Smásaga um bíleiganda

  Jóhann og frú Ţuríđur eiga gamlan fólksbíl.  Ađ ţví kom ađ ýmislegt fór ađ hrjá skrjóđinn.  Um miđjan janúar gafst hann upp.  Ţuríđur fékk kranabíl til ađ drösla honum á verkstćđi.  Ţar var hann til viđgerđar í marga daga.  Bifvélavirkjunum tókst seint og síđar meir ađ koma honum í lag.

  Verkstćđiseigandinn hringdi í frú Ţuríđi.  Tilkynnti henni ađ bíllinn vćri kominn í lag.  Ţetta hefđi veriđ spurning um ađ afskrifa bílinn - henda honum ónýtum - eđa gera hann upp međ miklum kostnađi.  

  Verkstćđiseigandinn útlistađi ţetta fyrir frú Ţuríđi.  Sagđi:  "Öll viđvörunarljós lýstu í mćlaborđinu.  Ţú hlýtur ađ vita ađ rautt ljós í mćlaborđi kallar á tafarlausa viđgerđ á verkstćđi.  Annars skemmist eitthvađ."

  Frú Ţuríđur varđ skömmustuleg.  Hún svarađi međ semingi:  "Fyrstu ljósin kviknuđu í október.  Ţau voru appelsínugul.  Svo fjölgađi ljósunum í nóvember.  Ţar bćttust rauđ viđ.  Hámarki náđu ţau í desember.  Okkur Jóhanni ţótti ţetta vera í anda jólanna, hátíđar ljóss og friđar.  Ţetta var eins og jólasería.  Viđ erum mikil jólabörn.  Viđ ákváđum ađ leyfa ţeim ađ lýsa upp mćlaborđiđ fram á ţrettándann ađ minnsta kosti.  Blessađur bíllinn stóđ sína plikt og rúmlega ţađ.  Ekki kom á óvart ađ hann reyndi sitt besta.  Viđ gáfum honum nefnilega ilmspjald í jólagjöf."

ađvörunarljós   


Plötuumsögn

  - Titill:  Plasteyjan

 - Flytjandi:  PS & Bjóla

 - Einkunn: ****

  PS & Bjóla er dúett Pjeturs Stefánssonar og Sigurđar Bjólu.  Báđir hafa starfađ í fjölda hljómsveita.  Pjetur kannski ţekktastur fyrir ađ leiđa Big Nose Band og PS & co.  Sigurđur eflaust kunnastur fyrir Spilverk ţjóđanna og Stuđmenn.  Samstarf ţeirra nćr vel aftur til síđustu aldar.

  Báđir eru afbragđsgóđir lagahöfundar, skemmtilegir textasmiđir,  ljómandi góđir söngvarar og ágćtir gítarleikarar.  Báđir hafa sent frá sér ódauđlega stórsmelli.  Pjetur međ "Ung og rík" (oftast kallađur "Ung gröđ og rík").  Sigurđur međ "Í bláum skugga". 

  Laglínur Sigurđar bera iđulega sterk höfundareinkenni.  Fyrir bragđiđ kvikna hugrenningar í átt til Stuđmanna - og reyndar Ţursaflokksins líka - af og til ţegar platan er spiluđ.  Ekki síđur vegna ţess ađ Ragnhildur Gísladóttir tekur lagiđ í ţremur söngvum.  Eflaust líka vegna ţess ađ trommuleikari ţessara hljómsveita,  Ásgeir Óskarsson, er ásláttaleikari plötunnar.

  Platan er fjölbreitt en hefur samt ákveđinn heildarsvip.  Blúskeimur hér,  sýra ţar,  gítar spilađur afturábak, smá Pink Floyd og allskonar.  Titillagiđ rammar pakkann inn; epískur 11 mínútna ópus.  Hann hefst á ljúfum söng Sigurđar viđ kassagítarundirleik.  Fleiri hljóđfćri bćtast hćgt og bítandi viđ.  Takturinn harđnar.  Fyrr en varir er hressilegt rokk skolliđ á. Síđan mýkist ţađ og breytist í rólegan sýrđan spuna.  Svo er upphafskaflinn endurtekinn.  Lokahlutinn er mildur einleikur Ástu Kristínar Pjetursdóttur á víólu.

  Mér heyrist sem Pjetur og Sigurđur semji lögin í sameiningu.  Ţeir skipta söngi bróđurlega á milli sín.  Söngstíll ţeirra er áţekkur ef frá er taliđ ađ Pjetur gefur stundum í og afgreiđir ţróttmikinn öskursöngstíl. 

  Textarnir hljóma eins og ţeir séu ortir í sameiningu.  Stíllinn er sá sami út í gegn.  Ađ auki kallast ţeir á.  Til ađ mynda kemur plasteyjan fyrir í nokkrum ţeirra.  Ţeir leika sér lipurlega međ tungumáliđ og tilvísanir.  Ágćtt dćmi er upphaf textans "Mammonshaf" sem snýr snyrtilega út úr upphafsorđum Jóhannesarguđspjalls:  "Í upphafi var plastiđ og plastiđ var hjá guđi."

  Platan er frekar seintekin.  Hún vex ţeim mun meira viđ hverja hlustun.  Vex mjög.  Hún hljómar eins og unnin í afslöppuđum rólegheitum.  Allt yfirvegađ og úthugsađ - án ţess ađ kćfa geislandi spilagleđi.  Ađrir hljóđfćraleikarar en nefndir eru hér fyrir ofan eru í landsliđinu:  Tryggvi Hubner, Bjöggi Gísla og Sigurgeir Sigmundsson (gítar),  Haraldur Ţorsteins (bassi), Hjörleifur Valsson (fiđla),  Jens Hansson (sax), Pétur Hjaltested (hljómborđ), Sigfús Örn Óttarsson (trommur) og Sigurđur Sigurđsson (munnharpa).

  Uppáhaldslög:  "Fléttur" (algjör negla!) og "Nóttin".

  Pjetur er hámenntađur og virtur myndlistamađur.  Umslagiđ ber ţess vitni.

plasteyjanPjétur StefánssonSigurđur Bjóla 


Pallbíll til sölu

  Nánast splunkunýr pallbíll - svo gott sem beint úr kassanum - er til sölu á tíu milljónir króna.  Samkvćmt ökumćli hefur hann veriđ keyrđur miklu minna en ekki neitt;  mínus 150 ţúsund kílómetra.  Góđ framtíđareign;  fasteign á hjólum.  Slegist verđur um hann á bílasöluplani Procar.  Fyrstur kemur, fyrstur fćr.  Ryđblettirnir eru meira til skrauts en til vandrćđa.  

procar

  


Samkvćmt teikningunni

  Hver kannast ekki viđ ađ hafa sett saman skáp - eđa annađ húsgagn - samkvćmt teikningu frá Ikea og uppgötva síđar ađ hún snéri vitlaust?  Ađ sú vćri ástćđan fyrir ţví ađ hurđarhúnn er stađsettur of neđarlega og ađ hillur snúa á hvolf.   Mörg dćmi eru til um abstrakt málverk sem hafa árum saman snúiđ á haus uppi á vegg.  Ef fólk gćtir sín ekki ţeim mun betur er ţetta alltaf ađ gerast:  Ađ hlutirnir snúa á haus.  Glćsilegt hús virđist líta einkennilega út.  En teikningin er samţykkt og vottuđ og "svona er ţetta samkvćmt teikningunni."  Í einhverjum tilfellum hefur ţetta leitt til málaferla.  Svoleiđis er aldrei gaman.

smiđurinn snýr teikningunni vitlaust asmiđurinn snýr teikningunni vitlaust bsmiđurinn snýr teikningunni vitlaust csmiđurinn snýr teikningunni vitlaust dsmiđurinn snýr teikningunni vitlaust e    


Saga the Clash

 

   7. febrúar var alţjóđa CLASH-dagurinn haldinn hátíđlegur um allan heim (sjá síđustu bloggfćrslu).  Ekkert lát er á hróđri ţessarar merku ensku pönksveit.  28. febrúar rekja Spotify og breska sjónvarpiđ BBC í sameiningu sögu Clash. 

  The Clash leiddi og mótađi bresku pönkbylgjuna - ásamt Sex Pistols - 1976/1977.  Fyrsta smáskífulag Clash,  White Riot (útgefiđ snemma árs 1977),  varđ einskonar ţjóđsöngur pönkbylgjunnar.  Fjöldi pönksveita krákađi lagiđ (cover song).  Jómfrúar Lp-plata the Clash (útgefin voriđ 1977) varđ fyrirmynd nýrra pönksveita um allan heim.  Međal annars innleiddi hún reggí í pönksenuna.

 Nćsta plata the Clash,  Give ´Em Enough Rope,  vakti undrun.  Hún var meira hard rokk en pönk.  Eđa pönkkryddađ hard rokk.  

  3ja plata the Clash,  London Calling,  vakti ennţá meiri undrun.  Fátt var um pönk en ţeim mun meira af allskonar:  Allt frá djassi til calypso.  Eftir ţetta hćtti the Clash ađ koma á óvart.  Ţessi hljómsveit spilađi hvađ sem var.  Ţess vegna allt frá pjúra poppi til sýrđasta avant-garde. 

  Eftir ađ hljómsveitin leystist upp í leiđindum 1986 var henni ítrekađ bođiđ gull og grćnir skógar fyrir ađ koma fram á hinum ýmsu rokkhátíđum.  Stjarnfrćđilega háar upphćđir.  Liđsmenn höfđu bein í nefinu til ađ hafna öllum gyllibođum.  Hljómsveitin snérist aldrei um peninga.  Ţađ var hennar gćfa.  Ţađ er ein af stóru ástćđunum fyrir ţví ađ hún er ţetta stöđugt vaxandi stórveldi í rokksögunni.  

  Ég skrifa um Clash í fortíđ vegna ţess ađ fyrirliđinn,  Joe Strummer,  er fallinn frá.  Hann var forsöngvarinn, gítarleikari og söngvahöfundur.  Fráfall hans hefur dregiđ úr líkum á endurkomu Clash.  

 

clash-barn

 


Alţjóđlegi CLASH-dagurinn

  Í dag,  7. febrúar,  er alţjóđlegi CLASH-dagurinn haldinn hátíđlegur um heim allan.  Formlegir ađstandendur hans eru 20 stórborgir (ţar á međal Chicago,  Seattle,  Washington DC,  Los Angeles,  Toronto,  Belgrad,  San José í Costa Rica,  Sao Paulo,  Barcelona...),  101 útvarpsstöđ  (allt frá Tónlistarútvarpi Peking-borgar til króatískrar og argentínskrar stöđva),  43 plötubúđir (allt frá mexíkóskum til eistlenskrar),  svo og 26 rokkhátíđir (međal annars í Perú og Finnlandi).  Sumar borgir hafa gert Clash-daginn ađ opinberum frídegi.  Sumar útvarpsstöđvar teygja á Clash-deginum.  Spila einungis Clash-lög í allt ađ 4 sólarhringa.  Samkvćmt hlustendamćlingum skora ţćr hćst á sínum ferli í ţeirri dagskrá.  Vonbrigđi ađ hvorki X-iđ né Rás 2 taki ţátt í Clash-deginum.

  The Clash var önnur tveggja hljómsveita sem leiddi bresku pönkbylgjuna á síđari hluta áttunda áratugarins (hin var Sex Pistols).  Ólíkt öđrum pönksveitum ţróađist Clash á örskömmum tíma yfir í afar fjölbreytta nýbylgju.  Ólíkt öđrum breskum pönksveitum sló Clash rćkilega í gegn í Bandaríkjunum.  

  Clash-dagurinn var upphaflega bandarískur.  Svo breiddist hann út um heim.

  Hljómsveitin var stofnuđ 1976.  Hún leystist upp í leiđindum og var öll 1986.  Gríđarmikil eiturlyfjaneysla átti hlut ađ máli.  1980 spilađi Clash í Laugardalshöll á vegum Listahátíđar.  Frábćrir hljómleikar.  

  Hróđur Clash jókst bratt eftir ađ hún snéri upp tánum.  Gott dćmi er ađ 1981 náđi lagiđ "Should I Stay or Should I Go" 1. sćti breska vinsćldalistans eftir ađ hafa áđur ítrekađ flökkt hátt á honum.  Í óţökk liđsmanna the Clash gerđi bandaríski herinn lagiđ "Rock the Casbah" ađ einkennislagi sínu í upphafi ţessarar aldar.  Ţađ var sett í síspilun ţegar ráđist var inn í Írak í aldarbyrjun. 

clash_logo


Samanburđur á Kanada og Bandaríkjunum

  Áhugavert og gaman er ađ bera saman Kanada og Bandaríkin.  Margt er ólíkt međ skyldum.  Löndin liggja saman.  Kanada deilir einungis landamćrum međ Bandaríkjunum.  Ţau deila hinsvegar líka landamćrum međ Mexíkó.  Stöđugur vandrćđagangur er viđ ţau.  Kanadísku landamćrin eru vandrćđalaus.  

  Báđar ţjóđirnar eru enskumćlandi.  35 milljónir Bandaríkjamanna eru ţó spćnskumćlandi.  Í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjum kveđa lög á um ađ spćnska og enska séu jafn rétthá.  35% Kanadamanna er frönskumćlandi.  Ţar af tala 21% enga ensku. 

  Kanada er nćst stćrsta land heims ađ flatarmáli (á eftir Rússlandi).  Bandaríkin eru í 3ja sćti.  Kanada er smáţjóđ í samanburđi viđ Bandaríkin ţegar kemur ađ íbúafjölda:  37 milljónir á móti 325 milljónum.

poutine  Ţjóđarréttur Bandaríkjamanna er skyndibiti af öllu tagi:  Pizza, hamborgari, kjúklingabitar og kleinuhringir.  Ţjóđarréttur Kanada kallast poutine.  Uppistađa hans eru franskar kartöflur,  mjúkur skjannahvítur sósulegur ostur (ystingur) og ţykk brún kjötsósa.  Međ má vera smávegis grćnmeti og smá kjöt.

  Svo skemmtilega vill til ađ kanadíski poutine-rétturinn er í bókstaflegri merkingu kenndur viđ Frakka, rétt eins og frönsku kartöflurnar sem hann byggir á. Sumir vilja  meina ađ franskar kartöflur séu upphaflega komnar frá Belgíu.  Rétt eins og belgískar vöfflur.  Ţetta dettur ekki af himni ofan.

  Gjaldmiđill Bandaríkjanna og Kanada er dollar,  táknađur međ $.  Bandaríski dollarinn er alţjóđleg mynt.  Ekki sá kanadíski.

  Í sunnanverđum Bandaríkjunum er veturinn hlýr og notalegur.  Veturinn í Kanada er svalur.

  Allir forsćtisráđherrar Kanada eru og hafa veriđ bleiknefjar.  Bandaríkin hafa átt hvíta forseta, hörundsdökkan forseta og appelsínugulan forseta. 


Ódýr matur

  Matarverđ í Toronto í Kanada er töluvert lćgra en á Íslandi.  Eins og flest annađ.  Ţar ađ auki er skammturinn vel útilátinn.  Í stađ ţess ađ leifa helmingnum komst ég upp á lag međ ađ kaupa matinn "take away".  Ţannig dugđi hann í tvćr máltíđir.  Matarsóun er til skammar.   Á veitingastađ sem heitir Caribbean Taste er - á milli klukkan 11.00 - 15.00 - seldur kjúklingur (BBQ eđa karrý) á 610 ísl. kr.  Hann er borinn fram međ góđri hrúgu af fersku salati og hrísgrjónum međ nýrabaunum. 

  Á Caribbean Taste er maturinn afgreiddur í pappabakka međ loki.  Ég gat ţví snćtt inni á stađnum og tekiđ afganginn međ mér.  Ţađ var ljúft ađ flýta sér hćgt á stađnum.  Notaleg ópoppuđ reggí-músík hljómađi á góđum styrk.  Á vegg blasti viđ stór mynd af Bob Marley.

  Grillađur lax er á 728 kr.  Eftir klukkan 15.00 hćkkar verđiđ um 40% eđa meir.  Kjúklingurinn er ţá kominn í 855 kr. og laxinn í 1080 kall.

  Á nálćgum morgunverđarstađ fékk ég rétt sem heitir "Simple 2 eggs".  Spćld egg, beikon,  ristađar brauđsneiđar (önnur međ hnetusmjöri, hin međ jarđaberjamauki) og stór plastskál međ blönduđum ávaxtabitum.  M.a. ananas, jarđaberjum, appelsínum og bláberjum.  Ávextirnir voru heil máltíđ út af fyrir sig.   Rétturinn kostađi 837 kr.

  Dýrasta máltíđin sem ég keypti var á Eggspectation. 1360 kr. Hún samanstóđ af tveimur lummum (amerískum pönnukökum).  Ofan á ţeim var sitthvor stóra og ţykka pönnusteikta skinkusneiđin.  Ţar ofan á voru spćld egg.  Yfir var heit hollandaise sósa.  Međlćti voru djúpsteiktar ţunnt skornar kartöflusneiđar,  stór melónusneiđ og tvćr ţykkt ţverskornar appelsínusneiđar (önnur blóđappelsína). 

  Nćst dýrasta máltíđin sem ég keypti kostađi 1256 kr.  Hún var á Maja Indian Cuisine, indverskum veitingastađ.  Ţar fćr viđskiptavinurinn ađ velja sér 3 rétti af mörgum úr tveimur hitaborđum.  Međlćti er ferskt salat, hrísgrjón og hlussustórt bragđgott nanbrauđ.  Ég valdi lamb í karrý, kjúkling í karrý og framandi rétt sem leit girnilega út en var eiginlega eins og ágćt hnausţykk súpa.  Indverski pakkinn dugđi mér í 3 máltíđir.      

  Ég fann matvöruverslun sem selur heitan mat úr hitaborđi.  Hćgt er ađ velja úr ţremur-fjórum réttum sem "rútinerast" dag frá degi.  Stundum lax.  Stundum kjúklingabitar.  Borgađ er fyrir réttinn en ekki er rukkađ fyrir međlćti á borđ viđ grćnmeti og steikta kartöflubáta.  Verđiđ er 800 - 900 kr.  

  Algengt verđ á hálfslítra bjórdós er 184 kr. 

caribean tastesimply 2 eggsávaxtaskáleggspectationindverskur matur    

   


Smásaga um ungt fólk

  Hann hafđi aldrei fariđ á dansleik áđur.  Frá 16 ára aldri hafđi hann ţó nokkrum sinnum fariđ á hljómleika.  En nú var hann mćttur á dansleik.  Hann var rétt svo búinn ađ koma sér fyrir viđ barinn er ađ honum vék sér gullfalleg dama.  Hún spurđi hvort ađ hann vćri til í dans.  Hann var til í ţađ.  Tók samt fram ađ hann hefđi aldrei dansađ.  Hún blés á ţađ:  "Ekki máliđ.  Viđ reynum bara ađ samhćfa einhvern takt."  Ţađ gekk áfallalaust fyrir sig.  Hann var nokkuđ sáttur viđ frammistöđu sína.   Hafđi reyndar ekki samanburđ.

  Ađ dansi loknum spurđi hún:  "Ertu til í panta einhverja spennandi kokteila á međan ég skrepp á salerni?"  Hann var til í ţađ.  Hún yrđi ađ velja.  Hann ţekkti enga kokteila.  Hún stakk upp á ţví ađ hann léti barţjóninn velja.  Hann tók vel í ţađ.

  Eftir nokkra framandi og bragđgóđa kokteila lá beinast viđ ađ ţau fćru saman heim til hans.  Ţar fćkkuđu ţau fötum ţegar í stađ.  Er hún skreiđ undir sćngina til hans hvíslađi hún:  "Nú er komiđ ađ fjármálunum.  Semjum um greiđsluna."  Honum dauđbrá.  Varđ afar vandrćđalegur.  Hikstandi og stamandi stundi hann upp međ erfiđismunum:  "Fjármál eru ekki mín sterkasta hliđ.  Púff!  Ég ţekki ekki taxtann.  Ég hef aldrei lent í ţessari stöđu.  Segjum bara ađ ţú borgir mér tíuţúsundkall og máliđ er dautt."

 

par

 


Hljómsveitin Týr orđin fjölţjóđleg

  Voriđ 2002 hljómađi fćreyskt lag á Rás 2.  Nokkuđ óvćnt.  Fćreysk tónlist hafđi ekki heyrst í íslensku útvarpi til margra áratuga.  Lagiđ var "Ormurin langi" međ hljómsveitinni Tý.  Viđbrögđ hlustenda voru kröftug.  Allt ćtlađi um koll ađ keyra.  Símkerfi Útvarpsins logađi.  Hlustendur vildu heyra ţetta "norska lag" aftur.  Já, einhverra hluta vegna héldu ţeir ađ ţetta vćri norskt lag.  Fćreyjar voru ekki inn í myndinni.

  Lagiđ var aftur spilađ daginn eftir.  Enn logađi símkerfiđ.  Ţetta varđ vinsćlasta lag ársins á Íslandi.  Platan međ laginu,  "How Far to Aasgard?",  sat vikum saman í toppsćti sölulistans.  Seldist í 4000 eintökum hérlendis.  Kiddi "kanína" (einnig ţekktur sem Kiddi í Hljómalind) var eldsnöggur sem fyrr ađ skynja ađ nú vćri lag.  Hann bókađi Tý í hljómleikaferđ um Ísland.  Hvarvetna var fullt út úr dyrum.  Víđa komust fćrri ađ en vildu.  Til ađ mynda í Ölfusi.  Ţar voru fleiri utan húss en komust inn. 

  Á skall alvöru Týs-ćđi.  Hljómsveitin mćtti í Smáralind til ađ gefa eiginhandaráritun.  Ţar myndađist biđröđ sem náđi gafla á milli.  Auglýstur klukkutími teygđist yfir ađ ţriđja tíma. 

  Í miđju fárinu uppgötvađi Kiddi ađ Fćreyingar sátu á gullnámu: Ţar blómstađi öflugt og spennandi tónlistarlíf međ ótrúlega hćfileikaríku fólki:  Eivör,  Hanus G.,  Kári Sverris,  hljómsveitir á borđ viđ 200,  Clickhaze,  Makrel,  Arts,  Yggdrasil,  Lena Anderson og ég er ađ gleyma 100 til viđbótar.  Kiddi kynnti ţetta fólk til sögunnar.  Talađ var um fćreysku bylgjuna.  Eivör varđ súperstjarna.  Einstakar plötur hennar hafa selst í 10 ţúsund eintökum hérlendis.  Hún fyllir alla hljómleikasali.  Í dag er hún stórt nafn víđa um heim.  Hefur fengiđ mörg tónlistarverđlaun.  Hún hefur átt plötur í 1. sćti norska vinsćldalistans og lag í 1. sćti danska vinsćldalistans.  Fyrsta sólóplata Eivarar kom út 1999.  Ţar heiđrađi hún nokkur gömul fćreysk kvćđalög.  Ţau urđu Tý kveikja ađ ţví ađ gera slíkt hiđ sama.  Fyrir ţann tíma ţóttu gömlu kvćđalögin hallćrisleg.      

  Ofurvinsćldir Týs - og Eivarar - á Íslandi urđu ţeim hvatning til ađ leita fyrir sér enn frekar utan landsteinanna.  Međ góđum árangri.  Týr er í dag stórt nafn í senu sem kallast víkingametall.  Hljómsveitin er vel bókuđ á helstu ţungarokkshátíđir heims.  Ađ auki túrar hún ótt og títt um Ameríku og Evrópu.  Fyrir nokkrum árum náđi hún toppsćti ameríska CMJ vinsćldalistans.  Hann mćlir spilun framhaldsskólaútvarpsstöđva í Bandaríkjunum og Kanada (iđulega hérlendis kallađar bandarískar háskólaútvarpsstöđvar - sem er villandi ónákvćmni).

  Hljómsveitin er ţétt bókuđ út ţetta ár.  Ţar á međal á ţungarokkshátíđir í Ameríku, Evrópu og Asíu.  Meira ađ segja í Kóreu og Japan.  

  Vegna bakveiki hefur trommarinn Kári Streymoy af og til helst úr lestinni síđustu ár.  Frá 2016 hefur Ungverjinn Tadeusz Rieckmann veriđ fastur trommari Týs.  Fćreyski gítarleikarinn Terji Skibenćs hefur í gegnum tíđina veriđ úr og í hljómsveitinni.  Húđflúr á hug hans og hjarta.  Nú hefur Ţjóđverjinn Attila Vörös veriđ fastráđinn í hans stađ.

  Söngvahöfundurinn, söngvarinn og gítarsnillingurinn Heri Joensen segir ţetta ekki vera vandamál;  ađ liđsmenn búi í mörgum löndum.  Hljómsveitin var á sínum tíma stofnuđ í Danmörku.  Allar götur síđan hafa liđsmenn hennar búiđ í ýmsum löndum.  Vinnusvćđiđ er hljómleikaferđir ţvers og kruss um heiminn.  Ţá skiptir ekki máli hvar liđsmenn eru skrásettir til heimilis. 

týr 


Álit ferđamanns

  Oft er gaman ađ heyra eđa lesa hvernig útlendir ferđamenn upplifa Ísland.  Á netmiđlinum quora.com spyr ung kona frá Singapore í fyrirsögn:  "Hve dýrt er Ísland?"  Hún svarar sér:  "Stutta svariđ er mjög."

  Hún fór í 8 daga hringferđ um Ísland.  Kíkti á Vestfirđi í leiđinni.  Hún var í 5 manna hópi sem tók jeppa á leigu.  Leigan var 134.200 kall.  Hún hvetur ađra túrhesta á Íslandi til ađ ferđast saman í hópi til ađ halda kostnađi niđri.  Jafnframt hvetur hún til ţess ađ keypt sé bílatrygging.  Framrúđan í bílnum sprakk vegna steinkasts.

  Bensínkostnađur var 48.800 kr.  Á veitingastöđum kostar ađalréttur um 3660 kr. Á móti vegur ađ bensínsjoppur selja heitt ruslfćđi á borđ viđ pylsur, hamborgara og franskar.  Kostnađur er á bilinu 976 til 1220 kall.  Mín athugasemd:  Hiđ rétta er ađ pylsa kostar víđast á bilinu 400 - 450 kall. Kannski ţarf 2 pylsur til ađ teljast vera máltíđ?

  Daman bendir á ađ hćgt ađ kaupa samlokur í Bónus-verslunum.  Sumar álíka verslanir selji líka heitan mat.  Sennilega er hún ađ vísa til Krónunnar sem selur heitan kjúkling, sviđakjamma og ţurusteik.

  Gistikostnađur hverja nótt á mann var 9760 kall á mann. Notiđ greiđslukort,  segir hún.  Íslenskar krónur eru verđlausar utan Íslands.    

  Niđurstađa hennar:  Já, Ísland er dýrt.  En hverrar krónu virđi!  

kerry teo        

  

   


Vönduđ og metnađarfull plata

 - Titill:  Oddaflug

 - Flytjandi:  Kalli Tomm

 - Einkunn:  ****

  Lengst af var Karl Tómasson ţekktur sem trommuleikari Gildrunnar.  Fyrir fjórum árum eđa svo hóf hann farsćlan sólóferil;  sendi frá sér plötuna Örlagagaldur.  Ţar kom hann fram sem hörkugóđur söngvari og prýđilegt söngvaskáld.  Örlagagaldur varđ ein söluhćsta plata ţess árs.   Nokkuđ óvćnt vegna ţess ađ ekkert einstakst lag af henni varđ stórsmellur.  Ţess í stađ var ţađ platan í heild sem hlaut svona vćnar viđtökur.

  Oddaflug er önnur sólóplata Kalla.  Eđlilega sver hún sig í ćtt viđ Örlagagaldur.  Tónlistin er í humátt ađ norrćnum vísnasöng í bland viđ rokkađa spretti.  Ţetta fléttast skarpast saman í opnulaginu,  Kyrrţeyrinn andar.  Fyrri hlutinn er ljúfur og áferđarfagur óđur til náttúrunnar.  Um miđbik skellur óvćnt á kröftugur rokkkafli.  Í niđurlagi taka rólegheitin aftur viđ.  Útkoman er hiđ ágćtasta prog. 

  Ţrátt fyrir rafmagnađa rokktakta er heildarsvipur plötunnar lágstemmdur,  yfirvegađur og hátíđlegur.  Sjö lög af tíu eru frumsamin.  Ţar af eitt samiđ međ Tryggva Hubner og annađ međ Guđmundi Jónssyni.  Hann á ađ auki annađ lag og texta.  Tvö eru eftir Jóhann Helgason. 

  Textarnir hafa innihald og geta stađiđ sjálfstćđir sem ljóđ.  Fjórir eru ortir af Bjarka Bjarnasyni - einn ásamt Guđmundi Jónssyni.  Hjördís Kvaran Einarsdóttir er höfundur tveggja.  Jón úr Vör,  Jón Óskar og Líney Ólafsdóttir eiga sinn textann hvert.  Margir ţeirra bera sameiginlegan trega og söknuđ,  kasta fram spurningum um óvissa framtíđ en bođa ţó von og trú á ástina.  

  Jóhann Helgason, Íris Hólm og Ingibjörg Hólm Einarsdóttir syngja á móti Kalla í sitthverju laginu.  Ţau eru einnig í bakröddum ásamt Kalla sjálfum og fleirum.

  Gítarleikur er í höndum Kalla, Tryggva Hubner,  Guđmundar Jónssonar,  Ţráins Árna Baldvinssonar og Sigurgeirs Sigmundssonar.  Hljómborđsleik afgreiđa Kjartan Valdimarsson, Jón Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon.  Bassa plokka Jóhann Ásmundsson,  Jón Ólafsson og Ţórđur Högnason.  Ásmundur Jóhannsson trommar og Sigurđur Flosason blćr í sax.  Ţetta er skothelt liđ.

  Umslagshönnun Péturs Baldvinssonar setur punktinn yfir i-iđ;  glćsilegt listaverk.

  Vert er ađ taka fram ađ platan er frekar seintekin.  Ţó hún hljómi vel viđ fyrstu spilun ţá ţarf hún ađ rúlla í gegn nokkrum sinnum áđur en fegurđ tónlistarinnar skilar sér í fullum skrúđa.

oddaflug


Fátćklegt jólaskraut

  Gistiheimili sem ég dvaldi á í Toronto yfir jólin er stađsett í 2ja kílómetra fjarlćgđ frá miđborginni.  Engu ađ síđur gat ég ekki ţverfótađ fyrir spennandi veitingastöđum og óspennandi verslunum af öllu tagi.  Ég tel mig lánsaman ađ hafa engan áhuga á verslunum - ef frá eru taldar matvöruverslanir sem selja vatn og dagblöđ,  svo og búđir sem selja bjór.  

  Í Toronto er bjór seldur í the Beer Store.  Viđskiptavinurinn fćr ekki ađ sjá neinn bjór ţegar mćtt er á svćđiđ.  Hann gengur ađ afgreiđsluborđi og tilkynnir afgreiđslumanneskju hátt og skýrt hvađa bjór hann vill kaupa.  Afgreiđslumanneskjan bregđur sér ţá bak viđ luktar dyr.  Nokkru síđar birtist hún aftur međ bjórkippur í gráum plastpoka. 

  Mér skilst ađ ađrar verslanir selji annarsvegar léttvín og hinsvegar sterkt vín.  Ég átti ekki erindi í ţćr.  Sannreyndi ekki dćmiđ.

  Í miđbć Toronto var mikill og stórfenglegur jólamarkađur.  Yfirgengilegar jólaskreytingar í ýktasta stíl.  Ţeim mun merkilegra er ađ ţar fyrir utan fór lítiđ fyrir jólaskreytingum.  Á gistiheimilinu sem ég dvaldi á var í setustofu plastjólatré.  Um 1,5 metri á hćđ.  Um 30 cm ţar sem ţađ var breiđast.  Ekkert skraut.   

  Á rölti mínu um nágrenniđ sá ég inn um glugga ađ sami stíll var í öđrum gistiheimilum og hótelum.  Óskreytt jólatré og engar ađrar jólaskreytingar.  Gengt gistiheimili mínu er vegleg verslunarmiđstöđ (mall) međ tilheyrandi matsölustöđum og verslunum.  Hvergi örlađi á jólaskreytingum.   

  Í Toronto máttu íbúar henda jólatrénu út á stétt 7. janúar.  Um leiđ máttu ţeir henda út á stétt allskonar húsgögnum og tölvum.  Sorphirđan er til fyrirmyndar.

jólatré


Frétta- og fróđleiksţyrstir Kanadabúar

  Í Toronto er gefiđ út alvörugefiđ dagblađ sem heitir Toronto Star.  Prentútgáfan selst í 319 ţúsund eintökum ađ međaltali.  Á laugardögum hoppar salan upp í 420 ţús.  Merkilega góđ sala í 6 milljón manna borg.  Ađ vísu reikna ég međ ađ sala blađsins nái út fyrir stađbundna borgina.  Ţannig er ţađ í Bandaríkjunum.  Dagblöđ eins og New York Times og Washington Post eru seld víđa um Bandaríkin.  Jafnvel utan Bandaríkjanna.  Til ađ mynda hefur veriđ hćgt ađ kaupa ţau í íslenskum ritfangaverslunum.

  Íbúar Bandaríkjanna eru 326 milljónir.  3ja fjölmennasta ţjóđ heims.  Til samanburđar er Kanada smáţjóđ.  Íbúar 37 milljónir.  Ţeim mun athyglisverđara er ađ söluhćsta bandaríska dagblađiđ,  USA Today, selst "ađeins" í 957 ţúsund eintökum.  

  Annađ söluhćsta bandaríska dagblađiđ,  New York Times,  selst í 572 ţúsund eintökum ađra daga en sunnudaga.  Ţá er salan 1,088 millj. 

  Söluhćsta dagblađ Kanada heitir The Globe and Mail.  Salan á ţví er 337 ţúsund eintök ađ međaltali.  Ţar af er laugardagsblađiđ í 355 eintökum.  Rösklega fimmtungur kanadísku ţjóđarinnar talar frönsku ađ móđurmáli.  Munar mestu um ađ í 8 milljón manna kanadíska fylkinu Quebec er franska ráđandi.  Dagblöđ međ frönskum texta seljast eins og heitar lummur.  Le Journal de Montreol selst í 233 ţúsund eintökum ađ međaltali.  Á laugardögum er salan 242 ţús. 

  Eflaust segja sölutölur á kanadískum og bandarískum dagblöđum heilmikiđ um ţjóđirnar.  Rétt er ţó ađ undirstrika ađ hér er lagt út af prentmiđlum.  Öll dagblöđin eru einnig á netinu.  Ţar eru ţau seld í áskrift.  Einnig fá netsíđur ţeirra heimsóknir frá öđrum.  Útreikningar eru snúnir.  Talađ er um ţumalputtareglu:  Fyrir vestan haf megi margfalda heimsóknir á netsíđur daglađa međ 2,5 á prentađ upplag til ađ fá út heildarneyslu dagblađsins.. 

  Ţetta er samt flóknara.  Viđ getum boriđ saman visir.is og mbl.is.  Ţessar síđur fá álíka mörg innlit.  Munurinn er sá ađ ýmist efni á mbl.is er ađeins ađgengilegt áskrifendum.  Ţar fyrir utan er mikill munur á útbreiđslu prentmiđlanna.  Fréttablađiđ nćr til meira en tvöfalt fleiri en Morgunblađiđ.

   Pappírsbrot kanadísku dagblađanna er ţannig ađ ţau eru álíka breiđ og íslensk dagblöđ.  En um ţriđjungi hćrri.  Efnisval er ađgreint í lausum "kálfum".  Ţađ er ţćgilegt.  Ţá er hćgt ađ byrja á ţví ađ henda kálfunum "Sport" og "Business".   

 


Gleđilegt nýtt ár!

  Ég var í útlandinu.  Eins og jafnan áđur ţá fagna ég sigri ljóssins yfir myrkrinu í útlöndum.  Ađ ţessu sinni hélt ég upp á hátíđ ljóss og friđar í Toronto í Kanada.  Toronto er alvöru stórborg,  sú fjórđa fjölmennasta í Norđur-Ameríku.  Telur 6 milljónir íbúa.  Nokkuđ vćnn hópur.  Íbúar Kanada eru 37 milljónir.

  Toronto er friđsamasta og öruggasta borg í Ameríku.  Sem er merkilegt vegna ţess ađ hún liggur upp viđ New York.  Ţar kalla menn ekki allt ömmu sína ţegar kemur ađ glćpatíđni.

  Ţetta var mín fyrsta heimsókn til Kanada.  Ég hafđi ekki gert mér grein fyrir ţví hvađ bresk áhrif eru mikil ţarna.  Munar ţar einhverju um ađ ćđsti ţjóđhöfđingi Kanada er breska drottningin.  Mynd af henni "prýđir" 20 dollara seđilinn.  Fleiri Breta má finna á öđrum dollaraseđlum.  

  26 desember er stór dagur í Bretlandi.  Hann heitir "Boxing Day".  Ţá ganga Bretar af göflunum.  Breskar verslanir losa sig viđ afgangslager;  kýla niđur verđ til ađ geta byrjađ međ hreint borđ á nýju ári.  Viđskiptavinir slást um girnilegustu kaup.  Ţađan dregur dagurinn nafn sitt.  

  Í Kanada heitir 26. desember líka "Boxing Day".  Í Toronto er hamagangurinn ekki eins svakalegur og í Bretlandi.  Í og međ vegna ţess ađ fjöldi kanadískra verslana auglýsir og eru merktar stórum stöfum "Boxing Week".  Lagerhreinsunin varir til og međ 1. janúar.

 Margir veitingastađir bjóđa upp á enskan morgunverđ.  Ţađ er svo sem ekki bundiđ viđ Kanada.  Hérlendis og víđa erlendis má finna veitingastađi sem bjóđa upp á enskan morgunverđ.  En ţađ er bresk stemmning ađ snćđa í Kanada enskan morgunverđ og fletta í leiđinni dagblađinu Toronto Sun.  Ţađ er ómerkilegt dagblađ sem tekur miđ af ennţá ómerkilegra dagblađi,  breska The Sun.  Ţetta eru óvönduđ falsfrétta slúđurblöđ.  Kanadíska Sun reynir pínulítiđ ađ fela stćlinguna á breska Sun.  Breska Sun er ţekkt fyrir "blađsíđu 3".  Ţar er ljósmynd og kynning á léttklćddum stelpum.  Oft bara á G-streng einum fata.  Í Toronto Sun er léttklćdda stelpan kynnt í öftustu opnu.     

  Meira og mjög áhugavert varđandi kanadísk dagblöđ í bloggi helgarinnar.    


Gleđileg jól!

Heims um ból

halda menn jól;

heiđingjar, kristnir og Tjallar.

Uppi á stól

stendur í kjól

stuttklipptur prestur og trallar.


Veitingaumsögn

 - Stađur:  Sćgreifinn

 - Stađsetning:  Geirsgata 8 í Reykjavík

 - Réttur:  Kćst skata

 - Verđ:  2350 kr.

 - Einkunn: ****

  Sćgreifinn er skemmtilega hrár veitingastađur međ sterkan persónuleika (karakter).  Hann er í senn "heimilislegur" og heillandi.  Andi stofnandans,  Kjartans Halldórssonar,  svífur yfir og allt um kring.  Hann var bráđskemmtilegur og magnađur náungi sem gustađi af.  Féll frá 2015.  Í hans tíđ var ánćgjuleg ábót viđ góđa máltíđ ađ rćđa sjávarútvegsmál viđ hann.  Alltaf var stutt í húmorinn.  Hann sá broslegu hliđarnar í bland viđ annađ.

  Eitt af sérkennum Sćgreifans hefur veriđ og er ađ bjóđa upp á kćsta skötu og siginn fisk.  Skata er svipuđ frá einum veitingastađ til annars.  Hjá Sćgreifanum er hún frekar mild.  Međ á disknum eru saltfisksbitar,  kartöflur,  hamsar og tvćr rúgbrauđssneiđar međ smjöri.  Í eftirrétt er hrísgrjónagrautur međ rjóma og kanil,  kenndur viđ Steingrím Hermannsson,  fyrrverandi forsćtisráđherra.  

  Einn af mörgum kostum Sćgreifans er hófleg verđlagning.  Enginn veitingastađur á höfuđborgarsvćđinu býđur upp á hagstćđara verđ á skötumáltíđ í ár. 

  Ég geri tvćr athugasemdir viđ skötu Sćgreifans:  Annarsvegar er skammturinn alltof ríflegur.  Ţađ er ekki möguleiki ađ torga nema helmingi hans.  Ţrátt fyrir ađ trođa í sig löngu eftir ađ mađur er orđinn saddur.  Hinsvegar sakna ég ţess ađ fá ekki rófubita međ.  Í sćlli minningu á ég kćsta skötu á Sćgreifanum međ rófubita. 

skatasćgreifinnsćgreifinn b


Veitingaumsögn

 - Veitingastađur:  Rakang

 - Stađsetning:  Hraunbćr 102A í Reykjavík

 - Réttur:  Tćlenskt hlađborđ

 - Verđ:  2000 / 2800 kr. 

 - Einkunn:  ****

  Rakang er tćlenskur veitingastađur,  stađsettur í sama húsnćđi og áđur hýsti veitingastađinn Blástein.  Hann rak Ásgeir heitinn Hannes Eiríksson.  Ţetta er rúmgóđur stađur sem skiptist upp í nokkra sali.  Á góđum helgardegi var bođiđ upp á dansleiki.  

  Fyrir ókunnuga er erfitt ađ finna stađinn.  Hraunbćr 102 teygir sig yfir nokkur hús í grennd viđ Orku bensínsölu.  Til ađ finna 102a ţarf ađ keyra niđur fyrir eitt húsiđ. 

  Asísk hlađborđ eru hvert öđru lík.  Enda eru ţau iđulega blanda af tćlenskum mat, víetnömskum og kínverskum.  Hlađborđiđ á Rakang samanstendur af kjúklingabitum í sósu,  ţunnt skornu nautakjöti í sósu,  djúpsteiktum svínakjötstrimlum,  djúpsteiktum fiski,  djúpsteiktum vćngjum og tveimur núđluréttum međ grćnmeti.  Međlćti eru hvít hrísgrjón,  grćn karrýsósa,  rauđ karrýsósa og súrsćt sósa. 

  Maturinn er bragđmikill og góđur.  Á borđum eru flöskur til ađ skerpa enn frekar á bragđi.  Ţćr innihalda soyja sósu,  sterka chilli sósu og sterka mayones sósu.

  Enginn laukur er í matnum,  ólíkt ţví sem algengt er í asískum mat.  Ţeim mun meira er af grćnmeti á borđ viđ gulrćtur, papriku og blómkáli. 

  Í hádegi er hlađborđiđ á 2000 kr.  Á kvöldin er ţađ 2800 kall.  Innifaliđ er kaffi og gosdrykkir.

  Ljósmyndirnar njóta sín betur ef smellt er á ţćr.

rakang hlađborđ Grakang hlađborđ IRakangtai


Keith Richards hćttur ađ drekka

  Enski gítarleikarinn Keith Richards hefur sett tappann í flöskuna.  Hann er best ţekktur fyrir ađ spila í the Rolling Stones.  Áratugum saman neytti hann eiturlyfja af öllu tagi ásamt ţví ađ vera meira og minna blindfullur í bland.

  Keith verđur 75 ára núna 18. desember.  Fyrir nokkrum árum lagđi hann eiturlyfin á hilluna.  Ástćđan var sú ađ ţau veittu honum ekki sömu vímu og áđur.  Hann vildi meina ađ eiturlyfin í dag séu ómerkileg og blönduđ fylliefnum.  Áđur hafi ţau veriđ hrein og góđ og gefiđ snarpa vímu.

  Nú hefur Keith stađfest viđ bandaríska tímaritiđ Rolling Stone ađ hann sé hćttur ađ drekka áfengi.  Reyndar sé hann búinn ađ vera edrú í heilt ár.  Hann segir ţessa ákvörđun ekki hafa breytt neinu.

  Hinn gítarleikari Stóns,  Ronny Wood, er á öđru máli.  Keith sé miklu ljúfari í dag og jákvćđari gagnvart nýjum hugmyndum.  Áđur gnísti hann tönnum.  Núna tekur hann uppástungum opnum örmum međ orđinu:  "kúl!"  

  Keith viđurkennir ađ ţrátt fyrir ađ hann sé hćttur ađ drekka ţá sötri hann bjór og fái sér léttvín. 

keith 


Flottar augabrúnir - eđa ţannig

  Fagurlega mótađar augabrúnir eru höfuđprýđi.  Ţetta vita konur - umfram karlmenn (ţeir taka yfirleitt ekki eftir augabrúnum).  Á síđustu árum hefur fćrst í vöxt ađ konur skerpi á lit augabrúnanna.  Jafnvel međ ţví ađ láta húđflúra ţćr á sig.  Sumar nota tćkifćriđ og breyta lögun ţeirra og/eđa fćra ţćr úr stađ.  

  Hér eru nokkur skemmtileg dćmi:

augabrúnir haugabrúnir gaugabrúnir faugabrúnir e    


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband