar ađeins Stokkhólm.  Skemmtileg borg.  Góđar plötubúđir.  Góđur matur.  Víkur ţá sögu ađ sćnsku búđinni Ikea í Garđabć.  Henni er stýrt af röggsemi og útjónarsemi af Skagfirđingi.  Fyrir bragđiđ er veitingastađur Ikea í Garđabć sá vinsćlasti í heiminum.  Međal snjallra trompa er ađ bjóđa upp á fjölbreytta rétti mánađarins.  Jafnan eitthvađ gott, ódýrt og spennandi. 

  Í ţessum mánuđi er bođiđ upp á furđulegan sćnskan rétt,  kartöflubollur,  svokallađar kroppkakor.  Mér virtist sem ţćr samanstandi af hveiti og kartöflum.  Kannski smá salti. Inni í hverri bollu er smávegis af svínakjöti.  Ţćr eru löđrandi í brćddu smjöri og rjómaskvettu.  Títuberjasulta bjargar ţví sem bjarga má.  Ţetta er furđulegur matur.  Allir fyrri tilbođsréttir Ikea hafa bragđast betur.  Undarlegt ađ Svíar sćki í ţennan rétt.  Kannski er hann hollur.

  Samt.  Ţađ er alltaf gaman ađ prófa framandi mat.          

 

kroppkakor


Andúđ Lennons á Mick Jagger

  Á sjöunda áratugnum var Bítlunum og The Rolling Stones stillt upp sem harđvítugum keppinautum.  Ađdáendur ţeirra skipuđu sér í fylkingar.  Ţćr tókust á um ţađ hvor hljómsveitin vćri betri.  Ekki ađeins í orđaskaki.  Líka međ hnúum og hnefum.  

  Raunveruleikinn var sá ađ á milli hljómsveitanna ríkti mikill vinskapur.  Bítlarnir redduđu Stóns plötusamningi.  Bítlarnir sömdu lag fyrir ađra smáskífu Stóns - eftir ađ fyrsta smáskífan náđi ekki inn á breska Topp 20 vinsćldalistann.  Bítlalagiđ kom Stóns í 12. sćti vinsćldalistans.  Ţar međ stimplađi Stóns sig inn.  1. janúar 1964 hóf vinsćldalistaţátturinn Top of the Pops göngu sína í BBC  sjónvarpinu.  Opnulag hans var ţetta lag.

  Bítlarnir kenndu Stónsurum ađ semja lög.  Bítlarnir ađstođuđu Stóns međ raddanir.  Stónsarar komu líka viđ sögu í nokkrum lögum Bítlanna. 

  Hljómsveitirnar höfđu samvinnu um útgáfudag laga og platna.  Ţegar önnur ţeirra átti lag eđa plötu í 1. sćti vinsćldalista hinkrađi hin međ útgáfu á sínu efni uns 1. sćtiđ var laust.

  Af og til átti söngvari Stóns,  Mick Jagger,  til ađ skerpa á ímyndinni um ađ hljómsveitirnar vćru harđvítugir keppinautar.  Í fjölmiđlaviđtölum laumađi hann góđlátlegri smá hćđni í garđ Bítlanna.  Kannski olli ţađ ţví ađ í spjalli viđ bandaríska tímaritiđ Rolling Stones opinberađi bítillinn John Lennon óvćnt andúđ sína á Mick Jagger.  Ţetta var 1971.  

  Međal ţess sem Lennon sagđi var ađ Mick Jagger vćri brandari.  Hann hćddist ađ "hommalegri" sviđsframkomu hans.  Gaf lítiđ fyrir leikarahćfileika hans.  Hann hélt ţví fram ađ Jagger hefđi alltaf veriđ afbrýđisamur út í Bítlana.  Hann hafi hermt eftir öllu sem Bítlarnir gerđu.

  Lennon sagđist ţó alltaf hafa boriđ virđingu fyrir Stóns.  Hljómsveitin hafi hinsvegar aldrei veriđ í sama klassa og Bítlarnir.  Nokkrum árum síđar hélt Lennon ţví fram,  líka í spjalli viđ Rolling Stones,  ađ Jagger hafi alltaf veriđ viđkvćmur vegna yfirburđa Bítlanna á öllum sviđum.  Hann hafi aldrei komist yfir ţađ. 

  Rétt er ađ taka fram ađ á ţessum tíma,  í upphafi áttunda áratugarins,  var Lennon pirrađur og hafđi horn í síđu margra.  Hann söng níđvísu um Paul McCartney.  Hann skrifađi opiđ níđbréf til tónlistarmannsins og upptökustjórans Todd Rundgren.  Hann söng gegn breska hernum á Írlandi.  Hann beitti sér gegn forseta Bandaríkjanna,  Nixon.  Á milli ţeirra tveggja varđ hatrammt stríđ.

   Hér fyrir neđan er myndband međ blúshljómsveit Lennons,  Dirty Mac.  Bassaleikarinn er Stónsarinn Keith Richards.  Í upphafi ţess gefur Lennon Mick Jagger leifar af mat.  Sumir túlka ţađ sem dćmi um lúmskt uppátćki hans til ađ niđurlćgja Jagger.  Ég hef efasemdir um ţađ.  Lennon var alltaf opinskár og talađi ekki undir rós.    

  


Haugalygi um Fćreyjar

  Breska dagblađiđ The Guardian sló á dögunum upp frétt af ţví ađ Fćreyjar yrđu lokađar erlendum ferđamönnum síđustu helgina í apríl.  Ţetta er ekki alveg rétt.  Töluvert ýkt.  Hvorki leggst flug niđur né ađ hótel loki.  Hinsvegar verđa helstu ferđamannastađir lokađir túristum ţessa helgi.  Ástćđan er sú ađ tímabćrt er ađ taka ţá í gegn;  bćta merkingar,  laga gönguleiđir,  laga til eftir of mikinn átrođning og hreinsa eyjarnar af rusli,  svo sem plasti sem rekiđ hefur í land. 

  Fjöldi fjölmiđla endurbirti frétt The Guardian.  Ţar á međal Rúv og fjölmiđlar 365.  100 erlendum ferđamönnum er bođiđ ađ taka ţátt í tiltektarátakinu.  Ţeir fá frítt fćđi og húsnćđi en sjá sjálfir um ferđir til og frá eyjunum.  Ţegar hafa 3500 manns sótt um ţátttöku. 

  Í frétt The Guardian segir ađ 60 ţúsund erlendir ferđamenn heimsćki Fćreyjar árlega.  Bćđi íslensku fjölmiđlarnir og ţeir útlensku éta ţetta upp eftir The Guardian.  Fréttin er haugalygi.  Í fyrra, 2018,  sóttu 120.000 erlendir ferđamenn Fćreyjar.  Ţađ er ađ segja tvöfalt fleiri en sagt er frá í fréttum.      

  Fjöldinn skiptir miklu máli fyrir eyţjóđ sem telur 51 ţúsund manns.  Mig grunar ađ The Guardian hafi sótt sína tölu í fjölda erlendra gesta á skemmtiferđaskipum.  Gleymst hafi ađ kanna hvađ margir heimsćkja Fćreyjar í flugi.  

  Íslensku fjölmiđlarnir hefđu gert rétt í ţví ađ hringja í mig til ađ fá réttar upplýsingar.  En klúđruđu ţví.  Fyrir bragđiđ birtu ţeir kolrangar upplýsingar.  

     


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.