7.8.2022 | 04:13
Buxnalaus
Fyrir nokkrum árum bjó ég í Ármúla 5. Ţađ var góđ stađsetning. Múlakaffi á neđstu hćđ og hverfispöbbinn í Ármúla 7. Hann hét ţví einkennilega nafni Wall Street. Skýringin var sú ađ í götunni voru mörg fjármálafyrirtćki. Fyrir daga bankahrunsins, vel ađ merkja. Áđur hét stađurinn Jensen. Síđar var hann kenndur viđ rússneska kafbátaskýliđ Pentagon. Ţađ var ennţá undarlegra nafn.
Ţetta var vinalegur stađur. Ekki síst vegna frábćrra eigenda og starfsfólks. En líka vegna ţess ađ stađurinn var lítill og flestir ţekktust. Ekki endilega í fyrsta skipti sem ţeir mćttu á barinn. Hinsvegar sátu allir viđ borđ hjá öllum og voru fljótir ađ kynnast.
Eitt kvöldiđ brá svo viđ ađ inn gekk ókunnugur mađur. Ţađ var sláttur á honum. Hann var flottari en flestir; klćddur glćsilegum jakka, hvítri skyrtu međ gullslegnum ermahnöppum, rauđu hálsbindi og gylltri bindisnćlu. Hann var í dýrum gljáburstuđum spariskóm.
Undrun vakti ađ hann var á brókinni, skjannahvítri og ţví áberandi. Hann bađ eigandann um krít. Hann gćti sett giftingarhring í pant. Sem var samţykkt en athugasemd gerđ viđ buxnaleysiđ. Útskýringin var ţessi: Honum hafđi sinnast viđ eiginkonu sína. Hún sparkađi honum út. Ţá tók hann leigubíl í Ármúlann. Á leiđarenda uppgötvađist ađ hann var án peninga og korts. Úr varđ ađ leigubílstjórinn tók buxur hans í pant.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
30.7.2022 | 20:11
Bindindismótiđ í Galtalćk
Til nokkurra ára vann ég viđ Bindindismótiđ í Galtalćk um verslunarmannahelgina. Ţetta var á árunum í kringum 1990. Ţessi mót voru fjölmenn. Gestir voru tíu til tólf ţúsund. Álíka fjöldi og í Vestmannaeyjum. Stundum fjölmennari.
Sérstađa Bindindismótsins var ađ ţar fór allt friđsamlega fram. Aldrei neitt vesen. Aldrei nauđganir eđa ađrar líkamsárásir. Aldrei ţjófnađir eđa illdeilur.
Uppistađan af gestum var fjölskyldufólk. Ţarna voru börn og unglingar í öruggu umhverfi.
Öll neysla áfengis var bönnuđ á svćđinu. Ég vann sem vörđur í hliđinu inn á svćđiđ. Allir bílar voru stöđvađir. Ökumönnum og farţegum var bođiđ ađ geyma fyrir ţá áfengi fram yfir mót. Ađ öđrum kosti yrđi leitađ í bílnum og áfengi hellt niđur ef ţađ finnist.
Einhverra hluta vegna reyndu sumir ađ smygla áfengi inn á svćđiđ. Ţví var skipt út fyrir rúđupiss, sprautađ inn í appelsínur, faliđ inn í varadekki... Á skömmum tíma lćrđist hverjir reyndu smygl. Margir litlir taktar einkenndu ţá. Til ađ mynda ađ gjóa augum snöggt í átt ađ smyglinu, hika smá áđur en neitađ var o.s.frv.
Fyrir margt löngu hitti ég mann sem sagđist hafa sem unglingur fundiđ pottţétta leiđ til ađ smygla áfengi inn á mótiđ. Hann mćtti á svćđiđ nokkrum dögum áđur og gróf áfengiđ ofan í árbakka á svćđinu. Ţegar hann svo mćtti á mótiđ sá hann sér til skelfingar ađ búiđ var ađ hlađa margra metra háum bálkesti ofan á felustađinn. Í honum var ekki kveikt fyrr en á sunnudagskvöldinu.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
24.7.2022 | 00:29
Rekinn og blómstrađi sem aldrei fyrr
Rokksagan geymir mörg dćmi ţess ađ liđsmađur hljómsveitar hafi veriđ rekinn; í kjölfariđ fundiđ sína fjöl og skiniđ skćrar en hljómsveitin. Nei, ég er ekki ađ tala um trommuleikarann Pete Best sem var rekinn úr Bítlunum. Hans ferill varđ klúđur á klúđur ofan.
Eitt frćgasta dćmiđ í íslenskri rokksögu er ţegar söngvarinn Pétur Kristjánsson var rekinn úr Pelican. Ţetta var um miđjan áttunda áratuginn. Pelican var vinsćlasta hljómsveit landsins. Pétur brá viđ snöggt; hafđi samband viđ fjölmiđla sem slógu upp fyrirsögnum um brottreksturinn. Samtímis stofnađi Pétur eldsnöggur nýja og ferska rokksveit, Paradís, međ ungum hljóđfćraleikurum. Ţađ var kýlt á spilirí út og suđur og hent í plötu. Sá sem stýrđi fjölmiđlaumrćđunni var góđvinur okkar, Smári Valgeirsson. Sá hinn sami og á sínum tíma tók sögufrćgt viđtal viđ Hörđ Torfason. Smári spilađi á fjölmiđla eins og á fiđlu. Ég kom smá ponsu viđ sögu; teiknađi myndir af Pétri í auglýsingar, málađi nafn hljómsveitarinnar á bassatrommuna og eitthvađ svoleiđis.
Pétur fékk samúđarbylgju. Rosa öfluga samúđarbylgju. Pelican var allt í einu runnin út á tíma.
Af erlendum dćmum má nefna Jimi Hendrix. Hann var gítarleikari bandarískrar hljómsveitar, The Isle Brothers, undirleikara Little Richard um miđjan sjöunda áratuginn. Rikki var ofurstjarna áratug áđur en mátti á ţessum árum muna sinn fífil fegri. Hendrix rakst illa í hljómsveit. Hann var afar óstundvís og notađi vímuefni. Rikki rak hann. Ári síđar sló Hendrix í gegn međ "Hey Joe" og varđ í kjölfar stćrsta gítarhetja rokksögunnar.
Í fljótu bragđi man ég líka eftir Lemmy. Hann var söngvari og bassaleikari ensku hljómsveitarinnar Hawkwind á fyrri hluta áttunda áratugarins. Allt gekk vel. Nema dópneysla Lemmy ţótti um of. Hann var rekinn. Stofnađi ţá tríóiđ Motörhead. Spilađi ţar á gítar og hljómsveitin sló rćkilega í gegn.
Einnig má nefna enska söngvarann Ozzy Osbourne. Dópneysla hans gekk fram af félögum hans í Black Sabbath. Seint og síđar meir gáfust ţeir upp og spörkuđu honum. Međ dyggri ađstođ konu sinnar snéri hann vörn í sókn og náđi ađ trompa Black Sabbath á mörgum sviđum.
Hér fyrir neđan má heyra Hendrix og Rikka litla spila lag frćnda ţess fyrrnefnda, Woody Guthrie, "Belle Star".
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
17.7.2022 | 05:52
Raunverulegt skrímsli
Víđa um heim er ađ finna frćg vatnaskrímsli. Reyndar er erfitt ađ finna ţau. Ennţá erfiđara er ađ ná af ţeim trúverđugum ljósmyndum eđa myndböndum. Sama hvort um er ađ rćđa Lagarfljótsorminn eđa Loch Ness skrímsliđ í Skotlandi. Svo er ţađ Kleppsskrímsliđ í Rogalandi í Noregi. Í aldir hafa sögusagnir varađ fólk viđ ţví ađ busla í Kleppsvatninu. Ţar búi langur og ţykkur ormur međ hringlaga munn alsettan oddhvössum tönnum.
Margir afskrifa sögurnar sem óáreiđanlegar ţjóđsögur. En ekki lengur. Á dögunum voru tvćr ungar vinkonur á rölti um Boresströndina. Ţćr voru ađ viđra hund. Hann fann skrímsliđ dautt; meterslangan hryggleysingja, 5 punda. Samkvćmt prófessor í sjávarlíffrćđi er ţetta sníkjudýr. Ţađ sýgur sig fast á önnur dýr, sýgur úr ţeim blóđ og hold. Óhugnanlegt skrímsli. Eins gott ađ hundurinn var ekki ađ busla í vatninu.
Ef smellt er á myndina sést kvikindiđ betur.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
10.7.2022 | 06:43
Furđulegar upplifanir á veitingastöđum
Hvers vegna borđar fólk á veitingastöđum? Ein ástćđan getur veriđ ađ ţađ sé svangt. Mallakúturinn gargi á nćringu. Önnur ástćđa getur veriđ ađ upplifa eitthvađ öđruvísi. Eitthvađ framandi og meira spennandi en viđ eldhúsborđiđ heima. Ţó ađ pepperóni-sneiđar séu hversdaglegar má hressa ţćr viđ međ ţví ađ ţrćđa ţćr á skrítna grind.
Forréttur ţarf ekki ađ vera matarmikill. En hann getur orđiđ ćvintýralegur sé honum stillt upp eins og hnöttum himins.
Nokkru skiptir hvernig ţjónninn ber matinn fram. Til dćmis međ ţví ađ skottast međ hann á stórri snjóskóflu.
Sumt fólk er međ klósettblćti. Ţađ fćr "kikk" út úr ţví ađ borđa súkkulađidesert upp úr klósetti.
Annađ fólk er međ skóblćti. Ţá er upplagt ađ snćđa djúpsteiktan ost úr skó.
Hvernig geta beikonsneiđar sýnt á sér nýja hliđ? Til dćmis međ ţví ađ vera hengdar upp á snúru.
Smjörklípa er óspennandi. Nema henni sé klesst á lófastóran stein.
Ţađ er eins og maturinn sé lifandi ţegar hann er stađsettur ofan á fiskabúri.
Međ ţví ađ smella á mynd stćkkar hún.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
3.7.2022 | 00:07
Litli trommuleikarinn
Fá hljóđfćri veita spilaranum jafn mikla eđa meiri útrás en hefđbundiđ trommusett. Hann hamast á settinu međ öllum útlimum. Hitaeiningabrennslan er eins og mesti hamagangur á líkamsrćktarstöđvum. Trommuleikarinn ţarf ađ vera taktfastur, nćmur á nákvćmar tímasetningar og samhćfa sig öđrum hljóđfćraleikurum. Einkum bassaleikaranum. Trommuleikur er góđur bakgrunnur fyrir annan hljóđfćraleik eđa söng. Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins hófu sinn feril sem trommuleikarar. Í fljótu bragđi man ég eftir ţessum:
Ragnar Bjarnason
Skapti Ólafsson
Óđinn Valdimarsson
Gunnar Ţórđarson
Laddi (Ţórhallur Sigurđsson)
Rúnar Ţór Pétursson
Hilmar Örn Hilmarsson
Geir Ólafs
Friđrik Ómar
Ólafur Arnalds
Bjartmar Guđlaugsson
Jónas Sigurđsson
Smári Tarfur
Krummi Björgvinsson
Friđrik Dór
Tónlist | Breytt 1.11.2022 kl. 11:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
26.6.2022 | 02:27
Bönnuđ lög
Embćttismönnum međ vald ţykir fátt skemmtilegra en ađ banna eitthvađ. Banniđ kitlar og embćttismađurinn fćr ađ ţreifa á valdi sínu. Tilfallandi bönn eldast illa ađ öllu jöfnu. Eitt af ţví sem útvarpsstjórnendur víđa um heim hafa skemmt sér viđ er ađ banna spilun á lögum og jafnvel heilum plötum.
Upp úr miđri síđustu öld urđu íslenskir útvarpsstjórnendur duglegir ađ banna lög. Ţeir héldu ţví áfram alveg fram á miđjan níunda áratuginn.
Međal - á annan tug - bannađra laga var fyrsta íslenska rokklagiđ, "Vagg og velta" (illa ortur texti), svo og "Allt á floti allsstađar" (klám) og "Ég er kokkur á kútter frá Sandi" (heimilisofbeldi). Tvö lög á fyrstu plötu Trúbrots voru bönnuđ. Annađ vegna ţess ađ illa ţótti fariđ međ lag eftir Wagner. Hitt út af ţví ađ orđiđ kýr var rangt fallbeygt. Eins gott ađ Sálin söng ekki fyrr en löngu síđar: "Haltu ekki ađ ţér hönd!".
Fróđlegt er ađ rifja upp nokkur lög sem voru ýmist bönnuđ í Bretlandi eđa Bandaríkjunum:
Mörg Bítlalög voru bönnuđ í Bretlandi. Ţar á međal "Lucy In Sky With Diamonds" (LSD dóp), "A Day In The Life" (hassreykingar), "Happiness Is A Warm Gun" (klám), "I´m The Walrus" (klám), "Back In The USSR" (Sovétáróđur) og "Come together" (Coca Cola auglýsing. "Lola" međ The Kinks var bannađ af sömu ástćđu).
Eftir ađ Bítlarnir héldu í sólóferil var enn veriđ ađ banna lög ţeirra. "Imagine" međ John Lennon (áróđur gegn hernađi) og "Give Ireland Back To The Irish" međ Paul McCartney (áróđur fyrir ađskilnađi Norđur-Írlands og Bretlandi).
Lagiđ "Puff The Magic Dragon" međ Peter, Paul & Mary var bannađ samkvćmt skipun frá ţáverandi varaforseta Bandaríkjanna, Spiro Agnew. Hann sagđi ţetta vera dóplag. Banniđ margfaldađi sölu á laginu. Höfundarnir, Peter og Paul, hafa alltaf fullyrt ađ textinn hafi ekkert međ dóp ađ gera. Hann lýsi bara uppvexti unglings.
"My Generation" međ The Who var bannađ vegna ţess ađ söngvarinn leikur sér ađ ţví ađ stama. Ţađ var skilgreint sem árás á fólk međ talgalla. Ég stamađi mjög sem barn og geri töluvert af ţví enn. Samt í mildari útgáfu međ aldrinum. Ég afgreiđi stamiđ meira eins og hik í dag. Mér ţykir gaman ađ stama og elska lög eins og "My Generation" og "You Ain´t See Nothing Yet".
Upphaflega kom stamiđ hjá söngvaranum, Roger Daltey, óviljandi til af ţví ađ hann kunni ekki textann almennilega. Öđrum ţótti stamiđ setja skemmtilegan svip á flutninginn.
Bandarísku ljúflingarnir í Blondie máttu sćta ţví ađ lagiđ "Atomic" var bannađ. Ţótti vera gegn hernađi.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
19.6.2022 | 02:59
Ţetta vissir ţú ekki um Paul McCartney
Tónlist | Breytt s.d. kl. 03:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
12.6.2022 | 05:02
Ríkir og snauđir
Allskonar nefndir og stofnanir innan Evrópusambandsins elska ađ taka saman lista yfir allt milli himins og jarđar innan sambandsins og jafnvel utan ţess líka ţegar sá gállinn er á ţeim. Ástćđulaust ađ kvarta undan ţví. Ţetta veitir fjölda manns vinnu sem annars vćri ekki ađ gera neitt merkilegt.
Nú var Evrópusambandiđ ađ birta lista yfir bil á ríkum og fátćkum í Evrópu. Byggt er á fjölţćttum stađli sem kallast GIN. Í ljós kom ađ minnsta bil er í Fćreyjum. Sem ég svo sem vissi fyrir. Dáldiđ broslegt ađ Fćreyjar eru ekki í Evrópusambandinu.
Annar og skyldur listi Evrópusambandsins sýnir ađ fátćkt er minnst i Fćreyjum af öllum Evrópulöndum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
5.6.2022 | 01:40
Aldrei aftur Olís
Ég átti leiđ um Mjóddina. Í hitamollunni langađi mig skyndilega - en ekki óvćnt - í ískalt Malt og íspinna. Til ađ komast í ţćr krćsingar renndi ég ađ bensínstöđ Olís, eins og svo oft áđur í svipuđum erindagjörđum. Um leiđ og ég sté inn um dyrnar ákvađ ég ađ byrja á ţví ađ skjótast á salerni til ađ pissa - vitandi ađ Maltiđ rennur hratt í gegn. Líka afgreiddur krabbameinssjúklingur í blöđruhálskirtli. Ţađ kallar á tíđ ţvaglát.
Ég bađ afgreiđsludömuna um lykilinn ađ salerninu. Hún svarađi međ ţjósti: "Salerniđ er bara fyrir viđskiptavini. Ţú hefur ekki verslađ neitt. Ţú ert ekki viđskiptavinur!"
Hún strunsađi í burtu og fór ađ sinna einhverju verkefni; svona eins og til ađ undirstrika ađ samskiptum okkar vćri lokiđ. Sem og var raunin. Samskiptum mínum viđ Olís er lokiđ - til frambúđar.
Uppfćrt 7.6.
Fulltrúi Olís hringdi í mig áđan. Hann bađst ítrekađ afsökunar á móttökunum sem ég fékk. Hann er búinn ađ funda međ starfsfólkinu í Mjódd og útskýrđi fyrir mér hvernig á ţessum mistökum stóđ. Í stuttu máli var um einskonar misskilning ađ rćđa; eđa réttara sagt ţá oftúlkađi afgreiđsludaman fyrirmćli sem henni voru gefin skömmu áđur en mig bar ađ garđi. Ég ţáđi afsökunarbeiđnina og hef tekiđ Olís í sátt.
Viđskipti og fjármál | Breytt 7.6.2022 kl. 21:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (30)
29.5.2022 | 04:01
Mögnuđ saga á bakviđ smellinn
Paul Simon er í hópi bestu söngvaskálda tónlistarsögunnar. Mörg laga hans hafa trónađ á toppi vinsćldalista út um allan heim. Bćđi í flutningi hans sjálfs sem sólólistamanns, sem og annars helmings dúettsins Simon & Garfunkel; og ennfremur í flutningi annarra.
Frćgasta lag hans er "Bridge over troubled water". Fast á hćla ţess kemur "The sound of silence". Forsaga ţess lags er eftirfarandi:
Gyđingurinn Art Garfunkel fór í Columbia-háskólann í Bandaríkjunum. Herbergisfélagi hans á heimavistinni var Sandy Greenberg. Fljótlega uppgötvađist ađ hann var međ skćđan augnsjúkdóm sem leiddi til blindu. Hann féll í ţunglyndi. Gafst upp á lífinu og einangrađi sig međ sjálfsvíg ađ markmiđi. Hélt heim í föđurhús fullur samviskubits yfir ađ verđa baggi á fjölskyldunni. Hann svarađi hvorki bréfum né símtölum.
Art sćtti sig ekki viđ ţetta. Hann keypti sér flugmiđa á heimaslóđir Sandys. Bankađi upp og sór ţess eiđ ađ koma honum í gegnum háskólanámiđ. Verđa hans augu og námsfélagi. Ekkert vćl um blindu.
Til ađ Sandy upplifđi sig ekki sem einstćđing uppnefndi Art sig "Darkness" (Myrkur). Međ dyggri hjálp Arts menntađist Sandy, kom sér vel fyrir á vinnumarkađi og tók saman viđ menntó-kćrustuna.
Einn daginn fékk Sandy símtal frá Art. Erindiđ var hvort hann gćti lánađ sér 400 dollara (60 ţúsund kall). Hann vćri ađ hljóđrita plötu međ vini sínum, Paul Simon, en vantađi aur til ađ grćja dćmiđ. Svo vildi til ađ Sandy átti 404 dollara. Honum var ljúft ađ lána Art ţá. Platan kom út en seldist slćlega. Ári síđar fór lagiđ "Sound of silence" óvćnt á flug á vinsćldalistum. Texti Pauls Simons byggir á sambandi Arts og Sandys.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
22.5.2022 | 03:58
Félagsfćrni Bítlanna
Félagsfćrni er hćfileiki til ađ eiga samskipti viđ ađra. Ţađ er lćrđ hegđun. Börn herma eftir öđrum. Félagslynt fólk á öllum aldri speglar annađ fólk. Góđir vinir og vinkonur tileinka sér ósjálfrátt talsmáta hvers annars, hegđun, ýmsa takta, húmor, smekk á fatnađi, músík og allskonar.
Á upphafsárum Bítlanna voru ţeir snyrtilega klipptir; stutt í hliđum og hnakka en dálítill lubbi ađ ofan greiddur upp. Svo fóru ţeir ađ spila í Ţýskalandi. Ţar eignađist bassaleikarinn, Stu Sutcliffe, kćrustu. Hún fékk hann til ađ greiđa háriđ fram á enni. Hinir Bítlarnir sprungu úr hlátri er ţeir sáu útkomuna. Ţeir vöndust hárgreiđslunni. Innan skamms tóku ţeir, einn af öđrum, upp sömu greiđslu. Nema trommarinn, Pete Best. Hann hefur alla tíđ skort félags- og trommuhćfileika. Öfugt viđ arftakann, Ringo.
Ţegar fram liđu stundir leyfđu Bítlarnir hártoppnum ađ síkka meira. Ađ ţví kom ađ háriđ óx yfir eyru og síkkađi í hnakka. Svo tóku ţeir - tímabundiđ - upp á ţví ađ safna yfirvaraskeggi. Ţegar ţađ fékk ađ fjúka söfnuđu ţeir börtum. Um leiđ síkkađi háriđ niđur á herđar.
Áđur en ferli hljómsveitarinnar lauk voru allir komnir međ alskegg. Hártíska Bítlanna var aldrei samantekin ráđ. Ţeir bara spegluđu hvern annan. Á mörgum öđrum sviđum einnig.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
15.5.2022 | 04:02
Geggjuđ rúm
Allflest rúm eru hvert öđru lík. Ţau eru íburđarlitlar ljósar ferkantađar dýnur ofan á grind. Ţessi einfalda útfćrsla hefur gefist vel í gegnum tíđina. En eins og međ svo margt annađ ţá sjá einhverjir ástćđu til ađ gera ţetta öđruvísi.
Hvađ međ líkamslaga dýnu? Eđa vera vel varinn í jarđskjálfta í svo háu rúmi ađ stíga ţarf upp tröppur til ađ komast í ţađ og klöngrast ofan í ţađ umlukiđ traustum veggjum.
Svo er ţađ hreiđriđ. Í ţađ ţarf marga púđa til ađ herma eftir ungum og eggjum.
Bókaástríđa er plássfrek. En hún getur sparađ kaup á rúmi.
Sjómenn komnir á aldur geta upplifađ góđa tíma í bátsrúmi.
Ađ sofa í líkkistu er varla ţćgilegt. Samt er vel bókađ í gistihús sem býđur upp á Dracúla-ţema.
Kóngafólki hćttir stundum viđ ađ fara hamförum í prjáli. Ţađ fylgir stöđu ţess.
Í Suđurríkjunum í USA taka margir ástfóstri viđ pallbílinn sinn. Svo mjög ađ ţeir breyta honum í rúm.
Vatnsrúm eru allavega.
Ţegar barn hefur horft á kvikmyndina Jaws er freistandi ađ hrćđa ţađ međ ţví ađ hátta ţađ í hákarlsrúm.
Smelliđ á mynd til ađ hún verđi skýrari og stćrri.
Lífstíll | Breytt 16.5.2022 kl. 06:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
8.5.2022 | 01:30
Minningarorđ
Söngvari Baraflokksins, Ásgeir Jónsson, féll frá núna 3ja maí. Hann var 59 ára. Baraflokkurinn stimplađi Akureyri rćkilega inn í rokksöguna á nýbylgjuárunum upp úr 1980. Árunum sem kennd eru viđ "Rokk í Reykjavík".
Geiri var laga- og textahöfundur hljómsveitarinnar og allt í öllu. Frábćr söngvari og frábćr tónlistarmađur. Hann vissi allt og kunni í músík. Hljómsveitin átti sinn auđţekkjanlega hljóm; blöndu af pönkuđu nýróman-kuldarokki.
Ég kynntist Geira ţegar hann var hljóđmađur Broadway á Hótel Íslandi um aldamótin (ţekkti hann reyndar lítillega áđur til margra ára). Ég bjó í nćsta húsi. Ţar á milli var hverfispöbbinn Wall Street. Ţegar fćri gafst frá hljóđstjórn brá Ásgeir sér yfir á Wall Street. Ţar var bjórinn ódýrari og félagsskapurinn skemmtilegri.
Vegna sameiginlegrar músíkástríđu varđ okkur vel til vina. Stundum slćddist Ásgeir heim til mín eftir lokun skemmtistađa. Ţá hélt skemmtidagskrá áfram. Ţađ var sungiđ og spilađ. Einnig spjölluđum viđ um músík tímunum saman. Einstaka sinnum fékk Ásgeir ađ leggja sig heima hjá mér ţegar stutt var á milli vinnutarna hjá honum, skjótast í sturtu og raka sig.
Geiri var snillingur í röddun. Sem slíkur kom hann viđ á mörgum hljómplötum. Hann var einnig snillingur í ađ túlka ađra söngvara. Ţađ var merkilegt. Talrödd hans var hás (ađ hans sögn "House of the Rising Sun"). Engu ađ síđur gat hann léttilega sungiđ nákvćmlega eins og "ćdolin" David Bowie og Freddie Mercury.
Eitt sinn fór Bubbi Morthens í međferđ. Upptaka af hluta úr söng hans á plötunni "Konu" glatađist. Búiđ var ađ bóka pressu í Englandi en ekki mátti rćsa Bubba út. Geiri hljóp í skarđiđ. Söng ţađ sem á vantađi. Ţađ er ekki séns ađ heyra mun á söngvurunum. Ţetta er leyndarmál.
Geiri var einstaklega ljúfur og ţćgilegur náungi. Eftir ađ Broadway lokađi vann hann á Bítlapöbbnum Ob-La-Di. Ţađ var gaman ađ heimsćkja hann ţar. Hann lék ćtíđ viđ hvurn sinn fingur.
Fyrir nokkrum árum urđum viđ samferđa í geislameđferđ vegna krabbameins. Ég vegna blöđruhálskirtils. Hann vegna krabbameins í raddböndum og síđar einnig í eitlum. Viđ kipptum okkur lítiđ upp viđ ţađ. Viđ töluđum bara um músík. Ekki um veikindi. Enda skemmtilegra umrćđuefni.
Tónlist | Breytt 9.5.2022 kl. 18:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
2.5.2022 | 08:31
Hrakfarir
Sumir eru heppnir. Ţeir eru lukkunnar pamfílar. Ađrir eru óheppnir. Ţeir eru hrakfallabálkar. Flestir eru sitt lítiđ af hvoru.
Nokkra ţekki ég sem eru eins og áskrifendur ađ óhöppum. Til ađ mynda drengurinn sem brá sér á skemmtistađ. Ţar var stappađ af fólki. Allir sátu viđ borđ hjá öllum óháđ ţví hvort ţeir ţekktust áđur.
Drengurinn kom auga á gullfallega stúlku. Hún ţáđi dans. Hann var í ţykkum ódansvćnum leđurjakka, fór ţví úr honum og setti á stólbak. Hann bađ borđfélaga ađ gefa honum auga. Stúlkan setti tösku sína á jakkann.
Er skötuhjúin snéru af dansgólfinu til ađ kasta mćđunni kom babb í bátinn. Borđfélagarnir voru á bak og burt. Sömuleiđis jakkinn og veskiđ. Hvorutveggja geymdi kort, skilríki og peninga. Sem betur fer var drengurinn međ lyklakippu sína festa viđ beltiđ. Hann bauđst til ađ skutla dömunni heim.
Daginn eftir ćtlađi hann ađ kíkja á sandspyrnu. Hann bauđ dömunni međ.
Á leiđinni varđ bíllinn bensínlaus. Stúlkan settist undir stýr á međan hann ýtti bílnum. Ţađ gekk hćgt og erfiđlega. Alltof langt í nćstu bensínstöđ. Ađ lokum gafst hann upp, hringdi í föđur sinn, bađ hann um ađ kaupa dráttartaug og draga bílinn ađ bensínstöđ.
Allt tók ţetta langan tíma og stutt eftir af sandspyrnunni. Allir héldu ţví bara heim til sín. Til ađ bćta fyrir klúđriđ bauđ kauđi stelpunni út ađ borđa nćsta kvöld. Veitingastađurinn var í göngufćri frá heimili hennar. Ţau ákváđu ađ hittast klukkan sex á stađnum.
Drengurinn lagđi sig fyrir kvöldmat. Er hann vaknađi gleymdi hann matarbođinu og fór í tölvuleik. Hann lifđi sig inn í leikinn. Seint og síđar meir kíkti hann á símann sinn. Ţá sá hann sms og "missed call" frá stelpunni. Hún var pirruđ er hann hringdi í hana. Sagđist hafa setiđ eins og illa gerđur hlutur í heilan klukkutíma á veitingastađnum.
Til ađ gera gott úr ţessu bauđ hann henni í bíó. Kvöldiđ var ungt. Međ semingi féllst hún á ţetta.
Drengsi stríddi viđ bólur í andliti. Hann faldi ţćr daglega međ húđlitum farđa. Bíómyndin var hryllings-spennumynd. Í taugaveiklun fiktađi hann ósjálfrátt viđ bólurnar án ţess ađ taka eftir ţví. Hann klćjađi líka smávegis í ţćr. Ţađ var svo heitt í salnum. Hann nuddađi farđann af bólunum, reif ofan af sumum ţeirra. Blóđ sem vćtlađi úr ţeim dreifđi hann um húđina.
Er ljós kviknuđu í hléi rak stelpan upp óp. Hún horfđi međ hryllingi á blóđrisa andlitiđ. Skipađi honum reiđilega ađ ţvo ndlitiđ. Ţegar hann snéri aftur var hún farin. Síđan hafa ţau ekki veriđ í neinu samandi og hún eyddi honum af vinalista á Facebook.
Spil og leikir | Breytt 3.5.2022 kl. 18:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
25.4.2022 | 02:12
Veitingaumsögn
- Réttur: Beikon ostborgari
- Stađur: TGI Fridays í Smáralind
- Verđ: 2895 kr.
- Einkunn: ****
TGI Fridays er fjölţjóđleg matsölukeđja međ bar. Fyrsti stađurinn var opnađur í New York á sjötta áratugnum. Stađirnir eru mjög bandarískir, hvort heldur sem eru innréttingar, veggskreytingar, matseđill eđa matreiđsla.
Beikon ostborgarinn (World Famous Bacon Cheeseburger) er matmikill hlunkur. Sjálfur borgarinn er 175 gr nautakjöt. Ofan á hann er hlađiđ stökku beikoni, hálfbráđnum bragđgóđum bandarískum osti, tómatsneiđum, rauđlauk og salatblađi. Á kantinum eru franskar (úr alvöru kartöflum) og hunangs-sinnepssósa. Sú er sćlgćti.
Bćđi borgarinn og frönskurnar eru frekar bragđmild. Ţađ var ekkert vandamál. Á borđinu voru staukar međ salti og pipar. Ég bađ um kartöflukrydd sem var auđsótt mál.
Ég er ekki mikill hamborgarakall en get međ ánćgju mćlt međ ţessum.
17.4.2022 | 03:30
Brosleg fjölbreyttni á flugvöllum
Mannfólkiđ er (nćstum ţví) eins misjafnt og ţađ er margt. Ţađ sést oft á skemmtilegan hátt á flugvöllum. Ţar birtist fjölbreytt mannlíf í öllum hornum. Ekki síst ţegar kemur ađ ţví ađ hvílast vel og lengi fyrir langt flug; nýta tímann sem best. Ţá kemur sér vel ađ hafa hengirúm í farangrinum.
Háaldrađir flugfarţegar gera sér ekki alltaf grein fyrir ţví hver stađa ţeirra er á rennibeltinu. Ţeir taka sér plássiđ sem ţarf og hafa ekki hugmynd um ađ ţeir séu ađ stífla beltiđ. Palli er einn í heiminum.
Mörgum flugfarţegum reynist kúnst ađ hafa ung börn međ í för. Börn sem eru á ókunnugum slóđum og langar til ađ fara út um allt.
Önnur börn leyfa sér ađ sofna á ferđatöskunni. Enn önnur dunda sér viđ ađ líma miđa á sofandi pabba. Gott á hann. Ţađ er óábyrgt ađ halda sér ekki vakandi ţegar ferđast er međ ung börn.
Út um glugga á flugstöđvum má stundum sjá vonda međferđ á flugvélum. Svona eins og ţegar rennihurđ slćr flugvél niđur.
Árlega kemst upp um flugfarţega sem tíma ekki ađ borga fargjald heldur lauma sér í tösku og borga yfirvigt fyrir miklu lćgri upphćđ.
Ađ venju eru myndirnar skýrari og skilmerkilegri ef smellt er á ţćr.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
9.4.2022 | 03:51
Íslenskt hugvit vekur heimsathygli
Í Danmörku er starfrćkt ein fullkomnasta og afkastamesta vinyl-plötupressa heims, RPM Records. Ţar er međal annars bođiđ upp á hágćđa grafíska hönnun og tónlistarmyndbönd fyrir youtube. Eigandinn er grafískur hönnuđur ađ mennt og lćrđur kvikmyndagerđarmađur. Hann kemur úr Svarfađardal og heitir Guđmundur Örn Ísfeld.
Afurđir RPM Records hafa margar hverjar ratađ í heimspressuna. Núna síđast segir bandaríska tímaritiđ Rolling Stone frá nýjustu plötu kanadísku poppstjörnunnar Weeknd, margfalds Grammy-verđlaunahafa auk fjölda annarra verđlauna og viđurkenninga.
The Weeknds Newest Record Could Destroy Your Turntable Or Your Extremities
Out of Time available as a vinyl record pressed into an actual, working saw blade.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
1.4.2022 | 06:43
Ofsahrćđsla
Um síđustu helgi keypti erlendur ferđamađur í Fćreyjum sér nesti og nýja gönguskó. Tilefniđ var ađ hann hugđist rölta upp fjallshlíđ nyrst í Norđureyjum. Fjalliđ heitir Borgarinn og er á Kalsey. Ţađ nýtur vinsćlda međal útivistarfólks. Útsýni er stórfenglegt og hlíđin ekki brött en lögđ ţćgilegum göngustíg. Enda var leiđin greiđ upp hana.
Er karlinn hugđist hreykja sér í miđri hlíđ brá svo viđ ađ hann var gripinn ofsahrćđslu. Ţegar hann horfđi niđur hlíđina sundlađi hann af lofthrćđslu. Í taugaveiklun tók hann ađ góla tryllingslega og bađa út höndum ótt og títt. Nćrstaddir skildu ekki hvađ hann kallađi af ţví ađ hann gólađi á útlensku. Svo fór ţó ađ einn mađur áttađi sig á vandamálinu. Hann greip fjallgöngugarpinn föstum tökum og rölti međ hann niđur á jafnsléttu. Ţar jafnađi hann sig hćgt og bítandi, Náđi úr sér skjálftanum ađ mestu og fékk aftur lit í kinnar.
Til ađ hlífa samborgurum mannsins viđ háđi og spotti er ţjóđerniđ ekki gefiđ upp.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
25.3.2022 | 07:10
Logiđ um dýr
Mannskepnan er eina lífveran í heiminum sem lýgur. Lýgur og lýgur. Lýgur upp á ađrar manneskjur. Lýgur um ađrar manneskjur. Lýgur öllu steini léttara. Ţar á međal um dýr. Sumar lygar eru svo útbreiddar og rótgrónar ađ í huga margra eru ţćr sannleikur. Dćmi:
- Gullfiskar eru sagđir vera nánast minnislausir. Ţeir muni ađeins í 3 sek. Ţeir syndi fram og aftur um fiskabúr og telji sig alltaf sjá nýtt og framandi umhverfi. Hiđ rétta er ađ minni gullfiska spannar margar vikur.
- Hákarlar eru sagđir sökkva til botns ef ţeir eru ekki á stöđugri hreyfingu. Ţetta á viđ um fćsta hákarla. Örfáar tegundir ţurfa hreyfingu til ađ ná súrefni.
- Kvikmyndir hafa sýnt hákarla sem banvćna mönnum. Allt ađ ţví árlega berast fréttir af hákarli sem hefur bitiđ manneskju. Ţetta ratar í8 fréttir vegna ţess hvađ ţađ er fátítt. Af 350 tegundum hákarla eru 75% ófćrir um ađ drepa manneskju. Ţeir eru ţađ smáir. Ennfremur komast fćstir hákarlar í kynni viđ fólk. Hákarlar hafa ekki lyst á mannakjöti. Í ţau skipti sem ţeir bíta í manneskju er ţađ vegna ţess ađ ţeir halda ađ um sel sé ađ rćđa. Selir eru ţeirra uppáhaldsfćđa. Líkur á ađ vera lostinn af eldingu er miklu meiri en ađ verđa fyrir árás hákarls.
- Mörgum er illa viđ ađ hrísgrjónum sé hent yfir nýbökuđ brúđhjón. Ţau eru sögđ vera étin af fuglum sem drepast í kjölfariđ. Ţetta er lygi. Hrísgrjón eru fuglunum hćttulaus.
- Rakt hundstrýni á ađ votta heilbrigđi en ţurrt bođa óheilbrigđi. Rakt eđa ţurrt trýni hefur ekkert međ heilbrigđi ađ gera. Ef hinsvegar rennur úr ţví er nćsta víst ađ eitthvađ er ađ.
- Í nautaati ögrar nautabaninn dýrinu međ rauđri dulu. Nautiđ bregst viđ. En ţađ hefur ekkert međ lit ađ gera. Naut bregst á sama hátt viđ dulu í hvađa lit sem er.
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)